Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 3
V1 S IR . Þriðjudagur 19. febrúar 1963, 3 6 i:;, ■■ i ; fe i ml» ■ ÍT/í,, fjj 1 L • itfijj Fregnir af furðulegu lífeðlisfræðilegu fyrir- bæri berast nú frá Rúss- landi. Stúlkan sem Myndsjáin birtir hér myndir af hefur sýnt einkennilega hæfileika, sem ekki er vitað til að hafi komið fram nokkru sinni áður. Stúlkan heit- ir Rosa Kuleshova og er frá bænum Nishny Tagil í Úralfjöllum. Það ein- kennilega við hana er að hún getur séð með fing- urgómunum líkt og augu væru á þeim. Rosa er 22 ára. Hún fæddist á stríðsárunum og eins og mörg styrjaldarbörn verða hefur hún verið mjög viðkvæm á taugum. Þá gerðist það fyrir tveiinur árum, að hún varð fyrir miklu taugaáfalli í slysi. Upp úr því fór að verða vart þeirra ein- kenna eða hæfileika, sem sál- fræðingar skilja vart. Fingur- gómar stúlkunnar urðu svo næmir, að hún gat greint ljós og skugga með þeim. Er næm- leikinn svo mikill, að Rosa get ur nú lesið blöðin með lokuðum augum með því einu að renns fingurgómunum yfir línurnar Við lesturinn notar hún tvo fing urgóma á hægri hönd og við æf- inguna virðist næmleikinn auk- ast stöðugt svo að hún getur lesið viðstöðulaust, FURÐULEGT FYRIRBÆRL Rússar staðhæfa, að hér geti engin brögð verið í tafli. Hafa hinir færustu sálfræðingar þar f landi tekið stúlkuna til rann- sóknar og þaulprófað þetta. Þar er fremstur í flokki prófessor einn að nafni Isaac Goldberg. Það er álit þessara sérfræð- inga, að í þessu tilfelli hafi hitaskynfæri og taugar breytt um hlutverk sennilega þannig að þær hafa fengið tengsl við sjónstöðvar heilans og skynja þær mismun á ljósi í stað þess að skynja hitabreytingar. Myndir þær sem fylgja hér í myndsjánni eru frá tilraunum sálfræðinga með Rosu Kules- hovu. Efri myndin sýnir hvar hún er að lesa töflu með rúss- nesku letri með fingurgómunum og hefir bundið fyrir augun. Til þess að útiloka að snerti- skynjun geti hjálpað stúlkunni er glerplata höfð yfir letrinu. Gat stúlkan lesið stafina við- stöðulaust með fingurgómunum. Virtist það ekki mikill vandi fyrir hana enda er hún vön að lesa minna letur. Eitt er það sem sálfræðingarn ir velta fyrir sér, hvort stúlkan gæti greint liti með fingurgóm- unum. Bjuggust þeir vart við þvl að sjónskýnið væri svo full- komið og héldu að það væri litblint. Lögðu þeir nú fyrir hana lita spjald með níu mismunanri' litareitum. Sýnir neðri mynri in þegar Rosa gekk undir þettr próf. Það má geta nærri að rú.c nesku prófessorarnir urðu und andi, þegar Rosa lét fingurgói ana renna fyrir spjaldið ot sagði viðstöðulaust hvaða liti væru á því. ilitl llyiÍIBKlÍ • -• - hHIh ■'tJ,; S' < 1 >? f{ „■■ •» ) J ■> .*/ I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.