Vísir - 01.03.1963, Side 5
V í S.I R . Föstudagur 1. marz 1963.
5
Ösku-
dagur á
Akureyri
Víst munu siðir hins gamla
Öskudags hvergi lifa svo góðu
lífi sem norður á Akureyri.
Þar klæð.ast flest börn búning-
um og ganga um götur í röð-
um syngjandi, og loks er farið
út á völl og kötturinn sleginn
úr tunnunni. Hér birtum við
mynd af einum hópnum, sem
tekin var á Akureyri í fyrra-
dag. (Ljósm. Jón Stefánsson).
Athugasemd
1 grein minni í Vísi 26. þ. m.,
„Misskilningur leiðréttur“, hafa
orð skolazt til, aðallega á tveim
stöðum. Þannig hefur orðið ómak-
Iegt orðið „ómerkilegt", og á öll
setningin, þar sem þetta orð kem-
ur fyrir, að vera á þessa leið:
„Allt tal um guðspekina sem trú-
arbragðasamsteypu eða „hræri-
graut“ er því ómaklegt og út í
hött“.
Seinna í greininni kemur fyrir
orðið „guðmyndir", en á að vera
guðsmyndin.
28. febr. 1963.
Gretar Fells.
Eitt óhugnanlegasta glæpa-
mál Noregs upplýst
Yfir2000bókat't!-
ar á bókamarkaði
Bókamarkaðurinn árlegi á veg-
um Bóksalafélags íslands var opn
aður í morgun í Listamannaskálan
um. Tíðindamaður frá Vísi átti
viðtal í gær við þá Gunnar Einars
son formann Bóksalafélagsins og
Lárus Blöndal bóksala, en hann
og Jónas Eggertsson sjá um mark
aðinn. Og þeir Gunnar og Lárus
höfðu m.a. þetta að segja um
hina árlegu bókamarkaði félagsins:
Bókaútgefendur hafa á undan-
gengnum árum reynt að kynna
fólki hvað til er af eldri bókum
með því að halda bókamarkað.
Bókaverzlanir í bænum eru yfir-
leitt ekki stærri en það, að þær
hafa ekki tök á að sýna eldri bæk-
ur samtímis hinum nýju. Þótt bók-
salar séu allir að vilja gerðir til
þess að hafa eldri bækurnar til
sýnis eru skilyrðin ekki fyrir hendi
og þær verða útundan. Til þess
að bæta úr þessu hafa bókaútgef-
endur í heild tekið það ráð, sem
erlendir bókaútgefendur gera hver
fyrir sig, að hafa bókamarkað ár-
lega
til þess að kynna hvað er til
af eldri bókum og hvað er að
hverfa. Þótt mörgum sýnist, er
þeir koma inn í sýningarsalinn,
að lítil breyting sé frá ári til
árs, er það missýn, þvi að á
hverju ári hverfa tugir bóka fyr-
ir fullt og allt, en aðrar koma
í staðinn. Þessu til sönnunar
er til dæmis, að á bókamarkaðn-
um í fyrra gengu gersamlega til
þurrðar 70 bækur.
Að bókamarkaðnum nú standa
45 útgefendur í upphafi, en reynsl-
an hefir alltaf sýnt, að fleiri bæt-
ast við. Alls eru 2000 bókatitlar
á markaðnum að þessu sinni.
Nú munu menn spyrja hver sé
ávinningurinn og því viljum við
svara:
Vegna þrengsla neyðast útgef-
endur til að lækka verð bóka þótt
verðgildi peninga falli samhliða. Á
markaðnum eru margt bóka 50—
60% undir upphaflegu verði, og
sumar þær elstu kosta ekki meira
en hefting bókar kostar nú. Bóka-
útgefendur vilja sérstaklega taka
fram, að tilgangurinn er ekki að-
eins að selja bækur, heldur einnig
að kynna hvaða bækur eru að
þrjóta og verða ófáanlegar.
Engar bækur eru á markaðnum
yngri en 5 ára. Af sumum bókum
er aðeins eitt eða tvö eintök Fá-
ein ljósprentuð eintök eru þarna
af bók sem prentuð var í Leirár-
görðum 1780. Eitt ævintýri eftir
síra Snorra Björnsson frá Húsa-
felli. Þarna eru fáein eintök af
bókum, sem voru taldar uppseld-
ar — en hafa komið í leitirnar.
Þeirra á meðai eru örfá eintök af
þjóðsögum Einars ÓI. Sveinssonar
Hið svokallaða Ritu-mál í
Noregi er nú fullkomlega upp-
lýst. Skýrði Vísir fyrir nokkru
frá því að óhugnalegt afbrot
hefði verið framið í nágrenni
Björgvinjar á vesturströnd
Noregs. Fannst þá í holræsis
brunni lík 15 ára stúlku, Ritu
Haakonsen, sem hafði horfið
þrem mánuðum áður. Var
þama um að ræða kynferðis-
brot og skiljanlegt að það vekti
hinn mesta óhug f Noregi.
Fylgdi það með fréttinni, að
vitað væri að árásarmaðurinn
.UtUOílBl
Dagskrá og matseðill
Pressuballsins
Dagskráin á Pressuballinu i
Hótel Sögu er nú endanlega á-
kveðin og verður sem hér seg-
ir: Dr. Gunnar Schram, for-
maður Blaðamannafélags ís-
lands, setur samkomuna, Gunn-
ar Gunnarsson skáld, flytur
ræðu, Svala Nielsen syngur
einsöng, Kristinn Hallsson syng
ur nýja skopkviðlinga eftir
Stefán Jónsson fréttamann og
Halldór Blöndal blaðamann. Og
síðast flytja leikararnir Gunnar
Eyjólfsson og Bessi Bjarnason
nýjan skemmtiþátt eftir Har-
ald J. Hamar blaðamann.
Veizlustjóri verður Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri.
Að Iokum verður dansað.
Hljómsveit Svavars Gests leik-
ur. Hótelið hefur sérstaklega
vandað til veizlumatar og
hljóðar matseðillinn svo:
Consommé journaliste, Homard
Andalouse, Supreme de Canard
Bigarade og Bombe Girondine.
Þeir fáu, sem enn þá eiga
eftir að sækja miðapantanir sín
eru beðnir að hafa samband
við Elínu Pálmadóttur á Morg-
unblaðinu í dag.
hefði ekið um í ljósum Fólks-
vagni, og var það hið helzta
sem lögreglan studdist við í
byrjun.
Björgvinjarlögreglan vann í
fyrstunni þannig að málinu, að
hún tók saman skrá yfir alla
þá menn sem ættu ljóslitaða
Fólksvagna. Síðan fór hún að
rannsaka fortíð þeirra, hvort
þeir hefðu framið afbrot, eink-
um afbrot skyld kynferðisaf-
brotum. Þannig þrengdist hring
urinn smásaman, unz einir 10
menn voru eftir. Þá var þeirra
ferill rannsakaður enn ýtarleg-
ar og brátt kom að því, að
einn maður lá helzt undir grun.
Hann hafði fyrir nokkrum ár-
um verið dæmdur fyrir brot
gegn blygðunarsemi (eksibition
ismi) og hegðun hans upp á
síðkastið hafði á margan hátt
verið undarleg.
Öruggt sönnunargagn fékkst
loks, þegar lögreglan rannsak
aði híbýli hans og fann þá ann-
an hanzka stúlkunnar. Þá var
maðurinn sem heitir Carl Jacob
Schnitler handtekinn. Hann neit
aði í fyrstu, en þegar hanzkinn
var lagður á borðið, gafst hann
upp og játaði brotið.
Lögregluna grunar að þessi
maður hafi verið stórhættuleg-
ur og að hann sé valdur að
hvarfi fleiri telpna og kvenna
m.a. hvarfi 17 ára stúlku frá
Haugasundi í október í fyrra,
en ekkert er vitað um hana
síðan.
prófessors og heildarútgáfa skáld-
sagna Jónasar Jónssonar frá
Hrafnagili,
Þá sögðu þeir að það væri far-
ið að koma í Ijós, að menn kæmu
þarna til þess að fá stofn að bóka
safni og bættu svo við árlega.
Slíkan stofn gamalla, góðra bóka
er hægt að fá á markaðnum fyrir
500—1000 krónur.
María / boði með
Jatk og Jackie
TRÓÐ MATBAUNIEYRAD
Síöastliðið sunnudagskvöld varð
11 ára drengur í Hrísey fyrir þvi
óhappi að troða matarbaun upp
í eyrað á sér.
Drengurinn ætlaði að ná baun-
inni út úr eyranu með eldspýtu, en
tókst svo illa til að baunin tróðst
æ lengra inn í eyrað. Tók það smá |
saman að bólgna og drengurinn
að fá þrautir í það.
Þar sem læknislaust er f Hrísey
og héraðslæknir eyjaskeggia stað
settur í Dalvík var farið með dreng
inn á báti til Dalvíkur. Læknirinn
þar taldi sig ekki hafa tæki til að
ná bauninni, þar sem hún væri
komin svo langt inn í eyrað. Var
drengurinn þvf sendur f fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Þar náðu
læknar bauninni 02 fékk drengur
inn að fara heim til sín í gær-
kveldi
„Maria Guðmundsdóttir er
virkileg; yndisleg stúlka, starf
hennar er stórkostlegt og gerir
hún þvi góð skil. Laugardaginn 9.
febrúar, un. kvöldið vgr hún í
veizlu með Mr. and Mrs. Kennod
(forsetanum) svo það er aldeilis
•íamar fyrir okkur (slendingana.
•'egar okkar fegurðardísum gengur
-•’ona “
Þetta er orðréttui kafli u. bréfi,
sem Einari Jónssyni, forstjóra ís-
lenzku fegurðarsamkeppninnar
barst frá íslenzkn konu í New
York, fyrir fáeinum dögum. Okk-
ur þótti rétt að leyfa lesendum
Vísis að sjá þetta.
Við spurðum Einar í Ieiðirrf.i
hvernip honum gengi að fá stúlkur
í fegurðarsamkeppnina. Hann
sagðist hafa fengið rúmlega 80 á-
bendinaar hvaðanæva af lai.dini
oe væri verið að vmna úr þessum
ábending .m, er n” væru Jðustu
" öð að tilnefna stúlkur til þátt-
töku. Va, hann mjög ánægður með
ábendingarnar.
mmaaeacsr^mjæ^--tmm.wr,isnKmmiMrmmsx%>. tsjmsmsasmmam
mtm