Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 11.01.1963, Blaðsíða 4
á VÍSIR . Föstudagur 11. janúar 1963. Bónusinn ætti að banna með lögum Baldvin Einarsson, forstjóri Almennra Trygginga. Það er ekki óalgengt að lesa í blöðum fréttir um bruna og aðra skaða þar sem með fylgir eð ekki hafi verið hátt tryggt, til að greiða það tjón, sem varð. Mun láta nærri að þrír fjórðu fólks hafi ekki nægilega tryggt innbú, að því er Baldvin Einars- son, forstjóri Almennra trygginga, tjáði blaðinu, en til hans leituðum við, til að kynnast þessu nán- ar. — Hvað eru algengustu trygg- ingar hjá ykkur? — Mestur er fjöldinn af bruna tryggingum, bæði á innbúum og RÆTT VIÐ BALDVIII EINARSSON UM TRYGGINGAR lagerum. Yfirleitt gætir fólk þess ekki nærri nógu vel að hækka tryggingar til samræmis við verð lag. Þar sem hagar. til eins og hér, að verðlag hækkar frá ári til árs, er þetta sérstaklega nauð- synlegt. Þá er og þess að gæta, að eftir því sem menn búa lengur og fjölskyldan stækkar, eignast menn meira af verðmætum, sem nauðsynlegt er að tryggja. — Það er mjög algengur mis- skilningur að ef tjónið fer ekki fram úr tryggingarupphæðinni, fái fólk fullar bætur. Því er ekki þannig farið, heldur fær það greitt sama hlutfall af trygging- arupphæðinni og hlutfall tjónsins er af eigninni. Til dæmis 9 maður innbú fyrir 100 þús. og það er tryggt fyrir 50 þús. Nú eyðileggst helmingur þess, 50 þúsunda virði. Þá fter hann bætur sem nema helmingi tryggingarupphæðarinn- ar, eða 25 þúsund. — Þegar tryggingin er tekin upphaflega, metur fólk sjálft hvers virði það telur innbú sitt. Þegar svo gengislækkanir og verðhækkanir eiga sér stað, þarf að hækka þetta, til jafns við endurkaupsverð, þegar búið erað reikna með eðlilegu sliti. —o— — Svo eru heimilistryggingar, sem byrjað var að selja árið 1957. Síðasta haust voru skilmál- ar þeirra bættir og þær gerðar víðtækari. Þar er hægt að fá á einu skírteini allar tryggingar, sem heimili þarf með. Þrer fela í sér brunatryggingu, vatnsskaða tryggingu, þjófnaðartryggingu, tryggingu gegn snjóflóðum og flugvélahrapi o.s.frv. Þá fela þær í sér ábyrgðartryggingu gagn- vart þriðja aðila, vegna tjóns sem fjölskyldan telst ábyrg fyr- ir, svo sem ef börn brjóta rúður í öðrum húsum. Þá ná þær yfir slysaörorku- og lömunartrygg- ingar húsmóður, og barna innan 16 ára. —- Af bílatryggingum er skyldutryggingin að sjálfsögðu algengust, en hún nær yfir tjón sem valdið er þriðja aðila, allt að 500 þúsund krónum. Þá eru kaskotryggingar algengar. Þær er hægt 'að fá þannig að þær nái yfir allt tjón sem verður á bíln- um. Einnig er hægt að kasko- tryggja þannig að eigandi taki sjálfur á sig tjón sem nemur allt að tíu þúsund krónum. Þá lækkár iðgjaldið verulega. Slysatrygging á farþegum en skylda í leigubíl- um og langferðabílum, en einnig er hægt að fá þær fyrir einka- 'bíla. - Þá er hægt að tryggja sér- staklega rúður í bílum og getur verið full ástæða til, þar sem stórar rúður kosta frá 5—12 þús- und. Glertryggingar eru einnig til fyrir einkaheimili og verzlun- arhús. —O"" - Frjálsar ábyrgðartrygging- ar fyrir atvinnurekendur eru einnig algengar, og fara ört vax- andi. Þær ná yfir öll þau tjón og slys, sem atvinnurekandi telst ábyrgur fyrir. Sams konar eru húseigendaábyrgðartryggingar. Það þarf ekki annað en að blaða- strákur detti í hálku á tröppun- um, þá er komið skaðabótamál. Þessar tryggingar eru nauðsyn, bæði fyrir húseigendúr og at- vinnurekendur. — Slysatryggingar eru mjög nauðsynlegar, bæði fyrir sjálfan sig, og eins geta atvinnurekend- ur tryggt starfsfólk sitt, ef þeir kæra sig um, gagnvart slysum sem þeir ekki bera ábyrgð á. Með þeim eru menn tryggðir hvar sem þeir eru gegn dauða, öroroku og varanlegum atvinnumissi, allt upp í eitt ár. y-O— — Eru menn tryggðir ef þeir eru fullir? — Ekki ef þeir eru mikið full- ir. Hins vegar eru þeir tryggðir þó að þeir hafi bragðað vín og séu eitthvað kenndir. — Borga allir sama iðgjald, hvað sem þeir gera? — Það er mjög mismunandi eftir starfi. 1 hæsta flokki eru til dæmis kafarar og gluggahreins- unarmenn. Flugmenn eru fremur ofarlega, þó að þeir séu ekki I hæsta flokki. Sjómenn eru svo nökkru neðar. í lægsta flokki eru svo skrifstofumenn og margar aðrar stéttir. Til gamans má geta tveggja, sem eru ekki sérlega al- gengar, sem eru verkstjórar við áfengisblöndun og hattahreinsun- armenn. — Og fleiri algengar trygging- ar? — Ferðatryggingar eru nú orðnar mjög algengar. Þær er hægt að sameina slysatryggingu, en einnig er hægt að tryggja sig þann tíma sem ferðalagið stend- ur yfir. Þetta skyldi hver maður notfæra sér, hvort sem hann er að ferðast innanlands jeða utan. — Þá eru allskyns’ sjótrygg- ingar algengar, svo sem trygg- ingar á vörum, sem eru á leið til og frá landinu. Skip sem eru undir 100 tonn eru skyldutryggð hjá bátaábyrgðarfélögunum, en við tryggjum stærri skip. —o— — Og svo eru það líftrygging- arnar, sem eru geysilega algeng- ar um allan heim, þó að þær séu ekki enn orðnar það á íslandi. Menn geta með þeim tryggt fjöl- skyldu sinni nokkurt fé, ef þeir falla frá og einnig geta þeir tryggt sig þannig, að þeir fái tryggingarféð útborgað sjálfir, ef þeir verða langlífir. Er þá gjarn- an miðað við 65 ára aldur. — Önnur tegund af þessu er svokölluð stórlíftrygging. Hún er þannig að menn tryggja sig fyrir hárri upphæð og er iðjgjald Iágt og helzt alltaf það sama, en tryggingarupphæðin lækkar ár- lega. Þessi trygging er áhættu- trygging. Þetta hentar til dæm- is vel ungum mönnum, sem hafa lagt í mikla fjárfestingu, svo sem íbúð. Þannig geta þeir tryggt að fjölskyldan þurfi ekki að miss'a íbúðina, vegna skulda, þó að þeir falli frá, án þess að þurfa að borga hátt iðgjald. —0— — Hvað þarf heimilisfaðir að hafa mikið af tryggingum svo vel sé, að yðar áliti? — Hann þarf að hafa líftrygg- ingu, sem nemur ekki minnu en tvöföldu árskaupi, eða stórtrygg- ingu. Heimilistryggingu þarf hann að hafa og slysatryggingu fyrir sig og konu sína, og jafn- vel líka fyrir börnin. Ef hann á bíl þarf hann að hafa kaskó- tryggingu, ef hann telur sig hafa nokkur efni á því, og ef hann á hús þarf hann að hafa húseig- andaábyrgðartryggingu. — Hvað er stærsta tjón sem þið hafið borgað út? — Stærsta tjónið nam 30 mill- jónum króna. Það var togari sem fórst. Stærsta brunatjónið er um þrjár milljónir. — Ekki þurfið þið að greiða alla þessa upphæð sjálfir? — Rekstur tryggingarfyrir- tækja byggist allur á endurtrygg- ingum. Fyrirtæki erlendis taka að sér nolckurn hluta af þeirri tryggingu sem við tökum að okk- ur. Þau selja svo öðrum nokk- urn hluta og þannig gengur það koll af kolli, þangað til hver að- 'ili hættir ekki nema litlu. Við tökum svo aftur endurtrygging- ar frá öðrum. Ef til dæmis hús brennur austur f Persfu getur verið að við fáum nokkru seinna reikning fyrir nokkur þúsund krónum, sem við höfum tekið að okkur að endurtryggja. —0— — Er það algengt að bílatjón nái 500 þús. króna hámarkinu? — Það er nokkuð algengt. Ég er þeirrar skoðunar að 500 þús. króna ábyrgðartrygging á bíl sé of lág, miðað við verðgildi krón- unnar. T.d. í Englandi og Þýzka- landi nær ábyrgðartryggingin yf- ir ótakmarkað tjón, enda er hún miklu dýrari þar en hér. Yfir- leitt eru bílatryggingar ódýrari hér en annars staðar, enda er tap á þeim hér. — Hvað finnst yður um svo- kallaðan bónus, sem menn fá, ef ekkert kemur fyrir þá? —; Ég álft að það ætti að af- nema hann með lögum. Hann beinlínis veldur þvf að menn stinga af frá tjónum. Ég álít að það væri miklu nær að trygg- ingarfélögin legðu í sameiginleg- an sjóð það sem honum nemur, til að borga með þau tjón sem verða og stungið er af frá. —o— — Eitt af því sem ég tel sér- lega athugavert í tryggingamál- um hérlendis eru þær hringa- myndanir ,sem átt hafa sér stað. Bæði Sambandið og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa sett á stofn eigin tryggingafélög og tryggja hjá þeim þann útflutning óg innflutning sem þessi fyrir- tæki hafa með höndum. Þetta er mjög óheilbrigt og viæri miklu eðlilegra að þessar tryggingar væru boðnar út á frjálsum mark- aði. — Þá er það mjög varhuga- vert ástand sem hér rfkir, að engin tryggingalöggjöf er til. Er- lendis er mjög strangt eftirlit með tryggingafélögum, til að sjá um að þau veiíi eðlilega þjón- ustu. Það er ekkk'löggjöf1 fyfir að þakka, að ekki hafa hlotizt óhöpp af, hér á landi. Sfai borðbúnaði Lögreglan handsamaði í fyrra- kvöld þjóf sem var með fulla vasa af stolnum borðbúnaði. í fyrrakvöld kom ungur mað- ur upp í Þórskaffi til að sækja þar úlpu sína, er hann hafði gleymt kvöldið áður. Þegar afgreiðslukon- an tók úlpuna af snaganum, hringl aði í henni eins og í jólábjöllum, og er hún aðgætti þetta betur, þá voru í vösum úlpunnar hluti borð- búnaðar, sem merktur var Hafnar- búðum. Konunni þótti þetta ein- kennilegt, að svona delinkvent skyldi vera með þennan borðbúnað í vösunum. Hún gerði lögreglunni sem var þarna á staðnum strax viðvart og lögreglan hirti mann- inn. Við yfirheyrsluna kom í ljós, að vinurinn hafði stolið þessu í Hafnarbúðum. Ekki gat hann gefið aðra skýringu á þessu en að þetta hefði verið fylliríisdella. Manngreyið fékk fría gistingu í Síðumúla í fyrrinótt og mun hafa verið færður rannsóknarlögreglunni í gær til frekari athugunar. Ekki er blaðinu kunnugt um hve mikill hluti borðbúnaðar Hafnarbúða var í vösum þjófsins. iróðisr i vondo Don Jaime, bróðir Fabíólu Belga drottningar, er. í mesta vanda suð- ur á italíu. Honum hafa verið • gerðir tveir kostir — annað hvort greiði hann 80,000 króna skuld sem gistihús í Feneyjum hefir átt hjá honum í tvö ár, eða fari í 23 daga fangelsi ella. Gallinn er sá, að Don Jaime, sem er svallari mikill, á ekkert til að greiða skuldina — nema mágur hjálpi, svo að ættin verði firt skömm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.