Vísir


Vísir - 25.02.1963, Qupperneq 5

Vísir - 25.02.1963, Qupperneq 5
V1SIR . Mánudagur 25. febrúar 1963. 5 Atlogo Björns — Framhald af bls. 1. einu sinni fólk, til að skoða safn ið, og er þá tólfunum sannarlega kastað. Dauði og niðurlæging listasafns okkar mun vera nálega eins- dæmi í álfunni. Með þessu er ég ekki sérlega að ásaka for- stöðumann þess, enda býst ég við að fáar ríkisstofnanir drægju langt í starfi sínu með eins manns — segi og skrifa eins manns — starfsliði. Meðan svo stendur á íslenzk myndlistar- vakning einskis að vænta úr þeirri átt“. Vísir hringdi í dr. Selmu Jóns dóttur, forstjóra Listasafnsins og bað hana að segja álit sitt á ummælum Björns. Hún sagði m. a.: Ég er þeirrar skoðunar að honum sé ekki fyllilega kunnugt um hvað hann er að tala. Ég skal að vísu viðurkenna að allt af má gera eitthvað meira en gert hefur verið. En fjárskortur og húsnæðisleysi eru verstu þröskuldar í vegi fyrir fram- kvæmdum Listasafnsins. Safnið leitar eftir fjárfram- lögum í sambandi við hver ein- ustu fjárlög. Lengi hafði það aðeins 20 þúsund krónur til að spila úr, en síðustu tvö árin hafa fjárframlög verið 134 þúsund krónur á ári. Það hefur einnig farið þess á leit við fjárveitingar valdið að það legði til fé til prentunar Listasafnsins, en hef- ur ekki fengið það fé. Slík út- gáfa er dýr, ekki von til þess að hægt sé að gefa hana út fyrir það fé sem safnið fær nú á fjár- lögum. En það hefur engu að síður mikið ger tog áhugi almennings fyrir safninu fer stöðugt vax- andi. Ég er undrandi sjálf- yfir því hversu aðsókn hefur aukizt að safninu á undanförn- um árum. Nú sækja safnið 12 —15 þúsund manns árlega. Er þá ekki meðtalin sú aðsókn, sem er að sérstökum sýningum, sem Listasafnið heldur, t. d. til kynn- ingar eða í virðingarskyni við einstaka listamenn. Þangað koma þúsundir gesta. Á Kjar- valssýningu koma 25 þús gestir Hingað hafa komið fjölmargar erlendar sýningar fyrir milli- göngu Listasafns íslands. Má nefna sýningu frá Danmörku, Noregi, Færeyjum Póllandi og Rússlandi, aðeins til að nefna eitthvað. Þetta voru allt stórar sýningar. Listasafnið hefur einn- ig séð um íslenzkar sýningar er lendis. Um þessar mundir er ísienzk sýning í Rússlandi, og síðastliðið ár var mikil íslenzk sýning í Luisiana-safninu í Dan- mörku. Þannig eru alltaf öðru hvoru íslenzkar sýningar erlend- is, sem þangað eru komnar, fyrir milligöngu Listasafns íslands. Björn talar um að Listasafnið sé illa kynnt. Aðsókn að safn- inu virðist gera þá fullyrðingu að engu. Einnig er greinilegt að safnið er velkynnt erlendis því að árlega berast ógrynni fyrir- spurna erlendis frá um íslenzka list og ýmsar óskir um útvegan ir eða milligöngu. Þannig er margt, sem Lista- gerir og ekki er öllum augljóst. Flest allt hefur það útgjöld í för með sér. Húsrými hefur safnið ekki til fyrirlestrarhalds eða kvikmynda sýninga hvað þá fé til að leigja húsnæði til þess. Að lokum vil ég aðeins segja þetta í sambandi við ummæli Björns, að ég er þeirrar skoð- unar að mikið hafi verið gert fyr ir það fé, sem Listasafnið hefur fengið. Það þarfnast meira fjár- magns og betri aðstöðu. Það er tvímælalaust En ég lít svo á að Björn hafi tekið einum of djúpt á árinni, þegar hann gagn rýndi safnið fyrir aðgerðarleysi. Sfúdenfafélcfigsfundmum Við erum báglega staddir '• sagnaskáldskap Það getur ekki kallast ein- leikið að sama og ekkert skull hafa gerzt í íslenzkri skáld- sagnagerð síðan Jón Trausti samdi hinar merkilegu sveita- lífssögur sínar sagði Sigurður A. Magnússon í franisöguræðu sinni á Stúdentafélagsfundin- um á laugardaginn. Episkar skáldsögur eru engan veginn einhlítar og af þeim sök- um er brýn þörf að aflífa þá landlægu firru að epíkin ein eigi erindi við Islendinga. Okkur vantar sálfræðilegar skáldsögur, absúrdar skáldsögur, sýmbölsk- ar skáldsögur, heimspekilegar skáldsögur. Ég fæ ekki betur ---------------------------------<S> Bruninn — Framhald *-.t bls. 1. bergi þeirra hjóna og er að fylla herbergið. Hann reyndi að vekja konuna sína, en gerði sér ekki grein fyrir hvort hún vaknaði. Síðan braut hann rúðu á herberg inu og fleygði sér út. Síðan náði hann í stiga við næsta hús, reisti hann upp. I því kemur Sesselja dóttir hans að glugganum. Honum tókst að kippa henni niður, en í sömu svifum kemur eldurinn að glugganum. Þá hrópaði Björn á hjálp og vöknuðu nágrannar hans af þeim hrópum. En þá var orðið of seint að bjarga eiginkonunni og dóttur þeirra Elísu, sem voru í svefnher- berginu á efri hæð. Á neðri hæð- inni sváfu hins vegar börn þeirra Ásta og Pétur. Ásta vaknaði við eldinn, ætlaði að hlaupa út um eldhúsið, en þar var allt í ljósum logum. Þá sneri hún við og fór með bróðir sinn út um gluggann. Það var ekki fyrr en síðar, sem Ijóst varð að gestkomandi maður hefði verið í húsinu, en hann mun hafa sofið í herbergi á neðri hæð. Heyrði köllin. Vísir hafði tal af nágranna þeirra, Ásgeiri Einarssyni, sem heyrði neyðaróp Björns og brá skjótt við og hringdi til slökkvi- liðsins. Hann skýrði meðal annars frá þvl að þegar hann og fleiri nágrannar komu út hafi þeir séð, að stiginn sem Björn hafi tekið hjá næsta húsi hafi staðið upp við svefnherbergisgluggann en það hafi verið eitt fyrsta verk þeirra, að taka hann niður, til þess að enginn færi sér að voða í því að ætla sér inn í eldhafið, að reyna að bjarga konunni. Eldurinn var svo magnaður að slíkt hefði verið vonlaust. Suðaustan átt var og lagði eld- inn í áttina að einu nágrannahús- inu, en slökkviliðið tókst að forða að kviknaði I því. Ásgeir fylgdist með öllum slökkviaðgerðum og rómaði mjög framkomu slökkvi liðs og lögreglumanna. Byggingarfélagar. Það varð Ijóst af samtali við þennan nágranna fjölskyldunnar, að allt fólkið í hverfinu er ákaflega slegið og sumar húsfreyjurnar í næstu húsum hafa fengið „sjokk“ af þessum atburði Það voru ná- grannar í húsinu Suðurlandsbraut 94 C sem tók við börnunum sem björguðust og sýndi húsfreyjan þar Svava Hafberg mikinn styrk og samúð í að hlynna að börnun- um og hugga þau í hörmum þeirra. Björn Kjartansson var sem fyrr segir einn af mörgum ungum mönnum, sem byggðu hús sín þarna um líkt leyti og ríkti vin- átta og samhjálp milli alls þessa fólks. Úlfar Kristjánsson sem fórst í brunanum hafði hins vegar flutt í hverfið s.l. haust sunnan úr Kópa vogi og mun hafa líkað mjög vel að búa í þessu hverfi. Fulltraaráðsfundur verð- ur í dag. kl. 5,30 Áríðandi mál á dagskrá. Stjórnin. séð en eitthvað verulega mikið vanti í íslenzk nútíðarskáld, ef þau finna ekki verðug yrkisefni hér og nú, sagði hann. Og Sigurður bætti því við að ef einhver erlendur maður spyrði sig um skáldsögu sem eftirminnilega túlkaði einhvern veigamikinn þátt í lífi núlifandi fslendinga, myndi honum vefj- ast tunga um tönn. „Skyldi nokkur menningarþjóð vera svo báglega á vegi stödd?“ sagði hann. Þá ræddi Sigurður nokkuð hvernig á því stæði, að svo fáar skáldsögur hefðu verið ritaðar um lífið í bæjum hér á landi, þótt mikill meirihluti þjóðarinn- ar hefði búið áratugum saman í þéttbýlinu. En hér kemur það sama fram og fyrr er minnzt á, að erfðavenjan er að kæfa ís- lenzkar bókmenntir. Sveitalífið er enn fyrirmyndin í skáldsagna gerð og epíkin nær allsráðandi. Mun bjarsýnni var Sigurður, er hann ræddi um ljóðagerð nú- tímans. Þar kvað hann mikil tíð indi hafa gerzt og kvað hann skýringuna vafalaust vera þá að íslendingar hafa aldrei átt eina löghelgaða hefð í Ijóðlistinni. Hin nýja ljóðlist væri nýstárleg urn form en ekki síður en um yrkisefni. Ljóðin væru innhverf, dul og myndvls og þau ein- kenndi mörg hver djörf hug- myndatengsl. Stæði ljóðlistin I dag miklu framar sagnagerðinni hér á landi, sagði Sigurður. Ingólfur Jónsson, ráðherra. Ragnar Jónsson, skrifstofustj. Sigurður Ö. Ólafsson, alþm. FRAMBOD SJALFSTÆÐISMANNA í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI Bráðkvciddur — Framhald af bls. 16. Brynjúlfur Iæknir fyrir og háttaði ofan í rúm, en mæðgunar fóru að jarðarförinni svo sem ætlað var. Þegar þær komu til baka var Brynjúlfur í þann veginn að skilja við. Brynjúlfur Dagsson hefur verið héraðslæknir Kópavogsbúa frá því er kaupstaðurinn var gerður að sjálfstæðu læknishéraði, sem mun hafa verið 1956. en þanvað fluttist hann frá Hvammstanga. Brynjúlf- ur var hátt ð sextugsa’dri. sonar- sonur ■ Bryiv Vfs Jónssonar á Minna-Núpi, sem var þjóðkunnur maður fyrir fræðastörf og skáld- skap. ® Gengið hefir nú verið frá framboðslista Sjálfstæðisflokks ins í Suðurlandskjördæmi við alþingiskosningarnar. Þessir menn skipa listann: 1. Ingólf:. Jónsson, ráðherra 2. Guðlaugur Gíslason, alþm. 3. Sigurður Ó. Ólafsson, alþm. 4. Ra .r Jónsson, skrifstofu- stjóri. 5. Sigfús J. Johnsen, kennari. 6. Steinþór Gestsson, bóndi. 7. Siggeir Björnsson, bóndi. 8. Sigurjón Sigurðsson, bóndi. 9. Sigurður Haukdal, prestur. 10. Gunnar Sigurðrson, bóndi. 11. Ifdán Guðmundssoi? kaupfélagsíjíjóri. 12. Jóhann Friðfinnsson, verzl- unarstjóri. Sigfús J. Johnsen, kennari. Steinþór Gestsson, bóndi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.