Vísir - 26.01.1963, Page 1
VISIR
53. árg. — Laugardagur 26. janúar 1963. — 22. tbl.
☆
Á þessari mynd sést Valberg fá
fyrsta kaffisopann, eftir að hann
kom úr hrakningaferð sinni. —
Beið hans og leitarmanna heitt
kaffi i húsi Slysavamafélagsins.
Bar Valberg sig vel, þrátt fyrir
hrakningarnar og kenndi sér
einskis meins, að öðru ieyti en
því, að honum var lítils háttar
kait.
Sá það bezt eftir á
hve litlu munaði"
Valberg Sigmundsson fundinn í Viðey
Þannig fórust Valberg
Sigmundssyní orð, eftir
að hann kom í land úr
björgunarbátnum Gísla
J. Johnsen, sem sótti
hann út í Viðey, milli kl.
2 og 3 í gærdag. Höfðu
starfsmenn Björgunar
h.f., sem voru að vinna
inni í Vatagörðum séð
til Valbergs, þar sem
hann stóð úti í Viðey
og veifaði.
Eins og kunnugt er lagði Val-
berg af stað frá Korpúlfsstöð-
Frh á bls o
Fríður fíoti uýrra
fískiskipa í smíðum
Frú Jóhanna fagnar manni sínum fyrir utau heimili þeirra á Báru-
götu 14.
Fyrir nokkrum dögum skýrði
Visir frá nýrri Lloyds-skýrslu
í London um skipsbyggingar og
komu þar í ljós að nú er verið
að smiða 18 skip fyrir fslend-
inga erlendis. Það hefur vakið
nokkra athygli að af þeim var
verið að smfða 15 í Noregi. fs-
lenzkir útgerðarmenn leita til
Norðmanna um skipasmíðar, af
því að Norðmenn byggja sínar
fiskveiðar á svipuðum veiðiað-
ferðum og fslendingar, og full-
nægja því betur en aðrir þeim
kröfum, sem íslendingar gera.
Auk þess eru skipin ódýrari
þar, m. a. vegna iægri launa
og vegna þess að norska stjóm-
in styrkir skipasmíðastöðvarn-
ar með sérstökum tolluppbótum
eða útflutningsverðlaunum.
Vísir hefur aflað sér upplýs-
inga um það hvaða fiskiskip eru
nú í smiðum f Noregi fyrir fs-
lendinga. Skal tekið fram, að
öll skipin eru kringum 200 tn.
Er það glæsilegur floti nýrra
skipa, sem mun sigla heim til
íslands næstu mánuðina.
Egill Júlíusson á Dalvfk fær
skip frá Flekkefjord.
Aðalsteinn Loftsson á Dalvík
lær skip frá Hjörungavogi í
maf.
Ingvar Vilhjálmsson í Reykja-
vík fær skip frá Aukerlökken í
maf eða júní.
Einar Sigurðsson, Reykjavík,
fær skip frá Framnesi f júní.
Gísli Þorsteinsson f Reykja-
vík fær skip í maf frá Kardös
mekaniske verksted f Harstad.
Hrólfur Gunnarsson skipstjóri
í Rvík o. fl. fá einnig skip í
maí frá Kardös mekaniske verk
sted.
Þórður Óskarsson skipstjóri á
Akranesi fær í september skip
frá Skálunes Skibsbyggeri í Ros
endal.
F/h. á bls. 5.
Emhugur á Skálholtsfundi
um eudurreisn biskupsstáls
í gær var haldinn í Skálholti
fundur áhugamanna um endur-
reisn Skálholtsstaðar og var það
einróma álit allra fundarmanna
að endurreisn Skálholts sé ekki
lokið fyrr en biskupsstóli hefur
einnig verið endurreistur þar.
Fundinn sóttu 27 menn. Voru
það þrir af þingmönnum héraðs
ins, tveir sýslumenn, sex prest-
ar, skólameistari frá Laugavatni
og aðrir áhugamenn um þetta
mál.
Samþykkti fundurinn að kjósa
sjö manna nefnd til að vinna að
framgangi þessa máls og leggja
drög að frekari aðgerðum. t
nefndina voru kosnir BjCrn
Björnsson, sýslumaður, sr. Gísli
Brynjólfsson, Jóhann Hannes
son, skólameistari, sr. Sigurður
Pálsson, sr. Sveinbjörn Högná
son, prófastur, sr. Þorsteinn L
Jónsson, og Olfur Ragnarsson,
læknir.
Til fundar þessa boðuðu þrfr
prestar i Árnesprófastsdæmi, sr.
Gunnar Jóhannesson, prófastur,
sr. Guðmundur Óli Ólafsson og
sr. Sigurður Pálsson. í veikinda-
forföllum prófasts stjórnaði sr.
Sigurður Pálsson fundinum og
reifaði málið. Fjöldi fundar-
manna tók til máls og voru
allir á einu máli, sem fyrr segir,
og þökkuðu fundarboðið.
Ulbricht.
Kvikmynd um
Ulbricht
i ; ■'<
Landið handan við vegginn nefn-
ist kvikmynd, sem samtök um vest
ræna samvinnu og Varðberg sýna í
dag kl. 3 e.h. í Nýja Bíó. Fjallar
myndin um Ulbricht, ráðbana
Thalmanns, og er m. a. vjðtal við
hann í myndinni.
Þá verður einnig sýnd kvikmynd
um Kennedy Bandaríkjaforseta,
sjónvarpsviðtal sem nýlega var
haft við hann. Texti myndanna er
á ensku. Öllum áhugamönnum um
vestræna samvinnu er boðið til
kvikmyndasýningar þessarar.