Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 19.02.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 19. februar 1963. 75 DAGURILIFIÍVAN5 >f Steingrímur Sigurösson þýöir eftir A. Solzhenitsyn Kl. fimm þennan morgun hljóm aði morgunkallið, eins og venju- lega. Hamri var slegið á járnrimla verk við bækistöðvar fangabúða- stjórnarinnar. Slitrótt hljóðin smugu tæpast gegnum gluggarúð- urnar — hrfmið á þeim var tvœr fingurbreiddir að þykkt. Hljóðin dóu næstum því eins skjótt og þau hófust. Það var kalt úti, og fangabúðavörðurinn var tregur til að halda lengi áfram morgunkall- inu. Hamarshöggin hættu. Úti var allt eins og um hánótt, þegar ívan Denisovich Shukov var vanur að fara fram úr til að létta á sér. Kolniðamyrkur — að því undan- skildu, að daufgulan bjarma lagði frá þrem ljósastaurum — tveim í útjaðrinum og einum innan við girðingu fangabúðanna sjálfra. Engin hræða kom til að hleypa lokunni frá skálaklefahurðinni; ekkert hljóð heyrðíst, sem gaf til kynna, að skálaverðirnir væru að koma stöng fyrir á kamarsfötunum til að bera þær út. ' Það kom aldrei fyrir Ivan, að hann svæfi af sér morgunkallið. Hann fór alltaf strax á fætur, því að næstu nítíu mínútur eða þar til þeir komu saman til vinnu, átti hann út af fyrir sig, en ekki yfir- völdin Auk þess gat hver, sem gamall var 1 hettunni, unnið sér svolítið inn með- því að sauma skjólvettlinga úr gömlu ermafóðri; eða hann gæti fært einhverjum rík- um fanga í vinnuflokknum hnéháu kuldastfgvélin, skraufþurr, £ fletið, svo að sá þyrfti ekki að klöngr- ast berfættur innan um stígvéla- hrúguna á gólfinu í leit að þeim Svo var alltaf hægt að ganga á milli skemmanna og bjóða þjónustu sína, sópa hinu og þessu dóti burt eða sækja annað; eða fara inn í borðsalinn til að tína matarskálar af borðunum í stafla og bera þær síðan til uppþvottamannanna í eld- húsinu. Það var öruggt, að þar var manni gefið eitthvað að borða, þótt nógir aðrir væri um hituna, yfrið nógir, og það, sem verra var: Ef menn fundu matarskál með einhverjum leifum, var ekki hægt að standast freistinguna og sleikja þær. En Ivan hafði aldrei gleymt því, sem Kuziomin, fyrsti fyrirliði vinnuflokks hans, sagði, en hann var fangi, sem enginn bilbugur var á; hafði árið 1943 þegar setið inni í 12 ár. Hann sagði við nýliðana, nýkömna frá vígstöðvunum, er þeir sátu við eldinn á afskekktum bletti í skóginum: „Piltar, hér lifum við eftir lögum óbyggðanna. Þ<5 heppnaðist mönn- um að lifa þetta af. Vitið þið, hverjir þeir eru, sem fangabúðirnar gera út af við? Það eru þeir, sem sleikja upp leifar annarra: Þeir sem eru í náðinni hjá læknunum, eða þeir, sem kjafta frá félögum sín- um." Hvað slefberana varðaði, hafði hann á röngu að standa. Þeir ná- ungar voru örugglega hólpnir, þeir björguðu einfaldlega sínum skráp á kostnað annarra. Ivan fór alltaf á fætur við morg- unkallið. En ekki £ dag. Honum hafði liðið undarlega kvöldið áð- ur. Um nóttina hafði hann ekki getað haldið á sér hita. í svefn- inum hafði honum jafnvel fundizt að hann væri orðinn alvarlega veikur. Og annað kastið fannst honum að sér væri að létta. Hann hafði óskað þess innilega, að morg- unninn h?emi ekki. En morgunninn lét ekki á sér standa fremur en vant var. Hvað sem öðru leið, var ekki að undra, þótt honum hefði verið kalt þessa nótt. Ekki þurfti annað en að líta á hrfmið þarna á rúðunum og hvft ir köngulóavefir af hélu hengu alls staðar í skálanum, þar sem veggir og loft npettust, Hann fór ekki á fætur. Hann lá í fleti sfnu f efsta bálk, höfuðið á honum grafið inn í teppi og frakka með báða fæturna á kafi f annavri erminni á vattfóðraða frakkanum sinum, og enda9i«M~^rerminni haf^i hann smeygt inn uridir sig. Hanh gat ekkert séð, en heyrn hans hermdi honum allt, sem gerðist í skálanum og einkum þó f horn- inu, þar sem vinnuflokkur hans hafðist við. Hann heyrði þungt fótatak skálavarðanna, þegar þeir voru að bera eina af stóru kamars- fötunum eftir göngunum. Þetta var talin *létt vinna, eiginlega starf handa lasburða vesalingum, en þú ættir bara að reyna sjálfur, lagsi, að bera þær án þess að nokkuð af óþverra skvettist niður. Hann heyrði nokkra úr 75. flokknum fleygja stígvélunum með skellum á gólfið í þurrkklefanum. Nú voru þeirra piltar komnir á stúfana. (Það var líka komið að flokki þeirra sjálfra að þurrka kuldastígvél). Fyrirliði vinnuflokksins, Tiurin, og aðstoðarmaður hans Pavlo fóru í kuldastígvélin án þess að mæla orð af vörum, og hann heyrði braka £ fletum þeirra. Um þetta leyti var Pavlo einmitt vanur að fara til brauðgeymslunnar og Tiur in til bækistöðva fangabúðastjórn arinnar, með viðkomu hjá yfirverk- stjórninni... O, ekki eingöngu til að gefa sína venjulegu skýrslu til yfirvald- anna, sem skiptu niður og skipu- lögðu hin daglegu verk. Það skaut upp í huga Ivans, að þennan morg un væri allt á huldu um örlög hans: Þeir höfðu hug á að flytja 104. vinnuflokkinn úr byggingar- deildinni í nýtt aðsetur, bústað, sem samrýmdist kröfum um „sósíal istiska lifnaðarhætti". Þessi húsa- kynni voru á bersvæði, umlukin snjósköflum, og áður en nokkuð annað væri hægt að aðhafast, yrðu þeir að grafa holur og setja niður gaddavírsstaura. Girða sig sjálfa af, svo að þeir hlypust ekki á brott. Fyrr mundu þeir ekki byrja á byggingarvinnu. Heill mánuður mundi líða, án þess að þeir hefðu hlýtt skjól. Ekki einu sinni hundabyrgi og liíi- lokaður væri eldur til þess að orna sér við. Hvaðan átti eldiviðurinn að koma? Maður varð að hita sig upp með vinnu. Það var eina lausn in. Ekki var að undra, þótt fyrir- liði vinnuflokksins væri áhyggju- fullur á svipinn: Það var á hans færi að troða einhverjum öðrum flokki, einhverj um leiðindagemsum, f verkið f stað inn fyrir 104. vinuflokkinn. Vita- skuld mundi hann ekki fá sam- þykki yfirvaldanna, ef hann kæmi til þeirra með, tvær hendur tómar. Hann yrði að taka pund af svína feiti með sér til yfirmannsins, ef ekki tvö. Það skaðar aldrei að reyna, og af hverju ekki að demba sér í veikindi og reyna að fá nokkra daga frí, ef þess er kostur. Þegar öllu var á botninn hvolft, fannst honum eins og allir limir hans væru úr liði gengnir. Svo fór Ivan að velta fyrir sér, hver af fangabúðarvörðunum væri á vakt þennan morgun. Það var meira en komið að þvf, að nafni hans ætti að standa vaktina. Ivan fangavörður var magur, krangaleg- ur dökkeygur liðþjálfi. Við fyrstu sýn virtist hann hreinasti ógnvald- ur, en við nánari kynni reyndist hann einn elskulegasti vaktavörð- urinn. Hann setti aldrei neinn í svartholið og leiddi engan fyrir yfirfangavörðinn. Þess vegna á- kvað Ivan Shukov að liggja i fleti sfnu svolítið lengur, að minnsta kosti meðan þeir úr skála 9 voru að matast f borðsalnum. ÖIl bálkagrindin með fjðrum fletum byrjaði að hristast og svigna. Tveir fletbúanna voru að fara á fætur samtímis. Náunginn í efsta bálknum við hliðina á ívan babtistinn, Aliosha að nafni, og Buinovsky fyrrum kapteinn f sjóhernum, sem var í fletinu fyrir neðan. Skálaverðirnir byrjuðu að rffast um, hver þeirra ætti að sækja heitt vatn, eftir að þeir höfðu fjar- lægt báðar kamarsföturnar. Þeir rifust í nöldurstóni eins og gamlar kerlingar „Heyrið mig þarna, þið sem fruss ið eins og tvær ómerkilegar eld- spýjur", glumdi í rafmagnsfúsk- 'aranum í 20. vinnuf lokknum, „hætt ið þessu". Hann grýtti stígvéli í þá. Stígvélið lenti á staur. Þeir hættu að rffast. 1 nálægum vinnuflokki hreytti aðstoðarfyrirliðinn út úr sér lágt: „Vasili Fyodorovich, enn einu sinni hafa þeir í birgðageymslunni svik- ið okkur, þeir, þessar slfmugu rott ur. Þeir hefðu átt að láta okkur fá fjögur 900 gramma brauð, en ég hef aðeins fengið þrjú, hverjir eigí að vera settir hjá?" Hann talaði I lágum hljóðum, en auðvitað heyrði allur vinnuflokkurinn, hvað hann sagði, og beið milli vonar og ótta eftir því, hver myndi verða af brauðsneið þetta kvöld. Ivan lá áfram á sagdýnunni sinni sem nú var orðin hörð sem tré af langri notkun. Bara, ef það gerðist annað hvort, að hann fengi háa hita eða verkirnir í liðamót- unum linuðust. Á meðan tuldraði Alosha bænir sfnar, og Buinovski var kominn til baka frá kamrinum og mælti af munni fram, en ekki til neins sér- staks, með einskonar lævibland- inni kátínu: „Jæja sjómenn góðir, bítið á jaxlinn. Það er 30 stiga frost núna — svo mikið er vfst. Ivan ákvað að segjast vera veik- ur. Þegar línuveiðarar - Framh at Dls. 4 um árum, var sagt að það væri gert til að veiða kolann, sem væri orðinn svo mikill að til vandræða horfði. Það vita allir, að það var alls ekki meining dragnótaveiðimanna að veiða kolann, heldur þorskinn og ýsuna og það hafa þeir gert næstum óhindrað. Nú er á- standið orðið þannig, svo dæmi sé nefnt, að trillubátar fá ekki bein úr sjó. — Wér * Akranesi eru menn yfirleitt allir á móti dragnótaveiðum? — Já, það er eðlilegt, við fengum áður að kenna á afleið- ingum dragnótaveiðanna hér í Flóanum, þegar svo var komið að mestu aflamenn eins og Eilífur ísaksson urðu að veiða kola og marhmit hér við bryggju til að beita á lóðina. Ég kenni þet'ta algerlega fiskifræð- ingunum, sem virðist fyrirmun- að að skilja að hér er um rán- yrkju að ræða. Ef svona á að halda áfram, held ég að það væri heppilegast að afmunstra fiskifræðingana. — En hvað með línuveið- arnar núna? — Það er orðið ákaflega erf- itt að stunda línuveiðarnar, af því að það er svo mikið lang- ræði. Áður var algengt að sigla 2—3 tíma á miðin, nú verður að sigla 7 tíma ef nokkuð á að fást og þá tekur túrinn iy2 sól- arhring. — "C'óru línuveiðararnir gömlu ekki oft á sildveiðar á sumrin? — Jú, ég man eftir mörgum miklum sildarsumrum fyrir Norðurlandi. T. d. 1940 þá var óhemju síld á öllu svæðinu frá Horni og austur að Langanesi. Ég man t. d. eftir fögrum morgni f mynni Eyjafjarðar. AN7 NOW, A FAAMUA.K. AN7 WELCOME FACE APPEARE7--SILL ALMON7 TOTHE gSSCUE'. f.lt-ftb) Þar var geysileg vaðandi sfld svo langt sem augað eygði. Þó sfldveiðin væri góð f sumar, komu aldrei slfkar torfur. Nú var síldin veidd þó hún væði ekki. Og nú geta bátarnir tekið miklu stærri köst, því að næt- urnar eru miklu stærri og úr sterku næloni. Þó það væri svona mikil sfld f sjónum f gamla daga, man ég ekki eftir eins stórum köstum og þeir taka nú. Mitt mesta kast var t. d. 1100 mál og stærsta kasti sem ég man eftir í þá daga náði Sigurjón Einarsson á Garðari, sem nú stjórnar Dvalarheimil- inu. Hann var með 1625 mál. Tjetta sumar, sem ég man eftir voru sfldarbátarnir lfka miklu færri en nú. Mig minnir að það væru 120 nótir í allt og öll aðstaða var lakari. Þeir, sem óheppnir voru gátu fengið 25 daga löndunarbið og veiðibann a*' sig yfir" sumarið. Og þá þurfti að ýta allri sfld f handvöggnum upp eftir bryggj- unum. Það var sagt, ef skip landaði 1500 málum væri skipshöfnin búin að ganga jafn langa leið með handvagnana fram og aftur eftir bryggjunni og nam vegalengdinni frá Reykjavfk til Þingvalla. Þá voru aðrir tímar en nú, og það yrði sannarlega veiði ef bátaflotinn okkar eins og hann er í dag kæmist f síldartorf- urnar eins og þær voru stund- um í gamla daga. '\7'ið förum nú að ljúka þessu tali. Ég spyr Guðmund nokkuð um radfóþjónustuna við bátana. Radióstöðin var sett upp 1957 og það eru tft- gerðarmennirnir á Akranesi sem reka hana f sameiningu. — Það hefur stundum verið talað um það, Guðmundur, að koma ætti á tilkynningaskyldu fyrir bátana af öryggisástæð- um, að þeir tilkynni á hverjum sólarhringi hvar þeir eru nið- ur komnir. Er auðvelt að fram- kvæma þetta? — Já, það er ákaflega auð- velt að framkvæma það og sjálfsagt að koma slfkri til- kynningaskyldu á. Gæruulpur aðeinskr.990 Æstir fleygðu hinir innfæddu reipi yfir grein á háu tré og byrjuðu að hífa Tarzan upp. F.n skyndilega kvað við skot og snar an um háls Tarzans hrökk í sund ur. Og nú kom kunnugt andlit í ljós — Bill Almond var kom- inn til hjálpar. p: iaqkaup|

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.