Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 5. janúar 1963. 5 #®3r ip Gerði lið iam. þ/oðanna i Kongo,einskonar byltingu'? Nýir bardagar brutust út í gær milli liðs Sameinuðu þjóðanna miiii Jodotville og Kohvezi, sein- asta bæjarins á valdi Tsjonibe. f framhaldsfréttum um töku Jadotville i Katanga og erfiðleika 21 millj. — Framh. af 1. síðu lögum, ekki vænzt þess að þau komi til frádráttar á álagningu yf- irstandandi árs. Ýmsir gjaldenda greiddu gjöld sín upp að fullu, en aðrir töldu sér þó ekki fært að ljúka greiðslu og borguðu aðeins að nokkru leyti. Ekki er á þessu stigi málsins unnt að segja neitt um samanburð á gjaldgréiðslu við fyrri ár, enda allt annað fyrirkomulag á innheimt unni heldur en áður var. BSRB — Framh. af bls. 1. skýrði Vísi svo frá í gærkvöldi, að búast mætti við að gagntillögur myndu berast frá samninganefnd hins opinbera nú upp úr miðjum mánuðinum við þeim tilögum, sem opinberir starfsmenn hafa þegar sett fram. í tillögum þeirra er gert ráð fyrir 32 launaflokkum og skal hinn efsti flokkur draga laun að upphæð um 32.000 krónur á mán- uði. í samninganefnd fjármálaráðu- neytisins eru þessir menn: Sig- tryggur Klemenzson ráðuneytisstj. formaður, Gunnlaugur Briem ráðu- neytisstj. og Jón Þorsteinsson aiþm. í samninganefnd B. S. R. B. eru: Kristján Thorlacius fulltrúi formaður, Guðjón B. Baldvinsson fulltrúi, Inga Jóhannesdóttir, Magnús Torfason prófessor og Teit ur Þorleifsson. U* Thants (sbr. Vísi í gær) segir, að talsmaður Sameinuðu þjóðanna í New York hafi sagt, að ekkert benti til, að taka Katanga hafi verið tengd „eins konar byltingu liðs Sameinuðu þjóðanna" eða að taka bæjarins hafi átt sér stað „gegn fyrirskipunum frá aðal- stöðvunum" (í New York) en taka bæjarins hafi spillt aðstöðu Sameinuðu þjóðanna gagnvart Belgíu. U Thant er sagður hafa fullvissað fulltrúa Belgíu- stjórnar um, að sóknin til Jado- ville yrði stöðvuð við Lufira- brúna. í framhaldsfréttum um bardag- ana milli Jodotville og Kolwezi segir, að á leiðinni hafi tvær mik- ilvægar býr verið sprengdar í loft upp. Námufélagið Union Miniere er sagt hafa fengið Katangaliðið í Jodotville til að hörfa undan til þess að forða bænum og fyrir- tækjum stórtjóni á mannvirkj- um. Jarðhifi — Framhald af bls 16 um jarðhita í Norður-Múlasýslu nema þá norður í Vopnafirði eða lengst inn í dölum, svo sem Jökuldal og Hrafnkelsdal, þar sem volgrur hafa fundizt á nokkrum stöðum. Verði vatnið ekki þurrkað upp er sá möguleiki fyrir hendi til að bora eftir jarðhita að hlaða hólma upp í vatninu þar sem jarðhitinn er í því og bora síð- an niður í hólmann. Sú aðferð var viðhöfð i svokölluðu Áshild- arholtsvatni í Skagaf., sem gaf seinna þá ágætu raun að Sauð- kræklingar hafa nú ágæta hita- veitu. Möguleikar fyrir nýtingu heita vatnsins í botni Urriðavatns eru ýmsir, en þó fyrst og fremst til að hita upp byggðina, sem myndazt hefur við norðursporð Lagarfljótsbrúar. Sé þarna um mikið vatnsmagn eða mikinn hita að ræða er hugsanlegur möguleiki að hita með því upp Egilsstaðaþorpið, sem er á að gizka í 4—5 km. fjarlægð. Ann- ars er öll rannsókn á þvílíku frumstigi í þessu efni, að ekk er unnt að segja neitt ákveðið eins og sakir standa. Húsmæðurog unglingar til bjargar framleiðslu r Súrsaða, flakaða síldin er útfíutningsverzlun ís- lendinga, segja nú fróðustu nienn. En því miður geng- ur framleiðsla hennar ekki eins vel og æskilegt væri vegna þess, að vinnuafl skortir. / Nú síðustu vikur hefur það bjarg að miklu að skólabörn hafa verið Kjölfesto Framhald áf bis. 16 Kjölfestumál skipanna eru vissuiega allflókin ef farið er ofan í smáatriðin. Þessum mál- um er nú svo háttað, að skip- stjórarnir verða sjálfir hver um sig að finna út með reynslunni sjóhæfni skipa sinna. Skipaeftir- lit hér á landi fylgist nákvæm- lega með ýmsum öryggisreglum, sem skipta þó miklu minna máli en kjölfestan. Þar telur eftirlitið sig ekki hafa tæki til að sann- prófa hlutföllin. NÝ SKIP — KOSTNAÐARSAMAR BREYTINGAR Eitt það alvarlegasta í þessum málum er það, að því er sjó- menn herma, að jafnvel þó fiski- skip séu fjöldaframleidderlend- is, oft þrjú til fimm skip af sömu gerð, er ekki gengið nægi lega úr skugga um hin réttu þyngdarhlutföll. Og einhvern veginn virðast teikningar sumra skipa erlendis smíðaðra vera svo ófullkomnar, að eftir að skipi hefur verið skilað, hefur útgerð þeirra þurft að gera , margs konar breytingar á skip- unum, auka stóriega kjölfestu, sem er ýmist steypt í, hrájárn sett í botninn eða jafnvel sett salt í botninn. Hefur verið mjög mikið um það í vetur að var- kárir skipstjórar hafa látið auka , kjölfestuna. En menn spyrja hvers vegna ekki sé hægt að reikna út og gera ráð fyrir bessu í byrjun á teikningum skipanna. Eitt er þó gott við þetta. Skip stjórar hafa nú greinilega meiri og almennari skilning á þessum málum en áður, e. t. v. vegna þeirra óhappa, sem komið hafa fyrir. Eins og reglum og tækj- um er tv' '•'Ttfað stendur a'F og fellur rne* anna sjálfra á sjóhæfn’ skir anna. í jólafríi og með hjálp þeirra tókst Bæjarútgerðinni í Reykjavík að salta og skipa út 1682 tunnum af súrsaðri síld í Laxá sitt hvoru meg in við áramótin og með hjálp þeirra hefur verið unnið að því að ganga frá farmi í Brúarfoss. Bæjarútgerðin mun framleiða nærri 60% af þeirri súrsuðu síld, sem hér hefur verið framleidd í sumar. Næst henni kemur Har- aldur Böðvarsson á Akranesi en þar er svo mikil vöntun á vinnukrafti, að þær sex flökunarvélar, sem hann á, hafa ekki getað verið í gangi allar. Það hjálpar stórlega, hvað ungl- ingarnir hafa verið duglegir og menn spyrja hvort ekki væri nær að veita skólabörnum t. d. úr verk- námsskólum oftar frí þegar um það er að tefla að halda uppi fram- leiðslu á svo þýðingarmikilli út- flutningsvöru og síldin hleðst á Iand. Nú vantar mjög fólk til vinnu hjá Bæjarútgerðinni til hvers kon- ar fiskvinnslu. Hefur Vísir frétt, að þess sé m. a. óskað að húsmæður vildu koma og hjálpa til síðdegis, þegar þær hafa lokið matarstörfum og hafa tíma aflögu. Töluverðar skemmdir Við árekstur m.s. Lagarfoss á bryggjuna á Flateyri í fyrrakvöld, en Vísir skýrði lítillega frá þeim árekstri 'í gær, ufðu meiri skemmdir á bryggjunni en talið var við fyrstu sýn. Samkvæmt upplýsingum frá vitamálastjóra, Aðalsteini Júlíus- syni, í gærkveldi, losnuðu nokk- ur járn á innra bryggjuhorninu við áreksturinn. Þessi járn, sem losnuðu, skaga út og geta verið hættuieg bátum sem renna fram með bryggjunni. Sennilega þó hættulegust um flóð því þá ber minna á þeim. Vitamálastjóri kvaðst ekki vita gerla hvað þessar skemmdir væru rhiklar né heldur hvað viðgerð væri torveld á beim. Það færi verulega eftir því hvort skemmd- irnar ná niður fyrir festingarnar eða ekki. Ef skemmdirnar ná nið- ur fyrir þær getur verið næsta erfitt að fást við viðgerð, ekki sízt í vondum veðrum, sem jafnan má búast við um þetta leyti árs Annars kvaðst vitamálastjóri lundu senda mann vestur á iæstunni tii að kanna kemtndirt, ir og gefa ráð um viðgerð brygg., unnar. NONNI LEITAR EFTIR LOFTINU Vísir hefur frétt að leitarhund- ur sá, sem Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði hefur nú fengið með aðstoð Gottfred Bernhöft stórkaupmanns, hafi áður en hann kom hingað sýnt sérstaka hæfileika sem lögregluhundur í Idaho í Bandaríkjunum. Þar hét hundurinn Sailor eða „sjómað- ur“, en nú er verið að venja hann við íslenzka heitið Nonni. Meðan hann starfaði hjá lög- reglunni í Idaho var hann ótal sinnum kallaður út til leitar t. d. eftir týndu fólki og börnum og fann jafnan það sem leitað var að. Þá ber þess að geta, að Nonni hefur hæfileika sem nokkrum, en þó fremur fáum leitarhund- um er gefið, að geta leitað eftir loftinu. Það þýðir, að næmleik- inn er svo mikill, að hann þarf ekki slóð til að leita. Hefur það m. a. komið fyrir að Nonni fann lík vestur í Idaho, sem morðingi- hafði flutt í bifreið um 20 mílna Ieið og grafið niður. Byggðist þetta á þess konar loft-leitar- skyni. Það er sannarlega mikið nauð- synjaverk, sem Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði tekur að sér að hafa slíkan leitarhund til taks, sem alltaf verður hægt jafnt að nótt sem degi að flytja á staðinn hvar sem er á Iandinu. En þetta er kostnaðarsamara en margur hyggur. Hundurinn sjálf ur er dýr og uppeldi hans og þjálfun kostnaðarsöm. Leitaræf- ingar þarf t. d. að hafa á hálfs- mánaðarfresti Hjálparsveitinni væri mikill stuðningur að því ef fólk, sem skilur þýðingu leit- arhunda, vildi styðja hana; í öðrum löndum þykir það mjög gott að heita á leitarhunda. — Væri skemmtilegt ef sá siður kæmist á hér sem meðal ann- arra menningarþjóða. Nonni, sem menn vonast til að geti orðið bjargvættur í neyðartilfell um, hefur, ef einhverjum kæmi siíkt til hugar pósthólf nr. 100 í Hafnarfirði. Tveir skúrar brenna Síðdegis í gær brann vinnuskúr í Iíópavogi, ásamt þeim verðmæt- um sem í honum voru geymd. Samkvæmt uppiýsingum frá Kópavogslögreglunni í gærkveldi stóð þessi skúr við Austurgerði 3 og hafði verið komið upp ( sam- bandi við nýbyggingu sem var verið að byggja. Einhver verð- mæti höfðu verið geymd í skúrn- um, en ekki vissi lögreglan hver þau voru né heldur um eldsupp- tök, en það mál var í rannsókn i gærveldi. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á vettvang klukkan rúmlega 1 í ;T(™rdag. en hegar bað kom á aðinn var skúrim delda og rann bann fi! ösku Um hádegisleytið i gær var slökkviliðið kvatt að Ásvallagötu 33. Þar var eldur í kjallaraher- bergi en var fljótlega slökktur og áður en verulegt tjón hlauzt af. Talið er að krakkar hafi kveikt utanfrá í gluggagardínum . með iogandi eldspýtum sem þeir voru að leika sér með Eldurinn læsti sig lítiisháttar f þiljur við glugga- kistuna, þannig að þær sviðnuðu eitthvað, en um frekara tjón var ekki getið. í fyrrakvöld brann skúr við Háaleitisveg og var hann alelda þegar ' slökkviliðið kom á vett- vang laust fyrir kl. 10. Skúrinn evðilagðist bannig að grindin ein -tóð uppi Gizkað er á að þarna hafi einnie börn verið að verki sem kveikt hafi i skúrnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.