Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 4. desember 1962. Eins og stendur hér annars staðar á siðunni eru aðeins 20 dagar til jóla. Ljósmyndarinn okkar Ieit inn í eina leikfanga- búð bæjarins og tók þessa mynd af gríðarstórum gíraffa og bangsa sem áreiðanlega verða kærkomnar jólagjafir. Heimdallarfundur um íslenzka atvinnuvegi Annað kvöld efnir Heimdaliur til almenns fundar í Sjálfstæðis húsinu. Umræðuefni fundarins verður framtlð íslenzkra atvinnu vega. Frummælendur verða fjór- ir, allt kunnir menn fyrir þekk- ingu sína og reynslu í vanda- málum þeirra atvinnuvega sem þeir starfa við. Frummælendur eru þessir: Othar Hanson (sjávarútvegur), dr. Björn Sigurbjörnsson (land- búnaður), Pétur Sæmundsen (iðnaður) og Guðmundur H. Garðarsson (markaðsmál og verzlun). Að loknum framsögu- ræðum verða svo frjálsar um- ræður. Fastlega er gert ráð fyrir, að fundurinn verði fjölsóttur, enda mun marga án efa fýsa að heyra álit hinna ungu manna á þróun atvinnuveganna í framtíðinni. Fundurinn hefst kl. 20,30, og er öllum heimill aðgangur. Þrjú slys í morgun í morgun var lögreglu og sjúkra- liði tilkynnt uin þrjú slys sem urðu í Reykjavik í morgun. Tvö þessara slysa urðu af völd- Verðmætri flautu stolið úr verzlun í gærmorgun, klukkan rúmlega 10 var þjófnaður framinn í Hljóð- færaverzlun Sigríðar Helgadóttur í Vesturveri, Aðalastræti 6. Afgreiðslustúlkan í verzluninni hafði vikið sér andartak frá, en þegar hún kom inn aftur varð hún þess vör að verðmætri Pikkalo- flautu hafði verið stolið úr kassa á meðan en kassinn hins vegar verið skilinn eftir. Flautan sjálf er lítil fyrirferðar, en verðmæti henn- ar um 4 þúsund krónur. Vitað er að margir áttu leið þarna fram hjá i gærmorgun, einkum fólk sem var á leið til að láta endurnýja happdrættismiða sína. Það eru vinsamleg tilmæli rannsóknarlögreglunnar að hafi einhver veitt fólki athygli inn í hljóðfæraverzluninni um þetta leyti að hún verði látin vita um það. um umferðar og a. m. k. annað þeirra næsta alvarlegt, því hinn slasaði var fluttur í sjúkrahús að athugun lokinni á slysavarðstof- unni. Þetta slys skeði á Borgar- túni móts við Höfðaborg laust eftir kl. 8 f morgun. Roskinn mað- ur, Árni Guðmundsson til heim- ilis að Rauðarárstíg 9, varð fyrir bifhjóli, kastaðist í götuna og slasaðist það illa að flytja varð hann í Landakotsspítala eftir að bráðabirgðaathugun hafði farið fram á meiðslum hans í slysavarð- stofunni. Skömmu áður en Vísir fór í prentun varð annað umferðarslys á mótum Laugarásvegar og Sund- Iaugavegar, er telpa, Gunnhildur Hálfdánardóttir, Hrísateig 17 varð fyrir bifreið, eða hljóp á bifreið og slasaðist. Vísi er ókunnugt um meiðsli hennar, enda var hún til athugunar í slysavarðstofunni er blaðið vissi síðast. Þriðj^ slysið varð snemma í morgun ,eða kl. rúmlega 7 um borð í Tungufossi. Þaðan var mað ur, sem hlotið hafði svöðusár, fluttur í slysavarðstofuna til að- gerðar. Ekki er blaðinu kunnugt um orsakir slyssins né nafn á hin- um slasaða. Meira og heitara vatn í Ólafsfírði Norðurlandsborinn hefir þegar komið í góðar þarfir. Boraðar hafa verið tvær holur í Ólafsfirði. 1 seinna skiptið var borað niður á 600 metra dýpi án árangurs, en fyrri holan, sem var 278 metra djúp, gaf mjög góða raun, eða 29 sekundulítra af 53 stiga heitu vatni, og var sú hola þegar i stað tengd við hitaveitukerfi bæjarins, T Enn eitt símleysiskastið Reykvikingar hafa oft og lengi mátt bíða eftir jafn sjálf sögðum hlut og sima i íbúð- ina. Menn voru famir að vona að ráðamenn simans hefðu nú Ifcert svo af reynslunni og þén- uðu það vel á bæjarsfmanum, að þessi simaleysistimabil væru úr sögunni. En svo er ekki. Nú er ekki nokkur leið að fá síma gegn greiðslu út í hönd fyrr en í fyrsta lagi á miðju næsta ári. Þá er áætlað að bæta við 3000 nýjum númer um í Reykjavík og Kópavogi. öðru hverju á undanförnum árum hefir verið auðvelt að fá síma, eftir að stækkanir á símakerfinu hafa nýlega verið um garð gengnar. En svo koma þessi tímabil öðru hverju þeg- ar ómögulegt er að fá síma. Það ætti þó að vera nokkuð auðvelt, ef ráð er í tíma tek- ið ,að reikna út símaþörfina fram í timann og haga fram- kvæmdum í samræmi við það. Símaleyslð veldur ótrúlegu ó- hagræði fyrir fjölda fólks. sem mun vera orðið um 15 ára gamalt. Áður höfðu Ólafsfirðingar 20 sekundu lítra af rúmlega 40 stiga heitu vatni, svo að mikil bót er að nýju borholunni. Hún er f 100 metra hæð yfir sjó í nokkurra kílómetra fjarlægð frá bænum og þar er ekkert rafmagn nærtækt. Hins vegar er þessi borhola rétt hjá gömlu leiðslunni, sem lögð var fyrir heita vatnið til bæjarins, og vill svo vel til að enga dælu þarf að nota þar sem svo mikill kraft- ur er á vatninu úr nýju holunni. Norðurlandsborinn hefir nú ver- ið fluttur frá Ólafsfirði og er á leiðinni til Húsavíkur, þar sem bor að verður með hitaveitu fyrir Húsa vík í þeirri von að hitta þar á æð, íslenzka lánið prófsteinn — sagði TIMES í gær Enn ritar Times í London um íslenzka Iánlð. í gær blrtir blað ið grein eftir fjármálafréttarit- ara sinn. Segir þar að fslenzka lánið sé prófsteinninn á það hvort London munl aftur verða miðstöð hins alþjóðlega fjár- málalífs. Muni sjást hvort svo verði á þvi hvernig gangi að selja skuldabréf íslenzka láns- ins, sem boðin verða út á fimmtudag. Af þvi verði ljóst hvort brezkar fjármálastofn- anir séu fúsar til þess að taka aftur að sér forystuhlutverk á fjármálamarkaðnum og veita erlend lán. Blaðið bendir á að hér sé raunverulega um fyrsta raun- verulega erlenda ríkisstjórnar- lánið sem boðið sé út í Bret- landi frá stríðslokum (first for eign traditonal bondsissue) þar sem önnur lán, síðast norska lánið fyrir 11 árum, hafi verið bundin því að fénu væri varið til kaupa í Bretlandi, m.a til togarakaupa, en engin slík skilyrði séu sett varðandi ís- lenzka lánið. Stórar auglýsingar birtust um íslenzka lánið I brezku dag- blöðunum i gær. Mun verða vitað á fimmtudaginn hvort Bretar taka aftur að sér hið gamla forystuhlutverk á fjár- málamarkaðnum segir fréttarit- ari Vísis í London. en likur eru til þess að svo verði sökum þess að heitt vatn kemur undan Höfðanum. Mestar líkur eru til þess að borinn verði fluttur frá Húsavík norður í Námaskarð og borað þar eftir jarðgufu þegar hita leit lýkur í grennd við Húsavík. Tregur ufli Frá fréttaritara Vísis. — Bolungarvík, 2. des. Afli Bolungarvíkurbáta i nóv- ember var frekar tregur, enda veður verið ry.,jótt, einkum framan af mánuðinum. Aflahæstur var m.b. Einar Hálfdáns með 153 lestir í 23 róðr- um og næstur m.'b. Þorlákur með 143 lestir í 23 róðrum. Héðan róa fjórir stórir bátar, Einar Hálfdáns, Hugrún, Heiðrún og Þorlákur, og auk þess átta smærri bátar frá 5 til 25 smálestir. Var afli minni bátanna frá 19—54 smál. í mán- uðinum. Veiði hefur verið mjög treg á djúpmiðum og er meira en helm- ingur aflans jýsa. — Sigurður. DAGAR TIL JÓLA aVVv

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.