Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Föstudagur 11. janúar 1963. 9 ]\æsti stórviðburðurinn í hérlendum íþróttum verður utanför íslenzka landsliðsins í handknatt- leik. Liðið fer utan í febrú ar og leikur þá við Frakk- land og Spán. Landsliðs- nefnd hefur tilkynnt lið sitt og í Ijós hefur kom- ið, að valið hefði getað orð*ð sterkara. En hvað er þá í vegin- um? Úr því landsliðs- nefndin sjálf viðurkennir að liðið hefði getað orðið tefla fram sterkasta liðinu eða mönnunum, vegna fjárhagsleer afkomu hvers og eins! er það vissulega svo, margt glæsilegt afrekið o margur glæsilegur sigurinn hefu’ unnizt, og þeim sigurstundurr, skal ekki gleymt né sleppt þegar þessi orð eru skrifuð. En sá mis- skilningur má heldur ekki ríkja óátalinn, að þau afrek séu á- vöxtur eða uppskera þess, hversu vel er að fþróttamönnum hlúð. f>að má enginn halda. Þau afrek eru hins vegar aðeins sönnun þess, að hér eru hæfileikarnir fyrir, fyrirheit þess, hvað hægt væri að vinna, ef vel væri að búið. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að íslenzk íþróttahreyf- ing hefur starfað af miklum (iFTIR EILERT SCHRAM sterkara, því er það þá ekki valið þannig? Jú, keppendurnir verða að kosta för sína sjálfir að verulegu leyti, nokkrir af okkar sterkustu mönn- um sjá sér það ekki fært, geta því ekki farið — og fyrir viki,'Cngetur ísland ekki teflt fram sínu sterk asta liði! Slfkir atburðir hafa skeð fyrr, þótt ekki hafi þeir kannske verið af jafn augljósum og áberandi á- stæðum og nú. En þetta aug- ljósa, áþreifanlega dæmi ætti þó að opna augu manna fyrir því, hvernig íslenzkum fþróttum er komið í dag. Það er ekki nóg með að iþróttamenn okkar eigi sifellt við ofurefli að etja, smæð- ar þjóðarinnar vegna og yfir- burða andstæðinganna, heldur eru ekki lengur tök á því að krafti, blómlegt félagslíf og al- mennt er víðast hvar, Því er viðhaldið af stórhug sem er sam- fara dugnaði og vilja. Reist hafa verið myndarleg félagsheimili, íþróttaiðkun hefur verið almenn, áhugi mikill og í mörgum íþrótta greinum hefur náðst viðunandi árangur á okkar mælikvarða og miðað við aðstæður allar. Á siðari árum hafa utanfarir (þróttamanna mjög færzt í vöxt, sem einn liður þessa mikla við- gángs. Stórir hópar haldið utan, " ungir sem 'gamlir. Utanfárir eru‘ þó færri en æskilegt væri, en þar hefur peningavandamálið verið stærsti Þrándur í Götu, bæði fyrir einstaklinga og fé- lagasamtök. Allt þetta hleypir stoðum und- ir þá staðreynd, að íþróttalífið sé blómlegt, áhugi mikill. En blómlegt íþróttalíf er ekki aðeins blómlegt íþróttalíf. Það er líka á ég að segja broslegt, grát- broslegt. Hin auknu viðskipti við erlent íþróttafólk hefur orðið mörgum gárungnum að „yrkisefni" enda Góður árángur'^égh erlendum andstæðingum er ekki af því að vel sé að íþróttamönnunum hlúð . verður því ekki neitað, þrátt fyrir einstök óvænt afrek, að innlend- ir íþróttamenn hafa hlotið hina verstu útreið f viðureignum sín- um við hina erlendu. íþróttaunn- endur hafa tíðast hlegið með gár- ungunum og mælt sér til máls- bótar að takmarkið sé ekki að sigra, heldur að vera með. Víst er það rétt, en auðvitað svíður allri íþróttahreyfingunni sárt undan þegar kollegar einhverjir fá skell. . Hann er aðeins sönnun þess að hæfileikarn ir eru fyrir hendi. y^n þegar getan er fyrir hendi, eins og að framan hefur verið bent á, þegar áhuginn er jafn mikill og raun ber vitni, þegar margsannað er að hæfileik- ar íslenzkra eru engu minni en annarra, hvað veldur þá? Þegar þessi spurning vaknar er eðlilegast að 1 leita að svarinu hjá þeim keppinautunum, and- stæðingunum, sem svo mikla yf- irburði hafa. Hvað er öðru vísi hjá þeim, hvað er frábrugðið þeim 'aðstæðum sem íslendingar hafa? Að slepptum landfræðilegum Iegum, fjöldahlutföllum íbúa, og einstökum hæfileikum undra- manna, þá er munurinn sá einn, að útlendingar fá peninga fyrir fþrótt sína og erfiði. íslendingar ekki. Þetta er sá eini munur, en þetta er lfka sá stóri munur. ís- Iendingar eru áhugamenn, er- lendir íþróttamenn atvinnumenn. Ýmist er hér um að ræða al- gjöra atvinnumenn, menn, sem eingöngu lifa af fþrótt sinni, eða semi-atvinnumenn, (Norðurlönd- in, A.-Evrópa og frjálsíþrótta- menn Bandarfkjanna o. fl.), þar sem menn fá greidd vinnutöp, eða er hjálpað f námi og starfi og ívilnað á margan annan hátt. Aðbúnaður atvinnumanna ann- ars vegar og áhugamanna hins vegar er slíkur að samanburður er í rauninni óhugsandi. £slenzkir íþróttamenn hafa frá upphafi verið áhugamenn í ströngustu merkingu þess orðs. Þeir skulu stunda íþrótt sína af ást og áhuga. Fyrst var sú afstaða sjálf- sögð og eðlileg, sfðan stafaði hún af fjárskorti og vangetu á því sviði, en nú hin sfðari ár hefur einstrenfingslegustu á- hugamennsku verið haldið við af skilningsleysi og íhaldssemi. Þeir menn sem verið hafa við stjórn- völinn innan íþróttahreyfingar- innar síðustu áratugi, eru aldir upp í ungmennafélögum. Þeir þekkja og þekktu þá hugsjón eina að stunda íþrótt sína af ást og áhuga, og eiga erfitt með að skilja önnur sjónarmið. Þeir eru hræddir við skftuga peninga og fyrirlíta eflaust þann mann sem vill þiggja fé fyrir þá göfugu . iðkan, íþróttina. Þessi afstaða er að mörgu leyti skiljanleg — en ekki afsakanleg. Hún hefur verið, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, meginorsök þess, að lsland hefur dregizt aftur úr. Tímamir eru breyttir og kröfumar með. Staðreyndin cr orðin sú, áð ís- lenzkir fþróttamenn geta ekki bæði haldið við „ástina og áhug- ann“ og leitt saman hesta sína við þrautþjálfaða erlenda at- vinnumenn. Það er ekki hægt að ætlazt til þess að okkar íþrótta- menn stundi sfna áhugamennsku og standi sig jafnframt gegn þessum erlendu ofjörlum. Annað hvort verður að víkja — hér verður að velja á milli. Varla þarf að fara mörgum orðum um, hvorn kostinn skal velja Menn geta rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hefði, ef samskipti við útlönd á fþrótta- sviðinu yrði lögð niður. lþrótt- irnar sjálfar mundu leggjast nið- ur. Það stendur enginn gegn þró uninni. Tjað er þróunin sem krefst þess, að tekin verði upp hér á landi atvinnumennska í ein hverri mynd. Það er þvf næsta Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.