Vísir - 31.01.1963, Síða 16
Fimmtudagur 31. janúar 1963.
Bílstuldur
í gær, um klukkan 4 e. h. var
lögreglunni tilkynnt að bifreið hafi
verið stolið af Rauðarárstig.
Þetta var biá sendiferðabifreið
af Fordson-gerð með skrásetning-
armerkinu G 584.
í gær hafði bifreið verið ekið út
af Reykjanesbraut. Vegalögreglu
bar að um svipað leyti og þegar
hún ætlaði að fara að athuga öku-
skírteini bílstjórans var það ekki
fyrir hendi — því pilturinn hafði
ekki aldur til aksturs og þess
vegna réttindalaus.
20 þúsund tunnur uf síld
á leið til Vestmunnaeyju
Góð síld veiddist nú aftur í
morgun í Skaftárdjúpi austur
af Vestmannaeyjum. Hins vegar
eru menn orðnir vonlitlir um
áframhald síldveiðanna í Faxa-
flóa. Það hefur komið sér ilía
að engin síld -ð ráði hefur
veiðzt síðustu 10 daga, því að
góður markaður hefur verið fyr
ir hana í Þýzkalandi. Vilja Þjóð
verjar kaupa um 1500 tonn á
viku, en fá t.d. enga síld í þess
ari viku.
En nú virðist aftur vera að
rætast úr þessu, því að í morg
un voru 20—25 bátar á leið
til Vestmannaeyja með 15—20
þúsund tunnur. 1 Vestmannaeyj
um bíða nú þrír togarar eftir
því að lesta síld til sölu á Þýzka
landsmarkaði. Eru það Neptún-
us, Egill Skallagrímsson og Þor
steinn Ingólfsson. Segir frétta
ritari Vísis í Eyjum, að mikið
annríki sé nú við höfnina.
í Vestmannaeyjum hafa 79
bátar hafið róðra. Með línu róa
49 bátar ef aðkomubátar eru
meðtaldir. 15 stunda síldveiðar
og 9 eru með dragnót. Afli hef
ur verið fremur góður undan-
farna daga. í gær var aflahæst
ur Snæfugl með 11 lestir. 1
morgun kom Freyja að landi
með 11 lestir sem hún hafði
fengið í dragnót.
Altarisgöngur á
hverjum sunnudegi
Biskup íslands, herra Sigurbjöm
Einarsson, hefur tekið upp það ný-
maeli að messa á hverjum sunnu-
degi. Hefur enginn biskup á ís-
iandi gert það fyrr, svo vitað sé.
Messur þessar hafa farið fram
síðustu þrjá sunnudaga klukkan
9.30 I Háskólakapellunni. Hafa
betta verið lesmessur ag altaris-
ganga farið fram 1 hvert skipti. Á
undanförnum árum hafa altaris-
göngur verið fátlðar 1 kirkjum í
Reykjavik, nema kaþólsku kirkj-
unni. Hafa oft liðið margir mán-
uðir svo að enginn altarisganga
hefur farið fram í kirkjum þjóð-
kirkjunnar 1 Reykjavík.
Altarissakramentið er að fornu
og nýju meginatriði messunnar og
upphaflega er messan aðeins um-
gjörð um það. Víða hér á landi eru
altarisgöngur nú óþekktar nema
við fermingar og jafnvel fjöldi
fólks sem veit ekki betur en að
þær séu aðeins hluti af fermingar-
athöfninni. Hér er því um að ræða
athyglisverða nýjung, sem gæti
boðað endurreisn þessarar helgi-
athafnar.
VA TNSFLÓDIGEYMSLU
ÞJÓDLEIKHÚSSINS
Þörf fyrir aukið húsrými
Geymslukjallari sá, sem Þjóð-
leikhúsið lét byggja fyrir um
það bil þremur árum, .hefur
reynzt hriplekur. Allmikið vatn
er í geymslunni, og dýr leik-
tjöld, sem þar hafa verið geymd
liggja undir skemmdum. Tjónið
sem af þessu hefur hlotizt er
ótalið, en mun vera mjög mik-
ið. Og allt stafar þetta af því,
að ekki hefur fengizt Ieyfi til
Bjarmi á færeyskum himni
Fara Færeyingar í ##þorskastríð,#?
Það er nýtt tímabil að renna
upp I Færeyjum, sagði Knut
Wang ritstjóri Dagblaðsins í
Þórshöfn þegar Vísir hitti hann
að máli í morgun. 1 fyrsta sinn
eru allir flokkarnir sem vilja
sjálfsstjóm og sjálfstæði Fær-
eyja komnir saman í nýja stjóm
Það er mikill viðburður. Nú
bjarmar fyrir aftureldingunni á
okkar himni.
Eftir er aðeins að vita hvort
þessum flokkum tekst að vinna
saman í stjóminni. Ef til vill
hafa þeir verið of Iengi á önd-
verðum meiði. En vonandi tekst
þó samstarfið vel.
— Þig eruð að leggja út í
landhelgisstríð?
— Já, Lögþingið hefir sam-
þykkt að færa landhelgi okkar
út 1 12 mílur. Samningurinn við
Breta rennur út 27. apríl í vor.
Það verður merkilegur dagur.
Hvað gerist þá? Eins og sakir
standa fara Danir með forreeðið
í samningum okkar gagnvart
útlöndum. Kannski kemur fram
ósk Breta um frekari ívilnanir
í færeyskri landhelgi. Enn hefir
stjórnin ekki sagt hvernig hún
muni bregðast við því.
— Eigum við íslendingar
ekki að lána ykkur nokkur varð
skip ef á þarf að halda?
— Þið hafið reynsluna. Og
okkar varpskipsmál eru öll í
óefni. 1958 bar flokkur minn
Fólkaflokkurinn, fram tillögu
um smíði nýs varðskips, þegar
við vorum síðast í stjórn, en
Frh. á bls 5
að byggja ofanjarðar við Þjóð-
leikhúsið af ótta við að útliti
hússins yrði spillt.
Vísir hafði nýverið tal af
þjóðleikhússtjóra og barst þá I
tal sá þröngi húsakostur, sem
starfsemi Þjóðleikhússins býr
við. Benti þjóðleikhússtjóri á,'
að leikhúsið hefði verið teiknað
fyrir 40 árum, og væri raunar
furða, hve vel húsið mætti kröf
um nútímans. Hins vegar vant-
aði nú tilfinnanlega húsrými
fyrir Ieiktjaldagerð, balietskóla,
æfingasvið og búningageymslu.
Þjóðleikhússtjóri gat þess, að
hann hefði gert tillögur um all-
mikla viðbyggingu við leikhúsið
til þess að leysa þennan vanda,
en það hefði ekki enn fengizt
samþykkt. Hefði komið fram
mikill ótti við, að útiiti hússins
yrði þá spillt, en ekki kvað
hann ástæðu til að óttast slíkt,
því auðvelt ætti að vera að
teikna viðbygginguna í sama
stíl.
Þessi ótti manna við að
spilla ;utliti Þjóðleikhússins
hefði gengið svo Iangt, að fyr-
ir nokkru var ákveðið að byggja
geymslu fyrir leiktjöld, sem bú-
ast mætti við, að notuð yrðu
aftur, en Þjóðleikhúsið hefur
áður haft húsnæði á leigu í
þessu skyni. Leyfi til þessarar
viðbyggingar fékkst ekki nema
með því skiiyrði, að geymslan
yrði neðanjarðar. Varð því að
grípa til þess ráðs að sprengja
kjallara niður í gegnum margra
metra þykka klöpp. Erindi hef-
ur þó ekki verið sem erfiði af
þessum framkvæmdum. Þegar
búið var að koma leiktjöldunum
Framh. á bls. 5.
Lokið með
óminningu
Kattarmálinu svonefnda er nú
lokið að fyrirmælum saksókn-
ara rlkisins. Eins og menn minn
ast komu lögreglumenn að
dreng sem var á leiðinni með
kött í poka niður að höfn. Sak
sóknari hefur nú lagt til að
málinu verði lokið með áminn-
ingu til föðurins vegna brota
á lögum um dýravernd og á
lögum um vernd barna og ung
linga.
Knut Wang ritstjóri og Davidsen stýrimaður.
Togaraafíi nú aðeins
5 % afheildaraflanum
Sjávarútvegsmáloraðherra ræðir vandamálin á fundi LÍÚ
Á fundi Landssamb-
ands ísl. útvegsmanna
í fyrradag flutti Emil
Jónsson sjávarútvegs-
málaráðherra ræðu um
sjávarútveginn. Hann
sagði þar að s. 1. ár hefði
verið gott ár fyrir sjávar
útveginn. Færi þar sam-
an að heildaraflinn hafi
verið meiri en nokkru
sinni fyrr og sala afurð-
anna gengið vel, sem
sæist á því að birgðir
hef ðu verið minni nú um
áramótin en um fyrri
áramót, þrátt fyrir auk-
inn afla.
Vandamál togaranna.
Hins vegar kvað hann mik-
inn.skugga bera á útvegsmálin,
þar sem aflamagn togaranna
hefði enn dregist saman og væri
nú svo komið að togaraafiinn
hefði aðeins verið um 35 þús.
tonn eða um 5% af heildarafl-
anum. En fyrir örfáum árum
var togaraaflinn að jafnaði 40—
45% af heildaraflanum. Sýnir
þetta stórkostlega hnignun tog
veiða.
Ráðherrann kom víða við og
skal hér skýrt frá nokkru því
helzta úr ræðu hans.
Á sama tíma og verkföll ollu
erfiðleikum bæði í 4 mánaða
Framh. á bls 5
t