Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 2
V í SIR . Laugardagur 5. janúar 1963. -K Verð- launa kross- gáta VÍSIS 500 kr. verðlaun ^O O) IA s s 3 J3 53 h 0» 2 * 2 O [X. W •c T3 S s .5 c to s Bridgeþáttur VISIS MMM>l<MM»rf**v /?/ísfy. Stefán Guðjohnsen Þegar þér er þoðið í spil eitt- hvert kvöld, og húsbóndinn sýnir þér miða með uppskrifuðu spili og spyr hvernig þú myndir spila það, þá langar hann aðeins til þess að segja þér hvernig hann hafi spilað það. ? D 10 V 9 2 ? A D G 74 *KG 73 * AK83 V G 8 4 3 K 8 2 9 5 * G 9 7 6 4 2 ¥ 5 ? 10 9 5 «862 * 5 V A K D 10 7 6 * 6 3 * A D 10 4 Hann sýnir' þér aðeins n-s hend- urnar og segir: „Við koinust í sex lauf, vinur, og vestur spilaði út spaðakóng og síðan spaðaás. Ég trompaði, tók þrisvar tromp og ......'.. en hvernig myndir þú spila núna?" Auðvitað hlýtur andstæðingurinn á vinstri hönd að hafa gosann fjórða f hjarta, því annars væru engir erfiðleikar. Það er einnig augljóst, að þetta kemur ekki í ljós fyrr en suður hefur spilað tvisvar hjarta og þá er of seint að svína tígli TVISVAR. Hann kemst ekki heim á hendina til þess að svína í annað sinn. Þér er því óhætt að ganga út frá, að vinningsspilamennskan sé að hreyfa ekki hjartað en svina tígulgosanum. Þegar hann heldur, þá spilarðu þig heim á hjarta og svínar tlglinum aftur. En þú mátt ekki segja húsbónd- anum, að þú myndir hafa spilað það þannig, því a) þá eyðileggur þú ánægjuna fyrir honum, og b) það er röng spilamennska. Rétta spilamennskan er að spila ^hjartanu, þú tapar á þvi í þessu tilfelli, en það borgar sig í sjö j tilfellum af tíu. Ranga spilamennsk an er að svina tíglinum, vestur verð ur ekki aðeins að hafa kónginn, heldur verður hann að vera þriðji. Sé vestur með kónginn annan, þá á austur f jóra og slemman tapast. Hún tapast einnig ef vestur á kóng ' inn fjórða eða meira. Þess vegna, átt þú að segja við gestgjafann: „Hvernig spilaðir þú j það, vinur?", um leið og þú hellir I góðum whiskysjúss í glasið þitt. Spánn mun verja Afríkulöndsín Spánverjar hafa sagt Marokkó- stjórn afdráttarlaus að þeir muni ekki sleppa nýlendum sínum í NV- Afríku, þótt þeir verði að berjast til að halda þeim. Hermálaráðherra Spánar var fyr ir skemmstu á ferð um ýmis Afríkulönd, sem láta Spánverjum, og sagði hann þá að þeir litlu skikar, sem Spánn ræður enn, muni ekki verða látnir af hendi. Þessi svæði eru Ceuta og Melilla, Sidi Ifni og nokkur hluti Sahara- eyðimerkur, þar sem alþjóðleg fé- lög leita að olíu með heimild Spán arstjórnar. Ceuta og Melilla hafa Spánverjar ráðið síðan á 16. öld, en síðan Marokko öðlaðist sjálf- steeði á sl. ári, hefir stjórn þess oft gert kröfur til þeirra svæða, sem eru undir stjórn Spánar. Spænsku stjórninni er einnig meinilla við það, að Marokko hef- ir stækkað fiskveiðilandhelgi sína í 12 mílur, og dregur það mjög úr aflamöguleikum spænskra báta, sem leitað hafa á mið við Afrlku- strendur. Vill Spánarstjórn kom- ast að einhverju samkomulagi um þetta atriði. En mesta hættu telur spænska stjórnin fólgna í miklum vopna- flutningum frá járntjaldslöndunum 'til Marokko og þykist sjá fram á, að koma eigi á fót „annarri Kúbu" í Afríku norðvestanverðri. Á rúmu ári hefir Marokko fengið 11-12 þús. lestir vopna frá kommúnista- ríkjunum, en auk þess hafa Rúss- ar látið þeim í té 15-20 orustuþot- ur af gerðinni MIG-17. Orustuvélar Spánverja standa þeim að baki að öllu leyti. MMNMMMi -•.—i ^HUJhiii mt wm.nK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.