Vísir - 15.02.1963, Síða 13
V í S I R . Föstudagur 15. bebrúar 1963.
13
ORÐSENDING
frá Slysavarðstofu Reykjavíkur.
Að marggefnu tilefni skal það tekið fram, að
heimilislækningar í Reykjavík og nágrenni
eru óviðkomandi Slysavarðstofu Reykjavík-
ur, að öðru leyti en því, að þar er tekið á móti
vitjanabeiðnum fyrir kvöld-, nætur- og helgi-
dagsvaktir, er Læknafélag Reykjavíkur sér
um og ber ábyrgð á. Vaktir þessar eru frá kl.
17—8 alla virka daga nema laugardaga, þá
hefjast þær kl. 13, svo og alla helgidaga. Sjálf
hefur Slysavarðstofan engu læknaliði á að
skipa til læknisstarfa í heimahúsum, enda
utan verkahrings hennar, sem eingöngu er
slysameðferð. Þá skal fólki bent á, að Lækna-
félag Reykjavíkur starfrækir neyðarvakt alla
virka daga nema laugardaga milli kl. 13 og
17. Eru veittar upplýsingar um hana í skrif-
stofu félagsins, Brautarholti 20. Sími 1-15-10.
Slysavarðstofan Reykjavík.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í að ganga frá félagsheimilinu á
Blönduósi að utan með múrhúðun og máln-
ingu eða annarri jafngóðri lithúðun.
Útboðsgögn verða afhent á teiknistofunni
Tómasarhaga 31 í Reykjavík og á sýsluskrif-
sofunni á Blönduósi. Tilboð verða opnuð 22.
marz kl. 11 fyrir hádegi á teiknistofunni
Tómasarhaga 31 í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Jóns Skaftasonar hrl. og að undan-
gengnu fjárnámi 13. nóv. sl. verður bókasafn,
talið 2500—3000 bindi, eign Siglaugs Brynjólfs-
sonar, boðið upp og selt, ef viðunandi boð fæst
til lúkningar skuld, að fjárhæð kr. 60.381,00,
auk vaxta og kostnaðar, á opinberu uppboði,
sem haldið verður að Garðhúsum í Seylu-
hreppi, Skagafjarðarsýslu, laugardaginn 23.
febrúar n. k. kl. 2 e. h. Uppboðsskilmálar,
bókaskrá og önnur skjöl, varðandi söluna eru
til sýnis í skrifstofu embættisins.
Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu
5. febrúar 1963.
írak —
Sauðfé
Framhald af bls. 10.
Hinn 10. nóvember 1952 skil-
um við Sæmundur í hendur ráð-
herra greinargerð, sem er 100
vélritaðar síður, er nefnist:
Greinargerð um athugun á að
friða Reykjanesskaga ásamt
Reykjavík, Hafnarfirði og ná-
grenni bæjanna fyrir ágangi
búfjár. — Samin haustið 1952
af Árna G. Eylands og Sæ-
mundi Friðrikssyni.
Greinargerðin endar á frum-
varpi í 14 greinum er við köllum:
Frumvarp til laga um búfjár-
haid í bæjum og öðru þéttbýli.
Greinargerð þessi hefir senni-
lega aldrei verið prentuð, en mun
að sjálfsögðu vera til í Landbún-
aðarráðuneytinu. Vil ég eindregið
ráða þeim sem nú vilja athuga
þetta mál sem bezt að kynna sér
greinargerð okkar Sæmundar
með hausi og hala. Ekki af því
að ég haldi að við höfum verið
alvitrir f máli þessu 1952 (né sé-
um það enn), heldur fyrir þær
sakir, að ég hygg að hvergi sé
á einum stað að finna jafnmiklar
upplýsingar um þetta friðunar-
mál.
Þeim lesendum blaða til upp-
Iýsingar, sem áhuga hafa á mál-
inu, held ég væri ve! til fallið
að birta frumvarpið frá 1952 í
heild eins og það er f niðurlagi
greinargerðarinnar, — það yrði
ekki nema einn dálkur í blaði.
en'það er þó alltaf nokkur um-
ræðugrundvöllur um málið.
Smedal, 7. desember 1962,
Árni G. Eylands.
Framhald af bls. 9.
það einmitt fylgismenn Nassers,
sem stóðu að henni. Þegar sú
bylting var bæld niður, mátti
heita að kommúnistar tækju öll
völd í sínar hendur og fram-
kvæmdu þeir hefndaraðgerðir
gegn Mósúlbúum af ósegjan-
legri grimmd. Síðan hefur kom-
múnískur alþýðudómstóll verið
starfandi í landinu og hinn fyrr
nefndi Hahdawi hefur stjórnað
sífelldum fjöldaaftökum í land-
^ðstaða Kassems hefur þannig
að sumu leyti verið lík að-
stöðu Castros á Kúbu. Þó hefur
sá mikli munur verið á, að Kas-
sem hefur þrátt fyrir innri völd
kommúnista í landinu reynt að
halda vináttu og samskiptum
við Breta. Það stafaði af því að
írak hefur lang mestar tekjur a:
olíugreiðslum frá þeim, er vinna
mikið magn af olíu þar. Á þetta
samstarf féll að vísu skuggi, er
Kassem gerði kröfur til olíu-
svæðanna í Kuwait, en olíu-
vinnslan hefur haldið áfram
truflunarlaust.
Cem fyrr segir kom byltingar-
tilraunin í síðustu viku Kas-
sem algerlega á óvart. Áður en
hann vissi af, Iá bústaður hans
í hermálaráðuneytinu í rústum,
en sjálfum tókst honum þó á
síðustu stundu að komast niður
í kjallarabyrgi og var því enn
á lífi en blóðugur og særður,
þegar byltingarhermenn komu
daginp, eítir inn í rústirnar og
fundu hann þar.
Þessi ósigur var bitur fyrir
Kassem, því að hann hefur
lengi verið uppalandi og kennari
þessara ungu írönsku hermanna,
sem köstuðu sprengjum að bú-
stað hans og tóku hann síðar
höndum.
TZ'assem var leiddur fyrir bylt-
íngarráðið og var þá settur
á skyndidómstóll, sem dæmdi
hann og hinn illræmda Mahdawi
til dauða. Var hann síðan leidd-
ur út og hinir ungu hermenn
og lærisveinar hans stilltu sér
upp í aftökusveit og skutu þá
samkvæmt fyrirskipun.
Þannig hefur blóðug bylting
verið framkvæmd að nýju í írak
á fáum árum. Og nú er enn leit-
að hefndar. Sveitir hinnar nýju
byltingarstjórnar fara um borg-
ina og landið og leita uppi
hryðjuverkamenn kommúnista,
sem eru hataðir líkt og Gestapo
menn á valdadögum nazista.
Það eru því enn ófagrar frétt-
ir sem berast austan frá borg
þúsund og einnar nætur, fréttir
um hefnd og blóðsúthellingu.
Enginn getur sagt fyrir með
vissu hvar þetta tekur enda.
J£n eitt er víst, að viðhorf vest-
rænna þjóða gagnvart Ar-
abaríkjunum þurfa að breytast
Um Iangt skeið hafa þær haft
Arabana og lönd þeirra sér að
féþúfu. Slíkt er undarlegur öf-
ugsnúningur, þegar sjón er sögu
ríkari um það, að fáar þjóðir
eru fátækari og á frumstæðara
stigi en einmitt þær. Þar þarf
mikið að breytast áður en kyrrð
getur komizt á í nálægari Aust-
urlöndum.
Þorsteinn Thorarensen.
ER æ
VAR No. 1
VERÐUR 1
Reiknivélar
PLÚS MÍNUS
MARGFÖLDUN
DEILING
Lougovegi 178 Sfmi 38000
BOklfl ALDS- Oli skrm fst o fij y é lab
PERMA, Garðsenda 21, sími
33968 Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi.
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg
in. Sfmi 14662.
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, sfmi 15493.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU OG DÓDÓ,
Laugavegi 11, sími 24616.
Hárgreiðslustofan
SÓLEY
Sólvallagötu 72,
Simi 14853.
Hárgreiðslustofan
PIROLA
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgrciðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Freyjugötu 1, sími 15799.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13, sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
LAUGAVEGl 90-92
600—800 bílar til sölu, m. a.:
Volkswagen, allar árg. Renau
60—62, Ford Angliu ’56—’61.
Hillmanr: ’56. Skoda 440 ’56,
'58. Fiat 1100 ’54, verð kr.
30 þús. DKV ’63.
Consul ’62 tveggja dyra nýr
bíll. Ford Codiak ’57, ’58. —
Mercedes Benz 220 þús. Vom
wall, Ford, Plymo”th og
Dodge, allar árgerðir.
— Okkar stóri viðskiptamanna-
hópur sannar örugga þjónustu.
Rafglit
Nýjar skraut og
rafmagsnvörur
daglega.
Hafnarstræti 15
Sími 12329
Nærfatnaður
Karlmanna
og drengja
fyrirliggjandi.
IH Muller
22997 • Grettisgötu 62
íbúðir
Önnumst kaup og sölu á
hvers konar fasteignum.
Þið, sem ætlið að kaupa
eða selja fyrir vorið, hafið
samband við okkur sem
fyrst.
Fasteignasalan
Tjamargötu 14.
Sími 23987.
i i
I