Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 8
VÍSIR . Föstudagur II. janúar 1963. Jtgetandi: BlaOaútgátan VlSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Frétiastjóri: Þorsteinn Ö rhorarensen Ritstjómarskrifstofui Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 trónui á mánuði. I lausasölu 4 kr. eim. — Simi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f. ................................... —■—mí Baráttan v/ð Loftleiðir Vísir skýrði fyrstur blaða í gær frá niðurstöðum IATA-fundarins i París um lækkun Atlantshafsfar- gjaldanna. SAS hefir nú unnið málið í fyrstu lotu og fengið meðmæli þessarar alþjóðasamsteyp; til þess að félagið megi lækka fargjöldin svo þau samsvari Loft- leiðafargjöldunum. En björninn er hér ekki unninn. Enn er eftir að fá einróma samþykki allra flugfélag" anna í IATA, en það eru nær öll félög heims, og einnig samþykki þeirra ríkisstjórna sem hér eiga. hlut að máli. Allt er þetta mál tilkomið vegna þess að SAS lítur farþegafjölda Loftleiða öfundaraugum. En lítið leggst fyrir kappann, er þannig á að knésetja litla bróður, sem aðeins hefir um 2% af farþegaflutningum yfir Atlantshafið á sínum vegum. Þetta þýðir einnig spor aftur á bak fyrir SAS og stóru flugfélögin. Þau hafa keppzt um að dásama ágæti hinna hraðskreiðu þota. Nú berjast þau af öllum mætti fyrir því að mega taka aftur í notkun hæggengar skrúfuvélar á þessari flugleið. Loftleiðir hafa unnið sína sigra í frjálsri sam- keppni og þar með sannað ágæti hennar á þessum vettvangi. Og enn er óvíst hvort SAS tekst að ryðjast inn á flugsvið Loftleiða. Jafnvel þótt svo yrði á end- anum mun það vart verða til þess að knésetja Loft- leiðir. Og ennþá ólíklegra er að það dugi SAS til þess að vinna upp það hundruð milljóna tap sem er á félag- inu. Þar þarf meira að koma til en það eitt að ganga í spor Loftleiða. Er nógrar varúðar gætt? Komið er á daginn að hormónalyfið primolut, sem íslenzkar konur hafa neytt í nokkrum mæli, getur or- sakað vansköpun á fóstrum kvenna sem ganga með stúlkuböm. Telja dönsku heilbrigðisyfirvöldin að lyf þetta orsaki f 19 tilfellum af 100 slíka vansköpun. Fréttir þessar undirstrika enn einu sinni þá hættu sem af mörgum hinna nýjustu lyfja kann að stafa, ef ekki er fyllstu varúðar gætt. Hér í Vísi var fyrir nokkru ítarlega um það ritað hver hætta getur stafað af deyfi- og örvunarlyfjum, ef þau eiru ekki notuð til lækninga heldur nautna. Síðan kom upp að hætta getur stafað af lyfinu postafen og einnig fyrir van- færar konur. Og nú er það Ioks primolui, en sem betur fer var thalidomid-lyfið aldrei til sölu hér á landi. Þessar fregnir sýna hver ástæða er til þess fyrir íslenzku heilbrigðis og lyfjayfirvöld að vera hér vel á varðbergi. Þá fyrst var farið að gæta varúðar í not- kun lyfjanna, er fregnir bárust erlendis frá um hugs- anlega hættu. Hér eru engar rannsóknarstofur, sem reyna lyfin áður en þeim er hleypt inn á markaðinn, eins og erlendis er að finna. Því er ástæða til tvö- faldrar varkámi í þessum efnum. Guðmundur Pálsson og Kristín Anna í hlutverkum sinum. LEIKFELAG REYKJAVIKUR: ÁSTARHRINGURINN EFTIR ARTHUR SCHNITZLER m Þýðandi: Emil Eyjólfsson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leiktjöld: Steinþór Sigurðsson. Veldur hver á heldur, segir máltækið. Áreiðanlega má fara þannig með þennan snjalla og skemmtilega sjónleik á sviði að hann brjóti i bága við heil- brigða afstöðu œanna gagn- vart hinum svokölluðu feimnis- málum, en veiti þeim hinum, sem hafa gaman af að lesa sorprit í laumi, ástæðu til að setja upp vandlætingarsvip og þykjast hneykslaðir. Vafalaust væri það líka freistandi fyrir ekki fjársterkara fyrirtæki en Leikfélag Reykjavikur að ganga þar hæfilega langt til að tryggja sér metaðsókn — fara að dæmi bókaútgefenda, þegar þeir láta 1 það skína, að höf- undur einhverrar skáldsögunn- ar, eða jafnvel sjálfsævisög- unnar, sé hneykslanlega „djarf- ur“, „hispurslaus“ eða „opin- skár“ í frásögn sinni. En hvorki leikstjóri né leikendur falla I þá freistni að misbjóða höfundi og áheyrendum — og þó fyrst og fremst sjálfum sér og list sinni — með sliku virðingarleysi. í meðferð þeirra og túlkun verð- ur „Ástarhringurinn“ það sem hann er frá höfundarins hendi og nafnið bendir til, léttur og leikandi dans, þrunginn glettni og gázka, þar sem hinar ólík- ustu persónur, sem þó eiga all- ar eitt sameiginlegt, eru leiddar í hringinn. Það þarf áreiðanlega meira en meðalhræsni til að hneyklast á þessari fáguðu og skemmtilegu sýningu. Vafalaust ber þar fyrst og fremst að þakka leikstjóranum, Helga Skúlasýni, en auk leik- aranna á þýðandinn, Emil Eyj- ólfsson lektor, þar líka hrós og þakklæti skilið. Þegar um er að ræða verk eins og þetta, hvort heldur sem það er skáld- saga eða sjónleikur, verður oft mjótt og vandþrætt bilið milli tepruskapar og klúrleika, og vandséð hvort verra er. Það einstigi tekzt þýðanda að þræða af látleysi og smekkvísi, svo að hvergi skeikar og léttir það bæði leikstjóra og leikendum að þræða sitt einstigi á milli sömu tálmana. Er það í sjálfu sér ekki svo lítils virði að hafa eignast eitt af frægustu verk- um þessa heimskunna sjónleika skálds í svo ágætri þýðingu. Þess ber og að geta, að allir leikendurnir, sem þarna koma fram svo og Ieikstjórinn, þýð- _ andinn og meira að segja leik- tjaldamálarinn, teljast. til yngri kynslóðarinnar, og verður ekki leikurinn rísi hæst í 4., 5., og 7. mynd — samleik Birgis Brynjólfssonar og Kristlnar önnu Þórarinsdóttur, samleik hennar og Guðmundar Pálsson- ar, samleik Guðmundar og Guðrúnar og loks samleik Guð- rúnar og Helga Skúlasonar. Þau atriði eru öll fyllilega sam- bærileg við það, sem maður sér hér bezt gert á leiksviðj., , , annað sagt en að það gefi góð fyrirheit. Leikendunum tekst að visu misjafnlega vel, annað væri ekki heldur eðlilegt, en þeir leika allir vel og sumir með afbrigðum vel, svo að þeir munu varla hafa betur gert áð- ur. Á það einkum við um þau Birgir Brynjólfsson f hlutverki unga herrans, Kristínu önnu Þórarinsdóttur í hlutverki ungu eiginkonunnar og Guðrúnu Ás- mundsdóttur, í hlutverki ljúf- lyndu stúlkunnar en þó sér i lagi við Guðmund Pálsson í hlutverki eiginmannsins, en skilningur hans gervi og túlk- un f tali og svipbrigðum gerir þá mannlýsingu f senn for- kostulega og óborganlega. Helgi Skúlason tekur hlutverk skáldsins traustum tökum, og samleikur hans og Guðrúnar er með ágætum. Aftur á móti nær Helga Bachmann ekki þeim tök um á hlutverki leikkonunnar sem skyldi, virðist vanta herzlumuninn, og gætir þess einkum f samleik hennar og Erlings Gíslasonar í hlutverki greifans, sem nær sér þa^r ekki heldur á strik, aftur á móti er samleikur hans og Þóru Frið- riksdóttur, sem leikur hið vandasama hlutverk skækjunn- ar, með ágætum, en þar bætir Þóra upp fremur daufan og lit- lausan leik í byrjur.aratriðinu. og það svo um munár. Steindór Hjörleifsson gerir hermannin- um sæmlleg skil, en ekkert fram yfir það, og Bryndís Pét- ursdóttir leikur stofustúlkuna lýtalaust, ea án sérlegra til- þrifa. Hiklaust má fullyrða að iájíf) Enn er ónefndur einn aðili að þessari sýningu, sem á mik- inn þátt í því hve vel hún tekzt, en það er leiktjaldamál- arinn, Steinþór Slgurðsson. Tjöld hans eru ekki einungis hin smekklegustu, heldur er það og hugkvæmni hans að þakka að hinar mörgu og óhjá- kvæmilegu sviðskiptingar reynast framkvæmanlegar í Iðnó, án þess að þreyta áhorf- endur og rjúfa tengsl þeirra við leikendur — og hefur Leikfélag Reykjavíkur bætzt þar góður liðsmaður. Loftur Guðmundsson. Njörður P. Njarðvfk er í leyfi, og hefir blaðið beðið Loft Guðmundsson rithöfund að rita um Ástarhringlnn. liliwmMmmm Spurningalisti, sem notaður er við inntökupróf í mennta- skóla einn f Washington hefur vakið mikla reiði. Þar eiga nem endur m.a. að svara þessari spurningu: — Er faðir þinn narðstjóri?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.