Vísir - 31.01.1963, Page 3

Vísir - 31.01.1963, Page 3
VÍSIR . Fimmtudagur 31. janúar 1963, 3 ÚtgerBamenn í kaffíhléinu Útvegsmenn landsins hafa að undanförnu komið saman til fundar í Reykjavík. Þar hafa þessir forustumenn í aðal at- vinnuvegi þjóðarinnar rætt á- stand og horfur í útvegsmáiun- um. Þeir koma hingað frá nær þvf öllum útgerðarpiássum á landinu og nota ferðina til höfuð borgarinnar þá jafnframt til ým iss annars, m. a. að sitja fundi í ýmsum öðrum félögum og sölu samtökum útvegsins, sem fram eiga að fara á næstunni. Það hefur sjaldan verið betra ástand sjávarútvegsins en ein- mitt núna. Síðasta ár var eins og allir vita metár aö afla til og engin tregða hefur verið á sölu afurðanna. Útvegsmenn láta nú smíða fleiri og stærri skip en nokkru sinni áður að nýsköpun arárunum undanteknum. Það er yfirleitt bjartsýni í útveginum og menn leita nú nýrra leiða í nýtingu aflans. En það er jafnframt við ýmis vandamál að stríða sem jafnan áður. Útgerðarkostnaðurinn hef- ur stöðugt farið vaxandi og menn skilja þáð, að hið eina sem bjargaði efnahag hans á s. 1. ári var einstaklega góð síld- arvertíð. Það er vafasamt að hægt sé að treysta á það að slíkt endurtaki sig tvö ár í röð eða fleiri. Og hættulegt væri það, ef farið væri að leggja meiri byrði á sjávarútveginn á grundvelli góðrar afkomu á slíku aflaári. Myndsjá Vísis skrapp á dög- unum vestur á fund útgerðar- mannanna í húsi Slysavarnar- félagsins á Grandagarði og tók þessar myndir í kaffihléi. Þar sjást margir kunnir athafna- menn. Eiríkur Asbjömsson Vestmannaeyjum, Jóhannes Símonarson, Jón Björnsson og Einar Sigurðsson úr Rvik. Sigurður Pétursson Rvík, Baldur Guðmundsson Rvík, Þórarinn Pétursson, Grindavík, Ingimar Einarsson starfsmaður FÍB og Björn Pálsson alþingismaður. Loftur Bjamason formaður FÍB og Jón Gíslason báðir úr Hafnarfirði. Tómas Þorvaldsson, Grindavík, Margeir Jónsson, Keflavík og Sverrir Júlíusson formaður LlÚ. *J '■ '• i. ) k i I t t i. v i iViiil i.V.Vn*'' Inn » 1 t 1 I l ' t I I I I 1 I 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.