Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 9. febrúar 1963. 5 Æskuiýðsvika KFUM og K Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup. KFUM og KFUK í Reykjavík hefja á morgun sína árlegu æsku- lýðsviku í húsi sinu að Amtmanns stíg 2B. Verða haldnar almennar samkomur hvert kvöld alla næstu viku, og hefjast þær kl. 8,30. Ræðumenn verða margir á sam- komum þessum, bæði leikir og lærðir, og mun allmargt ungt fólk láta til sín heyra, m.a. nokkrir nemendur Menntaskólans í Reykja vík. Strengjasveit stúlkna leikur undir söng, og á hverri samkomu verður kórsöngur, einsöngur eða tvísöngur, auk hins almenna söngs, sem jafnan setur mikinn svip á samkomur þessar. Æskulýðsvikur þessar hafa átt vinsældum að fagna, enda hafa þær verið vel sóttar. Á samkomunni annað kvöld tal- ar Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup formaður KFUM. Auk hans tala tveir skólanemendur, þau Svandís Pétursdóttir, Kennaraskólanum og Þórður Búason, menntaskólanemi. Kvennakór KFUK syngur. Allir eru velkomnir á samkomur æskulýðs vikunnar. 34 árekstrar á einu horni Lögreglustjórinn í Reykjavík er um þessar mundir að láta fram- kvæma athugun á mestu slysa- stöðum á götum borgarinnar, jafn framt því að kanna orsakir slysa og árekstra á hverjum einstökum stað. Að þessum rannsóknum loknum mun fara fram athugun á því hvort ástæða, sé til að gera einhverjar verkfræðilegar ráðstafanir, t.d. með breytingum á götum eða ann að sem lýtur að því að draga úr slysa- og árekstrarhættunni. Frá þessu skýrði Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri um- ferðarnefndar f stuttu viðtali við Vísi. Guðmundur sagði að enda þótt götuvitar væru til mikilla bóta í umferðinni væru þeir þó engan vegin einhlítir. Það hafði t.d. oft lega komið í ljós að fólk væri ekki nógu vakandi við götuvitana og þar hafi bæði slys og árekstrar, ekki sízt aftanákeyrzlur átt sér stað. Þá tjáði Guðmundur Vísi að á s.l. ári hafi komið f ljós að hér Slys á Miklaforgi Á sjöunda tímanum í fyrradag varð umferðarslys á vestanverðu Mikla torgi, er roskinn maður varð fyrir bifreið og slasaðist. Gunnlaugur Stefánsson, fyrrv. kaupmaður f Hafnarfirði, var þarna gangandi á ferð og ætlaði að stytta sér Ieið yfir torgið, en lenti þá fyrir bifreið, sem var á norðurleið á torgbrautinni. Gunnlaugur kast- aðist f götuna, hlaut áverka á höfuð og marðist auk þess tals- vert. Hann var fluttur í Slysavarð stofuna, þar sem gert var að meiðsl um hans og seint í gærkveldi mun Gunnlaugi hafa verið Ieyft að fara heim til sín. Lögreglan tjáði Vísi að bifreiðin sem Gunnlaugur varð fyrir hafi verið á hægri ferð og getað stanz- að strax. Telur lögreglan að það j hafi mjög dregið úr högginu. í fyrradag fékk maður aðsvif við Hressingarskálann í Austurstræti, og var hann fluttur í Slysavarð- stofuna til athugunar. í Reykjavík eru 36 staðir, þar sem orðið hafa allt frá 8 og upp f 34 árekstrar. Langmesti árekstr arstaðurinn er gatnamót Löngu- hlíðar og Miklubrautar með sam- tals 34 árekstrum þar af urðu tvö slys á ökumönnum og tvö á hjólreiðamönnum. En 5 árekstrar hafa orðið á þessum sömu gatna mótum það sem af er þessu ári. Guðmundur taldi að, þessi mikli árekstrarfjöldi einmitt á þessum gatnamótum stafaði ekki hvað sízt vegna þeirra breytinga og gatna gerðar sem átt hefur sér undanfar ið stað á Lönguhlíðinni. Þar hafa akbrautirnar verið til skiftis í notk un og ökumenn þess vegna verið í óvissu hvora akreimina þeir ættu að fara. Nú er verið að setja þar upp götuvita eins og áður hefur verið skýrt frá. Næst hættulegustu gatnamótin f Reykjavík, eru að þvf er slysa deild götulögreglunnar hefur tjáð Vísi Laugavegur — Nóatún með 20 árekstra þar af 3 slys á fólki, Hringbraut — Njarðargata með 18 árekstra, Hverfisgata — Snorra braut með 17 árekstra, og sfðan gatnamót Kalkofnsvegar — Tryggvagötu, Klappastígs — Lauga vegar og Lækjargötu — Skóla- brúar með 15 árekstra hver Handleggurinn tættist á manninum 1 fyrradag tættist framhaldleggur starfsmanns í ullarþvottastöð Gefj- unar á Akureyri illa f einni þvotta- vél stöðvarinnar. Maðurinn liggur nú í Fjórðungssjúkrahúsinu. Slys varð um þrjúleytið f fyrradag er Ólafur Rósinantsson, Lundar- götu 11, lenti með vinstri fram- handlegg í tannhjóladrifi á ullar- þvottavél. Afleiðingarnar urðu þær að handleggurinn kramdist og brotnaði mjög lila. Enginn sjónarvottur var að slys- inu, en sjálfur taldi Ólafur sig hafa Vinnuslys — Framhald af bls. 16. áverka á höfði. Skömmu síðar hrapaði maður í stiga í húsi slökkvistöðvarinnar við Tjarnargötu. Þetta var maður sem vann að smíðum í húsinu, Bergsveinn Guðmundsson, Ránar- <tötu 4, maður um sextugt. Stóð Bergsveinn < iárntrönnu. einni af heim sem hægt er að leggja saman og g'iðnaði hún i sundur svo Berg sveinn féll niður á gólf. Þetta var nokkuð fall og meiddist Bergsveinn í baki. Leið honum illa í hryggn- um fyrst á eftir, en læknar töldu meiðsli hans ekki alvarleg. verið að fiska eftir ullarhnoðra, sem lenti f tannhjólinu, en festist þá sjálfur með hendina í vélinni. Ólafur var þegar í stað fluttur á sjúkrahús, þar sem læknar gerðu að sárum hans, en þeir telja nokkra von um að það muni unnt að bjarga .landleggnum, enda þótt ekki sé hægt að fullyrða neitt um það á þessu stigi. Ólafur Rósinantsson er 66 ára gamall og hefur starfað í Gefjun um margra ára skeið. Eláur í strætisvagni Eftir hádegi í gær kviknaði í strætisvagni suður í Kópavogi og var slökkviliðið í Reykjavík beðið um aðstoð við að slökkva í honum. Strætisvagn bessi stóð við Álfa tröð f Kónavoci berar kviknaði f honum. Hafði olía lekið niður á vélina o<? síðan kviknað i. Læsti ddurinn sig í gólfið á vagninum og urðu nokkrar skemmdir á hon- um. Búið var að mestu að kæfa eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang. íslenzkur hljóm- sveitarstjóri Tjað er ekki oft sem Sinfóníu- ■^ hljómsveit íslands gefur þeim fáu samlöndum okkar með hljómsveitarstjóramenntun tæki færi að veifa tónsprotanum á opinberum hljómleikum. I þau fáu skipti, sem slíkt skeður, fer ekki hjá að áheyrendur mæti fullir eftirvæntingar, og séu um leið svolítið uggandi í hjartanu. Ragnar Björnsson, organisti og áheyrendans og heimastúdíum, geti framkallað sannfærandi flutning á einu tónverki eða öðru. Fyrir nú utan hvað það andrúmsloft, sem ríkir í röðum hljóðfæraleikara (en þeir eru eins og annað fólk, baneitraðir út í hvern stjórnanda, undir niðri), hlýtur að kovia flatt upp á óvaninga. Ragnar Björnsson stjórnaði stjómandi k.k. Fóstbræður varð aðnjótandi svoleiðis ham- ingjudýrðar vestur í Háskóla- bíói í fyrrakvöld. Það fer ekki á milli mála, að Ragnar hefur til að bera ýmsa þá hæfileika, sem góður stjómandi þarf nauð- synlega á að halda. En reynslu við meðferð hljómsveitar skort- ir hann tilfinnanlega. hvað sem allri kórstjórn líður, og varð það honum eilítill fjötur um fót. Allir, sem reynt hafa, vita, að hlutföll þeirra hljóða, sem ein hljómsveit gefur frá sér, eru allt önnur upp við stjórnandapúltið en fram í áheyrendasalnum, þar sem þau hafa náð að blandast og fengið fullt jafnvægi (þ. e. a. s. ef einhver tilþrif eru í þá átt á annað borð). Það er pví varla hugsanlegt, að maður sem byggir mestallar hugmyndir sin ar um hljómsveitina á reynslu Meistaramótið í körfu- knattieik hefst í kvöld Jgfnisskrá hljómleikanna var því miður ekki merkileg. Auðvitað er 8 .symfónían eftir Beethoven eitt af þeim meist- araverkum, sem eru boðin og velkomin hvar sem er og hvern ig sem á stendur. En af fyrr- greindum ástæðum, og eflaust ýmsum öðrum, var Ijóst, að hvorki stjórnandi né hljómsveit gátu gert henni þau skil, sem | svo góðum gesti eru samboðin. Frumgallinn á flutningi hennar ónákvæmur hraði allra þátt- anna. Það hefði svei mér þá ver- ið skárra, að fylgja nákvæmlega hraðatáknum höfundarins (sem öll eru miklu greiðari) og láta fingraspil og tónblæbrigði skeika að sköpuðu. Helbert neyðarúrræði auðvita, en, varla eins drepleiðinlegt og fyrri að- ferðin. Og fingraspil, tónblæ- brigði og jafnvægi hljóma og lína, var þar að auki svo út og austur, að einskis þurfti að sakna í því tilliti. TónVerk J. P. E. Hartmanns við vísur úr Völu spá, er hins vegar svo hroðaleg- ur leirburður, að hlægilegt væri að fetta fingur út í hvemig það er borið fram. Að stilla því upp fyrir framan eitthvað annað en valda fábjána, er eitt af þeim voðalegu slysum, sem maður vonar að verði aldrei endurtek- in. Ég er ekki að segja, að menn megi ekki dunda við svona lag- að í Danmörku. Það er upp á beirra ábyrað, sem bar búa. En í föðurlandi höfundar Völuspár er bað bin mesta háðung og svl- virða. Textinn. sem sunginn var af k.k. Fóstbræðrum, er þýðing á danskri býðingu á vísunum. Veit ég vel, að frumtextinn gat ekki fallið að bessu. En hefði nú ekki, í alvöru talað, verið smekklegra að syngja þetta á dönsku, sem hvort eð er skilst ekki í söng, og maður hefði þá getað ímyndað sér huggulega skógartúra með brauði, bjór og honpsasa? TTljómleikarnir hófust með Æ a flutningi á Rómönsu með tilbrigðum eftir Grieg. Leifur Þórarinsson. í kvölr kl. 20,15 her°‘ ð Hálo'ga- landi meistaranió Hðskölans. lands í körfu- Þeir.leikir eru allir í yngri flokk knattleik. Þá leika meisia-. \( okki um. En um kvöldið kl 20,15 verður KR gegn I:S. og Ármann gegn ®ftur æikið að Hálogalandi og mæt- K.F.R, Og á morgun eldur það i ast þá K.F.R. og B- Iið Ármanns i áfram og verða þá Ieiknir nokkrir! öðrum flokki karla og K.R. og leikir um morguninn í Iþróttahúsi i Ármann í fyrsta flokki karla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.