Vísir - 09.01.1963, Page 3

Vísir - 09.01.1963, Page 3
V1 SI R . Miðvikudagur 9. janúar 1963, 3 Nýr dans „Hully-gully44 breiðist út eins og eldur í sinu Nú eru liðin nærri tvö ár síð- an hinn fjörugi dans twist skaut fyrst upp kollinum á litlu og lítt þekktu veitingahúsi í New York. Margir tóku twistinu fá- lega í fyrstu, töldu það grófan og allt að því dónaiegan dans. Þess má m. a. minnast, að ís- lenzkur danskcnnari lýsti því yfif að hann myndi aldrei kenna hann, þar sem hann væri 6- sæmilegur. En ekkert dugði tii að hindra sigurför hans um heiminn. Twistið breiddist óstöðvandi út og þótti dansinn svo fjörugur og skemmtilegur, að eldri dansar, svo sem rokkið bliknuðu við hliðina á honum. Veitingahúsið í New York, þar sem hann kom fyrst upp, heitir Piparmintuklúbburinn og er það nú heimsfrægt orðið og hefur fólk haldið áfram að flykkjast þangað úr Bandaríkj- unum og jafnvel frá fjarlægum löndum. Það hefur þótt skemmtilegt ævintýri að fá að dansa twist á þessum fræga stað. En allt á sinn endi, líka twistið og nú berast þær fregn- ir vestan frá Bandaríkjunum, að enn sé þar kominn fram á sjónarsviðið nýr dans, sem velti twistinu úr sessi. Og það merki Iegasta við þetta er, að nýi Frh. á bls. 10. Myndotextar Á þessum myndum sýnir hinn kunni bandaríski söngvari Little Tony og dansmær ein sporin í nýja dansinum. Little Tony var áður fyrr frægur rokk-maður, en hefur nú snú- ið baki við rokkinu og teiur hann hully-guliy skemmtileg- asta dansinn sem hann hefur kynnzt. Hér er fyrsta sporið. Dansararnir standa hlið við hlið, rétta fram hægri fót og Iclappa saman lófunum. Önnur hreyfing: Dansararnir taka þrjú spor tii hægri og ljúka þeim með því að setja vinstri fót fram. Þriðja hreyfing: Dansparið snýr sér í hring á einum fæti. Síðan Iyfta þau vinstra fæti, leggja hendurnar niður með hliðunum og mega nú iihprovi- sera, reka upp ýms hljóð, herma eftir frægum persónum eða dýrum og því næst kippast hendur og fætur eins og þeir hafi orðið fyrir rafmagns- straumi. Á þessu stigi verður dansinn vilitastur. Fjórða hreyfing: í hinum villtu hreyfingum hefur herr- ann gripið hönd dömunnar. Nú stiliist dansinn og þau ganga þrjú skref aftur á bak og Iyfta nú vinstra fæti. Fimmta hreyfing er kátleg millihreyfing, þar sem parið gengur fram í „indíánaröð" og stígur ferhyrning á gólfinu með tilheyrandi axlaypptingum og mjaðma og handleggshreyfing- um. Svo er byrjað upp á nýtt. \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.