Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 15.02.1963, Blaðsíða 7
VISIR . Föstudagur 15. bibrúar 1963. 7 Á að leyfa sauðfé í Reykjavík? Hátíð er til heilla bezt að fitja upp á grein þessari, ef ég á að leggja orð í belg, en get illa set- ið á mér, þar eð þetta er mál sem ég hefi áður haft nokkur afskipti af. og látið mig allmiklu skipta. — 1 dag er 1. des., en tilefnið að eg setzt við ritvélina, er frá- sögn í Morgunblaðinu 17. nóv., sem mér barst í fyrradag, — fyrirsögn: Tillaga uni bann við sauðfjárhaldi í Reykjavik fyrir borgarstjórn. — í dag er 1. des., en tilefnið, að ég sezt við ritvélina, er frá- dagskrá 1952. Líklega hefir það verið þá sem ég hafði töluverð afskipti af máli þéssu með öðrum góðum mönnum. Man hins vegar ekki ártalið, og svo er nú ástatt fyrir mér að ég hefi engin gögn við hendina um þetta. Vona samt að ég verði ekki tvísaga í neinu er ég nú minnist á málið, þar eð ég hefi margsinnis hug- leitt það, og að ég hygg í engu breytt um skoðun þar að lútandi. I. Er sauðfjármálið var mest á dagskrá, var það að nokkru leyti í tilefni af fjárskiptunum sem þá voru rétt afstaðin og fjárleysi á svæðinu. Þeir sem lengst vildu ganga hugðu til þess að banna alla sauðfjárrækt á Reykjanes- skaganum öllum, jafnvel að girða úr Hvalfirði í Þingvallavatn, lita svo vatnið og Ölfusá ráða, sauðfriða þannig allt landnám Ingólfs. Er fljótsagt að ég hefi aldrei verið til viðræðu um slík- ar aðgerðir og eyði nú ekki rúmi til að ræða þær. Hugsanagangur minn, sem lá til grundvallar þeim tillögum sem ég studdi um árið, og beitti mér þá fyrir eftir því sem til vannst, var í stuttu máli þessi: Um aldir, og allt frá öndverðu, hafa þeir búskaparhættir tíðkast á landi voru, og af eðlilegum á- stæðum, að fénaður hefir gengið frjáls að öllu eða mestu, hins vegar hefir orðið að verja rækt- un sem varnar krefst, og hefir þar hver Iandeigandi og ræktun- arnotandi orðið að sjá um sig, að svo að segja öllu Ieyti, þótt nokkur stoð séð til í lögum og hafi lengi verið, um ágang bú- fjár. Um og eftir aldamótin siðustu vöktum við krakkarnir yfir tún- unum á vorin, hver man ekki þær vornætur, síðar kom gadda- vírinn og túngirðingar, og þannig hefir það verið, — „Viljirðu klæðast, þá veiddu hreininn, vilj irðu hlaða, þá brjóttu steininn, viljirðu byggja af viði, j>á felldu hann, vegðu um öxl, berðu heim og tegldu hann“, segir Pétur Gautur, og íslenzkir bændur og ræktunarmenn gátu sannarlega bætt við: „viljirðu rækta, þá girtu um gróður". Svona var það, og svona er það enn um landið víðast hvar, orð Einars Benediktssonar um að vort land er stórt, en Reykjavik smá, hafa verið í gildi til skamms tíma, þéttbýlið hefir verið lítið saman- borið við víðáttuna og strjálbýl- ið. En nú er um breytt, sums stað ar, og er að verða það á þó nokkrum stöðum. Svo um breytt að nú er réttmætt orðið að við- horfin, búfé og ræktun og rækt- un og búfé, gjörbreytist, til þess sem orðið hefir víðast um hin þéttbýlli menningarlönd hér í álfu. Það er orðið réttmætt að hafa alger endaskipti á hugtök- um og hlutunum, þannig, að gera hlut ræktunarinnar mestan. Að ræktun jarðar sé friðhelg, eigendur hennar og forsvars- menn þurfi ekki að halda uppi hinni fyllstu vörslu til þess að vernda ræktun sína, þótt rétt sé að þeir marki ræktun sína með nokkurri eignar og umráðaréttar vörslu, girðingum við hóf. Hins vegar sé réttur og skylda búfjár- eigénda sú, og þannig umbreytt frá því sem verið hefir, að hver búfjáreigandi verði nú að hafa fé sitt f fullri vörslu, og bera fulla ábyrgð á að það valdi ekki skaða á ræktunareignum annara aðila. Að greiða að fullu og með þung- um viðurlögum, ef fé hans veldur skaða eða óþægindum hverju nafni sem nefnast. fjárhaldi, í Reykjavík. Slíkt spor væri að mínu viti öfugt og í átt til þeirrar vanmenningar sem alltaf fylgir með því er yfirvöld- in gerast „fullkomin" barnfóstra borgaranna. Slíkt er engum til góðs. Það sem þarf að gera til þess að koma Iögum yfir hið óskyn- samlega, óhóflega og menninga- snauða búfjárhald, sem því miður á sér stað innan takmarka Reykjavíkur, er menn hafa búfé án þess að hafa neina aðstöðu til þess, að sjá því farborða öðr- um að meinalausu og sjálfum sér án vansa, — er að mínu áliti í stuttu máli þetta: Gefa þarf út heimildarlög sem leyfa bæjarfélögum og öðru þétt- '1 Eftir Árna G. Eylands Að sjálfsögðu verður slík gjör breyting á viðhorfum um búfjár- haldið til þess að takmarka það og torvelda í miklum mæli, þar sem gripið yrði til þessara ráða. Slíkt varðar þó litlu, aðalatriðið er að vinna bug á þeirri óöld sem upp er komin í sambandi við þéttbýlið víða, að menn sem eiga búfé en telja sig ekki þurfa að bera ábyrgð á því, og gjörðum sínum á því sviði, á sama hátt og þeir, eins og aðrir borgarar, verða að bera ábyrgð á gjörðuni sínum að öðru leyti, og á rparg- víslegan hátt, allt til þess hvern- ig þeir ganga yfir götu. Hugmynd mín og skoðun er þannig, að eigi beri að banna bú- fjáreign og búfjárhald neins stað- ar, jafnvel ekki í Reykjavíkur- borg, umfram það sem leiðir af hreinlætis og umgengnisástæð- um. Öllum er ljóst að það er ekki hægt að leyfa fjós í mið- bænum lengur, og að ekki er hægt að Ieyfa fjárrekstra um bæinn til sláturhúss Sláturfélags Suðurlands, þótt það sé inn í miðri borg. Afnám búfjárhúsa í gatnaþéttbýli borgarinnar kemur af sjálfu sér, með skipulagningu borgarinnar um byggingu og gerð húsa og annara mannvirkja, alveg á sama hátt og að hávaða- samur og óþrifalegur iðnaður fær eigi haldizt í miðbænum. Hins vegar kemur auðvitað ekki til mála að banna slíkan iðn- rekstur með öllu innan takmarka borgarinnar, hann er og verður Ieyfður á þar til ætluðum stöð- um. Eins er það með skepnurnar, það er engin gild ástæða til þess að banna búfjárhald með fullri forsjá á Bústöðum í Fossvogi, svo dæmi séu nefnd, þótt það leið af sjálfu sér og af þróun byggðar og fyrirkomulags, að bú- fjárhald í Landakoti getur eigi átt sér stað Iengur (þótt þar séu græn tún). II. Reykjavíkurborg heldur áfram að stækka, en hún verður alla tíð með þeim hætti að vöxtur hennar að landstærð og fólks- fjölda, að það verður mikið um hálfbyggð og strjálbyggð út- hverfi alveg eins og nú er, og á slikum stöðum á og má líf og hættir margir haldast og þróast með nokkuð öðru móti heldur en í hinu fyllsta þéttbýli. Sem betur fer er þetta svo. Það sem þarf og á að koma er ekki einstrengislegt bann við bú- fjárhaldi, eða sérstaklega sauð- býli, sem vill „girða sig af“, að setja reglur samkvæmt heimild- arlögunum, urn allt búfjárhald innan slíkra bæjar- og þéttbýlis- girðinga, er gangi svo langt og öndvert við það sem annars hef- ir átt sér stað til þessa, að öllum sem eiga og halda búfé, á hlutaðeigandi svæði, sé skylt að hafa það þar í fullkominni vörzlu á þeim tíma árs sem það er á Framhald á bls. 13. m mál. Bjarni Bene- diktss. kirkju- málaráðherra mælti með frumvarpinu, sem áður hef- ur verið skýrt efnislega hér í blaðinu, og að effir 'Ellerf B Schram Kindur í Laugardalnum í Reykjavík. Skálholt átti hug manna allan - hvar á biskup að vera — frumvarpinu fagnað — spor í rétta átt. j þinginu í gær var rætt um tunnuverksmiðjur í efri deild, en í þeirri neðri snérust umræður um Skálholtsstað, og það verður að játa að þær síð- arnefndu áttu hug manria allan. Umræðurnar spunnust af frurn- varpi ríkisstjórnarinnar þar sem lagt er til að Skálholt verði af- hent íslenzku þjóðkirkjunni. Það var vissulega mikil tilbreyting að hlýða á tal manna um þessi mál, eftir þær löngu stjórnmála- umræður sem verið hafa að und anförnu, enda fór það svo að einn Framsóknarþingmaðurinn gat ekki á sér setið að láta þess getið, hversu þreyttur hann væri á öllum hinum lýjandi umræð- um efnahagsmál! Sér væri því gleðiefni að ræða um Skálholts- stað, þó ekki væri til annars en að hvílast á efnahag og hag- skýrslum. En það er nú annað framsögu hans lokinni stóðu ekki færri en átta þingmenn upp til að leggja orð í belg, og flestir þeirra oftar en einu sinni. Fyrstur mælti Sigurður Bjarna- son og fagnaði frumvarpinu, en lýsti hins vegar vonbrigðum sínum yfir, að ekki skyldi tekið dýpra í árinni, og ákvörðun tekin um að biskupssetur skyldi verða í Skálholti. Gunnar Gíslason frá Glaumbæ (S) tók í sama streng með því að lýsa ánægju sinni yfir þeirri ráðstöf- un að afhenda þjóðkirkjunni Skálholt. j^æst talaði Eysteinn Jónsson, og kvað sig fylgjandi á- formaðri stefnu. Eysteinn lýsti þeirri skoðun sinni að þrátt fyrir að mikið væri talað um hr.'gn- andi áhrif kirkjunnar, þá væri hann þeirrar skoðunar að kirkj- an væri sterkur þáttur í þjóð- lífinu og voldugri en margur gerði sér grein fyrir. Það má ekki dæma áhuga fólks á kirkjunni og hennar málum eftir þvf hversu margir sækja messu- gjörðir. Eysteinn benti einnig á, að með þessu frumvarpi væri er.g an veginn útilokaður sá mögu- leiki að flytja biskupssetrið að Skálholti, það væri jafnvel meiri líkur til á því, ef þetta frumvarp næði fram að ganga. Tóku nú til máls hver á fætur öðrum, Unnar Stefánsson (A), Gísli Guðmundsson (F), Bjöm Bjarnason (F), Þórarinn Þórarins son (F) og Skúli Guðmundsson (F) og ræddu mál þetta á ýmsa lund, einkum það spursmál, hvort biskpussetur skyldi verða í Skálholti eða ekki. Ojarni Benediktsson tók tvisv- 0 ar til máls auk framsögu sinnar. Hann kvað þetta frum- varp vera samið að undirlagi kirkjuþings og biskups, það væri vilji kirkjunnar manna að svona yrði haldið á þessum málum, og ekkert væri eðlilegra en að fara í meginatriðum eftir til- lögum þeirra. Það er líka rétt, sagði ráðherrann, að frumvarp- ið spillir í engu þeirri hugmynd að biskupssetrið verði í Skál- holti. Þetta frumvarp er því tvímælalaust spor í rétta átt. Við verðum síðan að láta reynsl una og atburðanna rás skera úr um, hvað verður í framtíðinni. Ráðherrann lýsti sig andstæðan þeirri hugmynd að hér yrðu fleiri biskupar en einn, og kvað sig ennfremur fylgjandi því að sá biskup hefði aðsetur í Reykjavík. Þær skoðanir og skoðanaágreiningur þar um snerta samt sem áður ekki þetta frumvarp, og það hindrar á engan hátt þær stefnur sem uppi eru varðandi biskupinn yf- ir íslandi. Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.