Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Föstudagur IL janúar 1963. Ottast afleiðingamar, ef Bretar fá ekki aðild að EBE Alger óvissa er enn ríkj- andi um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Ev- rópu og ef þjóðir V."Ev- rópu skiptast í tvo hópa vegna viðskiptamála geta afleiðingarnar orðið örlaga ríkar. — Rætt er aulcið sam starf Bandaríkjanna og Kanada við þau lönd, sem ekki fá aðild í EBE. Bandaríkjastjórn er sögð hafa mjög vaxandi áhyggjur út af því hve erfiðlega ganga samkomulags- umleitanir um skilyrði fyrir aðild Bretland að F.fnahagsbandalagi Evrópu. Ýmsir stjórnmálafréttarit- arar og sérfræðingar ræða afleið- ingar þess, ef samkomulagsumleit- anir fara út um þúfur, en þær gætu orðið til þess að þjóðir Vestur- Evrópu skiptust í tvo flokka; sem kepptu sín f milli, og kynni þá annar að leita nánari samvinnu við löndin austan tjalds. Einkum bólar á þessum ótta vestra og því er slegið fram, að ef Bretland fái ekki aðild, muni Bandaríkin samfylkja Bretlandi og þessi tvö lönd og Kan ada taka sameiginlega afstöðu um skilyrði — og ef til vill frímark aðslöndin sjö. Það hefur mikið verið rætt um það, að það sé afstöðu De Gaulle, Frakklandsforseta að kenna, að ekki hefur náðst samkomulag enn um skilyrði fyrir aðild Bretlands, og það er til þess að fá úr þvf skor ið hver afstaða Frakka verður, er málin verða tekin fyrir f Brussel nú f vikunni, að Heath er farinn til viðræðna við Couvé de Murville, utanrfkisráðherra Frakklands, til þess að fá fulla vissu um afstöð- una. Heath ræddi þessi mál f gær- kvöldi og kvaðst alltaf hafa litið svo á að óraun’' ti ft væri að rfg- binda sig við, að samkomulag yrði að nást fyrir lok þessa mánaðar, en hraða yrði samkomulagsumleit- unum þar fyrir, og Macmillan for- sætisráðherra tók í sama streng í gærkvöldi, en tiltók ekki neitt um, að samkomuiagsumleitunum yrði að vera lokið innan ákveðins tfma. Það eru landbúnaðarmálin, sem mestum erfiðleikum valda, eins og kunnugt er. Svo erfiðlega hefur gengið í undirnefndinni að ná sam komulagi, að ekkert hefur þokast f samkomulagsátt, svo að vitað sé, og utanrfkisráðherra Hollands sagði nú f vikunni, að samkomu- lagsumleitanirnar hefðu farið út um þúfur. Fræg dægurlagasöngkona eigast thalidomid barn Vinsælasta dægurlagasöng- kona Danmerkur Birthe Wilke eignaðist nýlega barn. Það var sonur og var með því óláni fæddur, að hann er vanskapað- ur. Birthe er ein þeirra mörgu mæðra, sem hafa eignazt thali- domldbörn. Birthe liggur nú á fæðingar- heimili f Kaupmannahöfn. Hún hefur sagt læknum frá þvf að hún hafi tekið átta thalidomid- töflur á fyrstu sex vikum með- göngutímans. Drengurinn er með eðlilega fætur en vanskapaður á hönd- um. Hún segist ætla að kalla hann Enrique og gælunafn hans verður Rikki. Hún hefur sagt að hún ætli ekki að ha.Ua starfi sfnu sem dægurlagasöngkona, enda veitir það henni mikiar tekjur. „En ég ætla ekki að vinna næstu mán- uði vegna þess, að ég ætla að verja öllum tfma mínum tii að gæta og hjálpa veslings drengn- um mfnum. Edward Heath. Fiskimálaráðstefnu EBE í Hoilandi frestað Ákveðið hefur verið að fresta enn fiskimálaráðstefnu EBE- landanna, en hún átti annars eftir fyrri frestun að standa síð- ustu viku í janúar. Hefur Ev- rópu-nefndin tilkynnt að ráð- stefnan verði eigi haldin fyrr en í marz. Sýnir þetta glöggt hve vlðkvæm og vandasöm fiski málin eru talin. Hefur ekki tek- izt að þoka málum svo iangt að hægt sé að halda ráðstefn- una. 1 ráðstefnu þessari munu að- eins taka þátt núverandi aðild- arriki { Efnahagsbandalaginu, en Danmörku, Noregi og Bret- landi, sem sótt hafa um inn- göngu i bandalagið, var gefinn kostur á að senda skriflegt álit og áheyrnarfulltrúa á ráðstefn- una. Ætlunin var að halda ráð- stefnuna í bænum Schevening- en í Hollandi. Sjgan hífur um skilnað Francoise Sagan ritkvendi hef ur nú krafizt skilnaðar frá öðr- um eiginmanni sínum, banda- ríska leirkerasmiðnum Bob Westhoff. Francoise hefur stefnt þessu máli fyrir rétt í París og krefst nú skilnaðar á þeim grundvelli, að eiginmaður- inn hafi nú um langt skeið neit að að koma heim. Áður en endan|egái var gert út um skilnaðarmálið, úrskurð- aði dómstóllinn, að Francoise skyldi fá að hafa yfirráð yfir. sex mánaða syni sínum, sem heitir Denis. ' . ......... Fórst í sniófióði Tvítug þýzk stúlka fórst í snjó- flóði skammt frá Bolzano um ára mótin. Alls voru sex þýzkir skíðamenn að skemmta sér á skíðum í ítölsku Ölpunum, þegar snjóhengja sprakk fram og færði þá í kaf. Stúlkan beið bana, sem fyrr segir, en hin- um var bjargað ailþrekuðum. Gerðu það fjallahermenn, sem voru á æfingu í grennd. Castro leitar ásfár hjó kínv. kommúnistum Fréttir frá Havana herma að Fidel Castro láti nú mjög í ljós óánægju yfir undanlátssemi Rússa í Kúbu-málinu. Fer hann oft háðu- legum orðum um Krúsjeff og I stefnu hans um friðsamlega sam- búð. Fer Castro nú ekki dult með það, að hann leiti nú fremur eftir : andlegu fordæmi í kommúnistiska Kína, en þar eru foringjarnir miklu i árásargjarnari en, Rússar. Castro afneitar algerlega kenn- ! ingu Krúsjeffs um friðsamlega i sambúð, sérsl,.klega sambúð við í Bandaríkin. Hann hefur kallað Rússa lingerða og einu sinni á hann að hafa sagt: Rússaru alltaf að tala um að þeir hafi unnið sig- ur í Kúbu-málinu. — Ekki myndi mig langa til að vinna marga slíka sigra. Þá mun Castro sakna mjög eld- flauganna og telur að brottflutn- ingur þeirra hafi mjög veikt að- stöðu hans í baráttunni við Banda- rikjamenn. Þegar við höfðum eld flaugarnar, sagði hann, þóttumst við hafa tryggingu fyrir því að árás á Kúbu yrði heimsstyrjöld. Nú höfum við ekki lengur þá trygg ingu. Þá sagði Castro: — Það versta er að friðarhjal Krúsjeffs vaggar öllum kommúnistum Suður-Amer- íku í svefn, — öllum nema komm- únistunum í Venezuela, en þeir eru og verða alltaf gallharðir. tjiis oeÐose o-e oe«e®ee©o6®eoocco©o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.