Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 7
V 1 SIR . Laugardagur 9. febrúar 1963. / «\t« i apiigp ÍpÍaM* MÍ ft fefc,*. Sffiúww : píísspfásSsi ... :■■;■: SKÁKÞÁTTUR !■■■■■■■ ■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■ Ingvar Asmundsson — Þórir Ólafsson !■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■I Skákvéiar og skákmenn „Skák er eins og vatn, þar sem mýflugan getur drukkið og fíllinn baðað sig,“ segir ind- verskt máltæki, en þar i landi stóð vagga skáklistarinnar. í ein tvö þúsund ár hefur mý- flugan drukkið og fíllinn baðað sig, en hvergi sér högg á vatni. Talið er að enn hafi ekki séð dagsins ljós nema lítið brot af þeim stöðum, sem upp geta kom ið i skák. En þótt skáktaflið sé í sjálfu sér fjölbreytilegt hefur mönnum tekizt að auka enn á fjölbreytnina með því að fást við skák með ýmsu móti. Marg- ir tefla sér til dundurs í heima- húsum en svokallaðir skákmenn tefla hraðskák, kappskák eða bréfskák og sumir jafnvel blind- skák. Enn aðrir leysa eða semja skákdæmi af ýmsu tagi. Það er ekki óeðlilegt að mönn um dytti snemma í hug, hvort ekki mætti smíða skákvél, sem tæki fram öllum meisturum og tefldi jafnvel óaðfinnanlega. Með tilkomu rafeindavéla nú- tímans fékk þessi hugmynd byr undir báða vængi og árið 1961 var sett á stofn nefnd á vegum kjarnorkumálastofnunar Evrópu til að gera athuganir á þessu efni. Það hefur verið reiknað út lauslega, að nýtízku rafeinda vél yrði að minnsta kosti tug- þúsundir ára að komast til botns í öllum möguleikum skákarinn- ar, en fyrr gæti hún ekki byrj- að að tefla af neinu viti, ef hún fengi ekki aðrar upplýsingar en skákreglurnar. Tekizt hefur að láta vélar tefla ýmis endatöfl og leysa skákdæmi, þar sem möguleikarnir eru tiltölulega fáir. Það eru sem sagt miklar líkur á því, að fíllinn geti baðað sig lengi enn. Hins vegar mega mý- flugurnar, aðstoðarmenn stór- meistara, fara að hyggja á aðra iðju, þv£ hætt er við að i þeirra stað komi meistarinn með nýj- ustu árgerð af skákvél til að fást við biðskákirnar. Að lokum ætla ég að birta eina skák, teflda af mönnum, og lítið skákdæmi, sem vél leysti á 12 mínútum. Það skal tekið fram, að góður skákmaður get- ur leyst dæmið á mun skemmri tíma. Skákin er tefld í fjórðu um- ferð á skákmeistaramóti Banda- ríkjanna, en teflendur urðu í 7. og 8. sæti á mótinu. Sá, sem tapaði skákinni, vann það af rek að vinna Bandaríkjameist- arann, Bobby Fischer, í 1. umf, Kóngsindversk vörn. Hvítt: Hans Berlifier. Svart: Edmar Mednis. 5. c4 6. Rf3 7. Be2 8. Rxd4 9. Be3 10. Bxg4 11. Ðxg4 12. Ddl 13. Hcl 14. 0—0 0—0 c5 cxd4 Rc6 Bg4 Rxg4 Rxd4 Rc6 Da5 Hfc8 (Þetta er upphafið að ógæfu svarts og sennilega fyrsti Ieik- urinn í áætlun, sem aldrei kemst í framkvæmd). 15. De2 Hfdl Da6 Kf8 (Sumir menn leika kónginum, þegar þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera). 17. b3 18. Df2 19. f5! 20. Hd5 21. Hb5 22. Hxc3 23. Bcl 24. f6t 25. Bh6t b6 Da5 Bxc3 Db4 Da3 Kg7 Da6 gxf6 Kxh6 (Eftir 25. — Kg8 mátar hvítur í 8. leik). 26. Dxf6 Svartur gafst nú upp því hann fær ekki varizt máti á h3. Hvítur á leik og mátar í þriðja leik, Skákvélin leysti dæmið á 12 mínútíim. — Lausn í næsta þætti. Ingvar Ásmundsson. □nanaanuianDDaatJaonnnnnc □ □ □ a D □ S 1. d4 2. c4 3. Rc3 4. e4 Rf6 g6 Bg7 d6 PARÍS 1963 Dior - Vivier: Lægri og breiðari hælar. Fætur kvenna og gólfdúkar geta litið björtum augum til framtíðarinnar, því að svo virð ist sem háu og mjóu stálhæl- arnir séu á undanhaldi. Það eina sem við höfum til marks um það er skósýning Viviers, skósmiðameistara Diors, í París í siðustu viku — en hún nægir líka. Gönguskór og taska úr sama efni. OF HÁIR OG OF MJÓIR Roger Vivier er vafalaust „stærsti" skósmiðurinn í heim- inum um þessar mundir. Meðan hinir þora ekki annað en að halda sig við þá tízku, sem hef- ur verið ráðandi undanfarið — þ.e. háu og mjóu stálhælarn- ir — segir Vivier einfaldlega: „Það er hvorki smekklegt að sjá ungar né gamlar konur trítla um, skakkar og riðandi, á hælum, sem bæði eru of háir og of mjóir.“ Vivier hefur því í hyggju að breyta algerlega skólaginu, þannig að skórnir verði þægi- legir og góðir fyrir fótinn. En það þarf enginn að halda að skórnir hans Viviers líkist þeim skóm, sem við sjáum í útstill- ingagluggum fótasérfræðinga (ortopeda). Þvert á móti. FALLEGT GÖNGULAG Vivier-Dior-skórnir nýju eru breiðari en verið hefur undan- farið, þeir eru að nálgast lag fótanna. Hælarnir eru lægri, breiðari og dálítið strokklaga og beygjast inn undir skóinn í brot inni línu. Það er stefnt að því að gera þá þægilegri, því að þegar þeir eru orðnir stöðugir og þægilegir Iíður fótunum mun betur og göngulagið verður um leið fallegra. 4—6 CM HÁIR HÆLAR Hælarnir eru yfirleitt líkir á flestum skótegundum, 4,5 cm háir á skóm, sem notaðir eru fyrri hluta dags en 5,5 cm háir á síðdegisskóm. — Á* skósýningunni sagði „hægri hönd“ Viviers, Michel Brodsky: „Þegar menn líta í fyrsta skipti á hina sterklegu hæla Vivier-Diorskónna segja þeir áreiðanlega, að þeir séu herfilega ljótir, en þegar Dior- skórnir hafa „sigrað heiminn" skulum við ræðast nánar við“. BYLTING ' Úr þvi að Dior hafði áræði til að gera byltingu i skótízk- unni er enginn vafi á, að upp verður fótur og fit meðal fóta- sérfræðinga og munu þeir hvetja Vivier og aðra „Ieiðandi" skósmiði, til að halda áfram þessari skóstefnu, og hver veit nema það gangi svo langt, að einhvern tíma f framtíðinni verði skórnir í laginu eins og fæturnir. En það er langt þang að til. Allar slikar breytingar verða að ganga hægt fyrir sig, þær verða að „þróast“. Þegar Vivier-Dior-hællinn verð ur „kominn á toppinn" — við gerum ráð fyrir, að svo verði — minnumst við áreiðanlega stál- hælatímabilsins með sömu undr un og við núna hugsum til þess tímabils — sem reyndar var nokkrum öldum Iengra en stál- hælatímabilið — þegar heil- brigðar konur eyðilögðu nærri líkama sinn með óhollum og Rauðir og hvítröndóttir tauskór, fóðraðir með sama efni. Slönguskinnsskór með marglitu mynstri. Kvöldskór. Takið eftir hælnum. Skór úr strútsskinni. Svartur og hvítur „krókódill“ með ristarbandi og breiðum hæl. illa löguðum lífstykkjum, að- eins vegna þess að tízkan krafð ist þess. MÖRGÆSA- OG STEINBÍTSSKINN Snúum okkur nú aftur að skósýningunni í París. Það nýjasta í skóiðnaðinum er mörgæsaleður. Það er afskap lega mjúkt og endingargott, og er það auðþekkt á örlitlum göt um, sem á því eru eftir fjaðr- irnar. Krókódíllinn er gamall kunn- ingi, en Vivier hefur gefið hon- um nýjan svip með þvf að nota tvenns konar krókódílaskinn í sömu skóna, t.d. svart og hvítt. Dálftið er um steinbíts- og slönguskinnsskó en gera má ráð fyrir að þeir, ásamt mörgæsa- skónúm, séu meira til að vekja athygli en til að hagnast á fjárhagslega. Aftur á móti eru það tau- og lakkskórnir, sem kallast mega aðal Diorskórnir í ár. Efnin eru mjög kvenleg, í Ijós- um litum. Lakkskórrir eru í öll- um helztu vor og sumarlitun- um, grænum og bláum litbrigð um, gulu, laxabieiku, orange Framh. á 10. síðu. r * r T ' - T ■ T ~I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.