Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Laugardagur 9. febrúar 1963. lilllll Frystihólf úr aluminium, framleidd af Héðni. Ekkert af þessu tagi Hrúga af ventlum í frystivéiar. Héðinn framleiðir þessi og önnur smðstykki í vélar í þúsundatali hverja er flutt inn i landið eftir að Héðinn hóf að framleiða það. Sama er að temtnd. segja um frystivélar og ísvélar, o. fl. Heísmiðjan Héðinn er lang- stærsta fyrirtæki sinnar tegund- ar á íslandi. Hún stendur við Seljaveg í Reykjavík. Af efstu hæðinni má sjá til milljónafyr- irtækja, sem Héðinn á helming í, móti öðrum, það eru Stál- smiðjan og Jámsteypan svo og frystihúsin og höfnina, sem em athafnasvæði Héðins. Til dæmis um stærð Vélsmiðjunnar Héð- ins mætti nefna, að þar starfa um 260 vélsmiðir auk 40 manna starfsliðs á skrifstofum og teiknistofu og í vélaumboði. — Annað dæmi um stærðina er sú skcmmtilega staðreynd að nú eru að rísa upp síldarverksmiðj- ur um allt Iand, smíðaðar af Vélsmiðjunni Héðni. Þriðja dæmið má og nefna: Vélsmiðjan Héðinn framleiðir nú allar frysti vélar og ísvélar, sem teknar eru í notkun í íslenzkum frystihús- um. Auk þessa framleiðir fyrir- tækið allt mótorverkið í þvotta- vélar frá Rafha, smáhluti f vél- ar i þúsundatali, Iínuspil og tog- spil fyrir vélbáta, svo nokkuð sé þá nefnt um verkefni fyrir- tækisins. Jafnframt er rekin um fangsmikil viðgerðaþjónusta vegna togara og vélbáta, svo mikil er hún að þessi þáttur starfseminnar er um helmingur hennar. Myndsjáin fór í stutta beim- sókn í Vélsmiðjuna Héðin í gær. Þar gengum við um sali í fylgd með Jóni Oddssyni, sem sýndi okkur allt hið markverðasta. Á teiknistofu Vélsmiðjunnar Héðins. Þarna var m. a. verið að vinna að nýrrl síldarverksmiðju á Breiðdalsvík. / HÉÐNI Við gengum um hvem salin eft- ir annan, fullan af stórvirkum vélum, hverra verðmæti nemur eflaust mörgum tugum milljóna króna. í rennibekk var sívalningur að gildlcika líkur tvíbreiðum manni. í öðrum sal var verið að smíða þurrkara í síldarverk- smiðju, í þriðja salnum voru framleiddir smáhlutir í fjölda- framleiðslu, í fjórða salnum var aluminiumsmíði. En alls voru deildirnar 8 talsins. Ekki var þó alls staðar jafnmikið unnið. Það var ekki vegna verkefna- skorts. Fjölmargir neniar voru uppi í Iðnskóla, en 20 rennibekk ir, aðeins í einum salanna, stóðu mannlausir, auk ýmissa annarra véla, sem biðu eftir því að nýr maður kæmi að setja þær af stað. — Héðinn auglýsti fyrir skömmu eftir 50 járnsmiðum. Ástæðan var vaxandi verkefna- fjöldi. — Síldarverksmiðjurnar vega þar þyngst á metunum. Nokkrir hafa sótt um starf — en fleiri vantar. Auk alls annars var verið að byggja ofan á stórhýsi Héðins. Þar verður m. a. vinnusalir og veIarnar* matsalur fyrir 300 manns. Forstjóri þessa stóra fyrirtæk is er Sveinn Guðmundsson — og vel á minnzt, það er ástæða til þess, þótt í seinna lagi sé, að óska honum og fyrirtæki hans til hamingju, þar sem það var 40 ára fvrir ekki löneu síðan. Um 20 rennibekkir standa í salnum þar sem þessi mynd er tekin. Aðeins einn maður var við vinnu. Héðinn Vantar menn til vinnu við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.