Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 10
10 Kópavogsfundur Framhald af bls. 9. viljað beita íslendinga harðræð- um, að líkur bendi til að samið hafi verið fyrir eiðtökurnar. og ísiendingum tekizt að halda öllu í fyrra horfi, og loks að Bjelke hafi ekki verið líklegur til að grípa til slíkra ráða, sökum vin- sælda og margra ára vinfengis við helztu menn landsins. Fleiri ástæður, og enn ríkari má færa fram og verður gert í nresta kafla. En jafnvel þótt frásögnin um ofbeldi og ógnanir Bjelkes á Kópavogsþingi væri talin ýkjur eða skrök, þá er þess vel að gæta, að íslendingar voru samt ekki frjálsir ferða sinna að held- ur, hin forn landsréttindi voru þeim ekki lengur sú vörn og hlíf, sem verið hafði, og viðnám þeirra gegn erlendu valdi og yf- irráðum æ þverrandi, sökum fá- tæktar iandsmanna, harðæra og verzlunaránauðar. Hins vegar þótt Islendingar hafi ekki getað beitt sér á þinginu, þá er sú þvingun vitanlega allt annars eðlis, en að þeir hafi beint verið neyddir með ógnum og hervaldi til þess að skrifa undir, svo sem talið hefur verið. Cagan um ofbeldi höfuðsmanns á Kópavogsþingi 1662 varð ekki almenningi kunn fyrr en eft ir aldamótin síðustu, er Hannes Þorsteinsson birti hana I blaði sínu, Þjóðólfi (1907, 13. tbl.). íyggist hún á tveim bréfsnepi- um úr handritasafni Jóns Sig- urðssonar forseta, sem taldir eru með rithönd Áma Magnússonar, og er einn af undirskrifendum í Kópavogi borinn fyrir sögunni, sr. Björn Stefánsson á Snæúlfs- stöðum. Á sneplum þessum segir, að Brynjólfur biskup hafi farið „nockud ad tala vid Bjelke um, ad Iislensker villde ei gjarnan so sleppa fra sier öllum priviliegiis etc“, „hvartil Bjelke ei ödru svar adi“ en að benda á hermennina umhverfis, og spyrja „hvert hann sæe þessa“. „So stakk 1 stúf um tergiversatonem, (þ. e. vífilengj- urnar), og gekk hann og adrir liðugir til þess sem vera átti“. Ennfremur segi á hinum snepl- inum, að Árni lögmaður hafi ekki viljað skrifa undir, „og stóð það svo einn dag eða þar um, að hann stóð streittur þar við“, en lét að Iokum „grátandi" undan, og „sór svo með öðrum“. Tjað, sem fyrst og fremst gerir sögu þessa tortryggilega, ef ekki beinlfnis ótrúlega, er sú staðreynd, að hennar finnst hvergi getið i helmildum eða frásögnum um Kópavogsfundinn, hvorki frá sama tíma né síðar. Gefur þó auga leið, að svo ein- stakt og óheyrilegt atferli, sem hér um ræðir, hefði varla legið i þagnargildi, með þvi og, að annálar greina að öðru leyti all- nákvæmlega frá þvi, sem gerðist á þinginu, enda sumir annálahöf- undar meðal þeirra, sem þar voru viðstaddir, r gátu bví gerst um borið. Þeir skýra nákvæmlega frá ýmsum minni háttar atriðum, svo sem veizluhöldum I þinglok, „prjáli miklu", „rachetter og fýr verki", .fíólum, bumbum og sex þekkt þá og lesið, sérstaklega trometörum'1 sem „sýsluðu upp á hljóðfteri" o. s. frv. Þegar nú skýrt er frá þess konar smáatr- iðum með slíkri nákvæmni, get- ur þá nokkur trúað þvi.að þvílík stórmæh hefðu ekki þótt frásagn ar verð, ef höfuðsmaður hefð' haft uppi slíkar fáheyrðar ógn- anir og ofbeldi, g kúgað frar C'ðvinningar undir gínandl byssu hlsnipum og fyrir konung lands- ir að loku skrifað undir grát- E” andi eftir að hafa „streitzt við (ofbeldinu) heilan dag“)? Jafnvel þótt einhverjum annálaritaranum hafi gleymzt að geta um þetta, er það þá trúlegt, að þeim hafi öllum orðið sú gleymska á? Varla þarf að gera þvi skóna, að þeir hafi af hræðslu eða öðrum slík- um annarlegum ástæðum látið undan falla að færa þetta i Ietur, enda ekki ætlað til birtingar al- menningi eða yfirvöldum. ?n jafnvel þótt gert væri ráð fyrir, að samtíma söguritur- um hafi af einhverjum ástæðum láðst að geta um þessa atburði er annað með öllu óhugsanlegt en að þeir hefðu haldizt í munn- mælum og frápögnum með þjóð- inni og þannig komið fram hjá síðari höfundum og sagnaritur- um, t. d. Espólín, eða þó sér- staklega Jóni Halldórssyni í Hít- ardal, einhverjum mesta sagn- fræðingi íslendinga fyrr og síðar, en hann hefur skrifað allmikið um Bjelke, og þ. á m. um Kópa- vogsfundinn. Hvorugur þeirra, né aðrir síðari tíma höfundar, minn- ast þess einu orði, að Bjelke hafi beitt íslendinga ofbeldi á Kória- vogsþingi. Er þó mikið frá hon- um sagt víða í heimildum, j sem vænta má um svo umsvifamik- inn mann í sögu okkar. T. d. er það ítarlega rakið, þegar Bjelke sinnaðist við bónda einn út af hestláni, sem síðan varð upphaf að hinni illræmdu flutninga- skyldu landsmanna á Bessastaða- lýð, og mjög lagt Bjelke til ámæl is. Er það þá líklegt, að það hafi verið látið liggja í Iáginni, ef Bjelke hefði ætlað að bera vopn á þingheim í Kópavogi, eða ef lögmaðurinn sjálfur, Árni Odds- son, hefði grátið framan í hann á þinginu? Ætli slíkt hefði ekki þótt nokkur saga til næsta bæjar um þvílikan skörung sem Árna Oddsson, og einhver minnzt fyrri viðureignar hans við Bessastaða- menn, er hann réð niðurlögum Herlufs Daa, sem frægt er. — Hafa má f huga, að auk eiða- manna var mikill fjöldi viðstadd- ur í Kópavogi þennan dag, sjálf- sagt í allt um eða yfir tvö hundr uð manns, og væru það í sann- leika sagt býsn mikil og fádæmi, ef enginn þeirra hafði orðið var eða heyrt frá sagt ofbeldisverk- um þeim, sem þarna áttu að hafa verið höfð í frammi. Ég hygg að bréflappar Árna Magnússonar verði helzt til létt- vægir á metunum gagnvart sönn unarþunga þessara staðreynda. Til frekari áréttingar skal enn vakin athygli á tveim veigamikl- um atriðum í þessu sambandi. „Heimildarmaður" sá, sem Árni Magnússon vitnar til á bréf Iappanum, sr. Björn á Snæúlfs- stöðum, var tengdafaðir Jóns Halldórssonar í Hítardal og uppi að mestu á sama tíma. Þegar hann skrifar ritgerð sína um Bjelke, — og þ. á m. um Kópa- vogsfund —, (Hirðstjóraannáll), hefur hann að sjálfsögðu mjög stuðzt við frásagnir tengdaföður sfns um þá atburði, þar eð hann hafði verið þar sjálfur viðstadd- ur. Þar sem hann minnist ekk- ert á ofbeldisverk Bjelkes, má augljóst vera, að heimildarmaður Árna Magnússonar er ekki rétt til greindur á lappanum eða að sagan sjálf er ranglega eftir höfð, nema hvort tveggja sé. Hlýtur þetta með öðru að draga mjög úr heimildargildi lappans eða gera bað raunverulega að engu. | annan sta‘‘ skal bent á það. að þar em margnefndir bréf 'appar e. u ú safni Jóns Sigurðs sonar forseta, má telja næstum óhugsanlegt að hann hafi ekki þekkt þá og lesið, sérstaklega VISIR . Þriðjudagur 4. desember 1962. þegar þess er gætt, að hann skrif aði bók eða ritgerð, sem mjög fjallaði um Kópavogseiðana og gildi þeirra (Om Islands statsret- Iige Forhold, Kh. 1855). Hann mun hvergi í ritum sínum minn- ast á ofbeldi og ógnanir Bjelkes á Kópavogsþingi, og má af því marka, að honum hafi þótt lapp- arnir alls ómerkir og ekkert á þeim byggjandi. Hefði ofbeldis- sagan þó orðið honum ærið sterkt vopn í hendi, ef hann hefði á hana trúað, og getað beitt henni í baráttunni fyrir endur- heimt landsréttindanna. jVú mætti e. t. v. spyrja, hvers 1 vegna Bjelke kom hingað ti! landsins á herskipi og hvað hann ætlaðist fyrir með því að setja hermenn á land. Gat það verið til annars en ógna íslendingum, sýna þeim í tvo heimana? Auðs?ett er, að Bjelke hlaut að ferðast á herskipi til landsins, hann var yfirflotaforingi ríkisins og helzti trúnaðarmaður kon- ungs. Annar farkostur hefði ekki sómt tit.ii hans og embætti. í anr.an stað var það venja, og er enn, að slíkir yfirmenn hafi með sér „lífvörð" eða annað viðeig- andi fylgdarlið við opinber tœki- færi til þess að auglýsa tign sína og veldi, og oft er þá (fall- byssu)skothríð viðhöfð til hátíða- brigða. Að sjálfsögðu þarf slikt engan veginn að standa í sam- bandi við ofbeldis- eða árásar- fyrirætlanir. t þessu tilviki ligg- ur heldur ekkert fyrir um það, að aðrir hermenn hafi verið til stað- ar við Kópavogsþingstað en þeir, sem sýsluðu um fallbyssur og tilheyrandi skothríð, og máttu þingmenn vita, að það var I við- hafnarskyni, en ekki ofbeldis. Verður ekki séð af heimildum, að skothríðin hafi komið illa við íslendinga, (nema helzt að hest- ar vildu fælast (Vallaannáll)), enda hafði þá fyrir nokkrum ár- um verið mikil fallbyssuskothríð á Þingvelli í sambandi við kon- ungshylling og veizlu mikla, sem Bjelke hélt þingheimi við það tækifæri). „Þóttust engir muna þvílíka viðhöfn á Alþingi sem bá“. f allh.ann.). ~pjg held þess vegna ekki, að ts- lendingar hafi kippt sér svo mjög upp við það, þótt Bjelke hafi haft nokkra hermennskutil- burði á Kópavogsþingi, né held- ur, að þeir hafi samþykkt neitt eða undirrtað fyrir þær sakir ein- ar. Verður og ekki séð, að hann hafi gert sig líklegan til að beita fslendingi þvingun af því tagi. enda hafð" hann, eins og áður segir. frestað þinghaldi til þess að ná •'mningum við tslendinga bar til fvrirva askiö! beirra voru tilbúin. og samþykkti Bjelke að taka við þeim, þannig að engin ástæða var til þess að gera ráð fyrir frekari erfiðleikum, er til undirskriftanna kæmi. Virðist því ekki líklegt, sem einn sagnfræð- ingur (H. Þ.) segir, að þeir Á. O. og B. Sv. hafi mátt „sjá fram á“ ofbeldi og „jafnvel pyntingar" þar á þinginu. Slíkt er ekki ann- að en getsakir. Gefur það nokkra bendingu í þessu sambandi, að Bjelke hafði haft mikla aðdrætti til veizluhalda fyrir þingmenn, og kemur það ekki vel heim við það, að honum hafi verið ofbeldi í huga. Fór veizlan síðan fram, að þinglokum, við fjölmenni og mikla viðhöfn. o lokum væri svo ekki úr vegi að hugleiða, hvort kynni ís- lendinga af Hinrik Bjelke hafi yfirleitt verið slík, að honum væri til þess trúandi, að hafa beitt ofbeldi og óhæfuverkum, svo sem þeim, er á bréfsneplun- u.n greinir. Hinrjk Bjelke til Ellingegaard, ríkisaðfníráll, og lénsherra yfir íslandi, dvaldi hérlendis meira og minna frá 1648 og fram yfir 1662, en var hirðstjóri áfram til dauðadags, 1883. Hann er tign- astur og mestur virðingamaður allra danskra og erlendra (em- bættis)manna, sem hér hafa dval ið. Ber sagnfræðingum saman um það, að hann hafi getið sér gott orð í hvívetna, „stundað gagn og nytsemi landsins", bægt frá því „stórum sköttum og þyngslum, sem hann kunni“, ver ið ljúfur og lítillátur alþýðu manna, en harður í horn að taka stórbokkum, og þeim, sem lands- mönnum vildu illt. Hann hafði milligöngu um mörg málefni landsmanna og færði til betri veg ar hjá konungi, t. d. er mælt að hann hafi látið senda honum „sýnishorn" af viðurværi því, sem „fátækt fólk yrði að lifa við hér á Iandi“. Hann var „andvígur fordild og flysjungshætti". Sjálf- ur taldi hann sig öðrum þræði Is- lending, fram í ættir. Bjelke er án efa langmerkastur umboðs- manna konungs hér á Iandi, fyrr og síðar, enda mun enginn hafa notið þvílíkra vinsælda og virð- ingar sem hann, hvort heldur meðal höfðingja landsins eða allrar alþýðu. Báru atburðirnir 1661 þar engan skugga á. Hann var góðviljaður maður“, segir Jón Halldórsson, og þegar hann dó, gamall maður, hafi hann ver- ið „nafntogaður og tregaður af þessa lands innbyggjurum, svo -.1 þeirra faðir og patron“. Getur nú nokkrum dottið i hug, að Islendingar hefðu tregað þann man sem föður og vernd- ara, sem gerzt hefði til slíkra óhæfuverka -ragnvart þjóð okkar og sögu, sem bréfsneplar Árna Magnúsr lar gefa I skyn? Og gæti bað vfirleitt staðizt, að sð sannfróði og þjóðholli maður, Jón Halldórsson í Hítardal, lyki slíku lofsorði á Bjelké sem hann gerir, ef það væri rétt, að tengda- Nýr bótur S.l. laugardag var sjósettur 11,5 br. lesta vélbátur frá Skipa- smíðastöð Jóhanns L. Gíslason- ar, Hafnarfirði. Báturinn hlaut nafnið v/b „Gunnar Einarsson" GK 334, og er eigandi hans Sigurður Gunnarsson, Hsfnar- firði. í bátnum er 54 hfcMitfla Lister-vél. Frágangur á smíði virðist með ágætum og fyrir- komulag á innréttingum hið smekklegasta. — V/b „Gunnar Einarsson" mun hefja Iínuveiðar nú þegar. Myndin var tekin skömmu áður en báturinn var sjósettur. faðirinn, - og aðrir þeir sem viðstaddir voru í Kópavogi, — hefði haft þá sögu að segja, sem sneplarnir bera hann fyrir? T/g hygg það varla koma til mála, að spurningum þess- urri^ verði svarað nemá á einn veg. Að vfsu múnu menn vitna til Árna Magnússonar sem heim- ildarmanns, og byggi á því, að sneplarnir hafi gengið í gegnum hans hendur, og séu skrifaðir af honum. En þar til er því að svara, að hvorki gat Á. M. um þetta borið af eigin rai»-.«, né heldur virðist hann sjálfur háfa lagt neitt upp úr þessu, enda get- ur hann þessarar sögu hvergi í (öðrum) ritum sínum. Er þó greinilegt, að honum hefur af einhverjum ástæðum verið í nöp við Bjelke, og setur sig sjaldnast úr færi að niðra honum, sbr. Bessestadensiu hans. T. d. drótt- ar hann að honum sjóðþurrð um skil konungstekna af landinu, enda þótt vitað sé, að Bjelke var stórauðugur maður og Iánaði konungi geysifé, og að til eru ennþá kvittanir konungs fyrir fullnaðarskilum á landstekjum. Verður Árni Magnússon þannig vart talinn alls kostar trúverðug heimild um þau efni, sem Bjelke varða. ★ Eins og fyrr var sagt, eru beinar heimildir um Kópavogs- fund af fremur skornum skammti. Verður sagan um ógnanir og of- beldi Bjelkes því hvorki sönnuð né heldur afsönnuð beinlínis og verður um það, — og annað, sem gerðist á þinginu, — að fara nokkuð eftir líkum og getgátum. og því sem hverjum og eínurn þykir trúlegast. Er þess vegna ekki úr vegi, að málið sé athugað frá fleiri hliðum en gert hefur verið til þessa og reynt eftir öðr um og f'eiri leiðum að gera sér einhverja fyllri grein fyrir þv- sem raunverulega fór fram á hinu eftirminnilega Kópavogs þingi sumarið 1662.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.