Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 7
VISIR . Laagardagur 5. janúar 1963. Það er nú almælt í Rómaborg, að Jóhannes páfi 23. eigi ekki langt eftir ólifað. Hann ákvað í desember að fresta hinu mikla kirkjuþingi, sem hann hafði kallað saman og var ástæðan opinber- lega sögð sú, að hann væri magaveikur. En veik indi páfans munu vera al- varlegri, svo alvarleg, að þegar kirkjuþingið kemur aftur saman næsta haust, er vart búizt við að hann verði meðal lifenda, Páfinn óttast' ekki dauðann. Hann trúir því að hann muni eiga góða heimkomu á himnum. Hins vegar er hann sagður mjög á- hyggjufullur yfir því, að svo kunni að fara að kirkjuþingið mikla verði árangurslaust og starfi þess muni eigi verða fram haldið þegar hann er horfinn af sviðinu. Það er eðlilegt að hann óttist slíkt, þvi að þess eru mörg dæmi að nýir páfar fylgi ekki fram 'um- um að fresta því árið 1870, þegar styrjöld Frakka og Prússa hófst. Þó þar væri aðeins um frestun að ræða, hafði engi'nn eftirmanna páfa áhuga á að halda starfi þings ins áfram, hvorki Leó 13., Bene- dikt 15. né Píusarnir númer _ 10, 11 og 12. ¦ Tóhannes páfi telur það mjög " mikilvægt fyrir kaþólsku kirkj una, að starfi kirkjuþingsins nú verði haldið áfram. Hann hefur jafnvel gengið svo langt, sem , er einsdæmi, að gefa ákveðna vís- bendingu um það, hver hann vilji að verði kosinn eftirmaður sinn þe'gar hann fellur frá. Það er enginn vafi á því, að hann óskar þess einlæglega að til þessa háa embættis verði kjörinn Giovanni Montini kardínáli og erkibiskup af Milano. Honum treystir hann bezt til að halda áfram því um- bótastarfi á skipulagi kaþólsku kirkjunnar, sem hófst á kirkju- þinginu á s. 1. hausti. j Allt frá því Roncalli kardináli settist í embætti sem Jó- hanhes 23. páfi varð það ljóst, að hann hafi aðallega eitt áhuga- mál, að kalla samán ' kirkjuþing til þess að endurskoða allt skipu lag hinnar kaþólsku kirkju. Hann tilheyrir nú greinilega þeim armi pati ans tíma lifnaðarhætti og skoðanir. Fyrir frestun þingsins tókst þeim aðeins að fá samþykkta eina mikilvæga breytingu, það er að breyta messuforminu, þannig að dregið verði úr notkun latínu en messur meira framkvæmdar á hverri þjóðtungu. Tjað sýnir nokkuð herzlu Jóhannes hvílíka á- páfi hefur iagt á nauðsyn þessara breytinga, að hann hefur margsinnis lýst því yfir að ákvörðunin um að halda kirkjuþingið sé miklu meira en eigin hugmynd/ eða fyrirskipun. Hann segir að sú ákvörðun sé guðleg fyrirmæli. Hann lítur svo á að í þessari ákvörðun hafi hann fengið guðdómlega opinberun. Þrátt fyrir það virðist sem hann óttist, að svo kunni að fara með kirkjuþing sem önnur fyrri, að það verði eigi til lykta l^itt, ef hann fellur frá. Þess vegna lét hann lýsa því yfir, að verkefnum þessa þings, að leysa nútíma vandamái, yrði að ljúka. Er litið svo á að með þessu vilji hann binda hendur eftirmanns síns, svo að honum verði skylt að halda starfinu afram. Ckömmu áður en kirkjuþinginu var nú frestað í byrjun des- Jóhannes páfi 23. biðst fyrir við setningu kirkjuþingsins. og óttast að kirkjuþingi verði ekki haldið áfram bótastarfsemi sem fyrri páfar hafa byrjað. Síðasta dæmið er það, að árið 1869 kallaði Píus 9. saman kirkjuþing, en ákvörðun var tekin kirkjunnar, sem telur að margt sé orðið úrelt í kirkjuskipuninni og að gerbreyta þurfi starfsaðferð- um hennar til samræmis við nú- Montini kardínáli, sem Jóhannes páfi vill að verði eftirmaður sinn. ember skýrði Jóhannes páf i nokkr um vinum sínum frá því, að hon- um yrði væntanlega eigi auðið svo langra lífdaga, að hann gæti tekið þátt í framhaldi kirkjuþings ins næsta haust. Á samkomu, sem hann hélt með enskum og banda- rlskum biskupum, sagði hann m. a.: — Ef páfi er of veikur til að ljúka verki sínu, væri sennilegá betra fyrir hann að deyja. 0& á fundi með ítölskum píla- grímum sagðist hann langa til að geta setið til loka kirkjuþings- ins. Störf þess myndu þó taka langan tfma og sennilega yrði hann ekki lengur meðal þeirra I við lok þess, þá yrði annar páfi! tekinn við. TVTikið er þvi undir því komið, hver verður kjörinn eftir- maður Jóhannesar 23. Það er nú sngum vafa bundið lengur, að sjálfur kýs hann að Montini kardínáli í Milano verði, fyrir val- inu. Hann er nú 65 ára, einn yngsti kardínálinn cg forystumað- ur hinnar nýju frjálslyndu hréyf- ingar innan kirkjunnar. Það virðist nú augljóst, að hin frjálslyndu öfl séu sterl'u.'t á kirkjuþinginu, en það sitja full- trúar kaþólsku kirkjunnar um heim allan. En hin gamla fast- heldnari stefna virðist hins veg- ar enn sterkust meðal hinna ítölsku kardínála og þeir eru í sterkri aðstöðu, þar sem það eru eingöngu hinir 29 ítölsku kardín- álar, sem kjósa páfa. Sumum þess ara íhaldssömu kardínála mun hafa þótt nóg um þann byltingar- og umrótsanda, sem fram hefur komið á kirkjuþinginu.- Sumir þeirra sjá enga nauðsyn slíkra umbóta. Nú vita þeir að þeir eiga aðeins einn leik á borði, að beita hinu sérstaka valdi sem þeir hafa í páfakjörnefndinni til að velja páfa andvígan þessum breyt ingum. T^f til þess kæmi, að Jóhannes páfi 23. félli frá og nýr en afturhaldssamur páfi yrði kosinn í embættið, sem hindraði frekari umbætur, þá er hætt við að átök harðni innan kaþólsku kirkjunn- ar, því að nútíminn kallar æ sterklegar á breytingar. Meðan kirkjan stendur stirðnuð og stein runnin í miðaldahugmyndum sín- um er eðlilegt að fólk alið upp í hugmyndum og þekkingu tímans hverfi frá henni. Skotinn er í sókn Drykkja á skozku whisky i'er jafnt og þétt í vöxt í ýmsum löndum, bæði austan hafs og vestan. Undanfarin 27 ár hefur innflutn- ingur Bandaríkjanna á whisky ní- faldazt. Árið 1961 drukku Banda- ríkjamenn um 77,3 milljónir lítra af „skota", og var það 5,6% meira en árið áður og tvöfalt meira en 'peir drukku aðeins tíu árum áður. Drykkjan hefur enn aukizt, og skozkt whisky er önnur mesta út- flutningsvara Skota, gengur næst vélum. En'það er víðar, sem menn fá sér „skota", því að V.-Þjóðverjar fluttu inn um 1,9 millj. lítra árið 1959 og 1961 hertu þeir drykkjuna í 3,1 millj. lítra, en gert er ráð fyrir, að neyzlan 1962 verði næst- um 4 millj. lítra. I Þýzkalandi þykir sem stendur sérstaklega fínt að drekka „skota". I Frakklandi átti „skotinn" hins vegar erfitt uppdráttar vegna inn- i'lutningshafta, en 1960 var losað um þau og 1961 fluttu Frakkar inn 3,3 millj. lítra, og enn var drykkjan hert á þessu ári. En kon- íak hefur éinnig verið f sókn, því að á sama tíma hefur neyzla þess um heim allan aukizt úr 35 mill- jónum í um 50 millj. flöskur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.