Vísir


Vísir - 27.02.1963, Qupperneq 6

Vísir - 27.02.1963, Qupperneq 6
,V/.V,VAV.V.V.V.V.VAV.V.VV.V/.\VV.V.W/V.V.%V.VAV.V.W.V.V.V.V*.V.W.V,V.V.,.V.V.V.V.,Í|%WAV.V.,.V.%,.V.V.V.V.V.VV.V.*.V.V.V.V.V.V.V.V.,.V.V.,AW.V.V.V.V.V.V.V.,.,.V.,,| V í SIR . Miðvikudagur 27. febrúar 1963. Rússar REYNDU AÐ LENDINGITIL LANDRÁÐA Eins og skýrt er frá á forsíðunni hefir nú kom- izt upp um fyrsta njósnamál Sovétríkjanna á ís- Iandi. Voru tveir starfsmenn rússneska sendiráðins gripnir við njósnastörf uppi við Hagavatn i fyrra- kvöld, þar sem þeir áttu stefnumót við Ragnar Gunnarsson, þann mann sem þeir hafa reynt að fá til njósnanna. Sendiráðsmönnunum var vísað úr landi en í morgun voru þeir enn ófarnir. Ekki er nema tæpt ár síðan annað kommúnistaríki, Tékkó- slóvakía gerði tilraun til njósna hér á landi, en sú tilraun fór út um þúfur sem kunnugt er. Skýrsla um málið frá dómsmálaráðuneytinu birt- ist hér orðrétt. Utanrikisráðherra hef- ur í dag kvatt ambassa- dor Sovétríkjanna á fund sinn og afhent hon- um orðsendingu, þar sem mótmælt er tilraun tveggja starfsmanna sendiráðs Sovétríkjanna til þess að fá íslenzkan ríkisborgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi, og var þess ósk- að að menn þessir yrðu látnir hverfa af landi brott hið fyrsta. Nánari málavextir koma fram af bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. f dag, til utanrfkisráðu- neytisins, og skýrslu þeirri sem þar er nefnd en bréfið og skýrsl- an fara hér á eftir, einnig fylgja myndir er lögreglan tók 25. þ. m. Bréf dómsmálaráðuneytisins til utanríkisráðuneytisins: Hér með sendist utanríkisráðu neytinu yfirlitsskýrsla, varðandi tilraunir tveggja starfsmanna sendiráðs Sovétrfkjanna hér f borg til þess að fá fslenzkan rfkisborgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi. Upplýsingar frá Keflavikurvelli. Svo sem sjá má af skýrslu þessari hafa umræddir starfs- menn, Lev Kisilev, 2. sendiráðs- ritari og Lev Dimitriev, sendi- ráðsstarfsmaður, leitað til fs- lenzks manns, Ragnars Gunn- arssonar, Reykjavöllum f Mos- fellssveit og falið honum upp- lýsingasöfnun sem fram hefir átt að fara með leynd, og greitt honum peninga, að þvf er ætia verður í þvf skyni að fá hann til að halda áfram slfkri starf- semi. Ennfremur kemur fram af skýrslunni að upplýsingasöfnun þessari er m. a. beint að Kefla- víkurflugvelli og að starfsmönn- um á flugvellinum, sem jafn- framt er varnarstöð samkvæmt vamarsamningi lslands og Bandarfkjanna og á vegum At- lantshafsbandalagsins, sem ís- land er aðiii að. Atferli þetta er sannað með framburði hins íslenzka aðila og staðfest með framburði lög- reglumanna, er f eitt sinn voru áheyrendur að viðræðum hans við hlutaðeigandi sendiráðs- starfsmenn, og ennfremur er stuðzt við fleiri gögn. Atferli slíkt, sem hinum er- Iendu sendiráðsstarfsmönnum hér er borið á brýn, mundi, ef hlutaðeigendur heyrðu undir ís- lenzka lögsögu, verða heimfært undir 93. grein almennra hegn- ingarlaga. Er málefni þetta hér með fal- ið utanríkisráðuneytinu til við- eigandi meðferðar. Skýrsla dómsmálaráðuneytis- ins dags. 26. febrúar 1963. Laugardaginn 5. janúar 1963 hringdi til yfirsakadómarans í Reykjavík Ragnar Gunnarsson, Reykjavöllum, Mosfellssveit. Hann kvaðst þurfa að skýra frá þýðingarmiklu máli. Síðar sama dag kom hann samkvæmt um- tali á fund yfirsakadómara. Skýrði Ragnar frá því, að tveir starfsmenn sovézka sendiráðsins hér í borg hefðu farið þess á leit við sig, að hann tæki að sér að stunda njósnir fyrir þá hér á iandi. Afhenti Ragnar yfir- sakadómara skriflega skýrslu um málefni þetta og jafnframt fjóra 1000 króna seðla, en þá fjárhæð tjáði hann að þessir að- ilar hefðu skilið eftir heima hjá honum gegn andmælum hans, er þeir komu til hans f desem- ber s.l. Heimsótti Sovétríkin. Samkvæmt skýrslu Ragnars fór hann til Ráðstjórnarríkjanna árið 1953, sem þátttakandi f ís- lenzkri æskulýðssendinefnd á vegum Anti Fascist Committee of Soviet Youth og fyrir milli- göngu M.f.R. (Menningartengsl fsiands og Ráðstjórnarríkjanna). Mörgum árum síðar, þ. e. vorið 1959, leitaði sovézkur sendiráðs starfsmaður, sem ekki er lengur hér á landi, til Ragnars og bar honum kveðju frá túlki þeim og leiðsögumanni er ferðazt hafði með fyrrnefndri sendi- nefnd f Ráðstjórnarríkjunum. Sendiráðsmaður þessi sótti fast að ná sambandi við Ragnar og hittust þeir margsinnis á næstu tveim árum. Ræddi sendiráðs- maðurinn á nokkrum fundum aðallega um málefni sósíalista- flokksins, en Ragnar hefur allan þann tíma, sem hér um ræðir verið flokksbundinn sósíalisti. Nokkrum sinnum leitaði sendi- I Rússneski sendiherrann á ís- landi Alexandrov, yfirmaður njósnaranna tveggja sést hér á þessari mynd ásamt Magnúsi Kjartanssyni ritstjóra Þjóðvilj- ans. Myndin er tekin af þeim félögum f rússneska sendiráð- inu 7. nóv. s.l. er Þjóðviljarit- stjórinn kom til þess að óska Alexandrov tii hamingju með byltingarafmælið. ráðsmaðurinn á Ragnar um að taka að sér njósnastörf og skipu lagningu þeirra og bauð honum fé fyrir, en Ragnar hafnaði þessu. Hann tók þó einu sinni samkvæmt beiðni ljósmynd af Loranstöðinni á Snæfellsnesi og afhenti myndina sendiráðsmann- inum sem bauð greiðslu fyrir en Ragnar hafnaði. Varð síðan alllangt hlé á því að slíkir aðilar leituðu fundar við Ragnar. í byrjun desember s.l. barst Ragnari fyrir milligöngu ís- lenzks kunningja hans í M.l.R. ósk um samfundi frá starfs- Rússnesku n ósnararnir Lev Dimitriev, t. v. og Lev Kisiliev t h. þegar þeir voru gripnir upp við Hafravatn í fyrrakvöld. Þeir eru f bifreið rússneska sendiráðsins R-10281. Hún er vestur-þýzk af nýjustu gerð, Taunus 12M, en í henni óku þeir til þess að minna bæri á því að Rússar væru á ferð. snastörf manni í sendiráðinu Kisilev að nafni. Hittust þeir Ragnar og sendiráðsmaðurinn tvívegis f desember, í síðara skiptið á heimili Ragnars og var þá með Kisilev túlkur, er reyndist vera Lev Dimitriev, einnig starfsmað ur í sendiráðinu. Á þeim fundi lýsti Kisilev því, að þeir stæðu í þakkarskuld við Ragnar vegna myndatökunnar og skildi við brottför sína eftir fyrrnefnda peningaupphæð án þess að sinna andmælum Ragnars. Var ákveð- inn fundur með þeim á sama stað hinn 7. janúar 1963 kl. 19.00. Nokkru síðar leitaði Ragn ar sambands við yfirsakadómara eins og áður segir, og kvaðst vilja binda endi á ásókn þessa, og tjáði hann sig fúsan til að stuðla að því að íslenzkum yfir- völdum tækist að upplýsa mál þetta. Fundi þá, sem hann hefir tekið þátt f síðan, sótti hann samkvæmt beiðni lögregluyfir- valda. Sérstakar linsur. Fundurinn 7. janúar fór fram f samræmi við það, sem hann hafði sagt fyrir um að fyrirhug- að væri, og höfðu lögreglumenn komið sér svo fyrir með sam- þykki hans, að þeir gætu fylgzt með viðræðum Ragnars og sendiráðsmanna, og eru þær til skráðar nærri orðréttar. 1 þess- um viðræðum báru sendiráðs- menn m. a. fram tilmæli um, að Ragnar aflaði upplýsinga um strætisvagnsstjóra, er æki verka mönnum til og frá vinnu á Keflavíkurflugvelli. — Einnig skyldi hann, ef það reyndist mögulegt án þess að vekja grun- semdir, setja sig í samband við slíkan aðila. Ef áhugi hans f þessu efni vekti grunsemdir, skyldi hann gefa þá skýringu, að hann leitaði eftir möguleik- um til þess að ná f tollfrjálst áfengi. Einnig kom fram í við- ræðunum að sendiráðsmenn spurðu um hvort það væri tfðk- að að útlendingar fengju störf í hafnarvinnunni í Reykjavík. Ragnar nefndi f viðræðunum Lóranstövarmyndatökuna og aðrar slíkar myndatökur, er hann kynni að þurfa að annast, og sögðu þeir honum þá að hon- um myndu útvegaðar nauðsyn- legar sérstakar „linsur", þegar hann þyrfti á þeim að halda, en annars kynnu slík tæki að vekja grunsemdir. 1 viðræðunni hóf Ragnar einnig máls á peninga- greiðslunni, sem honum væri á móti skapi, og var honum sagt að hann yrði að Iíta á hana sem gjöf. Hann mætti ekki vera feiminn við að taka við pening- um til þess að standa straum af kostnaði við athuganir sínar, kostnað á veitingahúsum, vfn- veitingar, er hann væri að kynn- ast mönnum o. fl. Sendiráðs- menn lögðu áherzlu á að næsti fundur mætti ekki fara fram f heimahúsum, það væri af ýms- um ástæðum óheppilegt og gæti vakið grunsemdir. Var næsti fundur ákveðinn á vegamótum við Hafravatn 28. janúar kl. 19.00. Fór sá fundur fram sam- kvæmt áætlun og fylgdust lög- reglumenn með þvf, að bifreiðar mættust á tilsettum stað og tíma. Ragnar fór úr sinni bif- reið og í hina og var henni ekið í nágrenni Hafravatns um eina klukkustund. Samkv. skýrslu Framh á bls. 5. 5 í 5 I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.