Vísir - 10.12.1962, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Ménudagur 10. desember 1962.
Qtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 55 krónur á mánuðj.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
Óbirt Lundúnafrétt
Tíminn hefir lengi verið blað, sem rangt hefir
skýrt frá staðreyndum. En síðustu vikumar hefir
keyrt um þverbak.
Hér skulu aðeins tekin tvö dæmi. Þegar tals-
maður Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París
lýsir því yfir að viðreisnin hafi gengið vel segir Tím-
inn að íslendingar hljóti að hafa skrökvað að OECD
um árangur viðreisnarinnar!
Hitt dæmið er um sölu íslenzka skuldabréfaláns-
ins í Bretlandi. Eins og öll þjóðin veit seldust bréf
fyrir 240 millj. króna upp á einni mínútu. En getur
Tíminn um það. Aldeilis ekki.
Örskotssala bréfanna þýðir nefnilega að láns-
traust íslands erlendis er iitur orðið mikið. Svo mik-
ið að keppzt er um að kaupa íslenzk skuldabréf á ein-
um stærsta kauphallarmarkaði heims. ísland er komið
upp úr feninu, sem það var í fyrir nokkrum árum.
Erlendir bankar hafa aftur fengið traust á íslenzkum
gjaldmiðli. Það er auðvitað einungis að þakka við-
reisnarráðstöfunum síðustu tveggja ára.
Þess vegna má ekki segja þeim framsóknarmönn-
um sem Tímann kaupa sannleikann. Viðhalda verður
villutrúnni. Að allt sé að fara á höfuðið og kreppa í
aðsigi. Því spáir Eysteinn og þá er það sannleikur.
Tímasannleikur.
Nýtt starf oð sama efni
Enn dregur fram Iífið Iítill hópur kommúnista,
er lítur á sjálfan sig sem arftaka Fjölnismanna og telur
sig afskaplega gáfaðan og framsýnan. Það er „gegn-
herílandi“ hópurinn.
Ekki bregzt þessi hópur reiðari við neinu en
þegar hann er vændur um kommúnisma. Við er-
um hugsjónamenn, segja þeir.
Framkvæmdastjóri þessara húsgangsmanna var
til skamms tíma Kjartan Ólafsson. Fyrir hálfum mán-
uði skipti hann um starf, — en ekki skoðun. Hann er
nú formaður miðstjórnar kommúnistaflokksins.
Hinn andlegi flór
Blað hinnar andlegu fjósamennsku í íslenzku þjóð
lífi, Tíminn hneykslast mjög á því að Vísir skuli birta
sjónvarpsdagskrá. Þetta er hermannasjónvarp, segir
blaðið. Líklega er það búið að gleyma því að það var
utanríkisráðherra framsóknar sem gaf leyfi til sjón-
varpsins!
Vísir er ekki þeirrar skoðunar að það eigi að
banna íslendingum að horfa á sjónvarp, þótt erlent
sé, fremur en að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar, sjá
erlendar kvikmyndir eða lesa erlendar bækur. Hugs-
unarháttur bannmannanna sver sig í ætt við nazist-
ana og núverandi valdhafa Austur-Evrópu. Þeir menn,
sem þannig skrifa, sjá ekki upp úr sínum andlega flór.
m
Rödd hrópandans
Sara Lidman: Sonur minn
og ég, skáldsaga, 267 bls.
(Verð kr. 236.90).
Þýðandi Einar Bragi.
Fróði 1962.
Sænska skáldkonan Sara Lid-
man (f. 1923) hefur fyrir löngu
getið sér gott orð í heimalandi
sínu fyrir skáldsögur sinar.
Fyrsta bók hennar, skáldsagan
„Tjardalen" kom út 1953 og
hlaut óvenjulega góða dóma af
byrjendabók að vera. 1955 kom
svo sagan „Hjortronlandet",
sem gerist í Norður-Svíþjóð eins
og fyrri bókin. Báðar bækurnar
eru skrifaðar á mállýzku og
fjalla um fátæka bændur sem
berjast fyrir lífinu og gegn yfir-
boðurum sínum. Samúð Söru
Lidman með hinum snauðu og
undirokuðu hefur því verið ein-
kenni á ritverkum hennar frá
upphafi. Sagan „Regnspiran"
(1958) fjallar hins vegar um
unga stúlku sem smám saman
verður gripin taumlausri sjálfs-
elsku og þær afleiðingar sem
slíkt hefur fyrir persónur sem
á vegi hennar verða. Þá hefur
Sara Lidman skrifað tvö leikrit,
„Job Klockmakares dotter"
(1954) og „Aina“ (1956), sem
ekki hafa komið út á prenti en
verið leikin við miklar vinsæld-
ir.
Síðasta bók Söru Lidman er
svo Sonur minn og ég sem kom
út £ Svíþjóð í fyrra. Þessi bók
er svo gerólík fyrri bókum höf-
undar að undrum sætir. Þetta
er skáldsaga (að minnsta kosti
að miklu leyti sem tekur til með
ferðar heilt ríki. Sagan gerist I
Suður-Afríku og bregður upp
leiftrandi myndum af lífinu þar.
Flestir ættu að geta orðið sam-
mála um það að stjómarhættir
í Suður-Afríku séu smánarblett-
ur á mannkyninu. Örlítill hluti
íbúanna £ landinu hefur öll völd
og hefur samþykkt slíka löggjöf
að það er hægt að hneppa menn
£ fangelsi fyrir hvað sem er. Það
er eins og lögreglumaðurinn í
bókinni segir: „Það er gott að
hafa nógar lagagreinar til að
grípa' til“.
Suður-Afrika er okkur svo
fjarlæg að okkur finnst allt ó-
raunverulegt sem þar gerist.
Við lifum £ svo miklu öryggi að
okkur finnst allt sem við höf-
um sjálfsagðir hlutir. Við skilj-
um ekki svertingja £ Suður-
Afríku sem vfkur sér að hvftum
manni og spyr: „Hvernig er það
annars að njóta almennra mann-
réttinda?" Hvað býr að baki
slíkri spumingu? Þannig er bók-
in öll. Það eru engin stóryrði,
engin hróp eða köll. Það er
þessi hógværð sem gerir sög-
una ægilega og er raunar eina
hugsanlega aðferðin til að gera
sliku sem Suður-Afriku skil £
sögu. Hvernig er hægt að lýsa
ríki þar sem þyngri refsing er
við því að elska svertingja en
drepa hann. 1 slfku landi er ást-
in dýr en lífið ódýrt. Mannkynið
er komið á villigötur á slíkum
stað.
Form sögunnar er mjög erfitt.
Sagan er sögð f fyrstu persónu
og þessi „ég“ er nafnlaus ræfill
frá Svlþjóð sem farið hefur til
Suður-Afrfku til að auðgast á
skömmum tfma. Hann hugsar
ekki um neitt nema son sinn
sem hann elskar svo ákaft að
það hættir að vera ást og verður
sjálfselska. Þetta eitt gerir bók-
ina mjög óvenjulega þvf það er
fátítt að skáldsögur séu lagðar
í munn úrhraki. Maðurinn er
þjófur og flagari. Hann dæmir
stjórnina fyrir ómennsku en
þorir aldrei að taka afstöðu.
Hann er hræddur við svertingj-
ana sem alls staðar eru í meiri-
hluta. Hann óttast að þeir rísi
upp og drepi hann. Og þó stend-
ur hann að nokkru ieyti með
þeim. Hann er líka hræddur við
yfirvöldin og þess vegna er
hann útskúfaður af báðum að-
ilum. Maðurinn verður eins kon-
ar sýmból fyrir manninn sem
aldrei þorir að taka afstöðu og
leggur þar með þegjandi bless-
un sfna yfir allt ranglæti. Hann
hlustar á talsmann kúgunarstefn
unnar segja: „Við höfum alltaf
verið menn til að gera hvað
sem er til að sanna að við hefð-
um á réttu að standa." En hann
svarar engu. Hlustar á hann f
þegjandi andúð en þorir ekki að
segja neitt.
Kostur bókarinnar liggur í því
að allir aðilar fá sfn tækifæri,
þetta er ekki einhliða lýsing frá
sjónarmiði svertingjanna heldur
er lífið sýnt í heild og lesand-
inn látinn um að draga álykt-
anir sínar. JÍaflarnir eru stuttir
og snöggir og verka eins og
högg f andlit lesandans, mann-
kynsins. Það getur enginn les-
ið þessa bók nema verða fyrir
geysilegum áhrifum svo fremi
að viðkoma i sé ekki óþokki.
Höf. beitir öllum brögðum til að
koma boðskap sfnum til skila.
Sérstaklega eru samlíkingar
hans snjallar. Hann tekur lík-
ingar sínar oft úr dýraríkinu en
tengir þær síðan mannlífinu á
sérstæðan og eftirminnilegan
hátt. Einkum er áhrifamikil sag-
an af hreindýrunum sem skýra
sálarlíf söguhetjunnar til fulls.
Hann horfir á hreindýrin berj-
ast til dauða og kemur f veg
fyrir að þeim sé bjargað frá
taumlausri reiði sinni og bar-
dagafýsn. Þannig er einnig hinn
hlutlausi maður sem horfir á
ranglætið í kringum sig og telur
sjálfan sig saklausan af því
hann er ekki beinn þátttakandi.
Refsing óþokkans sem söguna
segir er ægileg en jafnframt rétt
mæt. Sonur hans sem er eina
lísvon hans bregzt honum með
því að elska svarta fóstru sína
meira en föður sinn. „Hverju
breytir það úr þessu, þótt ég
sleppi fram til sjávar, fyrst Af-
ríka hefur rænt sál sonar
míns.“ Þarna kemur boðskapur
höfundar fram f bókarlokin ó-
mengaður. Það er hin eðlilegr
þróun sem nær yfirhendinni og
Frh. á bls. 10.