Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 12.02.1963, Blaðsíða 4
 •' V. ISIR . Þriðjudagur 12. febrúar 1963. Akurne eru ^llir þeir sem koma til Akraness með Akra- borginni stíga við kom- una upp á aðalbryggju staðarins, sem myndar um leið hafnargarð. Þetta er ein með lengri bryggjum á landinu og menn rogast oftast upp eftir henni langa leið með þungar ferðatöskur, af því að þeir gera sér ekki grein fyrir því, að á Akranesi, eins og öll- um öðrum betri bæjum hér á landi, er að sjálf- sögðu starfandi leigubíl- stöð. T/'n þegar komið er upp bryggj una er eitt af því fyrsta sem mætir manni á hægri hönd vigtarskúrinn. Hann lætur ekki mikið yfir sér, þetta er lágur bárujárnsskúr. í honum hefur daðsetur sitt Sigurður Vigfússon vigtarmaður og aðstoðarmenn hans. • Þar sem vigtarskúrinn er alveg við bryggjurótina segja Akurnesingar um Sigurð: — Hann veit allt um alla sem koma og fara á Akranesi. Enda stendur straumur ferðafólks fram og aftur fyrir utan glugga hans í hvert skipti sem Akra borgin leggur að bryggju. En það er fleira sem Sigurður fylgist með en ferðafólkið á bryggjunni. Vigtarskúrinn er í miðju athafnalífsins á Akranesi. þar er fylgzt með aflanum á öllum Akranesflotanum, hver einasti spörður vigtaður. Marg ir skipstjórarnir hafa það líka fyrir venju að skreppa inn í hlýjuna hjá Sigurði í vigtar- skúrnum og rabba við hann um aflann og veðrið. Jjegar fréttamaður Vísis leit inn í vigtarskúrinn einn dag í síðustu viku var þar frekar rólegt um að vera. Allir bátarn ir höfðu komið til hafnar um nóttina og meðalaflinn var ekki nema um 4 tonn. Þeir höfðu allir verið að veiða á línu. Afla- hæst þennan dag var Sigrún með 9 tonn, en það var eftir tvo daga. — Þið hefðuð heldur átt að koma hingað upp úr einhvern- tíma í janúar, þegar síldin var sem mest, segir Sigurður. Þá var nú eitthvað um að vera hérna. Þá komumst viö upp í að vigta 1700 tonn á sólar- hring og þar sem hver bíll tók um 40 tunnur á pall hafa þetta verið allt að 400 bílar yfir dag- inn. — Þá hafa myndast biðraðir hjá ykkur?' — Já biddu fyrir þér, stöðug biðröð og við stóðum hér kó- sveittir við að afgreiða þá. Já, það hefði verið nær fyrir ykk enn an kemur Björgvin verkstjóri í Heimaskaga inn í skúrinn og við spyrjum hann hvénær vinnsla hafi byrjað um morgun | inn. Bara á venjulegum vinnu- tíma, segir hann. Þegar aflinn er ekki meiri en nú er, byrjum við á venjulegum tíma, en sé hann meiri, þá er byrjað fyrr, kannski kl. 5 um morguninn. — Og þá hringir fólkið til okkar til að spyrja hvenær vinna eigi að byrja, segir Sig- urður. Stundum þurfum við að svara meira en hundrað hring- ingum um þetta. Já, það er nóg að gera á vigtinni ef vel veiðist. 'í/'ið fáum það upp hjá Sigurði, ’ að þessi vigt hafði verið sett upp 1937, en það var árið 1953, sem Sigurður kom að henni. Hann er Akurnesingur í. húð og hár og eins og fleiri hafði hann verið við sjó á ungl ingsárum, en síðan stofnaði hann verzlun á Akranesi, sem hann starfrækti í nokkra ára- tugi. Jafnframt verzluninni rak hann stundum útgerð og þá að- allega línuveiðar. Ég tók að mér vigtina Þessi mynd, tekin á hafnargötu Akraness, sýnir það e. t. v. betur en nokkuð annað, að Akurnesingar eru „línu“menn. Hér er gamall sæ- garpur á Iciðinni niður að bátnum sínum með væna kippu af lóðabelgjum. 1953, segir harin, aðallega vegna ÍOi iU 19 Uititldlljlá iibn9(|^Tfiibnöhirörr ur blaðamennina að koma þá. — Má vera, Sigurður, en þá hefðir þú ekki haft mikinn tíma til að tala við okkur. yið sitjum mú þarna í róleg- heitum og einstaka bíll kemur upp á vigtina, aðallega með slóg úr frystihúsunum, þvi að fiskvinnslan et byrjuð. Meðan við erum að tala sam- þess, að því fylgdi líka skýrslu gerðir bæði til útgerðarmanna og til Fiskifélagsins um aflann. Þessar skýrslugerðir eru einn aðalþátturinn í starfinu. Tjegar vigtin var sett upp var hér aðeins vísir að höfn. Það var fyrst eftir stríðið, sem hafnarframkvæmdir komust á skrið og nú er dokkin orðin of lítil fyrir flotann. — Hvað eru mörg skip gerð út frá Akranesi? spyrjum við. Þeir fara að telja bátana á lista hjá sér og komast upp í 25. Fjórir þeirra eru að vísu fjarverandi á síld við Vest- mannaeyjar. Hér eru líka tveir aðkomubátar sem leggja hér upp Náttfari frá Húsavík og Anna frá Siglufirði. Þeir eru orðnir svo margir, að stundum verður að raða skipunum sex eða sjö saman í röðina. En það er jafnvel erfitt, að koma þeim þannig fyrir þar sem bryggjan við dokkina beygir og hætta er þá á að stafnar ' og skutir rekist saman. /\g eru skipin svo ekki alltaf y að stækka, hér eins og ann ars staðar? — Jú, segja þeir og greina frá því að nú sé verið að kaupa a.m.k. þrjú ný skip til Akraness og auðvitað stærri en þau sem fyrir voru. Það stærsta er Har- aldur Böðvarsson að láta smíða úti £ Norgei og sagt að það verði nærri 300 tonn. Svo er Þórður Óskarsson skipstjóri að láta byggja stálskip 1 Noregi og loks mun Fiskiver h.f. vera að láta smíða 120 tonna tré- skip. rJ'alið snýst að sildarverksmiðj á Akranesi og þeir segja mér, að hún sé eitt dæmi um einskonar almenningshlutafélag. Það var Ólafur B. Björnsson sem var aðalhvatamaðurinn að, , stofnun hennar, kringum 1938. Fram að þeim tíma var verið að basla við að þurrka þorsk- hausa og slóg og selja það til Norðmanna, sem möluðu það í mél í verksmiðjum sínum. Þá var haldinn almennur borgara- fundur um málið og svo mikill áhugi fyrir því að næstum allir keyptu hlutabréf. Ég man eftir þessu, segir Sigurður, því að ég skrifaði á hlutabréfin og það voru mest allt litlir hlutir, þetta 25, 50 og 100 krónur. En svo voru auðvitað Iíka stórir hlut- hafar, útgerðarmennirnir, olíu- félögin og bærinn. TVTú sný ég talinu aftur yfir að bátaflotanum. — Þið segið að allur aflinn í morgun hafin verið á línu, en farið þið ekki bráðum á net? Þeir taka þessari spurningu heldur treglega. — Jú, ætli ein hverjir fari ekki á net, -— En annars erum við Akurnesingar ekkert sérstaklega hrifnir af netaveiði og allra sízt dragnóta veiði. Við erum eiginlega línu- menn. Þessar netaveiðar fara ekki vel með fiskstofninn og sérstaklega ætti algerlega að banna aftur dragnótaveiðarnar. Það er hreinn glæpur að halda þeim áfram. Fréttamaður Vísis taiar við Sigurð Vigfússon vigturmunn og fleiri á Skaganum Hér sjást vigtarmennirnir Guðni Eyjólfsson og Sigurður Vigfúss. á sínum stað í vigtaskúrnum á Akran.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.