Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Laugardagur 5. janúar 1963. VÍSIR Jtgefandi: Blaðaútgaían VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Tborarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingðlfsstræti 3. Askriftargj'ald er 55 '^rónur á mánuði. t lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Einræði og innlimun í síðasta blaði Þjóðviljans á nýliðnu ári er löng grein eftir ^Einar Olgeirsson, foringja kommúnista. Minnir hún óþyrmilega á ræður þær, sem sami mað- ur flytur stundum á Alþingi eða á öðrum vettvangi, þegar hann reynir hyað mest að þóknast húsbænd- um sínum austur í Moskvu - greinin ber þess vott, að höfundur hennar er haldinn sefasýki á alvarlegu stigi og mun vonlítið um bata, þar sem hann hefir verið haldinn henni svo lengi. Grein Einars snýst fyrst og fremst um það, að einræði og innlimun vofi yfir fslandi, og sé þjóðin í bráðri hættu af hvoru tveggja. Færir hann síðan ýmis „rök" að þessum fullyrðingum sínum, en ekki eru þau af því tagi, að nokkur maður geti tekið þau alvarlega, nema sá hinn sami sé haldinn sömu blindu og nefndur foringi kommúnista. fslenzku þjóðinni stafar nefnilega engin hætta af einræði og innlimunaráformum þeirra, sem Einar 01- geirsson ber þyngstum sökum í grein sinni, Það veit hann eins vel og allir aðrir, og raunar veit hann bet- ur, því að honum er betur um það kunnugt en flest- um öðrum, að það er aðeins einn flokkur hér á landi, sém hefir hug á að koma hér á einræðisstjórn og inn- lima fsland síðan í þjóðakerfi, sem er okkur fjarlægt og óskylt. Einar þessi Olgeirsson fer nefnilega austur til Rússlands árlega — jafnvel oft á ári — og hann fer ekki þangað til þess að liggja bara í sólinni á Svartahafs- strönd. Hann ræðir einmitt um það við æðstu menn, sem við hann vilja tala, hvernig unnt sé að koma ís- landi í tölu þeirra ríkja, sem kallast á fínu máli „Al- þýðuveldi", innlima ísland í efnahagskerfi kommún- ismans. Það er gamalt bragð að kalla „Þjófur, þjófur!" til að leiða athyglina frá sér, og það er þetta bragð, sem er að baki þessa síðasta sefasýkiskasti kommúnista- foringjans. Hann ber öðrum það á brýn, sem er hans mesta hjartans mál — að ísland komist undir hamar og sigð, og hann geti þá orðið fulltrúi hinna raunveru- legu húsbænda. Hjálparsjóbur R.K.I. Stjórn Rauoa Kross íslands hefir hug á að safna nokkru fé í sjóð, sem verði með tímanum — en helzt sem allra fyrst — svo öflugur, að tafarlaust megi grípa til hans og veita úr honum fé, þegar aðstoðar er þörf snögglega. Mundi slíkt auðvelda hjálparstarfsemi fé- lagsins og gera það enn íneira virði en ella, því að í fíestum tilfellum gildir, að skjót hjálp, þótt ekki sé hún mikil, sé margfalt meira virði en sú aðstoð, sem síðar berst, þótt hún sé á ýmsan hátt meiri. Almenn- ingur ætti að veita þessari sjóðsstofnun RKÍ allan hugsanlegan stuðning, svo að gagni komi sem fyrst. Ég vil-sjá alla Ef miðað er við íbúa- tölu held ég að vart finn- ist nokkurt land í öllum heimi, sem á eins marga listamenn og ísland. Ég fékk tækifæri- meðan ég dvaldist á fslandí til að heimsækja einn þekkt- asta listamanninn þar. Það var Ásmundur Sveins son, sem nú býr í miðri Reykjavík, en bjó áður í útjaðri borgarinnar. Það staf ar af því að borgin hef ur á síðustu árum teygzt æ lengra og hraðara út. Þar búa nú 75 þúsund manns og borgin heldur enn áfram að stækka. Ég ' hef nú gengið í gegnum vinnusali Ásmundar og séð að hann vinnur verk sln í ýmsum stílum og notar ýmis efni og svo fer ég að ræða við hann úm list- /ina. Þó er bezt að spyrja hann hvað hann sé gamall. — Ég er næstum sjötugur. \ — Og hvað hafið þér verið lengi í myndhöggvaralistinni? — Ég byrjaði ungur, fyrst að læra að skera í tré hjá Ríkharði Jónssyni og svo fór ég til Dan- merkur, var þar eitt ár, þá vildi ég reyna fleiri lönd og hélt til Sviþjóðar. Þar var ég heppinn, því að þá var Milles nýlega orðinn prófessor við akademfuna í Stokkhólmi og hjá honum var ég I sex ár. Ég hafði mjög gott af að nema hjá honum. Hann var mik- ill listamaður og hann vissi mik- | ið um myndhöggvaralist, þekkti ||| alla stíla og list ýmissa þjóða. H Því næst fór ég til Parísar, hún er K nú eins og menn vita miðstöð M listarinnar og þar kynntist ég af 1 eigin sjón hinum ólíku stílum. • S| — Var það ekki einkennilegt |j| fyrir yður, með yðar íslenzka fc fornafni að koma til Svíþjóðar 1 þar sem þeir eru svo strangir ffi með að nota formleg ættarnöfn S eins og Liljenkranz og Oliven- §1 krona? —¦ Jú satt er það, menn spurðu mig alltaf hvað ég héti að eftir- j| nafni og þá svaraðí ég að faðir §||; minn héti Sveinn og það væri þá Sl bezt að ég héti Svensson. m. — Én þá hefur vísast verið §s?; einhver annar Svensson I nem- sí:| endahópnum? — Já, og þá fóru þeir bara að I I kalla mig „Island". Löngu seinna - B heimsótti ég Svíþjóð og hitti kunn S íngjaria. Þeir byrjuðu þá aftur að 1 kalla mig „Island", en ég bað þá m nú um að kalla mig bara Ásmund, I því að mér fyndist nokkuð mikið að kalla mig Island. • — Segið mér, þar sem þér haf ið unnið svo mikið f því sem kall að er nútímalist, — hver er mun urinri á nútímalist og háttbund- inni (traditionel) Iist? — Já, ég hef unnið ýmislegt I þessum nýju línum, en það er nú svo með þessa ólíku stíla, að mér finnst að við eigum ekki að gera of mikið úr þeim. Það er enginn stíll til sem gerir manninn stóran eða manninn lítinn. Hinir ólíku stílar eru aðeins sem ólíkir brag- Ásmundur Sveinsson með eitt verka sinna. arhættir eða rím. Þessi stíll hæfir hérna og annar stlll hæfir þarna og allt gerir þetta listina auðugri. Það er augljóst að aðalatriðið er að ná árangri en ekki hvaða stíll er notaður. Sjálfur vinn ég í ólík um stílbrögðum. Ég vil ekki láta binda mig, heldur vil ég sjá alla stflheimana sem frjáls maður. — Og þér eigið þá við að þér gerið það aðeins eins og Ijóð- skáld, sem notar mismunandi rím eða bragarhætti. — Jájá, — en svo kemur líka annað til. Fyrr á tímum, þegar ég var barn, kom það tæpast fyr- ir, að ég sæi myndskreytt blað. Það var svo Iítið um myndir. Nú er öldin önnur. Nú fá börnin að sjá myndir í óhófi og alls staðar sér fólkið prentaðar myndir. Svo koma kvikmyndirnar og margt fleira, og þá virðist mér að mynd- listarmaðurinn þurfi ekki lengur að vera figurativur. Það er þvi kominn timi til að listamaðurinn snúi sér að hugmyndallfinu og lifi I fantasíunni. Það er mín skoð — En hvað um almenning? Hvernig verkar þetta á fólkið? Tekst því að njóta þessarar list- ar? — Auðvitað tekur það nokkurn tíma, en ég trúi því að það geri það. Og ég skal segja yður eitt, ég hef gert tilraun með þetta, þannig að ég opnaði húsið mitt hérna fyrir almenning á hvíta- sunnu fyrir þremur árum og það komu hingað yfir fimm þúsund gestir, — og svo halda sumir því fram, að almenningi geðjist ekki að nútíma list. Það held ég að sé ekki satt. — Komu virkilega yfir fimm þúsund sýningargestir? Ja, það hlýtur að vera meiri listáhugi á Islandi en í flestum öðrum lönd- um. — Jú, það má segja að íslend- ingar séu listelskir, en það er dá- lítið erfitt fyrir okkur, svona litla þjóð, að halda uppi merkinu f öllum greinum menningarinnar. — Jæja? — Já, en við gerum eins og við getum. — Og það er kannski erfitt að selja listaverk sln meðal svo lít- illar þjóðar. Markaðurinn er ekki stór. — Já, og sérstaklega gildir það um myndhöggvaralistina, vegna þess, að hún er dýr list. — Jú, en á hinn bóginn &. mynd höggvari auðveldara með að öðl- ast frægð, ef hann væri að svelta I hel, þá ... — En slíkt kemur aldrei fyrir á íslandi, að listamaður, þurfi að svelta í hel. — Hafið þér ferðast viða?"' — Já, ég hef farið margar ferð- ir, einkum til Frakklands, til þess að sjá, hvað félagar mínir eru að gera, --hvernig þeim gengur og hvort maður stenzt samanburð við þá. Ég tel að I framtíðinni þurfi að leggja meiri áherzlu á pers jnuleg kynni milli listamanna af ólíkum þj'óðernum. Slíkt gerir mikið gagn. — Ég sé, að þér hafið stillt nokkrum höggmyndum yðar út á túnið hér fyrir utan. Teljið þér að það séu beztu myndir yðar? — Ja, það er erfitt fyrir mig að segj'a um það. Það er eins og ef einhver kæmi til konu sem á tíu börn og bæði hana að segj'a, hvert þeirra hún héldi mest upp á. Það er erfitt að segja. Annars kemur andinn yfir mann í bylgj- um eða periodum, en eitt er alveg víst. Enginn listamaður byrjar á verki með þeim hugsunarhætti, að nú ætli hann að gera lakara verk en síðast. Ég held að listamaður inn reyni alltaf að gera sitt bezta Þess vegna hlýtur hann alltaf aö trúa mest og halda mest upp á TBBF' X.iwiir~rM\-itin,, nwifMnrttf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.