Vísir - 15.02.1963, Síða 9

Vísir - 15.02.1963, Síða 9
V í S IR . Föstudagur 15. bebrúar 1963. 9 agSBgffigx S Fyrstu myndimar frá atburðunum í Bagdað. Vinstra megin sést fallbyssa fyrir framan hermálaráðuneytið. Hægfa megin hermenn og rústir hermálaráðuneytisins. BOMBUR BASDAÐ ]\j[orgun nokkum í síð- ustu viku stóð her- flugvélasveit tilbúin við brautir Haffaniaflug- vallarins skammt fyrir utan Bagdað. Kvöldið áð ur hafði benzini verið dælt á þær, vélbyssur þeirra hlaðnar og flug- sprengjum komið fyrir undir vængina. Flugvél- amar vom af rússneskri gerð og fyrir skömmu hafði flugher landsins borizt allmiklar birgðir af skotfæmm og sprengj um frá Rússlandi. Nú skyldi hef ja nýja herferð gegn hinum uppreisnar- gjömu Kúrdum sem búa í norðurhluta landsins. Um kl. 5 um morguninn fengu flugmennirnir fyrirskipun um að búa sig út og stíga upp í flugvélamar. Skömmu síðar hófu þær sig til lofts hver á eftir annarri. Nú skyldi stefnt til fjallanna í norðurhluta Iraks og sprengjunum látið rigna yfir virki Kúrda. Herferð þessi og loftárásir skyldi framkvæmd samkvæmt sérstökum fyrirmæl- um .,leiðtoga“ þjóðarinnar, hers- höfðingjans Karim Kassems. Jgn allt í einu breyttu herflug- vélarnar um stefnu. í stað þess að fljúga norður á bóginn stefnu austur á við beint yfir tók öll flugsveitin skyndilega höfuðborgina, Bagdað. Morgun- sólin lýsti yfir þéssa stóru aúst- rænu borg, sem stendur á báð- um bökkum Tigrisfljótsins, borg ina þar sem kalifar 1001 nætur áður reikuðu í dularklæðum um bazarana. Við skuggana frá sól- inni gátu flugmennirnir greint glöggt hinar einstöku byggingar miðborgarinnar. Og allt í einu dýfðu sprengjuflugvélarnar sér niður yfir eina stórbyggingu borgarinnar, Iandvarnaráðuneyt- inu, og létu sprengjurnar falla yfir hana. Eldsglæringar þeytt- ust hátt í loft upp og bygg- ingin huldist reyk og ryki. Síð- an flugu flugvélarnar yfir að nýju og létu vélbyssuskothríð- ina dynja yfir reykinn og rúst- irnar. Síðan snem þær aftur til flugvallarins til að sækja meiri sprengjubirgðir og héldu árás- inni áfram. Nýtt byltingarsamsæri hafði verið framkvæmt. Inni í land- varnaráðuneytinu hafði Kassem forsætisráðherra íraks sofið svefni hinna réttlátu. Hann trúði ekki sínum eigin augum. Nú mátti hann þola hin sömu örlög og hann hafði búið fyrri valda- mönnum í Irak, Feisal konungi og Nuri es Said forsætisráð- herra tæpum fimm árum' áður, þegar hann tók völdin f blóð- ugri byltingu þann 14. júlí 1958. gamsæri og morð eru algeng f stjórnmálalífi Arabaland- anna, sem eru svo skammt á veg komin, efnahagslega og stjórnmálalega. Á öllu þessu stóra landsvæði austan frá Persaflóa og vestur eftir norð- urströnd Afríku búa þjóðir sem em svo líkar að menningu og tungu, að þær hefur dreymt um það í mannsaldur að geta á ný sameinazt í eitt voldugt Araba- ríki, eins og það var á dögum kalífanna. En þó hafa sundrung- aröflin löngum orðið sterkari, enda hafa hin evrópsku nýlendu veldi löngum slegið á þá strengi og fylgt þeirri megmstefnu, að styðja gerspillt og einskisnýtt höfðingjaveldi til aö sitja í há- sæti hver f sínu horni og halda uppi ættadeilum og bróðurvfg- um. J£n sumarið 1952 gerðist merki legur viðburður austur f Egyptalandi. Hópur herforingja þar í landi undir forustu ungs liðsforingja að nafni Nasser velti fitubelgnum og kvennaflag aranum Farúk konungi frá völd um og tók upp ákveðna nýja sjálfstæðisstefnu gagnvart þeim sem höfðu setið yfir hlut þjóðar- innar, jafnframt því sem þeir hófu meiri framfarabaráttu en áður hafði þekkzt í löndum Araba. Vegur Nassers hefur síðan verið þyrnum stráður. Eignar- nám Súesskurðarins, sem var ekki nema eðlilegur þáttur í þjóðfrelsisbaráttu hans, mætti svo harðri andspyrnu, að Bret- ar og Frakkar gerðu út stríðs- leiðangur á hendur honum. Og leikur hans er hann leitaði að- stoðar hjá Rússum og virtist vera að gera þann óvinafagnað að opna hliðin fyrir þeim að Arabaheiminum, var vissulega hættulegur. það, aðr Nasser er hinn raun- verulegi leiðtogi og talsmaður Arabaþjóðanna. Nú mega Bretar og Frakkar jafnvel viðurkenna það, að rekstur Egypta á Súez skurðinum tekur langt fram rekstri Súezfélagsins á þessu mikilvæga mannvirki. Og það er einnig viðurkennt að þó Nasser hafi leitað aðstoðar Rússa og fengið meiri aðstoð frá þeim en nokkur annar, þá hefur hann verið nógu kænn til að koma með raunhæfum aðgerðum ( veg fyrir kommúnískan undirróður og útþenslu í r£ki sínu. Það er engin ástæða til að lýsa Nasser sem neinum postula lýðræðisins eða mannréttinda í Iandi sfnu. Hann hefur verið harður í horn að taka og ekki þolað neina pólitfska mót- spyrnu. En eins og ástandið er í þessu arma og vanþróaða ríki, er kannski hægt að slá svolítið af kröfunum um lýðræðislega stjórnarhætti. En Nasser hefur notið vaxandi virðingar og álits fyrir það, að hann sýnir það f stjómarstefnu sinni f heild, að hann er einlægur hugsjónamað- ur og framfaramaður, sem hefur þegar lyft þjóð sinni á æðra stig, þó nóg verk sé enn að vinna. Wasser og herforingjabylting hans hefur sfðan orðið fyr- irmynd f öðrum Arabaríkjum og þar hafa verið gerðar tilraunir til að framkvæma sams konar byltingu í öðrum ríkjum. Má þar t. d. tilgreina byltingu Kass- ems í írak og byltingu þá sem framkvæmd hefur verið ekki alls fyrir löngu í ríkinu Jemen. Á báðum þessum stöðum var spilltri og úreltri furstastjórn velt úr sessi. Er ekki ólíklegt að ,rq§in komi bráðlega að Saud.i Arabíu, þar ,sem stjórnarfar er nú hvað sízt um allan heim, jafnvel þótt ofbeldisstjórnir kommúnista í Austur-Evrópu og Kína séu taldar með. Þegar hópur ungra liðsfor- ingja í stjórn íraks gerði upp- reisn gegn kommúnistastjórn- inni þar í júlí 1958, höfðu þeir Nasser að leiðarljósi. Aðalfor- ustumenn byltingarinnar, þeir fóstbræðurnir Kassem og Aref sóru þá og sárt við lögðu að þeirra æðsta markmið væri að vinna að sameiningu allra Ar- abaþjóða undir forustu Nassers. ípn bráðlega fóru þeir út á villigötur. Valdataka þeirra varð blóðug og grimmdarleg og bráðlega tók Kassem forustuna, og hann lét fangelsa félaga sinn Aref, áhugi hans minnkaði fyrir samstarfi við Nasser og var svo komið að lokum, að fullur fjand skapur ríkti milli hans og Nass- ers. Enginn vafi er á því, að það sem leiddi þá íraksmenn út á þessa villustigu, var fyrst og fremst áhrif kommúnista, en þeir höfðu jafnan mikil áhrif á Kassem og stjórnarstefnuna. Einn helzti foringi kommúnista, Abbas Mahdawi, var mágur Kassems og réði mestu á bak við tjöldin. Ástandið fór sérstaklega að versna eftir að hluti hers Iraks gerði byltingartilraun í olíubæn- um Mósúl í marz 1959. Voru Frh. á bls. 13 eifftift

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.