Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 6
V SI R Laugardagur 5. janúar 1963. ./ •• Sjötugur í dag: Örnólfur Valdemarsson bankafulltrúi Mér hefur verið tjáð, að örn- ólfur Valdemarsson sé sjötugur í dag, en satt að segja finnst mér það hálf ótrúlegt — svo unglegur er hann, og lundin ber miklu fleiri einkenni æsku en elli. örnólfur fæddist vestur á Isa- firði, þar sem foreldrar hans bjuggu, Valdemar Örnólfsson verzlunarmaður og kona hans, Guðrún Sigfúsdóttir. Var Valde- -mar af kjarnmiklum vestfirzkum ættum, en Guðrún af merkum settum norðlenzkum og austfirzk- um. Ungur fluttist Örnólfur til Súgandafjarðar, þar sem hann gerðist umsvifamikill atvinnurek- andi á sviði verzlunar og útgerð- ar, en auk þess hlóðust að hon- um ýmis trúnaðarstörf í þágu Súgfirðinga. Hann varð hrepp- stjóri, oddviti og sýslunefndar- maður og formaður skólanefndar Ianga hríð. Einnig var hann lengi formaður skólanefndar Héraðs- skólans á Núpi. I þágu kirkju og ýmissa félagasamtaka vann hann — og vinnur enn — mikið starf og merkilegt. Fyrir 17 árum fluttist Örnólfur með fjölskyldu sfna til Reykja- víkur og starfar nú í Útvegsbanka íslands. Örnólfur Valdemarsson er á margan hátt sérstæður maður, hann er strangur bindindismaður á vín og tóbak, en samt hrókur alls fagnaðar í vinahópi, söng- maður ágætur og léttur og skemmtinn I samræðum. Gest- risni hans er frábær, og er kona hans, Ragnhildur Þorvarðardóttir, samhent honum 1 því efni. Hefur oft verið glatt á hjalla á heimili þeirra hjóna, þegar vinir og ætt- ingjar hafa safnazt þar saman. Hjálpsamur er örnólfur með af- brigðum, og margir munu minn- ast hans í dag einmitt af þeim sökum, en ég veit, að honum er enginn greiði gerður með því að hrópa um slíkt á gatnamótum. Hann vill, að sllkt sé £ leynum, Örnólfur Valdemarsson. og því fjölyrði ég ekki um það frekar. örnólfur er ágætur starfsmað- ur, enda eftirsóttur bókhaldari og skýrslugerðarmaður. Vandvirknin er frábær og rithöndin fínleg og fögur. Hver ávísun, kvittun eða reikningur, sem fer frá hendi Örn ólfs, ber merki þessari vandvirkni. Allt verður að vera snyrtilegt og vel frá gengið. Þótt þýðlyndið einkenni skap- ferli Örnðlfs, getur hann verið fastur fyrir, ef gott málefni er að verja — skapið er mikið og geðbrigði stundum snögg, en fáir eru fúsari til sátta. örnólfur er tvikvæntur. Fyrri konu sína, Finnborgu Kristjáns- dóttur, missti hann eftir skamma sambúð. Með henni eignaðist hann eina dóttur, er ber nafn móður sinnar. Síðari kona hans er Ragnhildur Þorvarðsdóttir, og börn þeirra eru 9 á lffi. Það hefur verið ein mesta gæfan f lffi Örnólfs, hve hann hefur átt miklu barnaláni að fagna, og sjaldan má sjá hann sælli nú, þegar árin færast yfir, en við vöggu einhvers barnabarns ins. Ég óska Örnólfi langra lffdaga, og honum og fjölskyldu hans gæfu og gengis. Vinur. Fimm lögregluþjónar ófull- nægjaaclj fyrir Kópavog Sextan manns sækja/ um lög- regluþjónastöður, sem auglýstar voru lausar til umsóknar í Kópa- vogskaupstað. Umsóknarfrestur var til áramóta, og eru fjórir umsækjendur um $VM hverja stöðu, sem auglýst var, því að þær voru fjórar. Um þessar mundir eru fimm lögregluþjónar í Kópavogi, og er það undir því, sem tilskilið er í lögum, og allsendis ófullnægjandi, að því er Sigurgeir Jónsson, bæjarstjóri f Kópavogi, sagði við Vísi f gær, er blaðið spurði um frétta af þessu. Sigur- geir komst svo að orði, að umferð um Reykjanesbrautina, sem sker bæinn sundur, eins og menn vita, væri svo geigvænleg, að það mætti kallast mesta mildi, að aldrei skyldi hafa orðið stórslys af völdum henn ar. Um Kópavog fara á hverjum degi þúsundir bifreiða, sem eiga eriridi milli Reykjavfkur og Kópa- vogs eða staða fyrir sunnan hann. TRELLEBDRG Hildigunnur Dungal og Maria Guðmundsdóttir. Snyrtjskóli tekur senn til starfa Nú er að taka til starfa fyrsti snyrtiskólinn í Reykjavík. Verður nemendum kennt þar að snyrta sig sjálfir, undir eftirliti kennara og kennd meðferð snyrtivara. Þá verð- ur einnig kennt að lagfæra húð- gálla' með snyrtingu. Marfa Guðmundsdóttir fegurðar- drottning mun aðstoða við kennsl- una á fyrstu námskeiðunum, en þau munu taka fjóra daga hvert. Verður kennt í klukkutíma í einu. Aðalkennari skólans verður Hildi gunnur Dungal,, sem lokið hefur prófi í snyrtingu hjá, Max Factor í London, en forstöðukona verður Erla Guðmundsdóttir. Skólinn verð ur til húsa að Sólheimum 23, 8. hæð, og er þegar upppantað á fyrstu námskeiðin. íslenzkar hjálparstöð- var um alla Alsír Á morgun kl. 3 heldur Gestur Guðmundsson (tenór) söngskemmtun í Gamla bfói. Undirleikari hans verður Guðrún Kristinsdóttir. Á efnis- skránni verSa sönglög og óperuaríur eftir bæði innlenda og erienda hðfunda, Emil Thoroddsen, Eyþór Stefánsson, Pál ísólfsson, Schubert, Massenet, Donizetti, Verdi og Puccini. Gestur kemur nú í fyrsta skipti fram opinberlega sem einsöngvari, en hann hefur undanfarin þrja ár verið við söngnám í Þýzkalandi. HJÓLBARÐAR Fyrirliggjandi. HRAUNHOLT ',v/ Miklatorg. >.:¦•*¦ Qpið frá 8-23 alla daga. ;' ' Sími 10300. Að öllum líkindum er nú byrj- að að afhenda mjólk og brauð úr hjálparstöðvum íslendinga í Alsír, en þær eru sem kunnugt er reistar fyrir fé sem safnað var á stuttum tíma fyrir jól, fyrst af Alþýðublaðinu en síðar af Rauða Krossinum og öllum dagblöðunum. Eitthvað magn af mjólkinni er frá Islandi, það er að segja mjólkurduftið, sem notað er. En brauðið er alsírskt. Bráðlega munu [berazt hingað ljósmyndir af stöðvunum. Tæplega ein milljón króna, eða 967.764,00 krónur bárust í Alsfr- söfnunina. Þar af safnaði Rauði Krossinn rúmlega 660 þúsundum, króna. Henrik Beer, aðalfram- kvæmdastjóri Alþjóða-Rauða Kross ins skrifaði nýlega til íslenzka Rauða Krossins, og lýsti ánægju sinni yfir framlagi Islendinga, en hann var um það leyti að leggja af stað til Alsír, til að hafa hönd f bagga með uppsetningu hjálpar- stöðvanna. Þær eru reistar á kostn- að Islendinga en Alsirstjórn, útveg- ar vinnuafl til uppsetningarinnar og afgreiðslu í stövunum. Þær verða reistar dreift um Alsír, f smærri borgum og þorpum. Ýmsir aðilar hafa gefið stór- gjafir til söfnunarinnar. Sumir háfa lagt ýmislegt á sig- til að afla fjár til hennar t. d. börnin á Súðavík, en frá þeim var sagt á blaðamanna- fundi sem Rauði Krossinn hélt í gær. Sr. Bernharður Guðmunds- son, sókriarprestur þar, hafði getið þess að þeir peningar, rúmlega 4 þúsund krónur, sem börnin á Súða- vfk söfnuðu hafi fengizt með því að þau unnu í frystihúsi, téiknuðu og seldu jólakort, og héldu skemmt- un, og létu ágóðann af þessu renna til Alsírsöfnunarinnar. LAUMBÆR Allir salirnir opnir í kvöld. Hljómsveit Árna Elfar Borðpantanir í síma 22643 og 19330 LAUMBÆR MByi*",v'-*"'"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.