Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 25.02.1963, Blaðsíða 4
 ~v~.tdir . IfSSnudagur 25. febrúar 1963. ^sssasafBs roouriar er I innan barrskógabeltisins ÍSLAND er í gróðurfarslegu til- liti innan barrskógabeltisins, hvort mönnum líkar það betur eða verr, sagði Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri í viðtali við Vísi fyrir skemmstu. Hákon sagði að vanmat okk- ar á gróðurskilyrðum landsins hafi verið okkur fjötur um fót fram til þessa. En með fenginni vitneskju um raunveruleg gróð- urskilyrði landsins og reynslu um að hér geta dafnað nytja- skógar eins og skógum Alaska, Norður-Noregs og Norður-Rúss- lands skapast nýtt viðhorf í skógræktarmálum. Enda eiga ís- lendingar að geta byggt afkomu sína að nokkru leyti á skógrækt þegar fram líða stundir eins og íbúar þeirra landa, sem hér hafa verið nefnd. Steindór Steindórsson nátt- úrufræðingur og menntaskóla- kennari á Akureyri hefur. með rannsóknum sínum og athugun- um á flóru islands komizt að þeirri niðurstöðu, að flóran okk- an er ekki aðflutt tii landsins eftir síðustu Isöld nema að nokkru leyti. Hún á að meira eða minna leyti upphaf sitt í þeim gróðri, sem lifði af ísöld- ina hér á landi. Þessi kennÁhg Steindórs hlýtur óhjákvæmilega að gjörbreyta þeim hugmyndum sem gilt hafa allt til þessa, um gróðurskilyrðin á íslandi. Svo einkennilega vili til, sagði Hákon Bjarnason, að samtímis því sem Steindór vann að rann- sóknum sínum, veittu skógrækt- armenn því athygli, að ýmis tré, runnar og jurtir( sem fluttar höfðu verið til landsins að tii- stuðlan Skógræktar ríkisins, „ísland er í gróðurfarslegu tilliti innan barrskógabeltisins hvort sem mönnum líkar það betur eða verr'. Myndin er frá Hallormsstað. þrifust hér og döfnuðu á sama hátt og í heimalöndum sínum. Þegar þetta var sótt frá lönd- um með áþekk veðurskilyrði og legu og okkar lands, svo sem frá Norður-Noregi, Norður-Rúss landi og Aiaska. Með því að fylgjast með þess- um gróðri um allmörg ár, þykj- umst við þess fullvissir, sagði Hákon, að gróðurskilyrði í ýms- um byggðum fslands eru nauða- lík því sem gerist á vissum stöð um í framangreindum þrem löndum. Sem dæmi um þetta sagðist Hákon vilja geta þess, að ánð 1944 var flutt inn Alaskaösp frá Kenaiskaga í Alaska. Hún var sett niður í Múlakoti, þar sem hún hefur vaxið við hliðina á birki frá Bæjarstað, gráösp og sænskri risaösp svo nokkur dæmi séu nefnd. Reynslan f gegnum árin hefur sýnt að birk- ið og Alaskaöspin laufgast ekki aðeins samtímis á vorin heldur og fella blöðin á sama tíma á haustin. Aftur á móti halda hin- ar aspartegundirnar báðar blöð- um sínum miklu lengur, enda eru þær komnar frá suðlægari stöðum. Hákon sagði, að þetta benti f þá átt að lengd vaxt- artímans hér á Suðurlandi sé hinn sami og á vissum stöðum á Kenaiskaga í Alaska. Þá hefur Skógræktin einnig fiutt inn hvítgreni og sitkagreni frá þessum sömu slóðum og reynslan sýnt að báðar þær teg- undir hafa nógan vaxtartíma hér. Sömuleiðis hefur melgresi verið flutt inn frá Alaska og borið saman við vöxt íslenzka melgresisins. Það kemur í ijós, að þessar plöntur blómgast sam tfmis, og ber fullþroskað fræ á sama tíma. Allt bendir þetta ó- tvírætt til sömu áttar. Lúpínan er líka flutt frá Al- aska, en þar höfum við enga plöntu í íslenzka gróðurríkinu til samanburðar svo við verðum að láta okkur nægja að dæma eftir blómgunartíma og fræ- þroska. Er það hvorttveggja á þann veg að sýnilegt er að jurt- in hefur ekki komið úr betra umhverfi til hins v.erra. Fjölmörg dæmi mætti telja á- þekk þessum ef vill. Við höf- um líka — sagði skógræktar- stjóri — reynslu af plöntum frá Norður-Noregi og Norður-Rúss- landi, sem er mjög á sama ve’g. Mörg af eldri barrtrjánum, sem hér hafa verið gróðursett, eru farin að bera þroskað fræ, sem sýnir einnig að þau geta við- haldið stofninum af eigin ram- leik eins og lúpínan og mei- gresið. Með athugun og samanburði á þeim staðreyndum sem hér hafa verið nefndar, leiðir af sjálfu sér að ekki er hægt að Framh. á bls. 7. „Framtíð sérhverrar ræktunar fellur eða stendur með því að frævalið sé rétt“. Myndin er tekin í gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Hér er Haraldur að blaða í Leikhúsmálum, sem hann gaf út í 10 ár, 1040—1950. HEIMDALLUR - ÓÐINN VÖRÐUR HVÖT - SPILAKVÖLD Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík mánudaginn 25. febrúar kl. 20.30. D AGSKRÁ: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp. Jóhann Hafstein bankastjóri. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrættinu. 5. Danska útvarps- og sjónvarpsstjarnan Eugén Tajmér skemmtir Sætamiðar afhentir sunnudag milli kl. 2-4 í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu. Húsið opnað kl. 20.00. - Lokað kl. 20.30. SKEMMTINEFNDIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.