Vísir - 31.01.1963, Síða 10

Vísir - 31.01.1963, Síða 10
m V í S IR . Fimmtudagur 31. janúar 1963. KULDASKOR ds ROMSUR Fasteignir til sölu SOFFÍA LOREN - "1 TIL SÖLU: Taunus ’59 og ’55. Caravan ’59 og 55. Fíat ’54 — fallegur Vokswagen ’62 Consul ’55 Renault dauphin ’60. Moskvits ’59 Chervolet ’55-60 Ford ’55—’59 Opel kapitan ’57, 59, ’61. Og mikið af eldri bílum. RAUÐARÁ SKÚLAGATA 55 — SÍJII15SIÍ ÆRZL.^ í(mi 15285 5 herb. íbúðir við Álfheima — Granaskjól — Bogahlíð — Skipholt — Karfavog — Ingólfsstræti og víðar um bæinn. FASTEIGNA & SKIPASALA Konráðs Ó. Sævaldssonar Hamarshúsinu v/Tryggvag. 5. hæð (lyfta.) Síinar 24034. 20465. 15965 ^ í, Raíglit Nýjar skraut og rafmagsnvörur daglega. Hafnarstræti 15 Sími 12329 Sængur Endurn^ium gömlu sænguro- ai e 'um dún- oe fiðurheld ver DÚN- OG FIÐURHREINSUN Kirkjuteig 29, slmi 33301. Framh af bls 4 tómið eftir verkfræðinginn. : Hvaða verkfræðing? M: Ég á við föður þinn. S: Það má vera. Á fegurðarkeppni. M: Jæja, nú skulum við fara hratt yfir. Þú hittir þroskaða manninn, eða manninn sem var eldri en þú, þar sem hann sat við dómaraborð í fegurðar- keppninni. Það átti að velja ungfrú Róm. Var.það ekki þann ig sem þú hittir Carlo Ponti við fegurðarkeppni á Colle Oppio? S: Jú, það er rétt. Ég hafði farið á fegurðarkeppnina með vinkonu minn i og jveimur piltum. Við ætluðum aðeins að horfa á keppnina. Við sátum fremst í áhorfendahópnum. M: Á hvaða tíma árs var það? S: Það var sumar. Það var mjög heitt. Þetta var seint að kvöldlagi og tunglið var fullt. Ég held, að það hafi verið í ágúst. Borð dómnefndarinnar stóð undir trjánum. Ég man að það var sterkur akaciuilmur í loftinu. M: Var dansað þarna? S: Já, það var þarna dansgólf og hljómsveit. Dómararnir sátu uppi á eins konar sviði. Þegar fegurðarkeppnin hófst, hætti hljómsveitin að leika. M: Og hvað gerðir þú? S: Ekkert, við pöntuðum ein- hvern drykk og horfðum á. En Ponti sem sat í dómnefndinni tók eftir mér og sendi einn vin sinn til mín til að spyrja hvort ég vildi ekki taka þátt í keppninni? M: Og þú sVaraðir já. Ponti var vingjarnlegur. ɧ..hfirf$i til Ponti og ipér... fannst' hánn ‘ jsyo, yingjarnleguri* v svo ég sagði jaí Ég hélt að ég ætti að fá fyrstu verðlaun, fyrst að Ponti hafði kallað á mig, en ég varð númer tvö M: Og hvað svo? S: Síðan þegar verðlaun höfðu verið afhent, kom Ponti til mín og spurði mig hvort ég vildi koma í göngutúr eftir stígnum á Colle Oppio. Hann sagði mér að hann hefði komið svo mörgum filmstjörnum til frægðar, Lollobrigida, Alida Valli, Rossi Drago og Lucia Rosé. Hann sagði þetta eins og hann teldi að hann gæti líka gert mig fræga. M: Og hvernig tókst þú þessu? S: Ég hélt að þetta væri það sem allir kvikmyndaframleið- ur segja. M: En í þetta skipti var það meira. S: Þá gat ég ekki vitað þá, en svo mikið er víst að hann bað mig um að koma upp á skrifstofu sína daginn eftir, og það gerði ég. M: Svo að með þessari sam- komu á Colle Oppio steigstu fætinum á fyrsta stigaþrep frægðarinnar. En við vorum áð- an að tala um það, að sigrar þínir á listamannabrautinni hefðu verið mótvægi fyrir hið óeðlilega fjölskyldulíf þitt. Var fundur þinn með Carlo Ponti þá ekki þýðingarmikill fyrir þig í tvöföldum skilningi? S: Hvers vegna tvöföldum? M: Þannig að Carlo Ponti hafði þann tvöfalda eiginleika fyrir þig, að hann var kvik- myndaframleiðandinn sem gat hjálpað þér að sigra sem Kvik- myndaleikkona, en einnig mað- urinn sem gat hjálpað þér til að eignast eðlilegt fjölskyldulíf, sem þú hafðir svo lengi þráð. S: Hvernig þá? Kynnin við Ponti. M: Jú, með því að giftast þér. Eða er það ekki eðlilegt, að maður giftist þeim sem maður elskar? Eins og það er á hinn bóginn eðlilegt að maður eigi raunverulega fjölskyldu með föður sem verndar og framfær- ir hana. Og finnst þér ekki að það sé eitthvert samband milli þessa tvenns í Iífi þínu? S: Hvaða samband? M: Biturlegt samband, því að þarna rákust á löngun þín til að eignast eðlilegt fjölskyldulíf og sú staðreynd að móðir þín var ekki gift föður þínum. Og seinna rákust siðan á löngun þín til að eignast eðlilegt fjöl- skyldulíf og sú staðreynd að Carlo Ponti var þegar kvæntur. Er það ekki rétt? S: Jú, það er alveg satt. M: En hvað felst í þessu „eðli lega“ lífi, sem við höfum verið að tala um? Er það ekki einfald lega það að vera eins og allar aðrar konur? S: Jú, á sinn hátt. M: En sérðu ekki mótsögnina milli þessarar óskar og ferils þíns sem leikkonu, sem gerir þig ólíka öðrum konum, já, alveg einstaka? S: Jú, það er rétt, en ég vildi eiga venjulegt fjölskyldulíf og óvenjulegan leikferil. M: En ef þú hefðir átt venju- legt fjölskyldulíf, hefðir þú e. t. v. ekki haft þann viljakraft sem gaf þér óvenjulegan Ieik- feril. S: Hver veit. í flugvél til Hollywood. M: Jæja, við skulum halda áfram og hlaupa yfir nokkur ár. Þú erLorðig^ra^^MjJajejEug leik- ið í, mörgum lcvikmynidúm. Þú hefur náð miklum árangri með kvikmyndinni „Hátíð í Napoli“- Nú situr þú í flugvél sem flýgur til Hollywood. Veiztu hvaða för þessi Holywoodferð þín minnir mig á? S: Nú, hvaða ferð? M: Hér endurtekurðu ferðina sem þú fórst fjórtán ára með móður þinni frá Pozzuoli. Þá flýðirðu hið óeðlilega líf, þar sem þú bjóst i fjölskyldu án föður og nú þegar þú flaugst frá Róm til Hollywood varstu enn að flýja óeðlilegt líf, þar sem þú lifðir í hjónabandi án þess að eiga eiginmann. Er það ekki rétt? S: Jú, það er rétt á sinn hátt. Það er satt, að ég fór til Holly- wood ekki einungis til að Ieika, heldur til að sleppa úr aðstöðu, sem engin Ieið var fær úr. M: Hvemig aðstöðu? S: í Róm bjó Ponti hjá eigin- konu sinni, en ég bjó út af fyrir mig. Ég vissi að ég myndi fá hann alveg fyrir mig með því að fara með honum til Ameriku. Gifting í Mexíkó. M: Og hvernig gekk þá hið eðlilega lif í Ameríku? S: Við ætluðum að gifta okk ur í Mexíkó og gerðum það. M: En allt endurtekur sig í lífi okkar. Örlögin eru aðeins sí- felld endurtekning á vissum and stæðum, sem þó breytast eins og í tilbrigðum. Jafnvel þegar þú komst til HoIIywood, varð hin óeðlilega aðstaða í hjúskapn um til að auka þér viljakraft, svo að þú gætir enn þroskazt sem leikkona og farið fram úr sjálfri þér. S: Það er kannski rétt. M: Já, örugglega. Það er eitt- hvert dularfullt samband milli þess eðlilega lífs sem þú færð aldrei að lifa og þessa mikla framgangs og sigra sem þú hefur unnið á fáum árum. Við skulum halda áfram. Hvernig var þetta svo í Hollywood? Fékkstu hann loksins fyrir sjálfa þig? Hvernig lífi lifðuð þið? Hvar bjugguð þið? S: Ég vann í kvikmyndaver- inu allan daginn og var síðan heima með Carlo á kvöldin. M: Hvernig leit húsið ykkar út? S: Það var ekta HoIIywood- hús, með súlur á framhliðinni, stóran garð, sundlaug o. s. frv. Horfðu á sjónvarp. M: Hvað gerðuð þið á kvöld- in? S: Við horfðum á sjónvarp. M: Ekkert annað? ’ S: Þau þrjú ár, sem við vor- um í Amerlku, fórum við sam- tals í þrjú kokkteilpartí. Við horfðum á sjónvarp, og svo fór- um við að sofa. M: Venjulegt líf. Já, venju- legt líf í ýktri mynd. S: Af hverju ýkt? M: Þrjú kokkteilpartí. Er það ekki heldur lítið? S: Kannski, en ég er ekkert fyrir samkvæmislíf. Draumurinn ráðinn. M: Er það satt sem maður hefur heyrt, að þig dreymi allt- af sama drauminn? S: Já, mig dreymir hann oft. M: Viltu lýsa honum fyrir mér? S: Mig dreymir að ég sé á ströndinni um sólarlag, hafið er kyrrt, óendanlegt, blátt og spegilslétt. Sólin er rauð eins og eldur og hnfgur til viðar. Allt í einu fer ég að hlaupa á strönd- inni, — og ég hleyp og hleyp og hleyp þangað til ég vakna. M: Viltu að ég reyni að ráða þennan draum, ekki á freudisk- an hátt, heldur eins og vitring- arnir réðu draum Nebukadnes- ars í Biblíunni? S: Já, ef þú vilt. M: Hafið er hið eðlilega Iíf, sem þú reynir að ná. Sólin rauða er hinn listræni fram- gangur þinn. Ef þú stæðir kyrr gætirðu virt fyrir þér hið kyrra haf, en í stað þess ferð þú að hlaupa til þess að reyna að ná í sólina. Veiztu hvernig fer fyr- ir þeim sem reyna að ná í sól- ina? S: Hvernig þá? M: Þeir hlaupa langa leið án þess að taka eftir því, hvað sólin er langt í burtu. En sólin heldur áfram að hvetja þá og hlýja meðan þeir hlaupa. Hvað hefurðu leikið í mörgum kvik- myndum fram tii þessa? S: Þrjátíu og sjö. M: Og hvað heldurðu að þú eigir eftir að leika í mörgum? S: Eins mörgum og ég get og meira en það, alla ævina. *7, 1 Frægt -jc M Janos Kadar. Forsætisráðherra Ungverja- lands, Janos Kadar, álftur sig nú hafa fundið ráð til að bæta nokkuð úr þeim miklu fjár- hagserfiðleikum, sem „komm- únistiska paradísin hans“ á f. Hann hefur skipað málgagni flokksins, Giyelo, að efna til samkeppni, þar sem árangur- inn á að verða ungversk Brig- itte Bardot. Hann fékk hugmyndina, þeg- ar hann Ias um hve mikils er- lends gjaldeyris BB-myndirnar afla Frakklandi. Agatha Christie Hin sískrifandi Agatha Christ hefur sagt frá starfs- háttum sínum — og munu „stælendur“ hennar sjálfsagt hafa mikinn áhuga á að heyra hvernig þeir eru: — Það er nú svo, sagði hún, þeir eru ekki flóknir. Ég er mjög húsleg kona og beztu h,.~-,-.f hef ég alltaf rar ég het verið að þvo upp. wm Jean Gabin. -----------------Sagt er að franski leikarinn |l| Jean Gabin muni á þessu ári í fyrsta skipti syngja „chan- Tollasamböndin... sons“frammi fyrir m,yndavéi- :: ina. Gabin a nefnilega að Framhald af bls. 9. ||| leika fyrrverandi revíukóng þjóðir þeirra höfum við átt 60% Parísar, Leon Volterre. viðskipta okkar. Við verðum Honum ætti ekki að verða þvi að eiga aðild að þeim um- skotaskuld úr því, því að á ræðum, sem á næstunni munu sínum yngri árum, áður en fara fram um nýja lausn mál- hann var ,)Uppgötvaður“ sem anna og halda áfram kynningu . .. . . „ , þeirri á sérstöðu okkar, sem Ie,kan var hann Vmsæ11 ”chan fyrir löngu er hafin. ' sonnier" i París. Óttinn við náin efnahagsleg - Það er ómaksins vcrt að samskipti við önnur lönd má gera kvikmynd um ævi Leon ekki verða hér yfirsterkari, jafn Volterre. Hann hóf starfsferil vel þótt þótt það kosti okkur sinn senl prógramasali í litlu nokkrar fórnir og ýmsar grund- ;: Ieikhúsi 0g lauk honum með vallarbreytingar á núverandi s að verða ma faldur millj. efnahagskerfi landsins. Efna- * . . ,. hagsvelferð þjóðarinnar verður oner'- hallare.gand. og e.gand. aldrei tryggð með einangrunar- - e’ns stærsta veðhlaupavallar stefnunni. Evrópu. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.