Vísir - 10.12.1962, Page 13

Vísir - 10.12.1962, Page 13
.'.'V »! r|i ininn . ... Söngur hafsins Sannar frásagnir af sjóslysum, svaðilförum og ævintýrum á sjó. Islenzkað hafa Óli Hermannsson, Bárður Jakobsson og Ragnar Jóhannesson. Hér er um að ræða 16 frásagnir, hver annarri sögulegri og spennandi, sitt upp á hvem máta, allar vel þýddar eins og vænta má af ofangreindum aðilum, sem um langt árabil hafa sérstaklega sinnt þessum vettvangi bijkmennta. Höfund- ar sagnanna eru flestir víðkunnir rithöfundar eða menn, sem sjálfir tóku þátt í atburðunum, sem frá er skýrt. Heðal frásagnarþáttanna má nefna þessa: Heimt úr helju. Strönd fimm hundruð flaka, Hákarlastríð upp á líf og dauða, Laumufarþegi til norðurskautslanda, Skrítið ferðalag. Björg un með ásiglingu. Mesta björgun á sjó, Yfirgefna olíuskipið o. fl. — Flestum frásögnunum fylgir myndir frá atburðun- um, raunverulegar eða teiknaðar. Þetta er bók, sem ekki bregst að allir hafa skemmtun af að lesa, í tómstundum, spennandi og viðburðarík. Sagan af Sari Maris, sem hér er nefnd „Sögur hafsins" er fimmta bók A. H. Rasmussen. I fyrri bók- unum, sem alla hafa náð mikilli hylli í heimalandi hans Noregi, hefir hann sagt frá sínu ævintýraríka lífi, allt frá því að hann sem strákur heillaðist af hafinu, þar til hann sextugur tók þátt í innrásinni á Ítalíu. Hann hefir margsinnis farið umhverfis hnöttinn og verið búsettur árum saman í Kína. En hvar sem hann hefir farið og flækst hefir hann ávelt endað við upprunann, á hafinu, og í sögunni af Sari Marais, snýr hann einnig þangað. Þessi bók er ekki endurminningar og hún er ekki skáldsaga. Hún er blátt áfram saga um skip, sögð af skipinu sjálfu. I norskum sjóferðabókum er hún ekki talin eiga sinn líka, og' svo er einnig hér á íslandi. Hún er í senn raunsæ og dramatísk og alltaf spennandi. Þannig getur sá einn skrifað, sem elskar haf og skip, umfram allt. Þetta er verulega falleg og vel skrifuð saga, tilvalin jólagjöf fyrir unglingsdrengi, sem hafa gaman af ævintýrum og hlaðnir athafnaþrá. En einnig tilvalinn skemmtilestur fyrir þá sem raunverulega þekkja hafið og allar þess margbreytilegu myndir og ævintýri. ÆGISÚTGÁFAN Þingholtsstræti 23. Sími 14219 ■ ■.: . .•... ANNF wll (SÉÐ FRÁ SJÓNARHÓLI KVENLÆKNIS) Þessi bók er skrifuð að kvenlækni, sem hefir £ starfi sínu kynnst óteljandi vandamálum fólks á öllum aldri. Bókin er skemmtileg og fjörlega skrifuð, án þess að vera nokkurs sstaðar gróf.- Unglingurinn, eiginkonan, eiginmaðurinn, gamla fólk- ið, allir geta aótt ráð við vanda í þessa ágætu bók. Hún er ekki aðeins gagnleg til þess að laga ágalla, heldur einnig til þess að koma £ veg fyrir mistök. Bók þessi er ráðgefandi £ barnauppeldi, ástalífi, einlífi, elli. Bók sem á erindi til allra. Gefið kunningjum þessa bók, eða veitið ykkur sjálfum þá ánægju, að kaupa og lesa þesr i bók um jólin. HULIN F0RTÍ9 Án fortíðar — án framtíðar — nafnlaus og . ersónulaus, rak hann á land á eynni, mannrekald. Þar fann hann Fionu og föður hennar, sem áður hafði verið frægur skurðlæknir. I þeirra höndum varð hann nýr maður, en fortið sinni hafci hann gleymt. Þegar foriögin neyddu þau til siðmenningarinnar voru þau varnarlaus gegn slægð og ástarbrellum heimsfólksins. Þetta er ástarsaga svo grlpandi magnþrungin, að hún á fáa sinn líka. Ein af þessum rómantfsku, en vel skrifuðu sögum, sem tekur hug lesandans, eins og um raunveruleika væri að ræða, stílbundinn £ fallegri frásögn. BÓKAÚTGÁFAN ÁSRÚN, þingholtsstræti 23, — sími i4219.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.