Vísir - 15.02.1963, Side 16

Vísir - 15.02.1963, Side 16
Föstudagur 15. febrúar 1963. Tveir Dtmir krefjast ntu milljón kréna skaðabóta af Póststofunni Handknattleikslið íslendinga, fór utan í morgun með flugvél frá Flugfélagi Islands til keppni í Bilbao á Spáni og f París. Sjá nánar á iþróttasíðu bls. 2. (Ljósm. Vísis I. M.) Stökkþróun í furþegaflutn- ingum til og frá íslandi Meiri stökkþróun hefur orðið í farþcgaflutningum til og frá ís- iandi á árinu sem leið heldur en á nokkru einu ári áður, enda meiri farþegaflutningar en dæmi eru til. Sem dæmi um þessa þróun er að á s.l. ári komu til íslands sam- tals 28476 farþegar í stað 23594 árið 1961, eða nærri 5 þúsund manns fleira. Tilsvarandi hlutfall er með þá sem fara héðan til út- landa. Á s.l. ári fóru héðan 28247 farþegar, en 23924 árið áður. Þessi aukning í farþegaflutn- ingum milli Islands og útlanda er að heita má öll með flugvélum. Þannig komu 4728 manns fleiri með flúgvélum 1962 heldur en árið áðúr en ekki nema 154 fleiri með skipum. Héðan fóru 4246 fleiri farþegar til útlanda á árinu sem leið heldur en árið áður, en aðeins 67 fleiri með skipum. Heild artölur farþega frá útlöndum voru á s.I. ári 22553 með flugvélum og 5923 með skipum, en til útlanda 22948 með flugvélum og 5299 með skipum. Af þeim sem komu frá útlönd- um á árinu sem leið voru 17249 útlendingar, eða 3733 fleiri en ár- ið áður og 11227 íslendingar eða 1149 fleiri en 1961. Til útlanda fóru á s.l. ári 16835 útlendingar, í stað 13629 árið áður og 11412 ís- lendingar í stað 10295 árið 1961. Um mörg ár hafa ævinlega flutzt út fleiri íslendingar heldur en komið hafa til landsins, þannig t. d. 285 fleiri á s.l. ári. Þetta stafar ekki hvað sízt af því, að þegar þeir sækja skip til útlanda eru þeir jafnan skráðir sem far- þegar út, en sem áhafnir heim. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingaeftirlitinu, sem einnig gaf Vísi upp framangreindar tölur, hafa menn frá samtals 52 þjóðum heims ferðast til eða frá íslandi á árinu sem leið. Langmest bar þar á Bandaríkjamönnum, eða 4561 talsins og Dönum 4179, næst koma Bretar með 2.155 far- þega og •’jóðverjar með 1725 Frímerkjamálin, sem risu í sambandi við útgáfu hinna svo- kölluðu Evrópufrímerkja árið 1961 hafa verið þingfest. Sem kunnugt er gerðu tveir danskir frímerkjakaupmenn stórar pant anir til frímerkjasölu Póststof- unnar f Reykjavík, en fengu ekki það, sem þeir báðu um og töldu sig hafa verið hlunnfarna i viðskiptunum. Gerðu þeir bið ir stórar pantanir til frímerkia sölunnar en fengu lítið eða ekk ert upp í þær. Hafa þeir gert stórfe'ÞUr skaðabótakröfur á hendur frí- merkjasölunni. Hörður Ó'.afs- son, lögfræðingur hefur i?eð höndum mál Fritz Neve og ger ir kröfur um að umbjóðanda hans verði greiddar 848.430,88 danskar krónur, en Ágúst Fjel- sted, lögfræðingur er með mál Roberts Bechsgaard, og gerir kröfur að upphæð 591.600,00 danskar krónur. Er fyrri krafan að upphæð jafngildi 5,3 millj. íslenzkra króna en hin síðari að jafngildi um 3,7 millj. ísl. kr. Kröfurnar eru miðaðar við þá hækkun, sem varð á frímerkj- unum eftir frfmerkin komust á almennan markað. Gangur málanna er í stórum dráttum á þá leið að póst- og símamálastjórnin sendi 12. júlf 1961 út umburðarbréf, þar sem tilkynnt var um útgáfu svo- nefndra Evrópufrímerkja 1961. Fritz Neve, sendi nokkrar pant anir, ásamt fullnaðargreiðslum, og var hin síðasta send 10. september, 8 dögum áður en frímerkin áttu að koma út, en útgáfudagur þeirra var 18. sept. Framh. á bls. 5. Kona Small kafara framdi siálfsmorð Þær hörmulegu fréttir berast nú frá London, að frú Mary Small hin unga og fagra lcona kafarans Peter Small hafi fram ið sjálfsmorð í íbúð sinni í Mayfair. Hún hafði opnað fyrir gaskrana f íbúð slnni og fannst látin í rúmi sínu á miðviku- dagsmorgun. Afdrif Smallhjónanna eru mikill harmleikur. Þau komu við á íslandi skömmu fyrir jól, en þá var Peter Small á Ieið- inni vestur til Kaliforniu þar sem hann ætlaði að reyna að setja heimsmet í köfun. En það fór verr en ráðgert hafði verið. Hann fórst í tilrauninni og á meðan leið hin unga kona hans miklar sálarkvalir en hún beið f skipinu meðan verið var að reyna að bjarga honum. Það eru aðeins tveir mánuð- ir síðan þau giftust. Ferðin til Kaliforniu var jafnframt hveitibrauðsferð þeirra. Allt hefur þetta borið hina 23 ára konu ofuriiði. Síðasti koss hinna nýgiftu hjóna. Mary kveður eiginmann sinn rétt áður en hann kafaði. Hneykslanleg aðbúð beims- Tregur afli á línu ^ræ9s Hstafólks Afli á Iínubáta hefir verið mjög tregur. Engin bátur er á sjó í dag og munu þcir nú _ sumir að minnsta kosti — fara á net. Fimm Reykjavíkurbátar voru úti í gær og var aflinn að eins 1—5 lestir. Engir bátar eru á síld á suður- miðunum og þeir stunda veiðar á austurmiðum liggia í Eyjum veðurs vegna. Frá Akranesi voru engir bátar á sjó í gær og engir f dag. Það er steindautt á lfnuna, sagði fréttarit- ari Vfsis, og austan rok á hafinu, þótt gott sé í landi. Engir bátar eru famir á net. Það var troðfullt hús í Austurbæjarbíói, þegar Mme Halina Czemy- Stefanska, hinn heims* frægi pólski píanóleik- ari, hélt fyrstu tónleika sína á Islandi í fyrra- kvöld. Áheyrendur biðu þess með eftirvæntingu að fá að heyra listakon- una túlka verk hins ó- dauðlega samlanda síns, Frederic Chopins. Og vafalaust var Mme Stef- anska líka eftirvænting- arfull að leika í fyrsta sinn fyrir íslenzka áheyr endur og reiðubúin að leggja sig alla fram. En hvernig á píanóleikari, jafnvel þótt snillingur sé, að geta haft vald yfir hljóðfær- Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.