Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 05.01.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Laugardagur 5. janúar 1963, 9 Norski útvarpsmaðurinn Arne Grimstad kom hingað til Iands á síðastliðnu ári. Hafði hann með sér segulbandstæki og tók m. a. upp útvarpssamtal við Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Samtal þetta var síðar flutt í norska útvarpið og vakti þar mjög mikia athygli. Vísir hefur fengið Ieyfi til að birta samtalið í ísienzkri þýð- ingu, þar sem margt nýtt kemur þama fram í viðhorfum Iista- mannsins til listarinnar og iífsins. Þegar samtaiið var tekið var Ásmundur að Ijúka við að útfæra Sonartorrek í steinsteypu, en það verk stendur nú við hús hans í Sigtúni. síðasta verkið. Þetta er mikilvægt atriði. ★ — Var ekki einhver deila hér um árið um þennan Vatnsbera, sem ...? — Jú, ég hef oft átt í deilum við hina og þessa og það gerir lífið bara skemmtilegra og fjöl- breytilegra að standa í dálitlum deilum. Svona var það, að Vatns- berinn fékk ekki að koma niður til Reykjavíkur og þá breyttist þetta aðeins þannig, að Reykjavík varð að koma til Vatnsberans, eins og við sjáum, af því að borg- in er að byggjast hér allt í kring- um okkur. — Og nú verður Vatnsberinn látinn standa þar sem hann er, hérna úti á grasflötinni? — Já, ég vil, að hann fái að standa hér. ★ — Við hvað eruð þér að vinna núna? — Ja, það er nú dálítið erfitt að tala um það, þvl að ég veit ekki hvort neinn listamaður hef- ur reynt við það, að vinna beint í steinsteypu, við höfum gert það í gips, en ekki fyrr beint I stein- steypu. En nú hef ég góðar vonir um að þetta megi takast, já, það mun takast. Ég er að vinna að hinni stóru mynd Sonartorrek eft ir kvæði Egils. — Hver er hugsunin á bak við þessa mynd? — Hún er ein konar sambland, I henni er dálítið figurativt, en þó er hún færð út sem abstrakt. Fyrir nokkrum árum sýndi ég aðra mynd á stóru norrænu sýn- ingunni I Noregi. Hún hét Höfuð- lausn eftir öðru meginkvæði sama skálds. Hugmynd mln er sú, að ég vil ekki gera mynd af þessum gömlu sagnapersónum, heldur vil ég að hver og einn geri sér sjálf- ur I hugarlund, hvernig þeir hafi litið út. Það sem ég geri er að skapa eins konar sinfóníu til minn ingar um þá. Þess vegna eru myndir mínar það abstrakt, að engum sem sér þær geti komið til hugar, að þannig hafi Egill litið út. — Ég sé, að þér hafið unnið myndir yðar I margs konar efni. — Já, mér finnst, að þegar maður hefur unnið lengi I sama efninu geti maður endurfæðst ef maður byrjar að vinna I nýtt efni. Og það er vissulega mikilvægt að listamaðurinn geti lifað og haldið áfram. Ég minnist orða sem standa I biblíunni, að „enginn fær séð guðsríki nema hann end- urfæðist". Þetta ættu prestarnir að segja oftar á stólnum. Maður verður að endurnýjast eins lengi og hægt er. Ég er mjög hneigður til að gera tilraunir og láta tlm- ann svo dæma um það hvað hefur heppnazt og hvað misheppnazt. ★ — Það hljóta margir að þekkja Ásmundur Sveinsson og hin risastóra mynd hans „Sonartorrek“ Höggmyndin Rafmagn, sem stendur við Sogsvirkjunina. þvf að módellera húsin, þvi að ég kann ekki að teikna þau. Ég móta þau I leir og svo er húsameistari borgarinnar Einar Sveinsson góð- ur vinur minn og ég fer með módelið til hans, við vinnum sam an að þvl að gera teikninguna og hann er svo elskulegur, að það er gott að vinna með honum. ★ — Segið mér, hvað hafið þér eiginlega unnið marga tíma á sól- arhring, þar sem þér urðuð fyrst að byggja húsið og slðan hafið þér gert allar þessar höggmyndir? — Það er erfitt að segja, stund- um vinnur maður langt fram á nætur. En það hefur komið mér að góðu haldi, að ég er bóndason- ur og heima I sveitinni var það fyrsta sem af manni var krafizt var að vinna. Ég vandist á það sem barn og þess vegna uni ég mér við vinnuna. — Þegar ég skoða nýjustu myndirnar yðar, virðist mér að bak við þær búi ákveðinn hug- sjónagrundvöllur, að ástandið í heiminum hafi áhrif á þær. — Já, það er ekki hægt að gera við því að umhverfið hefur jafn- an áhrif á menn og það, sem þér hafið kannski séð, er þetta, að ég er algerlega á móti styrjöld- um. Það er mln skoðun, að aldrei sé hægt að ná neinum árangri stílheimana sem þetta hús, sem þér búið I, það er svo sérkennilegt I útliti. — Já og það hafa margir gest- ir komið til mín, margir útlend- ingar og ég hef beðið þá um að skrifa nafn sitt I Gestabók. Ég held að flestar þjóðir heims séu komnar I Gestabók, nema ef vera skyldi nýju þjóðirnar í Afríku. Lumumba kom t. d. aldrei I heim sókn til mín. — Nei, hann kom ekki? — En ég hef fengið heimsókn- ir frá Asíulöndum, frá Indlandi, Kína, Japan og frá Ástralíu. — Hver byggði húsið hérna? — Ja, það hefur tekið mörg ár. Ég byrjaði hér kringum 1940. — Hafið þér byggt húsið sjálf- ur? — Já, fyrst kom kúpullinn, eða íbúðarhúsið sem við búum I og kúpullinn yfir það. Svo kofnu pýramídarnir eins og við köllum hérna álmurnar og síðast kom skemman sem ég geymi allar höggmyndirnar I. — Og þér hafið þá kannski teiknað húsið Iíka? — Jájá, ég byrja annars með I deilu með því að fara I styrjöld. — Og þessi sjónarmið viljið þér festa I efnið og myndina. — Já, og svo hlýtur nútíminn alltaf að hafa áhrif á mann. Ég hef annars undrazt það, að stund- um kemur hingað fólk og spyr mig hvort það geti keypt högg- myndir, en þegar ég sýni því nýjustu myndirnar segir það: — Við viljum kaupa eitthvað gam- alt sem þér hafið gert fyrir 40 árum. Þá undrazt ég að fólk skuli nú vilja kaupa hluti sem voru nýir fyrir 40 árum. Þetta fólk vill nýja tímann í öllu umhverfis sig, húsmunum. húsgögnunum, fötunum, en þeg- ar kemur að listinni, þá á hún að vera gömul. Listamaðurinn má ekki fylgjast með tímanum, hann á bara að elta gömlu venjurnar En þess vegna tala ég um þetta, að listamaðurinn hlýtur að fylgja tlmanum eins og aðrir menn og þess vegna breytist listin eins og allt annað með tímanum. Þess vegna er það líka eðlilegt, að listamaður vilji reyna ný og ólík efni til að vinna úr, einmitt á tímum þegar vísindi og tækni eru að hrífa frá náttúrunni ný efni. Þannig er það t. d. með plastið. Það er hugsanlegt að í því séu fólgnir miklir möguleikar fyrir listamanninn. '^nnggæraMia—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.