Vísir - 31.01.1963, Qupperneq 2
/
-naa' -cwv*«
VlSIR . Fimmtudagur 31. janúar 1963.
Alaln Mimoun
Englandi.
Frakklandi
Emil Zatopek trá Tékkóslóvakíu.
MARÁÞC
sem
„Faðir Olympíuleikanna", Frakk
inn Pierre de Coubertin, en það
var hann sem fyrstur kom með þá
tiilögu að taka Maraþonhlaup
s,em keppnisgrein á þetta mikla
mót íþróttamanna. Hann mætti
mikilli mótspyrnu eins og hann
bjóst við 1 fyrstu, en að lokum var
tillagan samþykkt. Coubertin
fékk áhuga fyrst, þegar hann las
um Aþenubúann Pheidippides, sem
eftir gömlum heimildum hafði
hlaupið frá bænum Maraþon þar
sem hinn litli grfski her hafði sigr-
að hinn mikla og volduga pers-
neska her, alla leið til Aþenu
42.195 metra veg, með hin gleði-
legu tíðindi er hann kallaði upp
þegar hann hlóp um strætin: „Við
sigruðum", en datt síðan dauður
niður. Coubertin fékk því fram-
gengt að Maraþonhlaupið eins og
hann var farinn að nefna það, væri
tekið upp, sem keppnisgrein á
fyrstu nútfma Ólympíuleikjunum í
Aþenu 1896. Hlaupið varð mikill
sigur fyrir Coubertin. Það vakti
þegar óhemju atþygli eins og það
gerir enn í dag. Sigurvegarinn hef-
ur alltaf verið álitinn „sigurvegari
sigurvegaranna“. 1 hlaupinu 1896
tóku þátt 25 keppendur og var
hlaupið þá vegalengd er Peidippi-
des hafði farið er hann flutti boð-
skapinn um sigurinn. Óþekktur og
fátækur bóndasonur, Spiridon
Louis, en hann var Grikki, sigraði
1 þessu hlaupi, með tvo landsmenn
á haélum sér. Tíminn er skráður í
bók um þessa fyrstu leiki 2,58,50.
Gaízlumenn á hestum fylgdu hlaup
urunum, en dýrin gáfust upp fyrir
manninum í þetta sinn, þau réðu
ekkert við hið hraða „tempó“
hlauparanna í hinum mikla hita
er var meðan á hlaupinu stóð.
Grikkir höfðu til þessa ekki fengið
neinn sigurvegara í Ólympíuleikj-
unum, og var því sigur bóndason-
arins Louis kærkominn. Honum
var fagnað sem þjóðhetju og sýnd
hin mesta virðing.
En það er ekki alltaf, sem mað-
ur getur litið á þetta hláup með
augum þess manns, er aðeins sér
góðu hlið allra mála. Hneyksli og
grátleg endalok hafa verið í nær
hvert einasta sinn, þegar hlaupið
hefur farið fram á Ólympíuleik-
unum. Árið 1900 voru leikirnir
haldnir í París. Þá ieiddi hinn 18
ára gamli sænski drengur Ernest
Fast Maraþonhlaupið um hinar
þröngu og krókóttu götur Parísar,
eða þar til hlaupið var um
villandi götur í Boulogneskógi,
þar var Fast látinn hlaupa með
nýjum mönnum- er áttu að vísa
honum veginn inn á leikvanginn,
þeir fóru á undan honum á reið-
hjólum, en fóru með hann rangan
veg, og þegar þeir loks fundu það
út, var það orðið um seinan. Það
voru tveir Frakkar, er fyrstir kom-
ust inn á leikvanginn og háðu þar
harða keppni, en þeir skiptust á
um að detta, í hálfgerðu öngviti
af þreytu, en Fast hélt áfram og
loks fannst leiðin á leikvanginn.
Hann kom hlaupandi létt og ör-
ugglega aðeins 40 mín. á eftir
Frökkunum tveim, og kom sem 3.
maður í mark, og tók við fyrstu
verðlaunum Svía á Ólympíuleik-
unum. Var fyrirfram ákveðið að
villa hann af vegi? Það veit enginn
ennþá, því „fylgdarmennirnir"
tveir fundust hvergi.
Ameríkumaðurinn Fred Lorz,
sleit snúruna með fallegum stíl og
sýnilega óþreyttur á Ólympíu-
leikunum í St. Louis 1904, næstum
því einum tíma á undan næsta
manni. Hann var hyltur sem hetja
og Alice, hin fagra dóttir Theodors
Roosevelts, Bandaríkjaforseta,
lagði lárviðarkrans um háls hans,
og hann hljóp um og veifaði til
áhorfenda. Lorz stæði líklega enn,
sem sigurvegari í þessu mikla
hlaupi, hefði það ekki verið vegna
vakandi iþróttablaðamanns frá
New York. Honum fannst það
merkilegt að Lorz gæti komið í
mark í svona góðu formi og alveg
óþreyttur, þegar aðrir þátttakend-
ur drógust í átt að marki.
Blaðamaðurinn setti í gang
„prívat“ njósnastarfsemi á leiðinni
er hlaupið var, og áður en langt
var liðið gat þessi Sherlock
Holmes’ Maraþonshlaupsins, kynnt
fyrir dómnefnd mann er lagði eið
út á, að hann hefði keyrt Lorz um
tveggja mílna leið. Annar Ame-
i ríkumaður Hicks að nafni, er kom
næstur í mark, 52 mín. á eftir
Lorz var því dæmdur sigurinn, en
hann sagðist hafa fengið konjak
til að geta haldið áfram, og var
lengi rifizt um það, hvort ekki
ætti einnig að dæma af honum
verðlaunin, fyrir að drekka vín, en
loks var samþykkt að hann hefði
unnið til þeirra, þótt um örvunar-
meðal væri að ræða.
Suður-Afríkumaðurinn Heffer-
son hafði forystuna nær alla leið-
ina í Maraþonhlaupi í London
1908, 2 kílómetrum, frá marki,
hljóp loks fyrsti maður fram úr
honum. Það var hinn smávaxni
Pietro Dorando frá Italíu, hann
kom reikandi, sem drukkinn mað-
ur inn á leikvanginn. En hin gífur-
legu fagnaðarhróp áhorfenda
höfðu sýnilega ill áhrif á hann.
Fyrir framan konungsstúkuna datt
hann niður af þreytu, hann gat
með naumindum komizt á fætur
og skreið frekar en gekk í átt að
marki, en hann datt aftur og nú
aðeins 15 metra frá marksnúrunni,
og hreyfði nú hvorki legg né Iið.
í sama augnabliki kom Ameríku-
maðurinn Hayes inn á leikvang-
inn sýnilega í formi til að komast
alla leið. Dauðahljóð varð á á-
horfendabekkjunum og fólk horfði
spennt á ítalann er lá en hreyfing-
arlaus, og Ameríkumanninn, er
nálgaðist .óslitna marksnúruna ör-
uggum skrefum. En nú hlupu
hjálparmenn og lögregla til og
reistu ítalann á fætur, og drógu
hann í mark þar sem hann var
settur á börur og borinn út af.
Ameríkumanninum Hayes voru
því færð verðlaunin, því litla ítal-
anum hafði verið hjálpað í mark,
og því ekki réttilega unnið til
þeirra. En í augum áhorfenda og
allra var hann sigurvegarinn. Hann
var hylltur sem sigurvegari, þótt
Hayes væri það með réttu. Dor-
ando fékk gullbikar úr hendi Eng-
landsdbottningar, sem plástur á
sárið, og síðan sópaði hann gulli
til sín, sem atvinnuhlaupari, eða
þar til að upp komst árið 1936 að
hann notaði örvandi lyf sér til
framdráttar á hinum löngu hlaupa-
leiðum sínum.
Árið 1948 voru leikirnir haldnir
á ný í Englandi og nú á hinum
fræga velli í London, Wembley.
Og enn máttu hinu ensku áhbrf-
endur horfa á nýtt „Dornado-
hlaup", sem áður er hér nefnt.
Þegar Maraþonhlaupararnir höfðu
verið úti f 2 tíma og 32 mín. kom
lítill hlaupari í rauðri skyrtu. og
hvítum buxum inn á leikvanginn,
þetta var Belgíumaðurinn Etienne
Gailly, þá 22ja ára gamall. Hann
hafði leitt hlaupið lengst af og
hafði nú alla keppendurna vel að
baki sér. 41.745 mptra hafði hann
einnig lagt að b'aki sér, og_ aðeins
450 metrar í mark’ einn firingur og
loks ein bein braut, þá hefði hann
sigrað. Gailly hreyfðist sama og
ekkert áfram. Hann tók aðeins
desimeters skref í einu. Ólýsanleg-
ar kvalir mátti lesa úr andliti þessa
unglings. En nú kom sagan til að
Framh. á bls. 7.
HVAÐ GERA ÍSLENZKAR STÚLKUR?
Eftir rúmt ár munu íslenzkar síúlkur taka á móti liðum frá Norðurlöndunum í handknattleik. Þessi mynd var tekin í leik í Danmörku fyrir
skömmu og sýnir nokkrar beztu handknattleiksstúlkur Dana í leik. íslenzkar stúlkur mega leggja hart að sér til að ná góðum árangri næst,
þvi eins og er eru íslenzkir kvennaflokkar ekki nándanærri nógu góðir tii að standast öðrum snúning.