Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 8
V í SIR . Laugardagur 9. febrúar 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Tilboð ríkisstjórnarinnar Eins og getið hefir verið í Vísir og öðrum blöðum, var tilboð ríkisstjórnarinnar um kauphækkun til handa opinberum starfsmönnum, lagt fram á fundi kjararáðs í fyrradag. í gær mátti svo sjá í hlöðum viðbrögð ýmissa aðila við tillögum þessum, og láta kommún- istar og framsóknarmenn í ljós óánægju með tilboðið, svo og fulltrúi Alþýðuflokksins, sem lætur blað flokks síns hafa það eftir sér, að tilboðið sé „fjarri Iagi“. Það er vitanlega rétt, að mikið ber á milli krafna eða tillagna opinberra starfsmanna, sem fram komu fyrir alllöngu og þessarra gagntillagna ríkisstjómar- innar. Var farið fram á hvorki meira né minna en meira en tvöföldun heildarlaunagreiðslna ríkissjóðs — eða 120% hækkun á gildandi launum. Nú greiðir ríkið um 500 milljónir króna á ári í laun starfsmanna sinna, en ef gengið hefði verið að öllum hækkurterkröfum starfsmannanna, hefði þar verið um 600 milljóna króna aukningu á gjöldum ríkissjóðs að ræða. Tillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir um 16% hækkun að jafnaði, eins og fram hefir komið í fréttum, og mundi því verða um 80 milljón króna aukning á gjöldum ríkisins af þessum sökum, ef tillögurnar yrðu samþykktar. Nú virðast ekki horfur á því, og virðist því fyrirsjáanlegt, að útgjöld ríkisins verði eitthvað meiri, þótt ekki verði fullyrt á þessu stigi málsins, hversu mikil þau muni verða. Það liggur í augum uppi’ að ef gengið hefði verið að öllum hinum fyrstu kröfum opinberra starfsmanna, hefði það sett allt launakerfi landsins úr skorðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Væntanlega hefir það ekki verið ætlun þeirra og tilgangur, því að slíkt hefði komið þeim í koll eigi síður en öðrum, og er því von- andi, að þeir líti með meiri skilningi á tillögur ríkis- ' stjórnarinnar, sem miðast vitanlega einnig við, að þessi breyting á kjörum opinberra starfsmanna hleypi ekki I af stað skriðu hækkana á öðrum sviðum, sem erfitt j kynni að verða að stöðva og mundi hafa í för með sér i allskyns vandræði og erfiðleika. \ I þessu máli eins og flestum öðrum vesður að skoða ' alla aðstæður í samræmi og sambandi við aðra þætti ; efnahagslífsins. Sumum veitist það oft næsta erfitt, en meiri hlutinn ætti að geta áttað sig á þessu atriði, sem er ekki ómerkilegt. Götuvitar á hættustöðum Um þessar mundir er verið að koma upp götu- vitum á móturi ’v-" — ■ •• *•'Hðar. Það er . nauðsynlegt og sjálfsagt, en illt er til þess að vita, j að ekki skuli hafa verið unnt að koma þeim fyrir, ' án þess að framkvæma dýrar breytingar á þessum : gatnamótum. Framvegis þarf að hugsa fyrir slíku við i undirbúning gatnagerðar. ★ Mánudagurinn, þegar iamningaumleitanir um upptöku Breta í Efna- hagsbandalagið fór út um þúfur hefur verið kallaður svartasti dagur inn í sögu Evrópusam- takanna. Síðasti fundur ráðherra hinna sex ríkja Efnahagsbandalagsins var sögulegur fyrir þann mikla skaphita og tilfinn ingar, sem brutust út hjá fulltrúum fimm þessara ríkja, sem beittu öllum sannfæringarkrafti, hót- unum og bænum til þess að fá franska fulltrúann Couve de Murville utan- ríkisráðherra til að beita ekki neitunarvaldi sínu. Þrlr ráðherranna sáust fella tár í áhrifamiklum ræðum sín- um, þar sem þeir lýstu þvf yf- ir að franska neitunarvaldið yrði gröf Evrópusamstarfsins. Þeir lýstu því yfir, að fram- koma Frakka færi í bága við allar þær hugsjónir sem hefðu staðið að baki stofnun Efna- hagsbandalagsins. „Þegar við undirrituðum Rómarsamning- inn“, sagði Gerhard Sshröder utanríkisráðherra Þjóðverja, „var það gert á þeirri forsendu, að fleiri þjóðir fengju aðild að bandalaginu. 'p’n það var sama hversu á- hrifamiklar ræður ráðherr- arnir fluttu, hversu mikið sem þeir grátbændu franska fulltrú- ann að klúfa ekki Evrópusam- starfið. Svipur Couve du Mur- villes, þar sem hann sat við fundarborðið gaf í skyn kæru- leysi og kulda. Hann sat þarna eins og tiifinningalaus og ís- kaldur embættismaður, sem engar bænir eða tár geta hrært. Loks stóð hann upp glæsileg- ur, grannur og hávaxinn maður og flutti stutta og algerlega til- finningalausa ræðu, líkt og hann væri að lesa upp einhverja „Þrjóturinil“ Couve de Murville gengur af fundi. Hann virti brezka fulltrúann ekki viðlits. hagskýrslu. Hann virti að vett- ugi allt tilfinningahjalið og til- kynnti einfaldlega, að Bretar væru ekki nægilega þroskaðir til að taka þátt í Evrópusam- starfinu. Frakkar neituðu þeim um inngöngu. Þögn sló yfir salinn, það hafði enga þýðingu að segja neitt meira. Aðeins var eftir að biðja brezka ráðherrann Ed- ward Heath að ganga í salinn og hlýða á dauðadóminn. Á göngunum fyrir utan fund- arsalinn höfðu mörg hundr- uð blaðamenn beðið, sumir í heilan sólarhring. Oti fyrir hinni þunglamalegu skrifstofu- byggingu í Rue des Quatre Brs, þar sem belgíska utanrík- isráðuneytið er nú til húsa Schröder utanríkisráðherra og Erhard efnahagsm álaráðherra í fundarsalnum í Briissel. Tromp þeirra höfðu engin áhrif á Frakka. 3 fc r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.