Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 10
10 V i S I R . Föstudagur 11. janúar 1863. Á UNDANHALDI frumsýnt í 2>jóðleikhúsinu Um 20. þ. m. frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið „Á und- anhaldi" eða Tchin-Tchin eins og það heitir á frummálinu. eftir Francois Billetoux. Höf- undur leiksins er fæddur í París árið 1927. Stundaði leik- listarnám þar í borg og byrjaði á unga aldri að skrifa leikrit aðallega af léttara taginu. Mörg af leikritum hans hafa öðlast vinsæidir en það er fyrst þegar Tchin-Tchin var frumsýnt á Theatre de Poche Montparnasse árið 1959 í París, sem hann vekur alþjóðlega athygil sem ieikritaskáld. Francois Bille- toux leikur að jafnaði í leikrit- um sínum sjálfur og lék hann fyrst aðal karlhlutverkið i leiknum „Á undanhaldi", er það var frumflutt í París 1959. Að undanförnu hefur höfundur starfað hjá franska útvarpinu og hefur skrifað mikið fyrir það. Á s.l. tveimur árum hefur leikritið „Á undanhaldi“ verið sýnt i öllum helztu leikhúsum Vestur-Evrópu við miklar vin- sældir og leikritið var álitið eitt bezta nýja leikritið, sem frumsýnt var í París árið 1959. Árið 1960 var leikurinn sýnd- ur í London með leikurunum Anthony Quale og Celia John- son í hinum vandmeðförnu að- alhlutverkum, en þau eru bæði í fremstu röð skapgerðarleikara í heimalandi sínu. Harold Hobson leiklistargagnrýnandi Times, sem talinn er einn merkasti 1 eiklistargagrýnandi í ninum enskumælandi heimi, segir m. a. eftirfarandi í dómi sínum „Á undanhaldi": „Amerískir vinir mínir, sem eru miklir leiklistarunnendur, voru staddir hér fyrir nokkru og báðu sig að láta í ijósi skoð- un mína á því, hvað ég teldi skemmtilegasta og markverð- asta nýja leikhúsverkið i Lon- don um þessar mundir. Hér er sannarlega af mörgu að taka og fer eftir smekk hvers og eins. Leikrit skrifuð af skáld- legu innsæi og dýpt eru leikrit eins og t. d. Ross eftir Rattigan, Man for All Seasons og The Tiger and Hofse eftir Robert Bolt. Svo má nefna leikrit eins og A Passage to India, Billy Liar og að sjálfsögðu söngleik- inn fræga My Fair Lady, sem nú er að slá öll met, ennfrem- ur vil ég nefna tvö önnur The Caretaker (Húsvörðurinn sýnd- ur í Þjóðleikh. 1961) og franska leikritið Tchin-Tchin (Á undan- haldi). Ég tel að tvö síðast nefndu leikritin Húsvörðurinn og á Ándanhaldi séu markverð- ustu leikritin, sem sýnd eru hér í borg um þessar mundir. Ég hef séð Húsvörðinn fimm sinnum og ég var á frumsýn- ingu á leikritinu „Á undan- haldi“ fyrir rúmri viku og ég er ákveðinn í að verða sá fyrsti, sem kaupir miða á næstu sýn- ingu leiksins“. Leikritið „Á undanhaldi" ger ist í París og er í ellefu atrið- um. Það eru aðeins tvö aðal- hlutverk i leiknum, maður og kona á miðjum aldri og eru þau bæði á leiksviðinu allan leikinn frá byrjun til enda. „Maðurinn" í leiknum heitir Cesarió Grim- aldi og er kaupsýslumaður af ítölskum uppruna. Kona hans hefur yfirgefið hann og hlaup- ist á brott með lækni að nafni Puffy-Picq, en hann er kvæntur enskri konu. Leikurinn hefst á stefnumóti þeirra Cesarió Grimaldi og konu læknisins og hafa þau mælt sér mót til þess að ræða um ástasamband maka sinna. En þessi fyrsti fundur þeirra verður þeim báðum mjög ör- Iagaríkur og spinnst af þessum fundi löng og áhrifarík saga, sem heldur áhorfendum föngn- um allt til leiksloka, og seint mun falla þeim úr minni er sjá eða lesa leikritið. Róbert Arnfinnsson leikur hlutverk Cesarió Grimaldi, en Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- ur hlutverk frú Puffy-Picq. Auk þess fer Jóhann Pálsson með hlutverk sonar hennar í leiknum. Þýðing leiksins er gerð af Sigurði Grímssyni. Leik stjóri er Baldvin Halldórsson, en leiktjöldin, sem eru mjög virkur þáttur í þessari sýn- ingu, eru gerð af Gunnari Bjarnasyni. Þótt uppistaða leiksins sé al- varlegs eðlis þá er margt mjög broslegt og jafnvel mjög spaugilegt, sem hendir aðal leikpersónurnar „á undanhaldi" þeirra allt frá fyrsta stefnu- mótinu á götukaffihúsinu í París til Ieiksloka á bökkum Signu. UNGMENNASKIPTI Árið 1961 hóf íslenzka kirkjan Iþátttöku í starfi, sem miðar að Íþví að auka samskipti og skilning \milli þjóða með því að gefa ung- Jmennum tækifæri til ársdvalar í \framandi landi. Strax þá héldu ^níu íslenzkir unglingar vestur um Shaf og s.I. sumar vooru þeir ^fimmtán, sem valdir voru til þess J)að taka þátt í þessum ungmenna- Asamskiptum. Og hér á landi hafa j)dvalið samtals sjö bandarísk ung- rmenni, þrjú fyrra árið, en fjögur íþetta yfirstandandi ár, en skiptin (hefjast í júlí ár hvert. f Næsta sumar er ætlunin að whalda þessu stqrfi áfranv og er þvf rungu fólki á aldrinum 16 til 18 V.ára, sem áhuga kynni að hafa á , því að dvelja í Bandaríkjunum í jjeitt ár, bent á að kynna sér nánar \möguleikana með því að hafa sam- jband við æskulýðsfulltrúa þjóð- Skirkjunnar, séra Ólaf Skúlason, á ^Biskupsskrifst., Klapparst. 27, síma ) 12236. Mun hann veita allar nánari ^upplýsingar og afhenda umsóknar- )eyðublöð. Enn fremur gefst ís- Höfundurhv.. ícois Billetoux )Bláhjálmcirmr —■ Frh at Dls 7 belgíska námufélagsins hafi villt um fyrir þeim og komið í veg fyrir að skemmdir yrðu nokkrar að ráði. Er nú svo komið að belgíska námufélagið, sem áður veitti Tsjombe allan þann styrk sem það gat, greiddi öll Iaun leiguhermanna hans, útvegaði honum vopn og vistir o. s. frv. er nú búið að fá nóg af honum og virðist vera komið tá þá skoð- un, að eftir allt sé heppilegra að stefna að sameiningu Kongó. Er þetta auðvitað hið mesta áfall fyrir Tsjombe. Bærinn Kolwesi í refskákinni. Eini staðurinn sem leiguher- menn Tsjombe ráða enn yfir er námubærinn Kolwesi, sem er um 200 km fyrir vestan Jadotville. Þar hafa þeir búið um sig og hóta enn að gereyðileggja öll námu- mannvirki. Og nú er varla nokk- ur von til að hægt verði að koma þeim aftur á óvart. Þess vegna hefur her SÞ enn hætt framsókn sinni. Þetta hefur Tsjombe ætlað að notfæra sér sem síðasta bragðið í refskák sinni. En enn einu sinni verður reynt að ná samkomulagi til áð hindra eignaspjöll og ill áhrif á efnahags og atvinnulif landsins. lenzkum heimilum kostur á þvi að veita amerfskum ungmennum mót- töku til jafnlangrar dvalar hér á landi. Vestra dvelja íslendingarnir sem gestir þeirra heimila, sem taka þátt í skiptunum, en auk þess eru söfn- uðirnir virkir aðilar að boðinu. Munu unglingarnir því kynnast amerísku kirkjulífi og eru það von- ir þeirra, er að þessu standa, að þeir haldi áfram kirkjulegu starfi, er heim kemur. Unglingarnir munu stunda nám í bandarískum skólum, svonefndum High Shools. En fyrst eftir að lent er á amerískri grund, munu skiptinemarnir taka þátt í námskeiði, sem ætlað er öllum þeim, er valdir hafa verið til þátt- töku. Síðan heldur hver til þess staðar, sem honum hefur verið út- hlutað, en það getur verið í næst- um hvaða fylki Bandaríkjanna sem er. — UmsoKnarfrestur um þessi skipti er til 1. febrúar n.k. (Frá Biskupsskrifstofu). Skotórós ó hús í fyrrakvöld, nokkuð seiut, bár- ust nær samtímis kærur úr tveim húsum hér í Liænum um skotárás á glugga úr Ioftbyssu. Þetta var laust fyrir kl. hálf- ellefu í gærkvöldi. Hafði þá verið skotið á gluggarúður í íbúðarhúsi í Meðalholti og á Háteigsvegi. Á síðarnefnda staðnum sprakk rúða. Ákveðinn grunur féll á dreng nokkurn og tók lögreglan hann í vörzlu sína. Drengurinn neitaði að eiga nokkurn þátt f þessum að- gerðum, en hins vegar fannst hlað- in loftbyssa í fórum hans. Atvinnumennska - Framh. af bls. 9. skref íþróttaforystunnar að skoða hug sinn í þessu máli, og rýmka eða fella niður þær regl- ur sem um áhugamerinsku gilda. Fyrsti áfanginn hlýtur að sjálf- sögðu að vera sá, að afla tekna til handa íþróttahreyfingunni. Fulltrúar ÍSÍ, þar til skipuð nefnd, hefur bent á þann mögu- Ieika, að ÍSÍ fengi til umráða happdrætti á borð við DAS, SÍBS o. fl. og virðist það við fyrstu sýn vera heppilegasta leiðin, Einnig má athuga get- raunir betur sem tekjustofn. öll- um er ljóst að fjárskortur stend- ur íþróttahreyfingunni fyrir þrif- um á fleiri sviðum, en hér hafa verið nefnd. Því hefur ÍSÍ kynnt sér tekjumöguleika þótt Sam- bandið hugsi til styttri áfanga enn sem komið er. Þegar reglunum hefur verið breytt og fé verður fyrir hendi, verður hægt að hefjast handa. Taka þarf upp styrki til ein- stakra íþróttamanna (unglinga) sem efnilegir þykja, verðlauna þarf viss afrek, greiða verður allan þann kostnað sem íþrótta- menn verða fyrir vegna íþróttar sinnar, þ. s. búninga, útbúnað og ferðalög, kosta má efnilega unglinga til æfinganámskeiða, greiða þarf allt vinnutap sem verður vegna æfinga og keppni og margt margt fleira. TTér er aðeins fátt eitt talið og þá aðeins það sem sjálfsagt ætti að vera og lágmarkskröfur eru. Þá verður að gera einstakling- um kleift að halda sem lengst á- fram íþróttaiðkunum. Eitt mesta vandamál íslenzkra íþrótta er hversu menn hætta ungir æfing- um og keppni, flestir innan við 25 ára aldur. Stafar það fyrst og fremst , af þeirri þjóðfélagslegu staðreynd að á þeim aldrinum kvongast menn og stofna heimili, og sá tími og fyrirhöfn sem í íþróttirnar fer, er flestum um megn. Þegar á það er litið að íþróttamenn ná yfirleitt ekki full- um þroska eða árangri fyrr en um og eftir 25 ára aldur, sézt augljóslega hvílík áhrif það hef- ur, eitt út af fyrir sig. Einmitt þetta þarf allra helzt að laga. Hér þarf að gera íþrótta- félögunum kleift að aðstoða fé- lagana með ýmis konar fyrir- greiðslu. fríðindum og óbeinum launum. Ótal margt kemur til greina. setja má takmörkin hvar sem er, smíða má ramma þröngan eða víðan eftir vild, við getum á- reiðanlegá siglt undir flaggi á- 'hugamennskunnar á sama hátt og Danir, Norðmenn, Svíar, Rússar, Bandaríkjamenn og raun- ar flestar þjóðir heims, þótt þess- ar breytingar verði gerðar. Þessar slóðir verður að troða — og það fyrr en síðar. Við getum haldið áfram að afsaka okkur með fámenninu svo gilt sé, en sagan, sem sögð er hér í upphafi má ekki spyrjast oftár. Ellert B. Sehram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.