Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Laugardagur 19. janúar 1963. — 16. tbl. Strax og þing kemur saman í enduðum þess- um mánuði verður nýja toilskráin lögð fram og tekin til umræðu. Hér er um mjög veigamikið mál að ræða, sem búast má við að verði eitt höfuðmál þingsins fram til þingslita. Gert er ráð fyrir ýmsum breytingum frá nú- gildandi tollalöggjöf, m. a. nið- arfellingu söluskattsins. Ekki er unnt að greina frá einstökum breytingum á tollum vöruflokka þar sem efni skrár- innar er enn algjört trúnaðar- mál Hefir skráin að undanförnu verið til athugunar og álitsgerð- ar hjá ýmsum atvinnusamtök- um, sem hún snertir. Harmar frófall góðs manns Ummæli brezka sendiherrans við fráfall Mr. Gaitskells Þegar fréttimar bárust af andláti Hugh Gaitskell í gærkvöldi, hafði Vísir samband við brezka sendiher*ann, Mr. Boothby, og bað hann að minnast hins Iátna stjómmálamanns með nokkrum orðum. Mr. Boothby svaraði á þessa leið: Ég þekkti Mr. Gaitskell vel persónulega, þar sem við stund- uðum nám við sama skóla, Winchester Coliege. Ég veit að hann var mjög heiðarlegur maður og náði miklum árangri í áð sameina mismunandi þætti Verkamannaflokksins. Ég veit ekki hvort honuni hefði íekizt að færa flokkinn til sigurs, en vel hefði það getað átt sér stað og hann hefði orðið ágætur forsætisráðherra. Þar sem ég er opinber starfsmaður, er það ekki mitt að segja neitt um pólitíska hlið málsins. En persónulega harma ég fráfali göðs manns. 1 Bergþóra, dóttir Ragnars, með föður sínum i sjúkrabílnum. Björgunarferí í illviðrí Um klukkan hálf tvö í gær kom flugvél frá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli með Ragnar Guðmundsson, bónda á Hrafnabjörgum í Arnar- firði, til Reykjavíkur. Fékk Ragnar heila- blóðfall og var meðvit- undarlaus, en kom til meðvifundar á leiðinni til Hellissands. Með í förinni var læknir frá varnarliðinu og auk þess fór sonur Ragnars með vestur. Hann kom svo til baka ipeð hon um, auk dóttur Ragnars, Berg- þóru. Líðan Ragnars er nú góð eftir atvikum. Blaðið hafði tal af flugstjóra Douglas flugvélarinnar, sem flutti Ragnar til Reykjavíkur, MacKim að nafni og sagði hann svo frá: „Þetta var mjög vel af sér vikið hjá flugmönnunum á Frh á bls 5 HUGH GAITSKELL LÁTINN Hugh Gaitskell foringi brezka Verkamannaflokks ins lézt í gær að Middlesex sjúkrahúsinu í Lundúnum. Það var kl. rúmlega 8 í gærkvöldi eftir íslenzkum tíma. Kona hans, frú Dóra Gaitskell, sat við rúm hans þegar hann missti meðvit- und og fékk einkenni hjartakrampa. Hún kallaði á lækni, sem kom, en gat ekkert aðhafzt. Gaitskell andaðist eftir skamma stund. Grein í blaðinu á bls. 6 fjallar um sjúkleika Gaitskells síðustu daga. Sjúkdóm hans og andlát bar að höndum þegar höfuð stjórnmála andstæðingur hans Macmillan á við vaxandi erfiðleika að stríða og margir töldu líklegt að Geitskell yrði orðinn forsætisráðherra lands- ins eftir kosningar innan tveggja til þriggja mánaða. En margt hef- ur bent til þess að gengi Verka- mannaflokksins og Gaitskells hafi farið mjög vaxandi síðustu vikurn- ar. Nú er hins vegar hætt við að Verkamannaflokkurinn verði fyrir skakkaföllum þar sem hann má heito forystulaus eftir fráfall hins vinsæla foringja. Framh. á bls. 5. Áhöfn flugvélarinnar og slökkviliðsmcnn flytja Ragnar úr flugvélinni. Fl situr hjá við atkvæðagreiðslu um fargjaldaiækkun SAS f'lugfélag íslands held ur ekki uppi flugferðum milli Evrópu og Amer- íku og getur því engin afskipti haft af fargjalda ákvörðunum á þeirri leið, sagði Örn Johnson framkvstj. Flugfélags ís lands í gær. Flugfélag íslands er í IATA — alþjóðasambandi flugfélaga — ,svo sem kunnugt er. Hefur að undanförnu verið talsvert um það rætt manna á meðal, hver afstaða F.í. væri í þessu máli. Var Örn Johnson frkvstj. F.I. spurður um hana á fundi með fréttamönnum í gær. — Gerði hann grein fyrir reglum, sem undantekningarlaust væri fylgt innan IATA í svona málurn og í samræmi við undantekningar- lausar hefðbundnar venjur í meðferð slíkra mála innan IATA myndi Flugfélag íslands Sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þessa fargjaldalækkun. Örn Johnson kvaðst hafa orð- ið þess var, að ýmsir hefðu spurt um afstöðu Flugfélags ís- lands og fagnaði hann því tæki- færi sem hér gæfist til að girða fyrir misskilning. Ef það er rétt, sagði hann, sem fram hefur korh ið í fréttum, að þau flugfélög, sem halda uppi flugferðum yfir Norður-Atlantshaf og hagsmuna eiga að gæta á þessari flugleið, hafi þegar samþykkt fargjalda- lækkun hjá SAS fyrir sitt leyti, mundi ekkert félag innan IATA beita neitunarvaldi til þess að hindra þá ákvörðun. Eins og getið var í upphafi þessarar fréttar sagði forstjór- inn, að F.í. héldi ekki uppi flug- ferðum milli Evrópu og Amer- iku og gæti því engin afskipti haft af fargjaldaákvörðunum á þeirri leið, ef viðkomandi félög koma sér saman um hana. Hann sagði og að F.í. hefði heldur ekki fengið nein tilmæli um slíkt og væri Loftleiðum enginn greiði gerður ef Flugfélag Is- lands beitti neitunarvaldi í þessu máli innan IATA. Kvaðst ' hann vona, að menn skildu þessa afstöðu Flugfélagsins og væri þá girt fyrir allan misskiln ing í þessu efni. ]

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.