Vísir - 09.02.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Laugardagur 9. febrúar 1963.
15
Cecil Saint- Laurent:
sem setja eigin hagsmuni ofar
þjóðarhagsmunum. Parísarbúum
fellur illa við Bonaparte af því
hann þykist vera frelsunarmað-
ur landsins, — þótt þeir æpi og
fagni, er hann ekur um götur.
En hver var orsök þess, að allir
voru óttaslegnir í París fyrir
þremur mánuðum? Voru menn
hræddir við Englendinga og
Rússa, sem sóttu fram í Hol-
landi, eða Austurríkismenn og
Rússa, sem komu frá Sviss?
Hina fyrrnefndu sigraði Brune,
hina síðarnefndu Massena. Og
hver fær lárviðarsveiginn? Bona
parte, sem aldrei hefir látið sig
hag Frakklands varða, og úthell-
ir frönsku blóði án nokkurrar
tillitssemi?
Hann talaði af mikilli ákefð
og Karólína hlúStaði á hann
undrandi. Loks brosti hún dálít-
ið.
— Kæri hershöfðingi, það er
engu líkara en eldingu hafi sleg-
ið niður — og þér dragið mig
með yður niður í eitthvert stjórn
málalegt hyldýpi, einmitt þegar
ég hefi lokið við, í friði og ró, að
skrifa vini okkar Salanches.
Leyfið þér mér að skrifa utan á
bréfið og svo skal ég sinna yður.
Thiebault bandaði frá sér af
óþolinmæði:
— Það er tilgangslaust að nota
þá utanáskrift, sem þér hafið.
Karólína starði á hann undr-
andi.
— Kæra frú, ég flyt yður sorg
artíðindi . . . það hafa átt sér
stað handtökur í sambandi við
byltinguna og . . . .
— Nei, segið ekki, að Gaston
hafi verið handtekinn?
— En hann hefir verið hand-
tekinn!
í augum Karólínu var það hið
sama að vera tekinn höndum
og að vera gerður höfðinu
styttri undir fallexinni eða að
verða sendur til Cayenne.
— Ég held, að ég gangi af
vitinu, sagði hún loks. Thiebault
— þér verðið að aðhafast eitt-
hvað mér til hjálpar . . . yður hef
ur kannske skilist, að Gaston er
ekki bara tengdur mér frænd-
semis og fjölskylduböndum.
— Mér þykir það leitt, en nú
er ég áhrifalaus, — og ekki að
eins það, það gæti gerti illt
verra, ef ég kæmi þarna nærri.
Hershöfðinginn var staðinn á
fætur. Hann skaraði í eldinn,
stikaði svo um gólfið fram og
aftur og nam svo staðar og
sagði:
— Ég met Salanches mikils.
Og ég skil vel áhuga yðar . . .
Karólína stóð upp.
— Og ef ég gæti hjálpað hon-
um, — ef hann kæmi til með að
eiga það mér að þakka, að verða
frjáls aftur — hvað ráðleggið
þér mér?
Hún gekk til hans, föl og ótta-
slegin:
— Mundi það gagna nokkuð,
ef ég færi á fund þeirra, sem
ráða, færi bónarveg, félli á hné
fyrir þeim . . . ?
— Ég held, að það mundi ekki
stoða neitt að reyna slíkt við
þá háu herra. Það er ekki einu
sinni víst, að þér fengjuð að tala
við þá. En kannske — kannske
er annð, sem þér getið reynt.
— Til þess að bjarga Gaston?
Ég er reiðubúin til hvers sem
vera skal.
— Það væri bundið allmikilli
áhættu. Þér mættuð ekki gera
yður neinar gyllivonir — og það
gæti orðið býsna hættulegt —
fyrir yður sjálfa.
— Það skiptir engu, segið mér
bara hvað ég get gert og ég
geri það.
— Þér vitið, að ég fór til Bret-
agne til þess að komast yfir
þetta skrín, sem þér höfðuð kast
að frá yður. Gerið yður í hugar
lund, að fundizt hafi skjal —
óskemmt . . .
— Við hvað eigið þér?
— Getið þér ekki gizkað á
það? Það væri hægt að fara til
Bonaparte og segja: Ég hefi með
höndur. hættulegt plagg — fyrir
yður. Ef þér sleppið ekki de
Salanches úr haldi birti ég það.
— Ég veit ekki vel hvað þér
eruð að fara. Hvernig gæti þetta
plagg verið hættulegt fyrir Bona
parte?
— Þér sögðuð mér sjálfar, að
flóttaskjalið væri undirritað af
Josefinu de Beauharnais, sem
Napoleon nú er kvæntur. Ef það
kæmi í ljós, stæði hann afhjúp-
aður sem erindreki konungs
sinna og þá myndi andstæðingar
hans heldur en ekki fá byr í
seglin. Hann mun fráleitt vilja
eiga neitt á hættu og því fallast
á skilyrðin. fyrir, að plaggið
verði eyðilagt.
— En það er alveg ólæsilegt.
— Ég veit það, en hann veit
það ekki. Spyrji hann konu sína
verður hún að játa, að hún hafi
skrifað undir. Vitaskuld er þetta
ekki hættulaust. Hér er ekki við
nein börn að eiga. Þau munu
vafalaust krefjast þess að fá að
sjá skjalið. En ég hefi þá trú á
yður, að þér munið geta bjargað
yður úr þeim vanda.
Karólína varð gripin eldlegum
áhuga. Hana hitaði í kinnarnar,
kreppti hnefana.
— Ég er sannfærð um, að mér
mun heppnast það það vérður
erfiðast að fá áheyrn hjá Bona-
parte. Nú, þegar hann er orðinn
konsúll getur ekki hver sem er
fengið áheyrn hjá honum.
— Hárrétt. í yðar sporum
mundi ég þess vegna fara fyrst
á fund Fouché. Hann er líka
nefndur í plagginu. Hann er
æðsti maður lögreglumálanna og
sem slíkur kann hann að hafa
áhuga fyrir, að plaggið hverfi —
fyrir fullt og allt. Ég skal sækja
um áheyrn fyrir yður.
— Gott og vel, en meðal ann
arra orða, hve lengi hafið þér
| vitað, að Gaston var tekinn
|höndum?
— Það fór lengstum vel á með
honum og Bonaparte, en þegar
hann reyndi að fá Bonaparte til
þess að náða manninn yðar að
minnsta kosti að leyfa, að hann
yrði fluttur aftur til Frakklands,
fékk hann þvert nei. Gaston
reiddist og gerðist all þungorð-
ur og mun hafa móðgað hann.
Afleiðingarnar komu brátt í ljós.
Bonaparte skildi hann eftir þeg-
ar hann fór til Egyptalands.
— Gaston hefur aidrei sagt
mér neitt um þetta aljt, sagði
Karólína.
Thiebault hélt áfram:
— Eftir þetta snerist Salanches
á sveif með andstæðingum Bona
parte.
— Ég skil. Ég verð að hitta
Fouché — helzt þegar í kvöld.
Karólína var nýháttuð, þegar
dyrabjöllunni var hringt. Hún
hélt, að það væri Thiebault hers
höfðingi og rauk á fætur og
út í gluggann. Niðri stóð maður
nokkur og spurði hvort hún
væri frú Berthier.
Hún játti því og kallaði:
— Ég kem . . .
Hún hentist niður og opnaði
fyrir þessum gesti, sem hún
vissi ekki hver var, en grunaði
að kæmi mikilvægra erinda.
— Komið inn — gerið þér svo
vel, eruð þér . . . ? Hver eruð
þér annars og hvert er erindi
yðar?
— Ég óska eftir viðtali við
yður.
— Leyfið mér að spyrja hver
þér eruð?
— Ég er Fouché lögreglumála-
ráðherra. Þér munuð annars
hafa óskað eftir að hafa tal af
mér. Ef það er misskilningur bið
ég yður afsökunar.
— Vissulega óska ég eftir að
tala við yður. Gerið svo vel og
komið inn.
— Hér er allt tómt niðri og
þernan mín ekki heima. Ég verð
að biðja yður að koma upp í
herbegið mitt. Það er að minnsta
kosti Ijós þar og ég get boðið
yður sæti.
— Með ánægju, frú. |
Hann fór með henni upp í
svefnherbergi hennar.
— Gerið svo vel að fá yður
sæti, herra.
■wa
T
A
R
Z
A
N
Tarzan var afvopnaður og farið inn til að vera vitni að viðskipt- sem bæði var Satan og Alvaldur. varð að ráða niðurlögum þessa 1
með hann til VUÐU þorpsins. um Tarzans og konungsins, Japa, Tarzan hnykláði brýrnar. Það manns, en hvernig?
Mikill fólksfjöldi var saman kom
Það var ég sem fékk manninn
minn til að láta sér vaxa skegg —
ég var orðin svo þreytt á andlitinu
á honum-------------.
Rafglit
Nýjar skraut og
rafmagsnvörur
daglega.
Hafnarstræti 15
Sími 12329
ÍBÚÐIR
Önnumst kaup og sölu á hvers
konar fasteignum. Höfum kaup-
endur að fokheldu raðhúsi, 2ja,
3ja og 4 herbergja íbúðum.
Mjög mikil útborgun.
Fasteignasalan
Tjarnargötu 14.
Sími 23-987.
SELJUM í DAG:
Ford ’58 original, VW
'62 og ’63. — Einnig
ýmsar fleiri teg. bif-
reiða.
VANTAR:
Nýlegan Caravan eða
Taunus í skiptum fyr-
ir Caravan ’56.
6AMLA BÍLASALAN_
TlB rauðará
SKtLAGATA 55 - SÍJII15ÍIÍ