Vísir - 27.02.1963, Síða 3
V1SIR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963.
Atburðirnir við Hafravatn —
þeirra, sem þræðir veginn hverfur út í myrkrið. Á
eftir þeim horfa Jón Halldórsson rannsóknarlögreglu-
maður og Ragnar Gunndrsson, maðurinn sem fékk
að kynnast með einkennilegum hætti hinu raunveru-
lega innræti Rússa, — maðurinn sem ekki brást þjóð
sinni, þegar mikið lá við.
Framhala af bJs. 9.
— EKKERT meira? segir Kisilevsky um leið og hann
stígur upp í Taunus bifreið sína. Pilturinn er búinn að
hoppa inn, en reynir að fela sig. Á bak við bílinn sjást
Guðbrandur, Bjarki Rúdólf Alexandersson, hatturinn á
Rússanum og Njörður Snæhólm.
Bílihætt komiim
á Öxnada/sheiði
Akureyri í morgun.
Stór vöruflutningabifreið fór út
af Öxnadalsheiðarvegi í svokölluð-
um Giljareitum eða Klifi, er hún
var á leið suður yfir heiðina í
gær. Það var af einskærri heppni
að bíllinn hrapaði ekki um 200
metra Ieið niður snarbratta hlíð-
ina.
Atburður þessi skeði nokkru
eftir hádegi í gær Var flughálka
á veginum en auk þess svo blint
að erfitt var að fylgja honum.
Lenti bíllinn út af veginum og mun
hafa runnið um það bil 6—8 metra
niður fyrir hann, en þar skorðað-
ist hann í gildragi og sat fastur.
Hefði þessi heppni ekki elt hann
eru engar líkur til að bíllinn hefði
stöðvazt fyrr en niður i Heiðará,
sem fellur í þröngu gili vestur af
heiðinni, um það bil 200 metra
fyrir neðan veginn. Áður fyrr stóð
mörgum ógn af Giljareitum og
leiðin um þá lengi í röð hættu-
légustu akvega landsins.
Ekki liggur ljóst fyrir um
skemmdir á bifreiðinni þvl hún
j hefur ekki náðst ennþá upp. Hins
! vegar var það mildi að ökumaður
i inn slapp ómeiddur. Komst hann
j út úr bifreiðinni og fór fótgdng-
I andi norður í Bakkasel. Þaðan sím-
I aði hann eftir hjálp til Akureyrar.
1 Vegagerðin sendi strax tæki til
að reyna að ná bifreiðinni upp, en
tókst það ekki vegna erfiðrar «jö-
stöðu, einkum vegna hálku. 1 dag á
að gera aðra tilraun og þá með
fullkomnari og betri útbúnaði.
Eins og skýrt var frá í Vísi í
gær komust stórar bifreiðir yfir
Öxnadalsheiði í gær, en litlar ekki.
Á Akureyri var komin hálka í
morgun.
DRUKKNIR OGRÉTT/NDA■
LAUSIR í STOLNUM BÍL
Lindal dómari til
fslands / sumar
NÝLEGA tók lögreglan í
Reykjavík tvo drukkna pilta, báða
réttindalausa og í stolnum bíl.
Þessir tveir piltar hittust að
kvöldlagi eða um nótt á förnum
vegi hér í bænum, tóku tal saman
og barst þá m.a. í tal að báðir
væru þeir soltnir og matarþurfi.
Annar þeirra kvaðst geta leyst
þann vanda, því matarbirgðir
myndu vera nægar í búri foreldra
sinna og skyldu þeir báðir fara
þangað heim og matast. Var svo
gert.
Báðir voru piltarnir góðglaðir
af víni og yfir matborðinu ræddu
þeir um það hve erfitt og leiðin-
legt það væri að þurfa að ganga
um götur borgarinnar í hálku og
kulda. Það væri munur að geta
ekið í bifreið. Kom þá upp úr kaf-
inu að faðir piltsins sem þarna
réði húsum átti forláta bíl, sem
stóð fyrir utan dyrnar. Auk þess
svaf sá gamli svefni hinna rétt-
látu svo vandinn var ekki annar
en að læðast inn til hans, laumast
undir koddann og ná í lyklana.
Þetta tókst allt með hreinustu á-
gætum og þar við bættist að á-
samt bíllykjunum náði pilturinn
einnig í lykla að fyrirtæki föður
sfns og var ferðinni heitið þangað.
Eftir að út í bílinn var komið
skiptust piltarnir á að aka þótt
báðir væru þeir réttindalausir og
báðir drukknir.
t — .....
Nýlega kom sending af
ítölskum gítörum í hljóðfæra-
verzlunina Rín. Eru þeir frá
Wandre verksmiðjunum, og teg
undir sem aldrei hafa fengist
hér áður, t. d. Rock 6 og Rock
Basso, sem eru með nokkurs
konar abstrakt lögum. Rock
gítararnir eru handunnir úr
rósaviði. Verð gítaranna er frá
3400 og upp í rúmlega átta
þúsund, eru þeir með spengd-
um, hreyfanlegum hálsi. Með
hverjum gítar fylgir fóðraður
gítarpoki. Myndin er af Huldu
Stefánsdóttur með gítar af
Rocktegund. Bak við hana eru
nokkrit hinna.
En skömmu eftir að þeir voru
horfnir á brott varð einhver I hús-
inu þess var að bíllinn var horf-
inn. Var lögreglunni þá gert að-
vart og brá hún skjótt og hart
við til að leita hans og þjófanna.
Renndi lögreglan upp að hinum
stolna bíl I þann mund, sem pilt-
arnir höfðu lagt honum fyrir
framan fyrirtæki bíleigandans
með það I huga að fara þangað
inn. Þeir gistu þess I stað annað
Freðfiskútflutningur Færeyja á
tímabilinu janúar til september ár-
ið 1962 jókst um 120% að magni
og 78% að verðmæti miðað við
sama tjmabil árið 1961.
Meira seldist til A.-Þýzkalands,
Ungverjalands og einnig til Bret-
hús — og það var Síðumúlafanga-
geymslu. í fyrradag viður-
kenndu piltarnir brot sitt fyrir
rannsóknarlögreglunni,
Þess skal getið til skýringar, að
annar piltanna — sá sem var gest-
komandi 1 húsi bíleigandans — er
sá hinn sami, sem Vísir skýrði frá
að lögreglan hafi fundið inn I
fataskáp eftir að hann hafði stolið
bifreið s.l. laugardag.
Iands. Aftur á móti minnkaði út-
flutningurinn til Bandaríkjanna.
Er þróunin I þessum málum því
þveröfug við það sem hér er hjá
okkur íslendirígum.
Bóluefni.
Landar I Bandaríkjunum og
Kanada munu flykkjast til ís-
lands í sumar og hefir nýlega ver-
ið sagt frá fyrirhugaðri hópferð,
sem þjóðræknisdeildin Ströndin í
Vancouver, B.C. gengst fyrir, og
er sá hópur væntanlegur um mið-
bik júní og dvelst hér hálfan
mánuð, og annast Ferðaskrifstofa
Islands fyrirgreiðslu alla.
Vísir frétti I gær, að væntanleg-
ur væri hingað I sumar, einn kunn
asti íslenzkra manna I Vesturálfu,
Akureyri í morgun.
Til umræðu er hjá bæjaryfir-
völdunum'á Akureyri að koma upp
brennsluofni fyrir sorp.
W. P. Lindal dómari, sem fluttist
ársgamall vestur um haf, og hefir
aldrei til Islands komið slðan.
Kona hans verður með I ferðinni.
—- Lindal dómari á ættir að rekja
norður I Húnavatnssýslu og mun
leika mikill hugúr á, að kynnast
frændfólki sínu húnvetnsku, bæði
því, sem burt hefir flutzt eða enn
á heima I Húnavatnssýslu. — Lin-
dal er formaður útgáfu- og rit-
nefndar hins ágæta ársfjórðungs-
rits, sem gefið er út I Winnipeg,
THE ICELANDIC CANADIAN.
Samkvæmt upplýsingum frá
bæjarstjóra Akureyrarkaupstaðar
bar þetta mál fyrst á góma meðal
verkfræðinga bæjarins fyrir urn
það bil einu ári, en hefur þó ekki
verið fjallað um það af verulegri
alvöru og'ekki verið sent til nefnd
ar. Hinsvegar hefur verið rætt við
þýzka aðila um málið og leitað
þar ráða og upplýsinga, m.a. um
það hvaða stærð af brennsluofr
myndi henta Akureyrarbæ bezt
Hefur orðið að ráði að fá hingað
I þýzkan sérfræðing til að rannsaka
■ aðstæður og leggja á ráð um þetta
| mál allt. Er sérfræðingurinn vænt-
anlegur til landsins I næsta mán-
uði.
Áströlsk yfirvöld óttast nú,
að ný plága vofi yfir álfunni,
sem kunni að verða eins erfið
viðureignar og kaninuplágan,
sem hefur grasserað þar áratug
um saman og kostað þjóðina
óhemju verðmæti. Menn grun-
ar nefnilega, að tveir enskir
spörvar hafi komið til landsins
með skipi, sem kom til Mel-
bourne fyrir fáeinum dögum.
Spörvarnir eru taldir skaðræðis
skepnur, og hefir þeim verið
heitið 20 sterlingspunda verð
launum sem geti lagt þá að
velli.
Færeyingar auka freð-
fiskútflutning sinn
Sorpbreimslaofn
fyrir Akureyri