Vísir - 01.03.1963, Side 7

Vísir - 01.03.1963, Side 7
VÍSIR . Föstudagur 1. marz 1963. verðlaginu á erlendum mörkuð- um. Jjað er kannski ósköp þægi- legt að lifa nokkur ár við alsældir og baða sig á rósum, en hitt er heldur verra að sælu- fleyið flýtur að feigðarösum, eða fram af brúninni, eins og vel þekktur íslenzkur forustu- maður orðaði það einu sinni. Og það er nú þegar farið að kreppa all ískyggilega að. Þetta sést bezt af verzlunarskýrsl- unum. Hin alvarlega þróun í efnahagsmálum hefur haft það í för með sér, að innflutningur til Danmerkur hefur stórlega aukizt. Það er heldur ekki furða, því að hreint kaupæði hefur rikt i landinu með því peningaflóði sem fylgt hefur verðbólgunni. Á sama tíma aukast erfið- leikar landbúnaðarins, sem stendur undir öllu. Kjör land- búnaðarverkamanna hafa í raun inni rýrnað af því að aðrar stéttir hafa þotið fram úr þeim í launum. Þetta veldur stór- felldum vinnuaflsskorti og hætta á að útflutningurinn dragist saman. T ræðu sem Krag forsætisráð- herra flutti í danska þjóð- þinginu skýrði hann greinilega afleiðingar þessa hættulega dans. Á síðasta ári versnaði gjaldeyrisstaðan um 1500 mill- jónir danskra króna og hún myndi versna stórkostlega á þessu ári, ef ekkert væri að gert. Auðvitað væri hægt að fá lán til skamms tíma til að halda þessum hildarleik áfram, en það er engin lausn á vandan- um. Að visu er ekki skemmtilegt fyrir stjórn sem styðst við verkalýðssamtökin að þurfa að grípa hér í taumana. Danskir jafnaðarmenn eru ekki hrifnir að því. En auðséð er að þeim er nauðugur einn kostur. Þess vegna hefur stjórnin lagt fram röð frumvarpa á þingi, sem rak- ið hefur verið í fréttum hér í blaðinu, en aðalefni þeirra er að stöðva allar kauphækkanir i tvö ár og banna verkföll. Þýðingarmikil undantekning er þó frá þessu, að ríkisstjórnin beitir sér fyrir því að laun landbúnaðarverkamanna verði hækkuð og er tilgangurinn með því beinlínis að styðja þýðing- verðlags og kaupgjalds í land- inu. Hún óttaðist að ef alda nýrrar kaupgjaldshækkunar skylli yfir landið myndi algert vandræðaástand og jafnvel óða- verðbólga grípa efnahagskerfi Danmerkur. Saman við þetta fer, að stjórnin óttast fall, þar sem meirihluti hennar á þingi er sama og enginn. Ef nokkrir stuðningsmenn hennar á þingi veiktust af inflúenzu gæti verið úti um hana. Tjeir sem hafa farið í heim- sókn til Danmerkur upp á síðkastið kynnast því fljótt, að segja má að alger um- bylting hafi orðið í þjóðfélag- inu. Þa? rjr staðreynd að mjög hefur losnað um efnahag al- mennings. Áður fyrr þurftu Damr að fara allra þjóða spar- legast með peninga sína, al- menningur horfði í hvern skilding. En nú hefur þetta allt í einu gerbreytzt, Það mun finna þá bjartsýni og ánægju sem ríkir þar rneðal almenn- ings vegna þessara stórfelldu kjarabóta. Þegar málið er rannsakaö kemur í ljós, að þessi velsæld í Danmörku er í rauninni að-. eins einn þáttur í stórfelldum almennum- kjarabótum meðal þjóðanna á meginlandi Evrópu. Hún er bein afleiðing af hinum stórkostlegu framförum í Vest- ur-Þýzkalandi og efnahagssam- starfi Vestur-Evrópuþjóðanna. Danir hafa verið þátttakendur í allri hinni evrópsku hringrás enda hefur hið sama verið að gerast í öllum þessum löndum jþað er nú talið, að hlutfalls- leg aukning á framleiðslu og raunvérulegum þjóðartekj- um Dana hafi aukizt á 7 árum um 20 — 30% og má geta nærri, að þetta hefur haft mikil áhrif í þjóðlífinu. Þegar þjóðartekjurnar fóru Vegna hins venjulega metings milli stéttanna fór svo að kauphækkanahjólið fór af stað og stéttirnar fóru hver um sig að heimta hærri og hærri laun. Þessar kröfur urðu síðan í engu samræmi við hina raunverulegu aukningu þjóðarteknanna og er nú svo komið, að flestir já nær allir forustumenn Dana eru nú sammála um það að þéssi dans hafi gengið alltof langt. 'l/'ið Islendingar köllum nú ’ ekki allt ömmu okkar í þessum efnum og máske er hættan á óðaverðbólgu ekki eins mikil í Danmörku eins og 'TMIefni þess, hve Krag brá skjótt við var einfaldlega það, að nokkur af stærstu verkalýðsfélögum Danmerkur höfðu hótað verkfalli. Þau gerðu miklar kröfur um launa- hækkanir, að því talið er 20— 30%. Þeir sem hótuðu verkMli voru m. a. starfsmenn við sam- göngur, iðnaðarmenn og iðn- verkamenn. Danska stjórnin hefur nú brugðið hart við og ætlar sér að stöðva það mikla kapphlaup sem komið er af stað milli hafa verið upp úr 1955, sem þessi mikja velsældaralda hófst í Danmörku. Þá byrjuðu laun flestra stétta að hækka veru- lega og almenningur fór að geta veitt sér ýmis konar „lúxus“, sem hann hafði varla dreymt um áður. Viðskiptin hafa blómg azt, fólk hefur keypt sér ný- tfzku eldhúsáhöld, ísskápa, sjónvarpstæki og nú gerðist það að verkamenn fóru að hafa efni á að kaupa sér Fólksvagn. Það er sannarlega ánægjulegt að heimsækja Danmörku og að aukast svo, stuðlaði danska stjórnin sjálf að því að launin væru hækkuð. Hún leit á það sem verkefni sitt að sjá um að hinum aukna þjóðararði væri skipt réttlátlega niður, enda stóð það henni nærri þar sem aðal-stjórnarflokkurinn, jafnað- armenn, styðjast fyrst og fremst við verkalýðshreyfing- una og Alþýðusambandið í landinu. Leit ríkisstjómin launa hækkanirnar því í fyrstu hýru auga. En svo gerðist ógæfan. hún var t. d. þegar vinstri- stjórnin var að gefast upp við efnahagsmál okkar. Svo mikið er þó víst að danskir fórustu- menn líta þetta mál mjög al- varlegum augum. Þeir geta heldur ekki vænzt þess eins og vinstri stjórnin íslenzka á sín- um tfma, að Ameríkumenn menn hlaupi undir bagga til að rétta baggana á klakknúm. Staðreynd þessa máls er sú, að danska þjóðin lifir nú um efni fram. I stað þess að hækka launin á vísindalegan hátt í samræmi við þá raunverulegu framleiðsluaukningu sem orðið hafði, um 20-30%, hafa marg- ar stéttir þvingað fram allt að 80% launahækkanir. Iðnaðar- menn hafa t. d. síðan 1955, feng ið 70 prósent launahækkun og iðnverkamenn 66%. Starfs- menn við samgöngur o. fl. sam- bærilegt hafa þvingað fram 71% launahækkanir. Segja má að þeir einu sem hafi nokkurn veginn fylgt hinni raunverulegu arðsaukningu hafi verið land- búnaðarverkamenn, enda gat landbúnaðurinn ekki velt aukn- um kostnaði yfir á aðra, þar sem tekjur hans mörkuðust af armesta útflutningsatvinnuveg- inn. Þá er meiningin að draga úr neyzlunni og fjáraustrinum með því að koma á víðtækum skyldusparnaði. Tjannig hafa Danir kynnzt þvi eins og aðrir að útilokað er að komast framhjá lögmál- um efnah-.gslífsins. Almennar launatekjur verða að miSast við hverjar þjóðartekjurnar eru hverju sinni. Nú um nokkurra ára skeið hefur danska þjóðin lifað um efni fram. Launþegarn ir hafa að vísu ekki hirt þau 70 prósent sem Iaunahækkan- irnar hafa hljóðað upp á, því Frh ð bls 13. DANIR „BRUNINNI“ } síðustu föstudagsgrein ræddi ég um fund Norðurlandaráðs í Osló, um þ-.inn mikla skara norrænna ráðherra, sem komu þangað til fundar með alla forsætisráð- herra Norðuríanda í broddi fylkingar. En forsætisráðherrarnir máttu ekki vera að því að dveljast um kyrrt í Osló. Og sérstaklega var því veitt athygli, hve mikill asi var á hinum unglingslega forsætisráðherra Dana, Jens Ottó Krag. Hann var eins og kvikasilfur, kom til Osló um morguninn, fór til Stórþings- byggingarinnar, æddi inn í sal- inn, flutti ræðu sína, að því er virtist óstyrkur á taugum og var síðan floginn aftur sama kvöld tii Kaupmannahafnar. Þar biðu hans strax erfið verk- efni. Við komuna til Kaupmanna- hafnar mátti hann ekki einu sinni vera að því að pústa, leiðin lá beint upp í Kristjáns- borgarhöll til að ræða við flokksmenn sína og síðan for- ustumenn annarra flokka. Síð- an er liðinn nærri hálfur mán- uður og Krag og ýmsir aðrir áhrifamiklir stjórnmálamenn Danmerkur hafa varla neytt svefns eða matar síðan og voru þegar síðast fréttist af þeim orðnir all útslitnir af þessu erfiði og vökum. Hér sjást þrír pólitískir forystumenn Dana. Jens Otto Krag forsætisráðherra (Iengst t. v.) afhendir Paul Sörensen foringja íhaldsflokksins og Erik Eriksen foringja Vinstri-manna tillögur stjórnarinnar í efnahagsmálunum eða „Helhedslösningen“. Stjórnarandstaðan viðurkennir að nauðsyn hafi verið rót- tækra aðgerða, en vill þó iítið taka afstöðu til tillagna stjórnarinnar, þar sem hún hafi fengið þær með of skömmum fyrirvara. I <»

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.