Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Laugardagur 9. febrúar 1963. Franski fulltrúinn hlustaði kaldur og miskunnarlaus á til- finningaríkar ræður hinna ráðherranna næddi kaldur vetrarstormur og gangstéttir og götur voru þakt- ar ryki sem kom undan snjó- sköflunum, sem höfðu legið yf- ir borginni fyrir nokkrum dög- um. Einn af samningamönnum kom grátandi út af fundinum og sagði upphátt við frétta- mennina, sem hnöppuðust í kringum hann: — Sú Evróoa, sem við höfum barizt fyrir og allar vonir okkar, sem virtust vera að rætast voru grafin í dag. Ckömmu á eftir þessum við- ^ kvæma, hrærða embættis- manni birtist sjálfru þrjóturinn í sögunni í dyrunum. Couve de Murville utanrikisráðherra Frakka striksaði út og hafði sannarlega yfir sér svipmót hins kalda, miskunnarlausa ódæðis- manns. Hann var jafn glæsilega klæddur og venjulega, en það vakti athygli að hann var á brúnum skóm, hinn formfasti trúann ekki viðlits, mæltu ekki eitt kveðjuorð til hans. Nú var svört Citroen bifreið Murvilles á bak og burt, en hin- ir ráðherrarnir að tínast út. Þeir boðuðu til skyndifundar með blaðamönnum og sögðu þeim hinar sorglegu fréttir. Á þeim fundi sást Murville ráð- herra ekki, aðeins talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, sem skýrði stuttlega sjónarmið Frakka um að Bretar væru ekki orðnir nógu Evrópu-þroskaðir. Þessi fulltrúi franska utanrík- isráðuneytisins er sama glæsi- lega manngerðin og Murvu'e ráðherra. Kannski ekki alveg eins vel klæddur. jyfaður fær þá tilfinningu, þegar maður sér fulltrúana frá franska utanríkisráðuneyt- inu, að þeim hafi öllum verið ungað út f sömu útungunarvél- inni. Allir eru þeir áberandi grindarlegir með liðugan tal- anda og yfirmáta kurteislegir í andstöðu við Spaak utanríkis- ráðherra Belgíu og kallaði hann Monsieur Europe verbale, sem mætti þýða Herra orðhákur Evrópu. Tjað kemur engum á óvart að * þessir tveir menn Murville og Spaak voru nær því alltaf á öndverðum meið hvor við ann- an í hinum löngu og þreytandi viðræðum um inngöngu Breta. Því að ólíkari manngerðir er varla hægt að finna. Spaak er alger andstæða Murvilles, blóð- heitur, örgeðja, hugmyndaríkur og skapandi. Spaak er ekki fyr- ópsks samstarfs og hann leit á það sem alger svik við Evrópu- hugsjón sem hann varð gripinn af í útlegð sinni í London á stríðsárunum, þegar Frakkar útilokuðu Breta frá starfinu. Það er erfitt að lýsa því, hve málalokin féllu honum þungt, þessum ákaflynda hugsjóna- manni sem vill sópa smáatrið- unum af borðinu til að komast að aðalatriðinu. Það er víst að siíkum stemningar og tilfinn- ingamanni hefur liðið illa. En um leið er sagt, að betur hefði farið ef Bretar hefðu kunnað eins og Spaak, að sópa hluti eiga sig til seinni tímans, gæti verið að þeir væru komn'.r inn í Efnahagsbandalagið fynr löngu. Oelzti bandamaður Spaaks í úrslitabardaganum var ut- anrikisráðherra Hollands, Josef Luns. Hann er eins og Murville gamall og lærður starfsmaður utanríkisþjónustu, en eins og mörg ummæli hans oera með sér er hann miklu skaprikari en hinn franski starfsbróðir. Þegar samningaviðræðurnar stóðu yfir var Luns bezti loft- þyngdarmælir blaðamannanna. embættismaður hafði ekki gert ráð fyrir kvöldfundi, annars hefði hann farið í svarta skó. í anddyrinu fór hann i þykkan vetrarfrakka, setti upp trefil og svartan hatt. Fréttamenn og blaðaljósmyndarar hópuðust í kringum hann, en virtist þó sem þeir væru hræddir við hann, hefðu einhverja ímugust á honum. Hann ruddi sér leið gegnum hópinn, út að svarta Citronbílnum sínum. Hann brosti kaldhæðnislega. Þau fáu orð sem hann mælti við frétta- mennina voru kurteisleg en kuldaleg. — Vissulega, vissulega er hægt að hefja samninga umleit- anir á ný. Hvenær? — Það verða Bretar sjálfir að segja til um, sagði hann. hneigði sig ei- lítið kurteislega og beygði fram hjá hinum stóra Rolls Royce bíl hetjunnar í ævintýr- inu, Edwards Heath, en það var undarleg tilviljun, að hinir belg ísku verðir höfðu stillt bíl brezka ráðherrans upp beint fyrir framan aðaldyrnar, eins og hann væri þjóðhöfðingi. Tjegar fundinum hafði lokið höfðu ráðherrar fimm ríkj- anna gengið til Heaths til að taka í hönd hans og mæla fram hin innilegustu orð vin- áttu, saknaðar og hneykslunar yfir því að svo illa skyldi til takast. Á meðan hafði Couve de Murville og aðstoðarmenn hans staðið upp og striksað át úr salnum. Þeir virtu brezka fuJI- en það er eins og atburðirnir hafi engin áhrif á þá persónu- lega. Þeir eru greinilega æfðir skylmingamenn, sem stinga sverðinu í mark skjótt eins og elding. Jafnvel þó erfiðar spurn ingar séu lagðar fyrir þá missa þeir ekki andlitið. „Þrjóturinn" Couve de Mur- ville er vissulega alinn upp í þeirri útungunarvél. Þessi mið- aldra utanríkisráðherra er að utan og innan diplomat, frá- bærum gáfum gæddur, virðist sem það sé útilokað að nokkrar tilfinningar geti haft slík áhrif á hann, að það sljóvgi dóm- grein hans. Hann er mjög þol- inmóður og úthaldsgóður. Það hefur hann sýnt ekki aðeins á næturlöngum samningafundum um inngöngu Englands í EBE heldur einnig í starfi sínu sem utanríkisráðherra de Gaulles. Hann hefur þraukað af með honum síðan hann komst til valda. Hann hefur framkvæmt fyrirmæli hershöfðingjans með óbilandi hollustu, án þess að breyta þeim eða lita þær á nokkurn hátt. Það kom enn * ljós f lokaviðræðunum þegar allt var að hrynja. Hann hefur þekkt de Gaulle lengi, var þeg- ar einn af nánustu samstarfs- mönnum hans, þegar hann hélt uppi baráttunni fyrir Frakk- land frá Afríku. Hann er oftast fámæltur, lítið fyrir að láta skoðanir sínar í ljósi, einstaka sinnum hrekkur honum af vör- um kaldhæðnisleg setning, eins og s.T. haust þegar hann komst ir það að búa sig undir fundi og samninga, en þess i stað kemur andinn yfir hann, sumir segja jafnvel, að það sé heilag- ur andi, sem kemur yfir hann. Spaak var aðalbaráttumaður fyrir inngöngu Breta í Efna- hagsbandalagið og síðustu vík- urnar og dagana sagði hann þegar andinn kom yfir hann mörg bitur orð í garð Frakka fyrir mótspyrnu þeirra. Spaak er einn af frumkvöðlum evr- smáatriðunum burt. Ef þeir hefðu vitað, hvernig Spaak undirritaði Rómarsamninginn, þá hefðu þeir ekki verið að tefja tímann f fimmtán mánuði með þrefi um tæknileg smáatr- iði eins og kengúruhalasúpu frá Ástralíu, handhnýtt ind- versk gólfteppi eða dósalax frá Kanada. Ef þeir hefðu þess í stað hraðað hinum eiginlegu viðræðum um inngönguna og látið samninga um þessa smá- Spaak utanrfkisráðherra Belgíu og Luns utanríkisráðherra Hollands börðust af öllu afli fyrir inngöngu Frakka. Eftir neitun Frakka eru þeir fuilir af vonbrigðum og heift. Viðræðurnar höfðu slík áhrif á hann að blaðamennirnir gátu lesið hvernig þær hefðu gengið af andlitssvip þessa tveggja metra risa, þegar hann gekk út af fundunum. Þegar hann svo kom út af lokafundinum var 6- þarfi fyrir hann að tala mikið. Þeir blaðamenn sem voru fam- ir að þekkja á svip hans sáu óðar, að orustan var töpuð. Á sínum tfma hindraði Luns ásamt Spaak tillögur Frakka um pólitískt samband Evrópu og nú eftir að samningarnir við Bretland fóru út um þúfur mun hann verða Frökkum erfiður ljár f þúfu. Hann er langræk- inn og mun aldrei fyrirgefa þeim þetta. Hefði hann fengið að ráða hefðu ráðherrar fiinrp- ríkjanna í EBE haldið áfram samningaumleitunum við Breta án þátttöku Frakka. Efnahagsmálaráðherra Þjóð- verja, Ludwig Erhard hefur upp á sfðkastið verið önnum kafinn að berjast á móti þeim víðtæka áætlunarbúskap, sem Frakkar vilja innleiða úr sfnu efnahagskerfi í höfuðstöðvar Efnahagsbandalagsins í Briissel í þeim eina tilgangi að reyna að sætta Frakka og Breta. En nú kom það að litlu haldi þó Erhard hefði getið sér frægð sem kraftaverkalæknir efnahags Þýzkalands. Hann hafði ásamt Gerhard Schröder utanríkisráðherra blandað eins konar lyf eða formúlu, sem átti að lina hina hörðu andstöðu Framh. á bls. lO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.