Vísir - 01.03.1963, Síða 1

Vísir - 01.03.1963, Síða 1
VISIR 53. árg.— Föstudagur 1. marz 1963. — 50. tbl. ENN GENGID TIL MÓTS VIÐ BSRB Eftirfarandi frétt hefir blað- inu borizt frá ríkisstjórn- inni.: Hinn 7. febr. sl. voru tillögur ríkisstjórnarinnar að kjarasamn ingi ríkisstarfsmanna lagðar fyr- ir Kjararáð BSRB. Ríkisstjórnin ætlaðist til þess að þá þegar hæfust viðræður samninganefnd ar ríkisins og Kjararáðs um til- lögurnar og þar á meðal um nið- urröðun starfsmanna í launa- flokka með það fyrir augum að reyna að brúa bilið milli tillagna ríkisstjórnarinnar um 25 launa- flokka og kröfu Kjararáðs um 31 flokk. Var þá að sjálfsögðu haft í huga, að í þeim viðræðum yrðu gerðar ýmsar breytingar á tillögum ríkisstjórnarinnar eins og venjulegt er í samningaviðræð um. En Kjararáð hafnaði því á fundi 9. febr. sl. að ræða skipun starfsmanna í launaflokka og hefir þannig komið í veg fyrir samningaumræður um það mál. Samkvæmt lögunum um kjara samninga eiga kjaramálin að ganga nú 1. marz til Kjaradóms, en lögin heimila fjármálaráð- herra að breyta því tímamarki. Ríkisstjórnin vill nú, þrátt fyr- ir afstöðu Kjararáðs, freista þess enn að ná samkomulagi og legg- ur þvf fram ýmsar breytingar á fyrri tillögum, sem miða að því að ganga til móts við óskir ým- issa starfsmanna og starfsmanna hópa, sem hafa komið þeim ósk um á framfæri við ríkisstjórnina og samninganefnd ríkisins. Jafnframt hefir fjármálaráð- herra ákveðið að fresta því til 15. marz n.k. að málið gangi til Kjaradóms til þess að tveggja vikna frestur fáist til athugunar og umræðna um hinar nýju til- lögur, og væntir ríkisstjórnin þess fastlega, að Kjararáð hefji nú samningaviðræður með eðli- Iegum hætti. Reykjavík, 28. febr. 1963. Við brottför Rússanna í morgun. Dimitriev lengst til vinstri, þá koma Kisilevs, islenzkur farþegi kona Dimitrievs, Kisilev veifandi og 7 ára dóttir hans með hvíta húfu. Rússnesku njósnarurnir fóru utan i Rússneski sendiráðs- ritarinn Lev Kisilev, sem varð sannur að sök að reyna að fá íslenzkan mann til að stunda hern- aðarnjósnir fór í morgun af landi brott og með honum kona hans og sjö ára dóttir. Einnig fóru utan túlkurinn Lev Dimitriev og kona hans. Brottför þessara tveggja Rússa og fjölskyldna þeirra varð með öðrum hætti en tékkneska njósnarans, sem vís- að var úr landi s.l. sumar. Þau komu að vísu á síðustu stundu, en gengu með venjulegum hætti í gegnum vegabréfaskoð- unina og fóru út í flugvélina í hópi annarra farþega. Fréttamaður Vísis gerði ítrekaðar tilraunir til að fá Kisilev til að leysa frá skjóð- unni og skýra frá atburðum síðustu daga, en Rússinn lét sem hann heyrði engar spurn- ingar. Mikill hópur annarra starfs- manna úr rússneska sendiráð- inu kom út á flugvöllinn til að kveðja Kisilev, enda mun hann hafa verið mikill samkvæmis- maður innan þess lokaða hrings sem hið fjölmenna rúss- neska sendiráð myndar. Hlíf úr flaueli iék laus ú stýrishjólinu Jeppabifreiðin U-138 fór í gær út af veginum i Skriðum í Fagradal og hrapaði fyrst nið ur bratta um 12 metra vega- lengd og tókst þá ökumann- inum, Áma Þórarinssyni á Kirkjubóli í Norðfirði, að henda sér út, en billinn hentist svo áfram niður í gljúfur og mun það vera um 70 metra fall. Þetta gerðist um hádegisbilið^ í gær og var Ámi á leið til Egilsstaða einn síns liðs. Missti hann stjóm á bílnum á fyrr- nefndum stað. Veður var gott, en dálítil rigning. Ámi skrám aðist aðeins, og lagði af stað til Reyðarfjarðar, en þangað er um 8 km. leið, og fékk hann brátt far með bíl, sem var á leið þangað. Bifrejðin sem er af Austin- Gypsygerð er mjög mikið skemmd sem að líkum lætur. Sigurður Sveinsson bifreiðaeft- irlitsmaður skoðaði bifreiðina í gær og segir hann, að stýrið hafi verið að öllu leyti í sam- bandi, en það hefir verið haft eftir ökumanninum, að hann hafi talið, að stýrið hafi farið úr sambandi. Skýringuna á því, að maður- inn missti stjórn á farartækinu telur Sigurður þá, sennilegasta, að á stýrishjólinu var hlíf úr flaueli, sem var svo laus á hjólinu, að hún gat runnið til, án þess hjólið hreyfðist. Vísir hefir það frá áreiðanlegum heimildum, að eftirlitsmaður- inn hafi prófað þetta sérstak- lega og komizt að raun um, að hlífin lék laus á stýrishjól- Slíkar stýrishlífar úr fiaueli geta verið varasamar. Hiti í Hveragerði minnkar Rannsóknir þýzkra vís- indamanns á hverasvæð- inu í Hveragerði hafa nú leitt í ljós, að á tveimur síðustu árum hefur vatns j víðtækar mælingar, en sé og hitanotkun þar á svæð-1 hér um annað og meira að inu minnkað stórlega. Enn ' ræða en stundarfyrir- eru eigi fyrir hendi nógu | brigði, er hér um uggvæn- legar fréttir að ræða fyrir Hvergerðinga, sem eiga alla afkomu undir hvera- h’ta.U.il, Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.