Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 7. desember 1962. VtSIB LJtgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. Óbreytt útsvör Fjárhagsáætlun borgarinnar kom til umræðu í gær. Það fyrsta sem menn veita athygli er að þótt niðurstöðutölur frumvarpsins hækki um tæp 20% frá því í fyrra er þó gert ráð fyrir því að útsvarsstiginn, og þar með útsvörin, verði óbreytt. Verður sami af- sláttur veittur frá útsvarsstiganum í ár og í fyrra eða 11%. Eru þetta góðar fréttir fyrir alla gjaldendur í borg- inni. Annað sem athygli vekur er að framlögin til framkvæmda hafa verið hækkuð allverulega. Þeim mörgu sem enn búa við ómalbikaðar götur í borginni munu þykja það góð tíðindi að nú verður varið 15 millj. krónum meira til gatnagerðar en í fyrra eða alls 70 millj. krónum og mun sízt af veita. Þá verða framlög til fræðslumála, heilbrigðismála og félagsmála hækkuð allt að 18% frá því í fyrra. Bygg- ist þetta að nokkru á aukinni fjölgun í borginni, en einnig hinu að meira er gert fyrir borgarana á þessum sviðum af hálfu Reykjavíkur. Þær kauphækkanir sem áttu sér stað á árinu valda borgarsjóði auknum útgjöldum, sem nema alls tæpum • fimm milljónum króna. Sökum þess hefir ekki verið hjá því komizt að hækka verð tvenns konar þjónustu sem borgarbúar nota, strætisvagnafargjöld og rafmagn ið. Þó eru þær hækkanir svo litlar, rafmagnið aðeins 6%, að ekki munar miklu á fjárhagsáætlan fjölskyld- unnar. Það er mikilsvert að fé sem borgararnir greiða í borgarsjóðinn nýtist sem bezt. Það verður með öðrum orðum að nota af hyggindum, og hagsýni. Borgin hefir nú dugandi verkfræðinga í sinni þjónustu og aðra tæknimenn sem trúandi er til þessa. Og yfirstjórn borg arinnar hefir þegar sýnt að hún hefir sparnaðarsjónar miðið í huga. Lengri verzlunartimi Nú eru til umræðu tillögur um að breyta lokunar- tíma sölubúða og þá fyrst og fremst matvörubúða. Fela þær í sér að lengur verður opið í þessum verzlunum föstudaga og laugardaga, og skýrði Vísir frá því í gær að meirihluti virtist fyrir tillögunum í Kaupmannasam tökunum. Þessar tillögur eru skynsamlegar og spor í rétta átt. Þær eru það vegna þess að þær létta viðskipta- vinunum innkaupin. Margir hætta ekki vinnu sinni fyrr en eftir kl. fimm og eiga þess þá erfiðan kost að gera innkaup sín. Lengri opnunartími um helgar auð- veldar þeim mjög innkaupin. Raunverulega hafa sum- ar verzlanir haft hér opið undanfarið miklu lengur en til sex, eða þær sem hafa kvöldsöluleyfi. Þess er að vænta að samstaða náist sem mest um tillögurnar meðal kaupmanna. Um óskir neytenda þarf ekki að spyrja. BÆKUR 0G HOFUNDA 1 r r 'SS Anton Tsjekhov: Maður í hulstri, smásögur, 122 bls. (Verð kr. 123,60). Geir Kristjánsson þýddi. Smábækur Menningarsjóðs 1962. gókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur fyrir nokkru hafið útgáfu á bókaflokki sem lætur lftið yfir sér við fyrstu sýn. Hér eru á ferðinni litlar bækur að blaðsíðu tali, lausar við hið skrumkennda aldarmaður, lifði rétt aðeins fram yfir síðustu aldamót. Fyrir utan að vera einn af öndvegishöfund- um rússneskra bókmennta hefur hróður hans farið um heim allan og áhrifa hans gætir mjög í vest- rænum bókmenntum löngu eftir hans dag. Mað, bókinni Maður í hulstri er í fyrsta skipti gerð tilraun til að bregða upp samfelldri mynd af smásagnagerð Tsjekhovs á ís- lenzku. Valið á sögunum mun hafa verið við það miðað að fram kæmi sem margbreytilegust mynd af list höfundar. Samt eru sameiginleg einkenni þessara sagna mjög sterk. Maxím Gorki hefur sagt um Tsjekhov í endur- minningum sínum: „Enginn skildi harmleik smámunanna 1 Iífinu jafn glöggt og vel og Tsjekhov, enginn hafði sýnt mönnum af jafn miklu miskunnarleysi hina hræði Iegu og svívirðilegu mynd borg- aralegrar hversdagstilveru". Þessi ummæli gætu verið hin ágætustu einkunnarorð fyrir þessari litlu smásagnabók. Það er einkennilegt hve náttúran er lítill hluti sagn- anna. Þær eru eins og andlits- geru ofurliði. Þetta gildir jafnt hvort sem sagan er á yfirborð- inu gamansöm eða alvarleg. Und ir niðri býr jafnan hinn sami hvers dagsleiki sem maðurinn fellur fyr ir í stað þess að gleyma honum hreinlega eða hefja sig yfir hann. Þannig er maðurinn þræll hinna smávægilegustu atvika, fjötraður af venjum sínum og kreddubundn um viðhorfum, kafnar í smáatrið- um í stað þess að snúa huga sín- um að því sem skiptir raunveru- legu máli og stækkar manninn I stað þess að smækka hann. J bókinni eru 10 sögur mislangar, ýmist gamansamar eða alvar- legar að atburðarás. Rishæstar og veigamestar eru síðustu sögurnar tvær og verður nánar að þeim vikið slðar. Hinar sögurnar eru meiri skyndimyndir en stuttar, snöggar og hnitmiðaðar. Notuð eru eins fá orð og framast er kostur, smásagan er hér i sínu allra knappasta formi. Fátt er vandasamara en að skrifa góða smásögu og þvl erfiðara sem sagan er styttri. Fyrsta sagan Dauði bókarans jfallar um hinn ógæfusama einstakling sem lætur I Styrjöld gegn h versdagsleikanum Anton Tsjekhov eftir Njörð P Njarðvík ytra prjál sem því miður er að verða snar þáttur I íslenzkri bóka útgáfu. Þetta er þegar orðinn all- stór bókaflokkur, komnar sam- tals 11 en sú er hér er getið er hin 9. 1 röðinni. 1 flokknum eru bæði íslenzkar og þýddar bækur, og óhætt mun að segja að hér sé undantekningarlaust um góð- ar bókmenntir að ræða. M eru til dæmis sérlega minnisstæðar tvær bækur bókaperlur sem komu út I þessum flpkki á síð- asta ári, Við opinn glugga, laust mál eftir Stein Steinarr og Litli prinsinn eftir Saint-Exupéry. Má ætla að flokkur þessi sé kærkom- inn öllum íslenzkum bókvinum þvl hér eru á ferðinni rit sem vegna smæðar sinnar eða af öðr- um orsökum birtast ekki hjá al- mennum forlögum. það er óþarfi að fara mörgum kynningarorðum um Anton Tsjekhov. Þótt ekki hafi birzt mikið eftir hann á prenti hér á landi þá hafa verið sýnd eftir hann tvö leikrit og þar að auki er hann þekkt nafn I heimsbik- menntasögunni. Hann er nítjándu myndir sem dregnar eru fáum hvössum dráttum þar sem sál mannsins er dregin fram I svip, þetta eru snöggar lýsingar, eins og myndir á þili sem líða fyrir augu lesandans. Lesandinn verður þannig fyrir leifturáhrifum af hverri mynd. En myndin birtist alltaf aftur, aðeins I nýrri gerð. Þvl allar fjalla sögurnar um sama efnið: einstaklinginn. Hinn yfir- gefna og heillum snauða einstakl- ing sem er alltaf einn, jafnvel I margmenni. Hann er dreginn út úr fjöldanum, út úr veröldinni. Lífið sem heild birtist sem bak- svið eða leiktjöld. Og satt að segja bera sögurnar einkennileg- an svip sviðsins þótt ekki sé það alltaf nema I óeiginlegum :kiln- ingi. ^llir þessir einstaklingar (eða margbreytilega mynd hins sama einstaklings) berjast I raun- inni við hversdagsleikann. Það eru einhver smáatvik sem skipta raun ar alls ekki máli sem verða í augum þeirra sem inntak lífsins, skelfilegur harmleikur sem fer að drottna yfir þeim og ber þá al- smáatriði vaxa sér svo í augum að það verður að megininntaki lífs hans. Það ber hann algerlega ofurliði svo að hann getur alls ekki afborið tilveru slna lengur og deyr af hugarkvöl. En atvikið er I rauninni ekki meira en svo að flestir hefðu átt að gleyma því á fimm mínútum. Sagan Gleði fjallar um fánýtt stolt hversdags- mannsins yfir þvl að aðrir skuli vita að hann er til. Hann kemst I blöðin út af smávægilegum at- burði I ofurlítilli fréttaklausu og heldur sig vera orðinn ódauðleg- an fyrir bragðið. Kvöl er átakan leg saga ökumanns sem misst hefur son sinn og reynir að ræða þessa reynslu sína við farþegana er allir eru svo uppteknir af sínu eigin fánýta lífi að enginn vill ljá honum eyra. Þannig er maðurinn fyrir utai. mannlegt samfélag og verður síðast að trúa dýri fyrir hörmum sínum. Vanka er Iitill drengur sem vill losna frá erfið- um húsbændum en hann þekkir ekki heimilisfang afa síns, skrifar utan á bréfið þorpið hans afa og lætur það I póstkassa I þeirri Frh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.