Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 2
2
^ /*>4j
.TT TTT) 1'pQrrnÍÍ..1!]] 1 11 ^
ggæzi
r3 T d
Evald Andersen:
HNíFALílKAR
Það eru margar ástæður fyrir
að íþróttirnar draga stöðugt fleira
fólk til sín. Fólki fjölgar, við fáum
meiri frítíma og íþróttagreinum
fjölgar, en veigamesta ástæðan er
þó sú að svo til allir geta fundið
íþróttagrein við sitt hæfi.
Og nú þegar ég hef tekið að
mér að tala með eða móti hnefa-
leikum, er það vegna þess að
hnefaleikarnir eru íþróttagrein sem
gefa vissri manngerð útrás, sem
hann finnur ekki í öðrum fþrótta-
greinum. Við getum vissulega
fundið mörg dæmi um að knatt-
spyrnumenn, sundmenn, skíða-
stökkvara, hlaupara og jafnvel
kappgöngumenn hafi haft ánægju
af hnefaleikum auk sinnar aðal-
greinar, en það er áreiðanlega
hægara að finna hnefaleikarann,
sem finnur að hnefaleikarnir eru
hin „stóra íþrótt“, sem hann eyðir
frítíma sínum í og útvegar honum
félaga, sem hann vill hafa sam-
neyti við.
Ég vil ckki staðhæfa að hnefa-
leikararnir séu á nokkurn hátt
betri en aðrar fþróttagreinar, en
ungi maðurinn, sem vill reyna
krafta sína gegn andstæðing með
sama hugarfari og hann sjálfur,
ætti að reyna sig í hnefaleikasaln-
um, áður en hann reynir sig ann-
ars staðar. Það er lika satt og rétt
Á ráðstefnu íþróttafréttarit-
ara, sem haldin var hér í
vor var m. a. rætt um hnefa-
leikana og hvort banna ætti þá.
Voru umræður um þetta fjör-
ugar en f blaðinu f dag birtum
við erindi danska íþróttarit-
stjórans Evald Andersen, sem
varði hnefaleikana, a. m. k.
hnefaleika áhugamanna. Á
næstunni segir Ándersen hér á
sfðunni frá fleiri hliðum á
hnefaleikunum, en hér koma
fram, og er erindi hans mjög
fróðlegt, ekki sízt fyrir íslend-
inga, sem höfðu ekki nema rétt
litið inn í hnefalcikaheiminn,
áður en dyrunum var lokað á
nef okkar, með lagabókstaf Al-
þingis.
að ungir hnefaleikarar eru oft
nokkuð „lausir til handanna“
þannig að brenna vill við að þeir
lendi f slagsmálum utan hringsins,
en þó er það svo að þeir sem haft
hafa tækifæri til að rannsaka lífið
f hnefaleikafélögunum þekkja fjöl-
mörg dæmi þess að hnefaleikarnir
ekki sérstakan áhuga á að vinna
fyrir sér, vanræktu nám sitt vegna
þess að hnefaleikarnir eru fþrótt
með sérlega mörgum „stuðnings-
mönnum“, sem auðveldlega geta
fengið meistara til að hætta að
vinna. Það eru líka margir af
„stuðningsmönnum" hnefaleikar-
Þetta mun flestum þykja Ijót sjón — enda voru högg sækjandans f
þessu tilfelli dauðleg. Evald Andersen skýrir í grein sinni sjónarmið
þau sem ríkja hjá áhugamönnum í hnefaleik, en þau eru öll önnur en
hjá atvinnumönnum.
hafa hjálpað ungum mönnum inn í
tiiveru þar sem slagsmál voru ekki
lengur freisting. Hnefaleikarnir
höfðu kennt þeim að það á ekki
að rcyna að leika „sterkan karl“
í daglegu Iífi. Ég þekki dæmi um
danska meistara og Evrópumeist-
ara, sem yfirunnu slagsmáiasýkina
með því að velja hnefaleikana sem
sína íþrótt, og enn aðrir segja
dæmi af heimsmeisturum, sem al-
gjörlcga hafa breytzt við að kynn-
ast hnefaleikaíþróttinni.
Það var ekki meiningin hjá mér
að fara að halda lofgerðarroilu um
hnefaleikana og gera þá „róman-
tíska“ því við höfum séð unga
menn, sem höfðu mcðfædda hæfi-
leika sem hnefaleikarar, en höfðu
anna, sem eru f meiralagi drykk-
felldir. Ef hnefaieikari heldur að
hann geti náð langt í íþrótt sinni
jafnframt því sem hann er óreglu-
samur, þá hefði hann betur sleppt
því að byrja að stunda hnefalcika.
En hver getur annars dæmt um
hvort það voru hnefaleikarnir sem
hafa fært hann út í drykkjuskap-
inn? Vera má að það hafi verið
hans eigin þörf fyrir áfengi og
vöntun á áhuga á að vinna heið-
arlega vinnu.
Það er mannleg áhætta að velja
hnefaleika sem aðalíþróttagrein, en
einnig þar eru kostir. Ég hef þegar
nefnt siagsmáiagirnina, en hnefa-
leikarnir geta einnig verkað í
þveröfuga átt. Hræddir og upp-
burðarlitlir menn hafa fengið sjálfs
traust með því að iðka hnefaleika.
Ég starfaði á mínum yngri árum í
bókaverzlun, þar sem verzlunar-
stjórinn hóf að iðka hnefaleika
þegar hann var 40 ára. Hann var
Iítill og mjór, og eftir að hann hóf
að iðka hnefaleikana breyttist
sköpulag hans að vísu ekkert, en
hann byrjaði smám saman að trúa
á sjálfan sig á ótrúlegan hátt. Það
varð hugarfarsbreyting á honum
og síðar hef ég talað við lækna
um svipaðar breytingar. Feimið
fólk og stamandi hefur náð valdi
yfir líkama sínum með því að
fara í tíma i hnefaleikum.
Danskur hnefaleikari sem um
5—6 ára skeið var einn bezti í
landsliði okkar trúði mér fyrir
því að hann hefði byrjað hnefa-
Ieika vegna þess að hann hefði ver-
ið barinn af skólafélögum sínum.
Hann kveið fyrir að ganga í her-
inn og þá var það sem hann lét
innrita sig i hnefaleikafélag. Hann
varð stórleikinn strax í fyrsta
tímanum — vegna þess að hann
vildi ekki fá útreið — óg það er
ástæða til að halda að hnefaleik-
amir hafi haft góð áhrif á hann.
lZvlvinÍíit'
fréttir
► Frakkland-b og ítalía gerðu
jafntefli í landsleik í gærkvöldi
í París og var ekkert mark
skorað.
► Murray Halberg vann 2
mílna hlaup á frjálsíþróttamóti
í Sydney i Ástralíu á 8.37.6 en
annar varð Jim Irons, Kanada
nær 150 metrum á eftir. Ekki
hafði verið búizt við góðum
árangri vegna slæmra skilyrða
eftir rigningar, en heimsmet
Jint Beatty er í stöðugri hættu
vegna Halberg.
► „Það þarf 5.50 m til að
krækja í gullið í Tokyo 1964“,
segir finnski stangarstökkssér-
fræðingurinn Olenius, en hann
á heiðurinn af hve vel finnskum
stangarstökkvurum gengur um
þessar mundir. Hann segir að
úrslitamenn OL í Tokyo verði
með árangur frá 5.30 til 5.50
og sigurvegarinn ntuni ekki
stökkva lægra en 5.50.
Hnefaleikarinn Álojandre
Lavorante frá Argentínu liggur
enn meðvitundarlaus í Los
Angeles. Hann var rotaður 21.
sept. s.l. en hefur ekki rankað
við sér enn þá.
★ Ítalía vann fyrsta leik sinn í
Evrópukeppni í knattspyrnu,
6:0, en andstæðingar þeirra
voru að þessu sinni Tyrkir.
■■HHV vmmn
Œ
ALLAR HELZTU
málningarvörur
ávallt fyrirliggjandi
SENDUM HEIM
HELGI MAGNÚSSON & CO.
Hafnarstræti 19.
Símar 13184 - 17227
• •
Okukennsla!
Get útvegað kennslu í
bifreiðarakstri í Hafnar-
firði, Kópav. og Reykja-
vík.
B'ila og B'ilpartasalan
Hellisgötu 20, Hafnar-
firði, sími 50271.
Bílasala-
Varahlutasala
Nýir og notaðir vara-
lilutir. Seljum og tökum
i umboðssölu bíla og bíl-
parta.
B'ila og B'ilpartasalan
Hellisgötu 20, Hafnar-
’irði, sími 50271.
Nýtt - Nýtt
Das iúeine wunder.
Litli Mercedes Benz-bfllinn er
til sýnis og sölu hjá okkur. —
Nokkrir ar tii afgreiðslu
strax. — Hagstæð kjör.
Fótsnyrting
Guðfinna Pétursdóttir
Nesvegi 31. — Sími 19695.
Séra Sveinn Víkingur.
LÁRA MIÐILL
(Úr handriti Erlings Filippussonar grasalæknis Reykjavík).
.....við sátum við eldhúsboðið og vorum að spjalla saman.
Allt í einu segir hún:
„Þarna kemur kona til þín. Hún er um sjötugt. Hún hefir
vörtu hérna og löng hár út úr“ — og fer með höndina undir
hægra kjálkabarðið rétt við hökuna. „Hún er með böggul
undir hendinni og bundinn utan um hann bláröndóttur klútur.
Hún segist heita Sigga. Kannast þú nokkuð við þetta?“
„Ja, ég veit ekki“ segi ég, en þekkti þó konuna undir eins
af lýsingunni, en langaði til að heyra meira. — Og Lára heldur
áfram:
„Hún segist oft hafa verið kölluð Gamla-Sigga. Nú gengur
hún til þín og er ac skoða sokkana þína. Kannastu ekki enn
þá við hana?“
Jú, — víst kannaðist ég við Gömlu-Siggu. Hún var vinnu-
kona hjá foreldrum mínum og ég svaf hjá henni þangað til ég
var kominn á tíunda ár og þótti ekki síður vænt um hana
en móður mína. Þegar ég kom inn, sérstaklega ef blautt var
um úti, var, hún vön að fara með fingurinn undir skóvarpið
og þreifa undir ilina, til þess að ganga úr skugga um, hvort
ég væri ekki blautur í fæturna. Ég hugs, að hún hafi verið að
minna mig á þetta. Hún hafði jafnan prjónana sína með sér
á engjarnar og batt þá inn í bládröfnóttan klút. Stundum
tíndi hún ber handa mér í þennan klút í heimleiðinni af
engjunum. Hún var kölluð Gamia-Sigga til aðgreiningar frá
Foss-Siggu, sem þá var vinnukona á heimili foreldra minna.
KVÖLDVÖKUÚTGÁFAN
í