Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 6
V1SIR . Þriðjudagur 4. desember 1962. Jðnvæðing Islands er enn til- A tölulega skammt á veg komin. Ef frá er talinn fiskiðnaður, sumar greinar á sviði landbúnað- arafurða ásamt fáum dæmum öðrum, er að mestu um smáfyrir- tæki að ræða. Margar ástæður liggja til þessa, þótt þær verði ekki raktar ítarlega hér. Islenzki markaðurinn er lítill á flestum sviðum og veitir tak- markaðh möguleika þeim iðnaði, sem einungis ætlar að byggja framleiðslu sína á honum. Nokkrar mikilsverðar undantekn- ingar finnast þó frá þessari meg- inreglu og verður rætt um eina þeirra hér á eftir. 1 öðru lagi má nefna eðli margra þeirra auðlinda, sem hér finnast. Þær verða ekki hagnýtt- ar að verulegu gagni, nema til komi meira fjármagn en þjóðin sjálf getur lagt af mörkum og meiri tæknileg þekking en ís- lendingar hafa yfir að ráða. En sagan er ekki nema hálf- sögð með þessu. Því miður hefur þróun okkar tiltölulega litla iðn- aðar almennt verið nokkuð fálm- kennd og stefnan oft hlykkjótt. Hinar einkennilegustu þverstæð- ur hafa myndazt með þeim ár- angri, að á mörgum sviðum, þar sem skilyrði virðast góð fyrir samkeppnisfæran iðnað, hefur hann annað hvort ekki náð að myndast eða býr við þröngan kost. Á hinn bóginn hafa skapazt ágæt skilyrði fyrir rekstur iðnað- arfyrirtækja, sem litla eða enga samkeppnismöguleika hefðu und- ir eðlilegum kringumstæðum. Þessar þverstæður hafa með öðrum orðum hamlað uppbygg- ingu margra góðra fyrirtækja, en hvatt til fjárfestingar í mörgum öðrum, sem væru óarðbær án ó- hóflegrar vemdar eða hafta. Hvað hefur valdið þessari þróun? — Margt ber til, en eink- um virðist mér stefnan í innflutn- ings- og tollamálum eiga hér mikla sök. Birtjst hún aðallega f því að ekki hefur' verið gerður greinarmunur á verndartollum og tekjutollum annars vegar né iðn- aðargreinum, sem hér hafa góð starfsskilyrði, og hins vegar hin- um, sem ekki geta borið sig. Ef litið er á hina stóru og mik- ilvægu atvinnuvegi, sjávarútveg og Iandbúnað, hefur stefna inn- flutnings- og tollyfirvalda verið sú, að innfluttar rekstrarvörur þeirra skyldu tollfrjálsar. Er hún studd þeim rökum, að sjá þurfi þessum atvinnuvegum fyrir sem ódýrustum rekstrarvöram. I sjálfu sér er þetta lofsverð og skiljanleg afstaða, en of einhliða, einkum ef lengri tímabil eru höfð í huga. Enginn vafi leikur á því, að margar rekstrarvörur þessara at- vinnuvega verður að flytja til landsins, sumar enn >.m langa framtíð, aðrar líklega alltaf Hins vegar er ýmsum þörfum þeirra þannig háttað, að ekki má ein- ungis auðveldlega fullnægja þeim Úr vélasal Hampiðjunnar. MÁR ELÍSSON: íslenzkur veiðaríæraiðnaður 17 in þessara iðnaðargreina er framleiðsla Veiðarfæra og efn is til veiðarfæragerðar. Er það ekki einungis svo, að möguleikar slíks iðnaðar hér á landi séu hinir ákjósanlegustu — og verður vik- ið að því síðar — heldur verður að telja þessa framleiðslu eina þeirra hliðargreina, sem sjávar- útveginum er nauðsynlegt að þró ist innanlands bæði af öryggis- ástæðum og vegna betri mögu- leika á tæknilegum rannsóknum á sviði nýjunga. fslenzkur veiðarfæraiðnaður hefur samt löngum verið nokkurs konar niðursetningur, þrátt fyrir mikilvægi sitt og þrátt fyrir hið ómetanlega framlag á styrjaldar- árunum 1939—1945. En segja má, að þá hafi hann bjargað útgerð- inni frá stöðvun. Hann hefur aldrei notið teljandi tollverndar, sem orðið hefur keppinautum hans í öð- .1 löndum lyftistöng, og sem gerir m. a. vígstöðu þeirra hér á landi auðveldari en ella. Um skeið vhr svo langt gengið, að hrávörur til veiðarfæraiðnað- arins hér nutu óhagstæðari inn- flutningskjara en tilbúin veiðar- færi. I mörgi.. 1 tilfellum gildir þessi mismunun enn. Meðfylgj- andi tafla sýnir samanburð á toll- vernd veiðarfæra í nokkrum Ev- rópulöndum á árinu 1960. ^æri, línur, Netjagarn kaðlar Fiskinet með innlendri framleiðslu, heldur % % % má jafnvel telja það hagkvæm- ísland . . . 0 3.6 3.6 ara. Stafar það sumpart af þvi, Belgía . . . 12 18 18 að skilyrðin til þess éru eins góð Frakkland 15-16 16 25 eða betri hér á landi en erlendis Þýzkaland 11-13 13-14 10 og sumpart af þvl, að hinar sér- Holland ,. 11 11 16 stöku kröfur íslenzkra staðhátta Danmörk 8 8 10 gera auðveldara um vik með fram Svíþjóð . 10 10 10 leiðslu I þvl skyni hér á landi en Noregur . 7-10 5-10 5-25 annars staðar. Þrátt fyrir þessi augljósu sannindi hefur reynslan Bretland 15 15 20 þvl miður orðið sú, að hinir stóru Um Nore g er því við að Læta, markaðsmöguleikar, sem þessir að svo virðist sem norska ríkið atvinnuvegir bjóða iðnaðar- og bjónustufyrirtækjum í mörgum Treinum, liggja enn lítt eða ekki 'otaðir. hafi með höndum allan innflutn- ing á hráefnum til vsiðarfæragerð ar. Jafnframt nýtur norsk veið- arfæraframleiðsla styrkja úr rlk- issjóði, sem nema allt að 20% smásöluverðs. Undanfarin ár hefur íslenzkur veiðarfæraiðnaður átt í harðri samkeppni við erlenda keppi- nauta, einkum frá Danmörku og Noregi. Þessir keppinautar og aðrir hafa aðgang að stórum, vernduðum heimamörkuðum og sýnir framangreind tafla toll- verndina, sem þeir njóta. Þvi miður virðast sumir þessara keppinauta hafa gripið til miður heiðarlegra viðskiptaaðferða.' — Hafa heyrzt háværar raddir um, að þeir seldu sumar tegundir veið arfæra, þ. e. einkum þær sömu og framleiddar eru hér á landi, við lægra verði til íslands en heima fyrir eða t. d. til Færeyja. Aðrar veiðarfærategundir en þær, sem framleiddar eru hér á landi, eru aftur á móti seldar með eðii- legum hætti. Þessir viðskiptahætt ir jafngilda „dumping" og sé þetta /átt, þarf að gera tafar- Iausar ráðstafanir til að stemma stigu við þeim. Ráðstafanir þær, sem viðskiptamálaráðuneytið greip til fyrir skömmu og vega eiga á móti þessu, eru f sjálfu sér viðurkenning á þvl, að ekki sé allt með felldu I þessum efnum. Jjessir óviðeigandi verzlunar- hættir reynast mögulegir m. a. vegna þess að hinar erlendu verksmiðjur, margar hverjar, hafa með sér öflug samtök. T. d. munu amtök danskra veiðarfærafram- leiðenda hafa hönd í bagga með verðákvörðun meðlimafyrirtækja sinna og úthlutun útflutnings- kvóta á hina ýmsu markaði. Á vissan hátt hafa íslenzkir út- vegsmenn notið góðs af þessari samkeppni, þó með þeim fyrir- vara sem nefndur var að framan um bær veiðarfærategundir, sem okki c.... aleiddar á íslancl Hins vegar skyldu menn þess minnugir, að þetta hagstæða verð á sumum tegundum veiðarfæra er fyrst og fremst því að þakka, að veiðarfc.. .ðnaður er starfræktur í landinu sjálfu. Ef hann legðist niður, mætti búast við að verðið hækkaði um leið. Það er þvl orðið meira en tímabært að eyða þeim misskiln- ingi, að lágt verðlag, sem stafar af „dumping", hafi ótvlrætt hag- ræði I för með sér fyrir útgerð- ina. Augnablikshagræði er e. t. v. fyrir hendi. Sé hins vegar litið lengra fram á við, verður þetta strax vafasamara, Komi þetta fyrirkomulag þannig I veg fyrir, að hér rlsi sterkur veiðarfæraiðn- aður sem jafnframt er ein for- senda þess, að fullt gagn verði af rannsóknum á sviði veiðitækni, eru miklir ókostir þess strax auð- sæir. íslendingar gætu þá ekki orðið virkir þátttakendur og frum kvöðlar I þróun veiðarfæra og veiðitækni, en yrðu I þess stað að feta I fótcpor annarra, sem oft á tíðum hafa ekki til að bera þekkingu á íslenzkum aðstæðum og þörfum. Á hinn bóginn gæti uppbygg- ing innlends veiðarfæraiðnaðar og veiðitæknirannsókna gert kleift að stöðugt yrði unnið að framförum I veiðitækni. Slíkfy mundi og bezt tryggja samkeppn isaðstöðu íslenzkrar útgerðar, þegar til lengdar léti. Aðstæður til veiðarfæra- iðnaðar á íslandi. Mjög sterlc rök hníga að því, að hér megi reka samkeppnisfær- an veiðar: aiðnað: 1) Markaðurinn er stór. Auk þess magns, sem framleitt er f landinu sjálfu, nemur innflutn- ingur nær 200 milljónum króna árlega (var 185 milljónir á/árinu : 960 miðað við núverandi gengi). 2) Vélbúnaður hérlends iðnað ar getur verið hinn sami og hjá sams konar erlendum fyrirtækj- um. 3) Hráefnaverð er hið sama fyrir aila aðila og fylgir heims- markaðsverði. 4) Flutningskostnaður hráefna hingað til lands ætti að vera lægri en á hinni fullunnu vöra. 5) Möguleikar eru góðir hér á landi til stöðugra tilrauna á mismunandi kostum veiðarfæra. Stafar það ekki slzt af vilja út- gerðarmanna og sjómanna til að reyna nýja tækni. Þegar ofangreind rök eru höfð I huga, svo og hið aukna öryggi, sem sjávarútvegvegurinn mundi njóta, virðist einsætt að róa beri að því að skapa hér skilyrði, sem gera uppbyggingu öflugs veiðar- færa iðnaðar mögulega. Ætti það að vera kapps- og metnaðarmál Alþingis og ríkisstjómar, útvegs- manna og sjómanna. íslenzkur veiðarfæraiðnaður getur einnig haft góð skilyrði til að keppa með framleiðslu sfna á erlendum vett- vangi. Hvað þarf að gera? í fyrsta lagi þarf að setja lög gegn „dumping". Vart þarf að taka fram, að sú löggjöf mundi vera almenn og kæmi jafnframt öðrum íslenzkum iðnaði að gagni. í öðru lagi þarf að athuga, hvort ekki geti verið nauðsynlegt að hækka innflutningstolla á þeim tegundum tilbúinna veiðar- færa. sem Tramleidd eru hérlend- is, sérstaklega ef ráðstafanir sam kvæmt hinu fyrst talda (dum- ping) dragast á langinn. Toll- verndin hefur tvö markmið. Hið fyrra er að gera „dumping" örð- ugra, og þarf það I sjálfu sér ekki að hafa áhrif á verðlag hinnar innlendu framleiðslu. Hið síðara stendur I sambandi við þær breyt ingar, sem eru að gerast I mark- aðsmálum I heiminum. Ef við tengjumst EBE, þurfa byrjunar- tollarnir hjá okkur (áður en tolla- lækkanir hefjast) að vera a. m. k. jafnháir á mikilvægustu afurðum okkar og hjá keppinautum okkar. Ef við á hinn bóginn stöndum utan EBE, munum við án efa taka höndum saman við ýmsar þjóðir og berjast fyrir almennum tolla- lækkunum. í því tilfelli er engu síður mikilvægt, að byrjunartoll- ar okkar verði ekki langt fyrir Frh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.