Vísir


Vísir - 15.02.1963, Qupperneq 10

Vísir - 15.02.1963, Qupperneq 10
w Föstudagur 15. febrúar 1963. Saiiðfé í Reykjavík — Frh af bls 7 svæðinu, og bera fulla ábyrgð á, ef skepnurnar sleppa samt sem áður úr vörzlu og valda skaða á einn eður annan hátt.Viðurlög séu þung, sektir og fullar skaðabæt- ur, og að lokum missir réttinda til að hafa búfé ef brot endur- taka sig og bersýnilegu kæru- leysi er um að kenna. Bótaskylda vegna skaða sem búfé veldur sé að fullu án til- lits til þess hvort ræktun sem um er að ræða er girt eður eigi. Tilgangurinn er að stefna að því að þeir menningarhættir komist á, að ræktun sé friðhelg og við- urlög við að valda skemmdum á öllum ræktunarmannvirkjum, þótt óvarin séu. hvort sem það er Austurvöllur eða suður á Öskjuhlíð, hvort sem það er ræktun bæjarins gerð til gagns og prýðis, eða ræktun einstakl- inga hverju nafni sem nefnist, Slík samþykkt, framkvæmd með festu, myndi fljótt fækka þeim stórlega sem hefðu sauðfé á framfæri innan þess svæðis sem samþykktin næði til. Trass- arnir með sauðfé sem þeir hafa ekki land fyrir, og ef til vill ekki heldur aðra aðstöðu til að sjá meinalaust farborða — slíks eru dæmin — myndu fljótt gefast i>PP, — eða verða að nýjum og , betri mönnum öðrum til fagnað- ar og þeim sjálfum til sálubóta. Ég ræði þessa hlið málsins ekki frekar, en vona að allir skilji hvað ég á við, og hvernig ég tel að beri að stefna. III. Re^kjavjk á ekki og getur ekki einarigrað sig í þessu máli. Af landfræðilegum ástæðum, og sök um sambyggðar við nábýlið, fer bezt á því og er full nauðsyn, að væntanleg samþykkt sam- kvæmt hugsuðum og væntanleg- um heimildarlögum, nái til Reykjavíkur, Seltjamarnes- hrepps, Kópavogskaupstaðar, Garðahrepps og Hafnarfjarðar sem einnar heildar. Nákvæmar tiltekið, allt land vestan og innan girðingar sem gerð væri, sem hér segir: Úr Grafarvogi beztu og beinustu Ieið suður í Heiðmerk- urgirðingu, svo tekur Heiðmörk við sem friðað land og í raun og veru tvöföld girðing til varnar öllu landi norðan og vestan henn ar. Úr Heiðmerkurgirðingu sunn- anverðri eða Vífilstaðagirðingu væri svo girt suður um Hvaleyr- arvatn og sunnan Ásfjalla út í sjó sunnan Hvaleyrar. — Að því er kemur til girðinga yrði þetta mjög viðráðanleg framkvæmd, það gera hinar miklu girðingar um Heiðmörk og Vífilstaðaland sem þegar hafa verið gerðar, og sem að sjálfsögðu þarf að halda TRELLEBORG HJðLBARÐA I Fyrirliggjandi. HRAUNHOLT v/ Miklatorg. Opið frá 8-23 allá daga. Sími 10300. við og verður haldið vel við á komandi árum. Eru nú líkur til að hægt sé að fá samstöðu þessara kaup- túna og hreppa um slíka fram- kvæmd? Ég hygg að það muni takast, ef boginn er ekki spennt- ur hærra heldur en ég hefi gert ráð fyrir, — búfjárhald ekki bannað, sauðfé þar með talið, en aðeins krafist að allur búpening- ur sé £ fullkominni vörzlu. Innan hins umrædda svæðis er í raun- inni ekki nema ein bújörð sem í eðli sínu er góð og mikil fjár- jörð, og þó mun nautgriparækt verða orðin aðall búskapar einn- ig þar. Það er Setberg í Garða- hreppi. Ein hlið á þessu máli og ekki ómerk er sú staðreynd, að sá háttur að girða inni allt búfé á þessu umrædda svæði yrði að heildarútkomu vafalaust miklu ódýrari heldur en áframhaldandi fullar vörzlu girðingar um alla ræktun á svæðinu, eins og nú tíðkast og verður að vera. Ef litið er á svæðið sem heild er ljóst að þess gerist litlu minni þörf að girða af öll hross og nautgripi á svæðinu heldur en sauðfé. Það er enginn menning að láta stórgripi ganga lausum hala á þessu svæði, eins og nú er komið búsetu og umferð. Hitt er svo annað mál að auðvitað þarf vandaðri girðingar um sauð- féð heldur en stórgripina. IV. En hvers vegna þetta kák, því ekki að banna algerlega allan sauðfénað á svæðinu? Þannig mpnu margir spyrja, og^ margir munu telja algert bann við sauð- fjárriækt á þessu eða svipað mörkuðu svæði hið eina rétta. Ég vil því gera nokkra grein fyrir hvers vegna ég er á móti slíku algeru sauðfjárbanni. Ég hefi enga trú á þvi að al- gjör bönn, eða bönn yfirleitt, séu bezta og jafnvel einasta aðferðin til þess að kenna mannasiði og umgengiskúltúr, og hvað er það annað en sæmilegir mannasiðir og umgenngismenning að fara þannig vel með fénað sinn og i samnæmi við umhverfið og ná- ungana, að allir megi vel við una, og að á engum sé troðið. Ég tel bann við að hafa búfé — fyrst og fremst sauðfé — 1 Reykjavík, utan hins skipulagða og fullbyggða gatnahverfis, vera spor í vanmenningarátt en eng- an veginn hið gagnstæða. Ég tel slíkt bann bera vitni úrræða- leysi og hugsjónafátækt. Ég tel það síður en svo æski- legt úrræði og keppikefli að sem mestur hluti íslenzku þjóðarinn- ar alizt í svo algerðri malar- og asfaltsvist, að börnin eigi þess engan kost heima fyrir í höfuð- borginni að sjá búfé á grasi. Því miður eiga ekki öll reykvísk börn þess kost að komast í sveit að sumrinu, og vera þar samvistum við búpening og önnur húsdýr. Og það er ég fullviss um, að þau börn hafa yfirleitt minna gagn af hásumardvöl í sveit sem aldrei hafa átt þess kost heima í Reykja vík að sjá „lömbin skoppa hátt með hopp" á afgirtum blettum í bæjarlandinu. Mér er ekki Ijóst að íslenzkt fólk, og ekki Reykvíkingar held- ur, sem nú eru senn orðinn meiri hluti þjóðarinnar, séu það verr gerðar manneskjur, að þeim geti ekki dugað og hentað þróun mála með menningarsniði, eins og fram hefir gengið I nágrannalöndum vorum. Þvi má ekki „útrýming" búfjár í Reykjavík þokast fram eftir eðlilegum leiðum, án gjör- ræðis og útskúfunarbanns frá hendi borgaryfirvaldanna, svipað eins og átt hefir sér stað farsæl- lega í álíka stórum borgum ann- ars staðar á Norðurlöndum? Spyr sá sem ekki veit. Þetta eru ef til vill engin rök í augum hinna hörkumóderni manna, sem setja nú svo mjög svip sinn á bæinn og þjóðfélagið. Þetta, sem ég hefi sagt, er senni- lega bara sentimentalt tilfinninga röfl í þeirra augum. Til þess að bæta þá gráu ofan á svart ætla ég að rifja upp eina endurminn- ing mína frá fyrstu árum mínum í höfuðborginni fyrir 40 árum. Þá bjó Hannes Thorarensen, að ég hygg, f húsinu ofan Laufásveg- ar beint upp af Skothúsvegi — á horni Laufásvegar og Hellu- sunds. Falleg grasbrekka var frá húsinu og niður að götunni, og góð steingirðing um lóðina. Þar í brekkunni gaf á vorin á að líta fáeinar bústnar ær með lömbin sín. Ekki þekkti ég hinn aldraða, virðulega Hannes þarna á horn- inu, nema rétt í sjón, en vissi að hann var framkvæmdastjóri Slát- urfélags Suðurlands, og hafði fleytt því vel yfir erfiðleika byrj- unaráranna. Mér var sagt að for- stjórinn hefði þessar fáu ær að vetrinum í skúr á bak við íbúð- arhús sitt, sér til yndis, og hirti þær sjálfur. Og vel var fyrir séð að þær gerðu engum mein, þann stutta tíma sem þær fengu að sóla sig í brekkunni við húsið, unz þær voru sendar „upp í sveit“ til sumardvalar. En það eru ekki bara ærnar hans Hann- esar, sem mér eru minnisstæðar. HÍtt fylgir og ber yfir, — krakk- arnir sem röðuðu sér við girð- inguna og horfðu undrandi og hrifin á ær og lömb. Ég er illa svikinn, ef ærnar og Iömbin hans Hannesar, þarna á Ióðinni, eru ekki meðal bjartra minninga 45 —50 ára manna og kvenna, sem á þeim árum stóðu börn við girð- iriguna, glöð og hrifin. Til þess að villa ekki um fyrir neinum, er vert að geta þess að þá, um 1920—1925 var brekkan . þama við Laufásveginn ekki fjarri því að vera í útjaðri bæj- arins, Laufástúnin lítt byggð skammt undan o. s. frv. Þá var Briemsfjósið við Laufásveg enn í gildi, og þá var enn fjós við Þingholtsstræti. Þetta svarar til þess, sem nú væri um að ræða inn við Sogamýri eða jafnvel suður I Fossvogi — við alfaraleið í þeim hverfum. V. Ef sett væru heimildarlög og mál það sem ég hefi gert hér að umræðuefni, kæmu þau, eða gætu komið,, víðar til framkvæmda með góðu móti heldur en á svæð- inu Reykjavlk—Hafnarfjörður. Ég vil aðeins benda á þorp eins og Akranes og Borgarnes, sem auðveldlega gætu „girt sig af“ og haft sama háttinn á. Ekki væri heldur erfitt fyrir Keflvík- inga, Sandgerðinga og fleiri suð- ur þar að nota slík heimildarlög þéttbýli sfnu til menningarþrifa. Að girða frá flugvallargirðing- unni í sjó austan Keflavíkur og svo úr flugvallargirðingunni að sunnan niður í Ósabotna. Væri þá mikið þéttbýli friðað. Á öðrum stöðum er erfiðara um vik, um að girða af þéttbýli, t. d. á Akureyri. Þó er þar eng- an veginn um verulegt torveldi að ræða, aðeins hlutfallslega meiri. girðingarkostnað. Svo er víðar, en eins og sagt var vinnst aftur á móti mikill sparnaður við minni ræktunargirðingar innan bæjar. Aðalatriði þessa máls er að átta sig á þeim nýju viðhorfum og breyttu búnaúar- og búsetu- háttum. sem nú orðið eru fyrir hendi allvfða á landinu. Að þar er svo komið, að sjálfsagt er að búfé sé eigi haldið öðruvfsi en í fullri ábyrgri vörzlu, þann tíma árs, sem það er innan þéttbýlis- ins. Sem betur fer getur hinn gamli og eðlilegi háttur, að bú- fé gangi mjög frjálst um landið, en rtektun sé varin, enn haldist um mestan hluta landsins. Enn á svo mikil ræktun út uin hinar viðlendu sveitir langt í land, að réttmætt sé þar — í sveitunum — að afnema fornar venjur á þessu sviði. Mér er vel ljóst, að sauðfjár- rækt innan slíkra friðaðra svæða, sem ég geri ráð fyrir, getur ekki verið neinn verulegur atvinnu- vegur. Það er ekki til þess fyrst og fremst að vernda atvinnu manna að ég tel þá leið í þessu máli, sem ég hefi lýst, þá rétt- ustu og beztu. En ég vil ekki svipta menn ánægju og ábyrgu frelsi um nauðsyn fram. Engum kemur til hugar að banna góð- borgurum í Reykjavík að eiga reiðhesta. Enginn amazt við þvi þótt maður, sem ræður yfir hekt- ara lands í Fossvogi, hafi þar tvo reiðhesta í girðingu svo sem honum hentar. Slfkt er hans á- hugaefni og frístundagleði. Því má ekki nábúi hans, sem ræður yfir sínum hektara lands, og sem ef til vill hefir ekki efni á því að eiga reiðhest, en hefir gleði af kindum, hafa 10—12 ær á sin- um bletti vor og haust, og í húsi að vetrinum, ef hann viðhefir þær sjálfsögðu umgengisvenjur og siðmenningu, að sjá skepnum sínum farborða án þess að skaða einn né neinn, og taka fullum afleiðingum af því ef út af ber. Um hitt er sannarlega ekki nema gott eitt að segja, þótt um- rædd heimildarlög, og samþykktir samkvæmt þeim, yrðu til þess að stugga við mönnum, sem gera sér sauðfjárrækt innan bæjarlands Reykjavíkur að verulegri atvinnu, án þess að ráða. yfir nauðsynlegri aðstöðu til þess að sjá fé sinu sómasamlega farborða, öðrum að meinalausu. Slíkt er álíka menn- ingarleysi og óhæfa eins og þeg- ar lausamenn f hestasveitum áttu tugi hrossa án þess að hafa nein- ar heimildir á högum og litla for- sjá um fóður ef harðnaði f ári. Vonandi er slíkt nú úr sögunni að mestu. Þróun búskapar og batnandí hættir hafa eytt sliku. Svo fer einnig um óskynsamlega sauðfjáreign í Reykjavfk, ef mál- ið er tekið réttum tökum, og án allra bannfæringa. Þökk sé þeim, sem hafa tekið þetta mál, sauðfjárræktina í Reykjavík, til athugunar enn á ný, vonandi tekst þeim að víkja þvf inn á braut skynsamlegrar þróunar. Rekið ekki börnin frá girðingunni sem vilja horfa á ærn ar og lömbin hans Hannesar á horninu á Laufásvegi og Hellu- sundi, enn eru sem betur fer slíkir fjármenn til í Reykjavík. Lögreglan tekur ekki þá menn og konur úr umferð, sem ganga yfir götur á rangan hátt, lög- reglumennirnir gera það sem betra er og heppilegra, þeir kenna sökudólgunum réttar umferðar- reglur og mannasiði. Eftirmáli. Eins og segir í upphafi þess- arar greinar, hefi ég orðið að fara eftir minni mínu — sem ekki er öruggt, um það er gerðist f þessu friðunarmáli 1952. Ber greinin þess merki. En nú, viku eftir að ég reit greinina og sendi heim, hefir mér allt f einu bætzt í búi, ég komst allt í einu yfir gögn málsins frá 1952. Kemur þá í Ijós, að með bréfi dagsettu 28. júni 1952 skipar landbúnaðarráð- herra, Hermann Jónasson, Sæ- mund Friðriksson og mig undir- ritaðan í nefnd til þess að „taka þetta friðunar mál til athugunar" o. s. frv. Frh. á bls. 13. De Gaulle. Sagt er, að hann hafi sent einu blaði í Paris skammar- bréf þegar hann sá i fyrirsögn að einn vinsælasti listamaður Frakklands: „Yvas Montand prépare son One-man show“. þeirra, sem ráðast gegn innrás ft'imr-lrn iiiMftn er einn i Hinn frægi franski gerla- fræðingur prófessor Petit hef- ur nýlega gert mikla rann- sókn á peningaseðlum alls staðar að úr heiminum. Hann hefur komizt að þeirri niður- stöðu, að óhreinustu seðlarn- ir komi frá Grikklandi og sið- an komi Kína, Spánn og Arg- entína. Hreinastir voru seðl- arnir frá Frakldandi og USA. Hvar í röðinni íslenzku seðl amir voru vitum við ekki. * Orson Welles „hinn digri“ kom eitt sinn inn á Harry’s bar í Paris til að fá sér einn drykk — og í dimmasta skoti barsins sá hann einn vin sinn, Orson Welles. og leit út fyrir að allir heims- ins erfiðleikar hvíldu á honum. — Hvað amar að þér, gamli vinur, spurði Orson í hluttekn ingartón. — Ah, stundi vinurinn, get- ur þú hugsað þér nokkuð hræðilegra, Orson, en að vera með tannpínu og eymaverk um Ieið? — Já, svo sannarlega, hug- hreysti Orson hann — að hafa gigt og vitusardans (kippir fara um líkamann) um lelð. Veitingamaður nokkur á Elbu hefur í mörg ár auglýst á þennan hátt: Hér borðaði Napóleon”. En nýlega varð hann að þurrka út það, sem einn gest- ur hafði bætt við á skiltið: „Og þess vegna fór hann frá EIbu“. í'

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.