Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 19. febrúar 1963. ————wn iM » 'i iM——mssa Tæknimenntm ¦jþað má segja að nú fari fram allsherjarvélvæðingu á öllum sviðum þjóðlífs okkar íslendinga. Það er því knýjandi nauðsyn á því að nægur f jöldi lærðra manna sé fyrir hendi tíl að byggja upp þá vélvæðingu. í fyrsta lagi næg- ur fjöldi járniðnaðarmanna og rafmagnsiðnaðarmanna frá hinum ýmsu greinum þessa iðnaðar. Sama er að segja frá símvirkjun- ariðnaðinum. Allir þurfa þessir menn að hafa tækifæri til að afla sér mjög aukinnar þekkingar, sem er sambærileg við það bezta á meðal þjóða sen lengst eru komn ar á tæknisviðinu. En þegar búið er að koma upp iðnaðarmiðstöðvunum eða verk- smiðjunum og hinum aukna fjölda ofkuvera, sem er undir- staðan fyrir iðnaðarmiðstöðvun- um, er ennþá meiri þörf á mjög auknum fjölda vélstjórnarmanna, sem hafa aflað sér þeirrar full- komnustu menntunar á hinu fag- Iega og vsrklega sviði, sem frek- ast er unnt að veita. Þeirra hlut- verk á svo að verða það að sjá um rekstur og viðhald hinna dýru véla, sem er í verksmiðjunum og framleiðslumiðstöðvunum. Einnig til að sjá um rekstur og viðhald hinna stóru og mörgu orkuveravéla, sem þegar eru til eða verið er að auka við nú og verða reist á næstu árum og ára- tugum. Það er því augljós þörfin og hún er mjög aðkallandi á mjög auknum fjölda iðnaðarmanna og vélstjórnarmanna , til að tryggja framgang þeirrar vélvæðingar, sem nu stendur yfir, Það veltur 'því mjög á því að öll tæknimenntunin sé skipulögð á sem hagkvæmastan máta, en þó aukin eftir því sem nauðsynlegt verður á hverjum tíma. Vélstjórn- armennirnir eiga að sjá um rekst- ur og viðhald allra þeirra véla, sem eru í orkuverunum og iðnað- arstöðvunum. Þeir eiga i.j gæta þess að engar eða sem minnstar gangtruflanir verði. Það er því nauðsyn að þeir eigi ávallt greið- an aðgang að þeim menntastofn- unum, sem geta veitt nauðsynlega * fræðslu á hverjum tíma. Nú þegar í smíðum er nýtt laga frumvarp, sem á að bæta úr þeirri brýnu þörf, sem hér hefur lauslega verið minnzt á, þá veltur á miklu, að vel takist um þá laga- smíði, um alla tæknimenntun, bæði gagnvart iðnaðarmönnum og vélstjórum. Það er mjög mikil- vægt að hin aukna þörf mjög aukins f jölda þessara manna verði ekki til þess að dregið verði úr kröfunum til aukinnar þekkingar í sambandi við námið, með stytt- .r.gu námstímans. Það verður þvert á móti að auka þekkinguna. Þar sem allar vélar verða stöð- ugt margbrotnari og fullkomnari. en það útheimtir nákvæmara eft- irlit og viðhald. Einhver kann ar; hugsa sem svo: Hvernig er hægt að auka krofur til meiri þekking- ar, á sama tíma og svo miki! vöntun er faglærðra manna, bæði i járniðnaði og öðrum hliðstæðum greinum, er ekki eina lausnin að stytta námstímann. Ég tel að sú freisting megi ekki undir neinum .mngumstæðum ráða gerðum manna. Málið er hægt að leysa með hagkvæmari námstilhögun, þannig að stofna undirbúnings- deild með faglegum, verklegum og bóklegum námsgreinum, sem eru samræmdar við tilheyrandi tækni- nám, við .þetta nám gætu piltar fengið að byrja innan 15 ára ald- urs, þar læra þeir hagnýta notkun áhalda sem þeir kæmu til með að nota við hið eiginlega tækninám, eða iðnaðarnám, sem þeir tækju á eftir þessum undirbúningstíma, sem mætti stytta um allt að y3 eftir því hvað undirbúningstíminn eða undirbúningsdeildin stæði yf- ir langan tíma. Sama regla gildir fyrir allar greinar iðnaðarins og fyrir þau vélstjóraefni sem ætluðu sér að fá fullgild vélstjóraréttindi. Þannig að undirbúningsdeild plús verklegt námskeið, plús hið eigin- lega fagnám, tæki svipaðan tíma og nú er, en þá öðluðust þeir full iðnréttindi hver á sínu sviði. m Xfg vil af sérstökum ástæðum leggja ríka áherslu á það að vélfræðinemar verði að ljúka fullu vélsmíðanámi, hafi lokið fullu fagprófi og þá öðlast full iðnaðar réttindi. Þannig að undirbúnings- deild og verklegt námskeið, yrði byrjunarnám og járniðnaðarnám- ið tæki við á eftir. Þetta tímabil Eftir Þorkel Sigurðsson vélsíjóra Þorkell Sigurðsson eftir því sem mér skildist átti þessi tími að gefa mönnum rétt til fyllstu vélstjóraréttinda að af- Ioknu vélstjóranámi. Ef einhver fótur væri fyrir þessum orðrómi, þá væri hér stígið svo stórt skref afturábak, í stað aukningar á allri tæknimenntun, að það tjón sem af því hlytist, yrði erfitt að vinna upp aftur. Ég vil því af heilum þekkingu, að þeir geti í öllum til- fellum, fundið þá réttu lausn í hverju vandamáli, sem geta orðið margs konar, bæði á sjó og landi þeir verða og að geta innt af hendi fullkomið eftirlit með öll- um viðgerðum og haft verkstjðrn á hendi við allar viðgerðir og niðursetningu véla, og taka slíka vinnu út eftir að henni er lokið. Þetta er i stuttu máli það aðals- merki, sem íslenzk vélstjórastétt hefur sett sér og gert að höfuð markmiði og miðað allar kröfur til þekkingar við það. Það hefur því gengið sem rauð- ur þráður í gegnum alla starfs sögu vélstjórafélagsins, að vél- stjórarnir hafa alla tíð haft for- göngu um auknar kröfur um aukna þekkingu til ríkisstjórnar- innar og ávallt verið í sókn á því sviði. Þetta byrjaði á stofnfundi vél- stjórafélagsins 20. febrúar árið 1909, en þá gengust stofnendurnir fyrir því að hafizt var handa um samningu 1. Iaga um vélfræðinám og vélfræðikennslu fyrir íslenzk skip. Til að semja þau lög var þjóðinni, að fá þá fullkomnustu fræðslustofnun sem völ er á „Au5 vitað var honum það flestum ljó>- ara, að með því að koma upp hinni fullkomnu fræðslustofnun til sérþekkingar á tæknisviðinu, og fyrir allar sérgreinar sjávarút- vegsins, var öll framtíðarafkoma íslenzku þjóðarinnar bezt tryggð þótt hann notaði þetta sérstaka tækifæri, til að láta hina íslenzku sjómannastétt vita, það að hann kunni að meta framlag hennar 1 uppbyggingu íslenzks atvinnulífs, og jafnframt að þegar fslenzka vélstjórastéttin og íslenzkir skip- stjórnarmenn voru að berjast fyr- ir aukinni fræðslu í sérgreinum sínum, sem lengdi Iærdómstíma þeirra. Þá voru þeir að berjast fyrir framtíðarvelferð hinnar íslenzku þjóðar og voru tilbúnir að færa fórnir til að ná því niarki. Því þeir gerðu sér þá grein fyrir því er koma mundi, en það var alþjóðleg vélvæðing sem mundi þurfa þúsundir starfandi handt, með sérþekkingu, til að sú vél- væðing gæti tekizt. og vélstjóramennt m » tæki fjögur ár samanlegt, eins og nú er, en það ynnist við þetta, að þeir gætu byrjað tveimur til þremur árum fyrr, en ella væri, eða á meðan hin ríka athafnaþrá er í unglingnum, og væru heldur ekki byrjaðir á öðru námi, og því eðlilegt að álykta svo, að miklu fleiri en nú hæfu nám í þessum greinum. Að sjálfsögðu verður svo vél- skólakenslan með svipuðum kröf- um til náms eins og verið hefur, með lágmarkstíma þrjú skólaár. Þótt ég viti það ekki með vissu á þessu stigi málsins, tel ég víst að í sambandi við þá tæknináms- löggjöf sem nú er í smíðum, sé gert ráð fyrir stofnun tæknideild- ar, við Vélskóla íslands er það mjög aðkallandi nú, s. b. það sem að framan er sagt. Ég hef þá trú að mikill meiri hluti vélskólamanna mundi bæta þeim tíma við námstíma sinn. I7' hef'verið þetta fjölorður um vél- fræðimenntunina, vegna þess að ég hafði heyrt að komið hefði til orða í sambandi við hið væntan- lega frumvarp um tækninámið að láta nýja deild, þar er undirbún- ingsdeild við Vélstjóraskólann i Reykjavík, kom í stað verkstæð- isnnámsins, en í þeirri undirbún- ¦ ingsdeild yrði og verklegt nám skeið, og ætti þessi deild að koma , stað 4ra ára verkstæðisnámsins en í þeirri undirbúningsdeild yrði og verklegt námskeið, og hug vonast til þess, að slíkt fyrir- bæri eigi ekki eftir að koma fram í dagsljósið. En ekki veldur sá er varar við, og því taldi ég rétt að það kæmi hér fram. Ef slík undirbúningsdeild væri stofnuð við vélskólann gæti hún miðað til heilla ef hún væri sem "fiblH!aTFa3,13}afa vélstjóraefni frá 15 til 18 ára áldurs, til að tileinka sér fullkomna verkkunnáttu og rétta meðferð þeirra tækja sem þeir kynnu að þurfa að nota, við hið eiginlega vélvirkja eða járn- iðnaðarnám, sem skilyrðislaust yrði að koma á eftir, til að öðlast fullgild iðnréttindi sem og væri skilyrði fyrir fullgildum vélstjóra réttindum, samanber það sem að framan er sagt, og eins og nu er krafizt. Vn hvers vegna þurfa þá vél- stjóraefni að eyða þessum langa námstíma munu menn ef til vill hugsa, því er til að svara að vélstjórarnir þurfa að kunna að smíða allt sem smíða þarf til við gerðar og viðhalds þeirra véla sem þeir eiga að bera ábyrgð á. Þeir verða að hafa svo staðgóða Hr. Sveinn Bjömsson síðar forseti íslands fenginn, og þau síðan lögð fyrir Alþingi fyrir hönd félags- sjóðsins. í framhaldi af þessu barðist svo V. S. F. í. fyrir stöð- ugt auknu námi fyrir vélstjóra efnin þar til vélskólinn komst i það horf sem hann er í ntf. « u * • - 'u' Þá varð það og margra ára bar áttumál vélstjórastéttarinnar að koma upp rafmagnsdeildinni, við vélskólann sömuleiðis tók það mörg ár að hamra það í gegn að koma upp hinu glæsilega húsi Sjómannaskólans, þar sem allar deildir vélskólans eru staðsettar. í þessu sambandi vil ég rifja upp þau ummæli sem núverandi for- sætisráðherra, Hr. Ólafur Thors viðhafði um það leyti sem átti að fara að hefja framkvæmdir á byggingu Sjómannaskólans. En honum fórust orð á þessa leið: „Nú skulum við loks láta verða af því að efna marggefin fyrirheit og koma upp það fullkomnu skóla húsi fyrir allar sérgreinir siávar- útvegsins, sem sérþekkingu þarf til við. Sjómannastéttin er alls góðs makleg og á það inni hiá Á þessu tímabili verður að segja það og leggja áherslu á það að alla tíð hafa ráðamenn þjóðar innar talið heillavænlegast að leita ráða og hafa samvinnu við Vél- stjórafélag íslands í allri uppbygg ingu vélfræðinámsins, sömu sögu er að segja um einstaka alþingis- menn, með örf áum undantekning- um, en nokkur átök urðu þó, á fyrstu árunum, þar sem menn vegna vöntunar vélstjóra höfðu fengið undanþágu til vélgæzlu, og kom að því að flutt voru nokkur frumvörp sem áttu að veita þess- um mönnum fullgild réttindi án aukinnar þekkingar, en alltaf tókst að leysa þetta, þótt á stund um yrði allhörð átök á milli Vél- stjórafélagsins og þeirra þing- manna, en hin heilbrigðu sjónar- mið báru sigur úr býtum, eins og fyrr er sagt, og málin leyst með stofnun sérstakrar, nokkra mán- aða námskeiðsdeildar, sem svo veittu þessum mönnum mjög tak- mörkuð réttindi. Mikið vatn hefur til sjávar ruhnið, síðan þessi átök áttu sér stað. Nú eru komnar í notkun Framh. á bls. 10 "¦"*;; ' ¦ ' •¦' Þingfundir voru stuttir í gær- dag, 10 mínútur í hvorri deild. Kom hvoru tveggja til, að á dag- skrá voru mál, sem áður hafði verið fjallað um, og einnig hitt, öll voru þau þess eðlis, að ekki var hægt að gera ár þeim mat á pólitíska vísu. I neðri deild voru afgreidd á- fram Skálholtsfrumvarpið, frum vörp um landshafnir í Viðey og Tíðindalaust á þingi. Keflavík, um vátryggingafélög fiskiskipa og breytingar á sigl- ingalögum. Þá var og afgreitt til annarar umræðu og nefndar frumvarp um fullnustu nor- rænna refsidóma hér á landi. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra flutti frumvarpið og lét þess m. a. getið, að hér væri á ferðinni mál, sem ekki hefði mikla raunhæfa þýðingu en því meira fræðilegt gildi. 1 frum varpinu fælist mikil viðurkenn ing hinna Norðurlandanna á ís landi sem sjálfstæðu réttarríki. í efri deild voru afgreidd um ræðulaust nefndarálit um tunnu verksmiðjur, frumvarp um ríkis borgararétt og þá flutti Karl Kristjánsson (F) frumvarp úm breytingar á skólakostnaði Allmargir varamenn sitja nú á þingi í stað ýmissa bingmanr.a sem forfallaðir eru, flestir vegna funda Norðurlandaráðs. Meðal þeirra má nefna Jón Pálsson, Gísla Jónsson menntaskólakenn ara og Sigurð Bjarnason fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Einar Ágústsson fyrir Framsóknar flokkinn, Unnar Stefánssou (A) og Margréti Sigurðardóttur fyr ir Einar Olgeirsson. *mmefr-**2Ssisae

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.