Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 19.01.1963, Blaðsíða 3
* VÍSIR . Laugardagur 19. janúar 1963. 3 Blindravinnustofa í Hamrahlíð 17 stendur hús Blindrafélagsins, sem það hefur reist, sem bústað og starfsstað fyrir blinda. Búa þar nú 16 manns og hafa ýmis einsmanns herbergi eða íbúðir, sem eru fjórar í húsinu. í sama húsi er blindravinnu- stofan til húsa, sem er eina stofnunin sinnar tegundar, sem er í eigu blinda fólksins sjálfs. Framleiðir það þar ýmsa hluti. Stærsti þáttur framleiðsl- unnar eru burstar af f jölda gerð og eru framleiddir árlega yfir hálf milijón bursta. Auk þess eru framleiddir plastpokar og gólfþvottaklútar. Vinnustofa þessi skilar venju lega einhverjum hagnaði og er honum skipt miili fólksins. Hef- ur það þarna útvarp og segul- band til að hlusta á. Hafa ýms- ir rrienn lesið bækur inn á segul bandið. Síðasta bókin var í fót- spor hans, en verið er að byrja á Mínir menn, eftir Stefán Jónsson. Á myndinni fyrir ofan, er Elísabet Þórðardóttir við vél, sem býr til góifskrúbba, og Guðmundur Jóhannsson við vél sem jafnar hárin á burstunum. Á myndinni til vinstri sést einn vistmanna að búa til kúst í höndunum, en framleiðslan er bæði handavinna og vélvinna. Fyrir neðan: Til vinstri sést Rósa Guðmundsdóttir við vél, sem skrifar blindraletur í tvær málmþynnur, sem síðan eru not aðar til að fjölrita blindraletur. Hún fer eftir segulbandinu. í miðið eru þær Steinunn Ög- niundsdóttir og Margrét Andrés dóttir að búa til uppþvotta- bursta. Til hægri er svo Einar Guðgeirsson við vélina sem býr til plastpokana. Forstöðumaður hehnilisins er Björn Andrésson, sem hefur unnið að þessum málum hátt á annan áratug. * I I I I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.