Vísir


Vísir - 19.01.1963, Qupperneq 7

Vísir - 19.01.1963, Qupperneq 7
VÍSIR . Laugardagur 19. janúar 1963. 7 Kvennasíða JÓLINÁ GRUND VIÐ LEGGJUM Á BORÐ Við eigum von á gestum í kvöld og ætlum að hafa góðan, margréttaðan mat með öllu til- heyrandi. Til að flýta fyrir und- irbúningnum, leggjum við strax á borðið. Við gerum ráð fyrir, að við höfum allt til alls. Ef einhverjar hafa það ekki geta þær vonandi hagað hlutunum þannig, að það komi ekki að sök. Við gerum einnig ráð fyrir að hafa undirdisk, þ.e. disk, sem ekki er borðað af, en hinir disk arnir settir á, þegar að réttun- um kemur. Við setjum aðeins undirdiskinn á borðið núna. Við vitum að yzt eru lögð þau hnífapör sem fyrst eru not uð og að glösunum er raðað þannig, að Iengst til hægri er það glas, sem fyrst er drukkið úr. Ef við kjósum að hafa aðeins eina vínsort er það allt í lagi. Ef við fáum stúlku til að bera fram vínið kemur ekki til að við þurfum að leggja glösin á borðið. Við höfum nú fimm „mat- seðla“ að velja og leggjum því á borðið á fimm mismunandi háttu. 1. Brauðsneið, fiskréttur, kjöt réttur og eftirréttur. Við setjum diskinn fyrir brauðsneiðina strax á undirdiskinn og leggjum litlu hnífapörinn, sem brauðið verður borðað með, annað hvort á diskinn eða sitt hvoru m?gin við fiskhnífapörin. „Of- an“ við diskinn er skeið og gaffall fyrir eftirréttinn. Þótt gaffall sé ef til vill ekki nauð- s>.ilegur, fer betur á að hafa hann með. Glösunum röðum við svo frá hægri til vinstri: fyrir hvítvín, sem drukkið er með fiskinum, rauðvín með kjötinu og sherry með eftirréttinum. 2. Súpa, kjötréttur og eftir- réttur. Við gerum ráð fyrir, að eftirrétturinn sé kex rheð osti eða ávextir og setjum því lítil hnífapör ,,ofan“ við diskinn. Til hægri er glas fyrir sherry, sem drukkið er með súpunni, en til vinstri er glas fyrir rauðvín, sem haft er með kjötinu. Sé 5. Súpa, kjötréttur og eftir- réttur. Lagt á borð eins og 2. nema nú er eftirmaturinn borðaður með skeið og gaffli í stað gaffals og hnífs. Að lokum skulum við vona að allt gangi vel og að gest- irnir verði ánægðir með mat- inn. ■B eftirrétturinn kex með osti höf- um við rauðvín með því, annars sherry. 3. Fiskréttur með humar, kjötréttur og eftirréttur. Ef humargafflar eru fyrir hendi setjum við þá yzt til hægri. Að öðru leyti eru hnífapörin ein1 og í 1. Hvítvín er drukkið mef fiskréttinum og er því það gla? yzt til hægri, síðan er rauðvín ið, sem drukkið er með kjötinu og lengst til vinstri er sherry. sem við höfum með eftirrétt- inum. 4. Súpa, fiskur, kjöt og eftir- réttur. Súpuskeiðin er að sjálf- sögðu yzt til hægri og gaffall- inn og skeiðin fyrir eftirréttinn „ofan“ við diskinn. Sherry er drukkið með súpunni og eftir- réttinum, en freyðandi vín t.d. kampavín höfum við nú með fiskinum, kjötinu og e.t.v. með eftirréttinum. Eins og líkum lætur er talsverð- ur undirbúningur fyrir jólin og miklar annir á stærsta heimili landsins og í mörg horn að líta fyrir starfsfólkið. Var reynt að gera ýmislegt fyrir heimilisfólkið um jólin eins og venjulega, og einnig bar marga góða gesti að garði, sem skemmtu og glöddu á ýmsan hátt. Á fyrsta sunnudegi í Aðventu bauð Kirkjunefnd kvenna Dóm- kirkjusafnaðarins heimilisfólkinu á kirkjukvöld, sem haldið var í Dóm kirkjunni. Tóku margir þessu ágæta boði og höfðu mikla ánægju af. Voru þeir sóttir heim og fluttir aftur í bifreiðum. Kvæðamanna- félagið Iðunn kom hingað einn dag- inn og skemmtu margir félagar þess vel og lengi með kveðskap, upplestri og rímum. — Lúsíurnar komu nú, eins og svo oft áður. Erum við þeim mjög þakklát, sem og frú Birnu Hjaltested og frú Sigrúnu Jónsdóttur, sem ár eftir ár koma hingað með þær. — Hljóm- sveit frá varnarliðinu á Keflavíkur flugvelli kom sunnudaginn, 16. des. og skemmti með hljómleikum, sem þóttu takast mjög vel. Átthagafélögin, Rebekkustúkan, Kvenfélag Háteigssóknar og ýmis önnur félög sendu að vanda marg ar góðar gjafir til vistfólksins. Nokkrar amerískar konur frá Keflavíkurflugvelli sendu ýmis kon ar skartgripi, og tvær konur ís- lenzkar, búsettar i Bandaríkjunum sendu marga jólaböggla, sem þær höfðu útbúið handa vistkonunum. Frá bakarameistara einum barst *S1 Prjónið hálsbindi handa HONUM Ef ykkur langar til að koma eiginmanninum, unnustanum eða einhverjum öðrum skemmtilega á óvart, skuiuð þér prjóna handa honum hálsbindi. Heimaprjónuð hálsbindi eru bæði fljótgerð, ódýr og falleg. í þau fer nijög Iitið garn og tilvalið er að nota garnaf- ganga, og hafa þá hálsbindin röndótt. En athugið að allt garnið sé jafn gróft. Ykkur til hjálpar er hér ein uppskrift af hálsbindi: Prjónar no. 2, sokkaprjónar eru hentugir, og frekar fínt garn. Fitjið upp 20 lykkjur. Prjónið eina slétta og eina brugðna til skiptis. Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða og prjónið þá síðustu slétta. Prjón- ið unz hálsbindið er orðið 52 cm. að lengd, takið þá úr, með þvi að taka tvær lykkjur saman í byrjun hvers prjóns, unz eftir eru tíu Iykkjur. Prjónið nú 52 cm. til viðbótar, fellið af, pressið háls- bindið létt og það er tilbúið tii notkunar. nú, sem svo oft áður, rausnarleg sending af alls konar kökum, sem að sjálfsögðu komu í góðar þarfir. Margir góðir söngmenn komu og aðstoðuðu við guðþjónusturnar, þar á meðal nokkrir Fóstbræður, Liljukórinn og piltar og stúlkur úr K.F.U.M. og K. Á gamlársdag kom séra, Þor- steinn Björnsson með organleikara og söngkór Fríkirkjunnar og hélt guðþjónustu. Var það í 25. skipti sem Fríkirkjuprestur messar hér á gamlársdag og þótti okkur sér- staklega vænt um, að frú Bryndís Þórarinsdóttir, ekkja séra Árna Sigurðssonar, var viðstödd þessa hátíðistund. Kjartan Ólafsson brunavörður, sem er í kórnum og hefur komið hingað öll þessi ár, skrifaði eftirfarandi vers í gestabók heimilisins: Hér í sögu er b-‘otið blað, burt er skeiðið runnið. Drottinn blessi stund og stað starf, sem hér er unnið. Kvenskátarnir buðu um áramót in vistfólkinu að sjá alla ljósa- dýrðina í borginni og fóru með það í tveimur stórum bifreiðum. Þótti fólkinu mjög gaman að þessu ferðalagi, og margt af því hafði aldrei séð slíka Ijósadýrð áður. Á þrettánda héldum við, að venju, sérstaka skemmtun og nut- um aðstoðar ágætra vina. Þor- steinn J. Sigurðsson, kaupmaður, annaðist orgelleik ásamt Grétari Dalhoff, en harmonikuleikari var Magnús Jónsson, sem mörg ár hef ur aðstoðað á Þrettándanum með mestu prýði. Liljukórinn kom og söng mörg lög, og þótti okkur öllum mjög vænt um þá heimsókn. Lögin voru gamlir kunningjar og söngurinn tókst með afbrigðum vel. Einar Sturluson óperusöngvari söng og nokkur lög með kórnum. Þessari greinargerð um jólin er að Ijúka. Innilegt þakkbeti færi ég öllum, sem á einn eða annan hátt hjálpuðu til þess, að jólin og áramótin gátu orðið svo mörgum til gleði og ánægju hér á Grund. Að lokum langar mig til þess að þakka starfsfólkinu alveg sérstak- lega. Oft hefur verið erfitt að fá fólk til starfa í jólamánuðinum. Sumar stúlkurnar þurfa að fara heim til foreldra og ættingja — veikindi voru mikil, og svo var það blessuð síldin. En samt gekk þetta allt vel. Margar skólastúlk ur hjálpuðu okkur, eins og svo oft áður — og allt starfsfólkið vann af trúmennsku og alúð vandasöm störf . Ég hef oft sagt við það — við getum greitt kaup fyrir störfin, en áhugi og fórnfýri eru óborgan- Ieg og ómetanleg. Gísli Sigurbjörnsson. Happdrættislán ríkissjóðs B-flokkur, dregið 15. jan. 1963. Nr. 115581 kr. 75 þúsund. Nr. 116168 kr. 40 þúsund. Nr. 11455 kr. 15 þúsund. Nr. 1854 54875 68253 kr. 10 þús. 5 þúsund krónur: 3989 33843 52719 105846 140396. 2 þúsund krónur: 18783 19687 25641 27467 49348 50774 66469 73169 76995 80384 83245 84612 96970 111589 149413. 1000 krónur: 1608 6871 15272 18324 25533 26467 39678 40656 41147 48554 50017 50664 63477 79850 100482 104113 105475 113746 119068 119727 124151 126087 133206 135777 139030

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.