Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 1
Alvarlegt slys á Suðurlandsbrmit í gærkveldi á 10. tíman- um varð umferðarslys á Suðurlandsbraut gengt Múla, en þar varð 11 ára gömul telpa fyrir bifreið og slasaðist mikið. Sjúkrabifreið flutti telpuna fyrst í slysavarðstofuna en læknirinn taldi hana svo mjög slasaða að flytja yrði hana í sjúkrahús. Var hún fyrst flutt í Landakotsspítala, en þar mun ekki hafa verið aðstaða til að gera á henni þá aðgerð sem þurfti og var hún því flutt í Land- spítalann þar sem hún liggur nú. Samkvæmt upplýsingum lögregl" unnar heitir stúlkan Þórdís Þórðar- dóttir til heimilis að Skipasundi 15. Telpan hafði verið á réiðhjóli og hjólaði þvert á akbrautina móts við strætisvagnaskýlið hjá Múla. Lenti hún á hlið fjögurra manna fólks- bifreið, sem ekið var austur Suður landsbraut. Við þennan árekstur brotnaði rúða á hægri fram huðr bifreiðarinnar og þar skarst telpan mjög illa í andliti. Missti hún mikið blóð og var auk þess talin nefbrotin, að því er lögreglan tjáði Vísi í gærkvöldi. Jöklar semja um smíði á 2500 toima frystiskipi Skipafélagið Jöklar hefur gow um smíði á nýju frysti- samið við skozka skipasmíða- skipi, sem á að verða um 2500 stöð Grangemouth rétt hjá Glas brúttó tonn eða stærsta skip Lóranstöðin stóraukin að beiðni bandaríska fíotans Ákveðið er að stækka Loran- stöðina á Hellissandi í sumar. Er það liður í stækkun og efl- ingu Lorankerfisins á Norður- Atlantshafi. Að sögn Harðar Helgasonar, formanns Varnarmálanefndar, og Gunnlaugs Briem, póst- og símamálastjóra, er hér um ali- verulega stækkun að ræða. Orkuaukning Loranstöðvar- innar er áætluð 150%, hækkað verður mastur úr 180 metrum í 400 metra. Auk þess verður byggt eitt íbúðarhús fyrir starfs fólk símans, en póst- og síma málastjórnin rekur Loranstöð- ina. Við stækkunina munu starfa um 25 manns, tækni- menntað fólk og verkamenn. — Stöðvarstjóri er Ólafur Þórarins son. Stækkun Loranstöðvarinnar er þáttur í stækkun alls Loran- kerfisins við Norður-Atlantshaf. Hún fer fram að ósk bandarísku strandgæzlunnar, sem stendur straum af kostnaðinum. Loranstöðin er fyrst og fremst byggð, eins og allar Loranstöðv ar, til að annast umferðarþjón- ustu fyrir skip og flugvélar. — Eftir stækkunina munu skip og flugvélar geta gert staðarákvarð anir með mun meiri nákvæmni en áður, en þess gerist nú meiri þörf en áður vegna vaxandi um- ferðar og krafna um öruggari miðunarstöðvar. félagsins. Hefur félagið fengið öll leyfi og lán sem til þarf. Samningar um smlði skipsins voru undirritaðir fyrir nokkru í Reykjavík, þegar forstjóri hins skozka fyrirtækis Mr. A. Aik- man var staddur hér. Fyrir . hönd Jökla undirritaði samning inn Ólafur Þórðarson. Frystiskip þetta verður sem fyrr segir 2500 tonn með disel- vélum og verður aðalvélin 2600 hestafla Deutz-vél. Djúprista verður 17 fet fullhlaðið. Undir- búningur er hafinn að smíði skipsins, sem mun vera hið stærsta, sem byggt hefur verið á Bretlandi fyrir fslendinga. Jöklar, sem eru dótturfélag Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- ann eiga þrjú skip fyrir, elzt er Vatnajökull sem er um 1000 tonn síðan kom Langjökull og Drangajökúll sem eru um 2000 tonn hvort. VISIR 53. tbl. — Laugardagur 9. febrúar 1963. — 34. tbl. REYKJAVÍKURTÍZKAN Fyrir nokkrum dögum birtum við fyrstu myndirnar af Parísar tízkunni, en að þessu sinni kem ur hér ljósmynd sem sýnir Reykjavíkurtízkuna að vetrar- lagi. Þessar tvær stúlkur voru á gangi niður við Reykjavíkur- höfn, um sama leyti og varðskip ið Þór var að sigla út til að gæta okkar dýrmætu landhelgislínu. Þær voru í skjólfötum úr verzl- uninni Guðrúnu, önnur í vatns- BYLTINCIN I 8RAK: Areffyrrum félagi Kassems, forseti þéttri regnkápu, hin í hlýrri ull- arúlpu. Á meðan eru fíínar grönnu Parísarstúlkur áð sýna sumarfötin, þunna silki og hýja- línskjóla, og það á sama tfma sem miklu meira frost eru þar en hér á norðurhjaranum. Byltingaráðið í Bagdad kveðst ráða lögum og lofum í landinu. Það tilkynnir, að Abdul Salam Mo- hammed Aref hafi verið útnefndur rikisforseti Iraks. Stjórnmálamenn i Mið-Austur- löndum eru þeirrar skoðunar, að yfirlýsingu í Bargdadútvarpinu frá byltingarmönnum séu greini- Iega vinveittar Nasser, þótt það neiti, að hann standi á bak við byltinguna. Byltingaráðið sé og þannig skipað, að það sé augljós- Iega andvígt kommúnistum, og til gangur þess sé að tryggja sjálf- stæði landsins. Það var talið í fyrstu fréttum, að 600 menn hefðu fallið eða særzt! en samkvæmt upplýsingum, sem bandaríska utnaríkisráðuneytið birti síðar var tala fallinni og særðra aðeins 40. Herflokkur var á verði við sovézka sendiráðið í gærkvöldi. Meðal hershöfðingja, sem styðja byltingaráðið, er yfir maður 19. herfylkisins, sem áður var dstjómað af Kassem. Lands- menn eru sagðir hafa gætt still- ingar sinnar, er kunnugt varð um byltinguna. Í soldánsdæminu Kuwait, sem Kassem vill leggja undir Irak, var tíðindunum, tekið af miklum fögn uð. Sömuieiðis í Kairo. Um ieið og tilkynnt var, að Aref hefði verið skipaður forseti, var tiikynnt, að Ahmed Hassam Badr hefði verið skipaður forsætisráð- herra. Aref var eftir byltinguna 1958 skipaður varaforsætisráðherra undir Kassem en í desember sama ár dæmdur til dauða fyrir sam- særi og að tefla öryggi landsins í hættu. ■jff' v "ttm#/-'" ■ ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.